Morgunblaðið - 01.05.1987, Side 24

Morgunblaðið - 01.05.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 * Farþegar í herminum eru fljótir að hrífast með. Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Sveinbjörnsdóttir gerði sinn fyrsta útvarpsþátt í bás Rásar tvö. Sýningin Sumarið *87: Ferðast í hermi og bú- inn til útvarpsþáttur SÝNINGIN „Sumarið ’87“ hefur nú staðið í tæpa viku, en henni lýkur um næstu helgi. Morgun- blaðsmenn litu inn í Laugardals- höllina á miðvikudag og aðgættu hvað nokkrir sýnenda hefðu upp á að bjóða. í bás Landhelgisgæslunnar gefur að líta líkön af varðskipunum, göm- ul siglingatæki, ljósmyndir úr starfínu auk myndbands um sögu gæslunnar. Friðrik Friðriksson stýrimaður var að störfum { básn- um. „Fólk virðist vera frekar feimið að koma og spyija eða taka bækl- inga. Það sem mesta athygli hefur vakið er vélmennið sem Landhelgis- gæslan notar til að gera sprengjur óvirkar og vírklippumar úr þorska- stríðunum," sagði Friðrik. „Ástæðan fyrir því að Landhelg- isgæslan ákveður að vera með í svona sýningu er eflaust sú að stofnunin býr við hrikalegt fjár- svelti. Við höfum lítið sem ekkert auglýst stofnunina og það virðist nauðsynlegt að koma henni betur á framfæri," sagði Friðrik. Að sitja kyrr en vera samt að ferðast... Nýstárlegt fyrirbæri gefur að líta á sýningunni, svonefndan hermi sem hrífur „farþega“ sína með í ímyndað ferðalag. Hermirinn er klefí sem situr á vökvadælum er geta hreyft hann til og frá, upp og niður. Inni í klefanum er sýningar- tjald og stólar fyrir áhorfendur. Þegar hermirinn fer af stað sjá Anna Bára Jóhannsdóttir í bás Bergiðjunnar. áhorfendur myndir sem teknar eru í rússibana, flugvél, sleða og kapp- akstursbíl en klefinn hreyfist til í samræmi við þær. „Hermirinn er í eigu sænsks fyr- irtækis sem leigir Kaupstefnunni hann. Við keyptum hann frá Banda- ríkjunum á síðasta ári og er tækið enn sem komið er það eina á Norð- urlöndunum. Við höfum þegar pantað annan hermi sem væntan- legur er í sumar," sagði Nils Lofgren gæslumaður tækisins. „Þetta er minnsta gerðin af slíkum hermum, en framleiðandinn hefur sérhæft sig í gerð þeirra. Við eigum fjölda af myndum í hermirinn, en sú sem sýnd er hér var valin vegna þess að hún er sú fjölbreyttasta," sagði Nils. Nils sagði að hermirinn væri hafður í lægri „gír“ vegna þess að gólf Laugardalshallarinnar væri ekki nógu sterkt til þess að þola bægslaganginn þegar hann væri sem mestur. Vélin fer utan að lok- inni sýningunni. Gestir búatil eigin útvarpsþætti Ríkisútvarpið Rás tvö er með stóran bás í miðju hallarinnar. Sagði Alma Guðmundsdóttir starfs- maður í básnum að hann væri sá fjölsóttasti á sýningunni. í básnum Friðrik Friðriksson við vírklippurnar í bás Landhelgisgæslunnar. Um „leti og ómennsku“ vegagerðarmanna eftir Gunnar Gunnarsson í viðtali við Ingva Hrafn Jóns- son, fréttastjóra sjónvarps, sem birtist í DV föstudaginn 24. apríl sl. sakar hann starfsmenn Vega- gerðar ríkisins um leti og ómennsku. Tilefni þessara ummæla er það að Öxnadalsheiði var ekki rudd miðvikudaginn 15. apríl, þ.e. daginn fyrir skírdag. Samkvæmt snjómokstursreglum skal opna leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Þrátt fyrir þessar reglur var ákveðið að opna leiðina miðvikudaginn 15. apríl og á skírdag, 16. apríl, ef veður leyfði. Starfsmenn Vegagerð- arinnar á Akureyri komu að Öxnadalsheiði milli kl. 5 og 6 á miðvikudagsmorgun. Var þá versn- andi veður og ákváðu þeir að bíða átekta eftir að hafa aðstoðað nokkra flutningabíla niður Bakka- selsbrekkuna, framhjá bifreið sem þar var útaf veginum og lokaði fyr- ir umferð. Er leið á morguninn var veður orðið mjög vont, skafrenning- ur og skyggni lítið. Um hádegið var veður óbreytt og snúa þeir þá til Akureyrar. Eftir kl. 14 bárust upp- lýsingar um að veður hefði ekki lagast á heiðinni og var þá tekin ákvörðun um að fresta mokstri til næsta dags. Var ítrekað auglýst í útvarpi, að Öxnadalsheiði væri ófær. Um miðjan dag fór öflug torfæ- rubifreið frá Hjájparsveit skáta á Akureyri yfír Öxnadalsheiði að Kotum í Norðurárdal og til baka aftur. Var veður þá sæmilegt á „Hjálparsveitarmenn, sem voru á leið niður Öxnadal, heyrðu yfir- lýsingn Ingva Hrafns í útvarpinu og báðu strax um að þetta yrði leiðrétt og að ítrekað yrði að heiðin væri ófær.“ köflum, en blint á milli svo að skóf í slóðina. í slóð þeirra austur yfír fóru þrír jeppar og var Ingvi Hrafn Jónsson ökumaður eins þeirra. Urðu Gunnar Gunnarsson jeppamir að fá aðstoð til þess að komast yfir heiðina þótt þeir fylgdu fast í slóð hjálparsveitarbílsins. Um kl. 18 kom Ingvi Hrafn fram í svæð- isútvarpinu á Akureyri og lýsti því yfír, að heiðin væri jeppafær, a.m.k. ef tveir færu saman. Jafn- framt lýsti hann þeirri skoðun sinni, að vegagerðinni bæri að moka heið- ina. Það væri varla meira en 20 mínútna verk. Hjálparsveitarmenn, sem voru á leið niður Öxnadal, heyrðu yfirlýs- ingu Ingva Hrafns í útvarpinu og báðu strax um að þetta yrði leið- rétt og að ítrekað yrði að heiðin væri ófær. Var það gert, en þrátt fyrir það virðist frekar hafa verið tekið mark á orðum fréttastjórans, og voru hjálparsveitarmenn alla aðfaranótt skírdags að bjarga fólki af heiðinni. Það er meginregla hjá Vegagerð ríkisins að opna ekki heiðavegi þeg- ar veður eru vond og líkur eru á að þeir lokist jafnharðan. Það þykir skárri kostur að hafa veg alveg lokaðan heldur en að koma umferð á um tíma, en eiga síðan á hættu, að vegfarendur lendi í vandræðum. Fyrir því er margföld reynsla að fólk leggur upp í vetrarferðir á ótrú- lega illa búnum bílum og sjálft illa búið og það er óskemmtileg reynsla, sem starfsmenn Vegagerðar ríkis- ins hafa margoft lent í, að fara fyrir lest misjafnlega búinna bíla í illviðri á heiðum uppi. Þarf þá ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.