Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
Fyrst í völundarhús
- síðan að altarinu
Völundarhúsum má líkja við
lífið sjálft. Enginn veit
hvert leiðir liggja og ungu fólki
í giftingarhugleiðingum ráðlegg
ég eindregið að leggja ekki leið
sína upp að altarinu fyrr en það
er búið að reyna á sambandið
innan veggja völundarhúss.
Þannig kemst Yamanaka
nokkur að orði, en Yamanaka
er, eins og nafnið gefur til kynna
japanskur og þar að auki stjóm-
andi stærsta völundarhúss
Japana, Gran Maze, en völund-
arhús eru vinsælasta dægradvöl-
in í Japan um þessar mundir.
Og það ekki af minni gerðinni.
Völundarhúsið sem Yamanaka
stýrir var hannað af Ástralíubú-
anum Stuart Landsborough,
sem hefur búið til nokkur slík
áður, en þó ekkert af þeirri
stærðargráðu sem Gran Maze
er. Þar geta eittþúsund manns
orðið vegvilltir á sama tíma.
Reyndar segir sagan að Lands-
borough þessi hafi sjálfur þurft
á aðstoð varða að halda er hann
heimsótti sína eigin smíð og
gafst upp við að fínna útgöngu-
leið eftir klukkutíma þrautar-
göngu.
Leikurinn er til þess gerður
að menn komist í gegnum völ-
undarhúsið á sem skemmstum
tíma og er komutími gesta
stimplaður á þar til gerð kort.
Áður en yfír líkur þurfa viðkom-
andi svo að hafa komið við á
ijórum stöðum öðrum í völund-
arhúsinu og hlotið stimpla þar.
Þeir sem eru heppnir komast
í gegn á tæpum hálftíma, en
metið er 14 mínútur og hand-
hafí þess ekki ýkja hár í loftinu,
a.m.k. ekki nógu hár til að
svindla og sjá yfír veggina. Hann
er þriggja ára gamall og hefur
farið um völundarhúsið 26 sinn-
um. Reyndar segja kunnugir að
baminu hljóti að vera gefín
öflugri skilningavit en flestum
öðrum, því að ekki dugir að
muna leiðina sem síðast var far-
in, völundarhúsið er þannig gert
að veggir þess eru færðir og
leiðum breytt reglulega.
Flestir gesta eru því lengur
en korter á leiðinni og sá sem á
metið á hinn veginn er tvítugur
maður sem kom út úr Gran
Maze eftir að hafa villst þar í
fímm klukkustundir - og lét það
verða sitt fyrsta verk að ráð-
leggja öðrum að leggja leið sína
á náðhús í upphafí ferðar.
Þó eru verðir á hverju strái
til að leiðbeina vegvilltum og
stundum, til stilla til friðar þegar
samfylgdarmenn em komnir í
hár saman yfír hver hafí af-
vegaleitt hópinn eða hver skuli
ráða ferðinni. Segja þeir hinar
öflugustu fjölskyldueijur oft
eiga sér stað og nefna sem dæmi
þegar faðirinn segir móðurina
hafa tekið vitlausa beygju, en
hún telur hann hafa farið í rang-
an farveg strax í upphafí, á
meðan eitt bamið ráfar frá og
villist upp á eigin spýtur og ann-
að vill bara fara heim!
En gestir völundarhússins em
af öllum stærðum og gerðum,
ef svo má að orði komast. Fyrir-
tæki bjóða oft starfsmönnum
sínum í þennin leik, skólar koma
með nemendur sína og á meðal
ungs fólks er völundarhússferð
vinsælli dægrastytting en t.d.
ferð í kvikmyndahús. Sem sé
vinsælla hjá Japönum að fara
út að skemmta sér og þjálfa
hugann í leiðinni en að hafa sem
minnst fyrir hlutunum.
Endursagt/VE
STEYPUMÓT
FRÁ BREIÐFJÖRD!
KRANAMÓT - HANDMÓT
DOKA - VEGG JAMÓTAKERFI
fyrir krana.
DOKAFLEX - LOFTAMÓTAKERFI
- létt og þægileg á höndum.
MÓTAKRÆKJUR OG TENGI
með DOKA-plötur sem klæðningu.
FRÁBÆR LAUSN!
MALTHUS - HANDFLEKAMÓT
kerfismót sem allstaðar henta.
HAKI - VERKPALLAR
og undirsláttarkerfi.
örugg lausn.
Hvað er einfaldara?
HAGSTÆTT VERÐ. Leitið upplýsinga.
NÚ ER RÉTTI TÍMINN AÐ PANTA
STEYPUMÓTAKERFI FYRIR VORIÐ.
m BREIÐFJÖRÐS
ÆJ BLIKKSMIÐJA HE
SIGTÚNI 7 - SÍMI 29022.
Jakob H. Magnússon eigandi
Homsins og Tino Nardini mat-
reiðslumeistari.
Hornið:
Italskt
kvöld
ÍTALÍA, italsk-íslenska félagið,
heldur ítalskt kvöld í Djúpinu á
veitingastaðnum Horninu í Hafn-
arstræti 15 nk. sunnudagskvöld,
15. mars, kl. 19.30. Þar verður á
boðstólum ítölsk stemmning í
mat, drykk og tónlist undir hand-
leiðslu matreiðslumeistarans
Tino Nardini.
Ætlunin er að þessi ítölsku kvöld
verði síðan á dagskrá félagsins 1.
sunnudag hvers mánaðar þar á eftir.
Borðapantanir eru teknar niður
á Hominu.