Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 19
b' • + ) T8ei IAM I ÍTTIOACHTSiy-I (IRIA ÍÍTT/TTTV/TOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 81 19 Gísli Ólafur Pétursson menntaskólakennari: Tvö megin sjónarmið eru ríkjandi Við hittum Gísla Ólaf Pétursson kennara við Menntaskóla Kópavogs á kafí í vinnu. Hann leit þó upp úr pappírsflóðinu og tölvuskerminum og rabbaði við Morgunblaðið. Fyrst var að spyrja um sess 1. maí í huga hans. Gísli svarar: „Ég hef verið hlynntur 1. maí alveg hreint frá því að ég man eft- ir mér, fór í kröfugöngur um 1940 og það sem mér er enn minnis- stætt var hversu fámennar göng- umar voru í þá daga, en mikill fjöldi fólks fylgdist að sama skapi með okkur af tröppum húsa sinna. Mér fannst og fínnst hins vegar sjálfsagður hlutur að taka þátt í kröfugöngum og nýta 1. maí til hins ýtrasta til þess að vekja at- hygli á bágum kjörum margra launþega. Eitt af því sem mér finnst já- kvætt við þennan sameiginlega baráttudag er samvinna manna sama hvar þeir standa í pólitík. Þama aðskilja menn annars vegar flokkspólitík og kjarapólitík hins vegar, enda em það sameiginlegir hagsmunir og einnig vinna verka- lýðsforingjar saman að markmiðum sem eru fólkinu til góða hvar svo sem það kann að standa í flokks- pólitík." En hvað um kjaramálin? „Ja, mér sýnist tvö megin sjónar- mið ráða hér ríkjum. Annað þeirra felst í því að vinnuveitandi borgar sem minnst og launþegar neyðast til að vinna sem lengst fyrir launum sínum. Launin em þá svo lág að launþeginn sér sig tilneyddan til að taka að sér önnur störf og halda úti þetta tveimur til þremur fullum vinnum. Vinnuveitandi kaupir vinn- una á útsöluprís en gerir sér ekki grein fyrir því að vinnuandinn og afköst em óhjákvæmilega í lág- marki. Hin stefnan er sú að hækka laun starfsfólks. Ég veit dæmi þess að vinnuveitandi hækkaði skyndi- lega laun síns fólks um 45 prósent. Þá breyttist mikið, starfíð fór að leika í hendi starfsfólksins, allt ann- ar og betri vinnuandi tók við og þegar fólk er ánægt í vinnu þá vinn- ur það betur og afkastar þar af leiðandi meim. Það er sjónarmið sem launagreiðendur margir mættu leiða hugann að. Fyrra sjónarmiðið sem ég nefndi hefur gengið sér til húðar, það er ljóst. Mér sýnist að vinnuveitendur hafí ekki aðra kosti en að minnsta kosti að sjá hvaða raun það síðamefnda gefur. Þeir yrðu varla sviknir. - gg- Gísli Ólafur Pétursson Áslaug Hauksdóttir og Ingunn Ingvarsdóttir. Morgunblaðifl/Þorkell Aslaug Hauksdóttir og Ingunn Ingvarsdóttir: „Þarf að leiðrétta launamisréttið(í Ingunn Ingvarsdóttir og Áslaug Hauksdóttir heita tveir hjúk- runarfræðingar og ljósmæður sem Morgunblaðið hitti á förnum vegi á göngum Landspitalans i vikunni. Aðspurður hvaða augum þær litu 1. maí svöruðu þær til skiptis, Ingunn fyrst: „1. maí er auðvitað góður dag- Um leið meim í verk í sínum eigin ur því verkalýðurinn hefur að mörgu að keppa og kaup og kjör t.d. hjúkmnarfræðinga era ekki til að hoppa og hrópa húrra fyrir. Verst er kannski, að launamisrétt- ið milli kynja í þjóðfélaginu breikkar alltaf meira og meira. Það er óþolandi." Áslaug sagði svo: „Ég velti 1. maí kannski meira fyrir mér hér áður fyrr, en það breytir þvi ekki að hann skip- ar sess hjá mér og vonandi hjá launþegum öllum. Ég segi eins og Ingunn, launamisréttið er geig- vænlegt og ósanngjamt svo ekki sé meira sagt, en það er kannski von til þess núna að konur fari að láta meira á sér bera og koma máiefnum. Ingunn heldur áfram og segir: „Ég bind miklar vonir við stórsig- ur Kvennalistans í Alþingiskosn- ingunum. Ég geri mér vonir um að loksins verði farið að leiðrétta ýmis mál sem verið hafa konum í óhag í þessu þjóðfélagi. Hvort við teljumst bjartsýnar verður því að svara játandi þótt svo ótal- margt varðandi kaup okkar og kjör sé í ólagi. Nú fyrst sé ég einhveija von til þess að- úr verði bætt.“ Áslaug tekur undir þessi orð stöllu sinnar. Þær brosa breitt og fagna sigri kynsystra sinna í kosningunum. - gg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.