Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 4

Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 f Rúmu ári eftir morðið á Olof Palme forsætisráðherra er kannað hvort það tengist Persaflóastríðinu. Sænska stjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um að Palme og fleiri ráðherrar hafi lokað augunum fyrir ólöglegri vopnasölu til írans og sænska lögreglan athugar skv. áreiðanlegum heimildum hvort íranar eða írakar hafi myrt hann. Jafnframt hefur Hans Holmér ,sem stjórnaði rannsókn morðsins og reyndi að sanna að Kúrdar hefðu staðið á bak við það, látið af starfi lögreglustjóra í Stokkhólmi og hætt öllum afskiptum af rannsókninni. íðan 1984 hafa nefndir á vegum sænsku stjórnar- innar, lögregl- unnar, þingsins og herafl- ans rannsakað hvort fyrirtækin Bofors og Nobel Kemi hafi verið viðriðin vopnasmygl. Fyrirtækin neita því að hafa brotið lög og gefa í skyn að fyrri ríkis- stjórnir hafi samþykkt viðskiptin. Þar sem Palme var sáttasemjari SÞ í Persaflóastríðinu stóð hann í tengslum við stjórn- ina í Teheran og því kvikn- uðu grunsemdir um aö hann hefði dregizt inn í eöa hylmt yfir ólöglega vopna- sölu. Vopnasölu til Irans var hætt í byltingunni 1978, íranar kröfðust bóta og tal- ið er að Bofors hafi fengið Palme til liðs við sig. Hér kann að leynast fyrsta hald- bæra skýringin á morði Palmes. Rannsóknirnar í Bofors- málinu, sem minnir á íransmálið og sumir kalla „Svíagate“, hafa dregizt af ýmsum ástæðum. For- stöðumenn Bofors segja að Palme hafi vitað hvert eldflaugarnir áttu að fara, svo og Bengt Rosenius, sem stjórnaði úthlutun út- flutningsleyfa unz hann lézt af eðlilegum orsökum þeg- ar hann hafði veitt tilskilin leyfi. Eftirmaöur hans, Carl-Frederik Algernon fv. aömíráll, varð fyrir járn- brautarlest í aðaljárn- brautastöðinni í Stokk- hólmi 15.janúar sl. og grunur lék á að um morð hafi verið að ræöa. Lögreglan sagði fyrst að a.m.k. tvö vitni hefðu séð mann ýta Algernon fram fyrir lestina, en tilkynnti svo að þeim hefði „skjátlazt" og rannsókn yrði hætt. I vikunni sögðu saksóknarar að þeir væru næstum því vissir um að Algernon hefði framið sjálfsmorð, en lög- reglan vill ekki útiloka þann möguleika að um slys hafi verið að ræða. Yfirvöld telja ekki nauðsynlegt að ranns- aka ástæður fyrir hugsan- legu sjálfsmorði. Algernon, sem var fv. yfirmaður leyni- þjónustu heraflans, átti að bera vitni um vopnasöluna sex dögum eftir að hann lézt (21.janúar) og ættingj- ar hans og vinir telja fráleitt að hann hafi fyrirfarið sér. Sala stöðvuð Þremur mánuðum fyrir morðið á Palme 28.febrúar í fyrra lagði sænska toll- gæzlan hald á sprengiefni, sem talið var að ætti að senda til írans. Samkvæmt öörum heimildum bárust írönum ekki eldflaugar, sem Bofors haföi lofað þeim. Þeirri skoðun vex fylgi að Palme hafi annað hvort svikið áður gerða leynisamninga, eöa komizt á snoðir um slíka samninga og stöövað sendingarnar. Samkvæmt annarri kenn- ingu komust frakar að þessari vopnasölu og ákváðu að hefna sín á Palme í þeirri trú að hann bæri ábyrgðina. Rit eins og „Jane’s De- fense Weekly" og „Military Balance" hafa lengi hermt að íranar beiti sænskum eldflaugum. Þegar Richard Reeves hélt því fram í fylgi- riti „New York Tirnes” á eins árs afmæli morðsins að það stæði í sambandi við Persaflóastríðið og ír- anar hefðu kvartað yfir stöðvun vopnasendinga frá Svíþjóð brugðust sænskir ráðherrar ókvæða við. Þeir kváðu ekkert hæft í þessu, en neyddust