Morgunblaðið - 01.05.1987, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987
Karlakór
Reykjavíkur
Tónlist
Jón Asgeirsson
Vortónleikar Karlakórs
Reykjavíkur voru að þessu sinni
haldnir í Langholtskirkju undir
stjóm Páls P. Pálssonar og aðstoðar-
manns hans, Odds Bjömssonar.
Undirleikari var Guðrún A. Kristins-
dóttir en hún, ásamt Oddi, raddæfði
kórinn. Tónleikamir hófust á lagi
eftir Pál ísólfsson, er heitir Söng-
bræður góðir. Líklega er þessu lagi
ætlað að vera félagasöngur kórsins
sem hér er aðeins sett fram sem til-
gáta. Lagið er vel samið og var
fallega sungið. Næstu þtjú lögin eru
eftir Skúla Halldórsson og öll við
ljóð eftir Jón Thoroddsen. Lögin eru
látlaus og áferðarfalleg og söng
kórinn með nokkmm þokka miðlag-
ið, sem var við Hlíðin mín fríða.
Reiðvísa, sem var þriðja lagið, miss-
ir kraftinn um miðbikið, þar sem
textinn er „Skreiðfráu jóamir
skunda um mel_ úr skeifunum eldur-
inn blossar". Á eftir lögum Skúla
var ein raddsetning eftir Emil Thor-
oddsen, á laginu Sé ég eftir sauðun-
um. Þar mátti heyra að raddimar í
kómum em fremur ójafnar og tenór-
inn ekki eins góður og oft fyrmm.
Þrjú lög eftir Lille Bror Söder-
lundh flutti kórinn undir stjóm Odds
Bjömssonar. Lögin vom fallega |
mótuð og mjög líklega hefur Karla- j
kór Reykjavíkur fundið eftirmann
Páls, því Oddur er vel menntaður
tónlistarmaður og eftir því sem
dæmt verður af þessum þremur lög-
um, smekkvís í besta lagi.
Næstu tvö lög vom rússnesk þjóð-
lög en mjög líklega í raddsetningum
eftir þýska tónlistarmenn. Það er
nú svo þegar raddsetja á þjóðlög,'
að mikil líkindi em á því að þau fái
óviðeigandi umgerð og misskiljist,
þegar erlendir tónlistarmenn búa
þeim búning. Það er því miður mjög
algengt að menn telja sig mega gera
hvað sem er við þjóðlög og fá þau
oft að þola alls konar meðferð. Þýska
gerðin af rússnesku þjóðlögunum
var þokkaleg en ákaflega órússnesk
og jafnvel hljóðfallslega afbökuð,
miðað við það sem undirritaður
þekkir til laganna. Nægir að nefna
það fyrra, sem er sama lag og allir
þekkja við textann „Áfram veginn
í vagninum ek ég“. Eftir hlé söng
þrefaldur kvartett gamla kunningja
eins og Sveinar kátir syngið og Nú
máttu hægt. Það er töluverður þokki
yfir söng félaganna.
Þrjú Norðurlandalög vom næst á
efnisskránni, fyrst Hjártans sáng,
eftir Sibelíus, sem tenórinn átti ekki
sem auðveldast með, einkum þar
sem tónboginn rís og syngja á veikt.
Það sama má segja um Sæfarann
við kolgröfina eftir Palmgren, sem
ásamt lagi Síbelíusar er sérlega
fíngert og fallega ofíð saman við
textann. Þessi texti er til í afburða
fallegri þýðingu Þorsteins Valdi-
marssonar, er fellur ótrúlega vel að
lagi Palmgrens. í þessum lögum
vantaði tenórinn þá þýðu hljóman
og þéttleika í veikum söng, sem
kalla þarf eftir í þessum viðkvæmu
og fallegu tónsmíðum. Þriðja Norð-
urlandalagið var Ack Vármeland du
sköna, í raddsetningu sem mjög
minnir á bandarískar „Sing-a-1-
ong“-raddsetningar, þó kórinn syngi
lagið annars fallega.
Nýtt lag eftir Pál P. Pálsson var
frumflutt að þessu sinni og er það
við enskan texta frá 14. öld í þýð-
ingu Magnúsar Ásgeirssonar. Lagið
er fallega unnið fyrir kórinn en sam-
leikur á flautu og handtrommur var
ekki alls kostar samvirkt laginu.
Þessi sérkennilega hljóðfæraskipan
átti hins vegar vel við í þremur lög-
um, sem neftiast Litli trumbuslagar-
inn og sögð eru vera eftir Franz
Biebl, þó síðasta lagið sé í raun
frakkneskt þjóðlag. Síðustu lögin
voru nokkur þýsk alþýðulög, sem
einnig hafa verið mikið sungin á
íslandi, síðan Iöngu fyrir aldamótin
síðustu og þykja enn góð. Þetta eru
lög eins og Nú yfír heiði háa, Lóre-
lei, Af stað, Góða tungl og Sjá
brostin klakabönd. Þessum lögum
skilaði kórinn fallega og kunnu
áheyrendur vel að meta þessa gömlu
húsganga.
fi
■ tw* I i f
m
fö
Við sýnum þessi hjólhýsi ásamt tjaldvögnum
og kerrum í Laugardalshöil þessa dagana.
Gísll Jónsson 09 GO« Kf« Sundaborg 11, sími 686644.
1. Sérstaklega sterkur
undirvagn. Galvanis-
eraður.
2. 6 fet milli hjóla, radial
dekk, sjálfstæð sneril-
fjöður, mjög þýð.
3. Sérstaklega hönnuð
til aðtaka lítinn vind
á sig. Mjög stöðug.
4. Stórt hólf fyrirgas,
vatn o.fl.
5. Gólf og veggirein-
angraðir með 20 mm
Poly urafhane.
6. Þakeinnigvelein-
angrað.
7. Tvöfaltlitaðglerírúð-
um.
8. Velbúiðeldhúsmeð
Electroulux ísskáp.
9. GóðurCarverhitaofn.
10. Smekklega innréttað
úr Ijósum við, falleg
áklæði.
11. Ótrúlega hagstætt
verð.
12. Frábærgreiðslukjör.
'&r XTc&AT
nplvum
• LÆGSTU VERÐ AISLANDI •
Frítt flugfar til London • Veitingar
• Vidgerðaþjónusta sérfræðinga | JNYTT 15) • Tölvurnar eru settar saman í USA
• Aðstoð og kennsla • Tölvunet, prentarar,
fáanleg V 1MÁNAÐA ÁBYRGÐ hugbúnaður, aukabúnaður
1
mOQHUS
HF.
SÖLUAÐILIFYRIR:
Fountain, Toshiba,
Novell, Microsoft,
Lotus, dBase.
’Oa
T %
LÁGMÚLI 5 • SÍMI 689420
IBM® skrásett vörumerki
Tilboð endar 15. maí 1987