Morgunblaðið - 01.05.1987, Page 17

Morgunblaðið - 01.05.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 17 F ÍL Morgunblaðið/Ámi Sæberg Viðar og áhöfn hans á Helgu eru væntanlega úti á sjó í dag, en hann var að huga að netum við Reykjavíkurhöfn sl. þriðjudag, þar sem rætt var við hann. Viðar Benediktsson skipstjóri á Helgu: Staðgreiðslukerfi skatta mesta kjarabót sjómanna VIÐAR BENEDIKTSSON skip- stjóri á Helgu var að huga að netum við Reykjavíkurhöfn, ásamt tveimur manna sinna fyrr í vikunni, þegar við hittum hann að máli. Hann sagði kjör sjómanna mjög misjöfn og áhrifavalda þar marga, svo sem aflabrögð, veiðarfæri og stærð skipa. Hann sagði ennfremur, að staðgreiðslukerfi skatta væri áreiðanlega það sem orðið hefði sjómönnum til mestra hagsbóta, er litið væri til síðustu ára. Viðar sagði aðspurður, að kauptrygging sjómanna gæti ver- ið lág ef miðað væri við erfið starfsskilyrði þeirra. Aftur á móti væru laun margra í þjóðfélaginu mun lægri, því miður. Aðspurður um hvað hann teldi að setja ætti á oddinn í verkalýðsmálum sagði hann launamálin áreiðanlega bera hvað hæst. Um úrslit kosninganna og stjómarmyndum sagðist hann hreint ekki vilja hugsa. „Þetta er alveg agalegt", sagði hann. Varðandi staðgreiðslukerfi skatta sagði Viðar, að það væri sjómönnum mikið hagsmunamál: „Tekjur okkar eru mjög breytileg- ar. Það gengur vel eitt árið en kannski mjög illa það næsta. Það gerir slík samdráttarár mun erfið- ari að vera þá ennfremur að greiða skatt af afkomu betra árs.“ Hann var í lokin spurður, hvað hann hygðist gera í dag, 1. maí. „Ætli ég verði ekki úti á sjó, það tel ég sennilegast," sagði hann. - F.P. íbúðarkaup byggjast á mikilli yfiv- ognæturvinnu - segja nemar í stálskipasmíði hjá Stálvík í Garðabæ OFAN Á plötum að kili verðandi 9,9 tonna báts í flota okkar ís- lendinga hittum við að máli iðnnemana Árna Gíslason og Stefán Arngrímsson, en þeir eru við nám í stálskipasmíði hjá Stálvík hf. í Garðabæ. Þeir sögð- ust ekki þurfa að kvarta yfir launum sínum. Það væri vel gert við þá hjá Stálvík. Aftur á móti þyrftu þeir á meiri vinnu að halda, ef þeir ætluðu út í fjárfest- ingar. Árni sagðist til dæmis vera í þann mund að undirrita samn- ing um íbúðarkaup og til að geta staðið í skilum treysti hann á að fá mikla yfir- og næturvinnu á næstu árum. Varðandi atvinnuöryggi stéttar þeirra sögðu þeir lítið hafa verið um nýsmíði nema í þessum 9,9 tonna bátum, sem allir virtust nú vilja eignast. Þessir bátar slippu inn fyrir mörk og kvóta, en þeir félagar voru á því, að menn kæmust ekki endalaust upp með að mala gull á þennan hátt. Þeir sögðust vonast til að úr rættist með sölu raðsmíða- skips Stálvíkur og í framhaldi af því fengju þeir mikla auka- og næturvinnu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þeir Stefán Arngrímsson til vinstri og Árni Gíslason til hægri á vinnustað sínum, Stálvík í Garðabæ. Aðspurðir um hver ósk þeirra væri til handa launþegum á þessum hátíðisdegi sögðu þeir báðir: „Bætt kjör“ og annar þeirra bætti við: „Mér þætti gaman að vita, hvort Þorsteinn Pálsson gæti lifað af 24.500 kr. á mánuði". Hann gaf með þessu boltann og í framhaldi af því kom spumingin um óskaríkis- stjóm. „Alþýðuflokkur, Sjálfstæðis- flokkur og Kvennalisti. Við þurfum að losna við Framsókn. Hún er búin að sitja alveg nógu lengi“, sagði Ámi og Stefán kinkaði kolli. f lokin vom þeir spurðir, hvemig þeir ætluðu að veija deginum í dag. Samkvæmt svarinu sofa þeir nú báðir, eða a.m.k. fram eftir degin- um. - F.P. er flutt í Borgartún 26. Símar 681502 og 681510. tðKHJW IUIT Borgartúni 26. SVAVAR Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins í HP-yfirheyrslu. Af hverju tapaði Alþýðubanda- lagið fylgi? Hvað gerir Svavar? Segir hann af sér formennsku? 14ÁRA og leikur eins og Hendrix, eða Clapton, á gítarinn sinn. Það var hann sem vann kosningarnar — a.m.k. hug og hjörtu áhorf- enda. 68-kynslóðin skalf fyrir framan skjáinn þegar drengur- inn tók gítarinn. HVALKJÖTID í Hamþorg er þar enn. Þýsk yfir- völd báðu um viðbótar upplýs- ingar. Samtök umhverfisvernd- armanna fylgjast með málinu og nú er beðið eftir að nýr um- hverfismálaráöherra taki við f Þýskalandi. Brutu íslensk stjórn- völd alþjóðlegar friðunarsam- þykktir? Hvalurinn er f HP (dag. STEINGRÍMUR er vinsaelastur og mikill meiri- hluti aðspurðra f Reykjavík vill að hann verði áfram forsætis- ráðherra. Hvað fær Þorsteinn mikið fylgi, Jón Baldvin, Svav- ar, Guðrún, eða Albert? HP- könnun: Feti framarl WALDHEIM fær ekki að koma til Bandarfkj- anna. Hann er í HP f dag. VINKONUR um hvað tala þær? Kannske mest um okkur strákana? FRAMDRIF ÍSLENSKRA FJÖLMIÐLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.