til að viöur- kenna degi síðar að franar hefðu kvartað yfir því strax árið 1983 að hafa ekki feng- ið umsamda vopnasend- ingu frá Svíþjóð. Formaöur danska sjó- mannasambandsins, Preben Möller Hansen, tók í sama streng og Reeves og sagði að dönsk skip hefði oft siglt með sænsk vopn til írans. Ingvar Carls- son forsætisráöherra Símamynd/AP Olof Palme: var hann Bofors innan handar? Símamynd/Reutor/PB Preben Möller Hansen: sænsk vopn með dönskum skip- um til írans. svaraði því til að sænska stjórnin hefði ekki vitað um ólöglegar vopnasendingar til frans, ýtt undir eða sam- þykkt slík viðskipti, og krafðist þess að Möller Hansen „legði spilin á borðið", ef hann hefði skjal- fastar sannanir. Möller Hansen sagði: „Carlsson ætti að íhuga það sem kom fyrir Ronald Reagan." Danska sjómannasam- bandið segir aö síðan 1978 hafi dönsk skip flutt 60-70 farma af sænskum vopnum til írans „og nokkurra ann- arra hafna á leiðinni". Sambandið ákvað að birta ekki skjöl um vopnasend- ingarnar „af ótta við hefndaraðgerðir gegn dönskum skipum," en hélt fast við það að Palme hefði stöðvað eina sendinguna 1985. Það neitaði þó að staðfesta hvort það vissi um einhver tengsl við morðið á honum. Milliliðir Ásakanirnar eru einnig byggðar á upplýsingum sænsku friðarsamtakanna (Svenska freds- och skilje- domsföreningen) og urðu til þess að forstjóri Bofors, Martin Ardbo, baðst lausn- ar. Hann hefur verið sakaður um að bera ábyrgðina á meintri vopna- sölu. Hann kvaöst telja óviðeigandi að stjórna fyrir- tæki, sem væri undir lögreglurannsókn, en neit- aði því að lausnarbeiönin staðfesti vopnasmygl. Því er haldið fram að Bofors hafi selt 5,500 Robot-70 loftvarnaeld- flaugar til útlanda síöan 1978 og þar af rúmlega 500 til landa, sem bannað sé Símamynd/PB Morðstaðurinn daginn eftir: lögreglan stendur í sömu sporum og fyrir einu ári. íandel að selja vopn. Þar að auki hafi 680 flaugar verið seld- ar til Singapore og þaðan hafi þær Kklega fariö til átakasvæða í Þriðja heim- inum. Vopn munu einnig hafa farið til milliliða í Aust- urríki, Júgóslavíu og víðar. Svíar seldu vopn fyrir 7,7 millj. sænskra króna til Singapore 1978 og fyrir 1,2 milljarða s.kr. (um 7,4 millj- arða ísl.kr.) 1979-1985 Dótturfyrirtækið Nobel Kemi mun hafa flutt út byssupúður meö svipuðum hætti og fulltrúar þess munu oft hafa rætt við íranska embættismenn 1984-1985 um verð og magn púðurs, sem fyrir- tækið gæti sent. í einni ferðinni mun Bo- fors hafa sent 40 fallbyssur á skip til Singapore. Singa- porebúar hafa aðeins eignazt eitt nýtt skip og engar fréttir hafa borizt um að gömul skip hafi verið búin nýjum fallbyssum. Böndin hafa borizt að Mats Hellström landbúnaðarráð- herra, sem var ráðherra utanríkisviöskipta þangað til í október 1986, þegar sögusagnir mögnuðust. Hann kann að hafa sam- þykkt þessi viðskipti, þótt legið hafi í augum uppi fall- byssurnar ættu að fara á aðra staði. Þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í vi- kunni sagði hann aö til Singapore hefðu aðallega veriö send skotfæri þegar hann var utanríkisvið- skiptaráðherra, herskylda væri þar 24 til 30 mánuðir og mikill tími færi í skotæf- ingar. Dubai, Bahrain og Thai- land fengu einnig sænsk hergögn að sögn sænsku friðarhreyfingarinnar. í Ijós hefur komið að sex liðs- foringjar frá Bahrain tóku þátt í fjögurra mánaða námskeiði í meðferð loft- varnaflauga hjá Bofors 1980.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.