Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Alþýðubandalagið log- ar í innbyrðis deilum - og gæti leysts segir Guðmundur J. „ÞÚ ERT búinn að hafa eftir mér gxafskrift Alþýðubanda- lagsins og það á hátíðisdegi verkalýðsins. Þetta er ljóta ástandið," sagði Guðmundur J. Guðmundsson glettnislega í lok viðtals sem blaðamaður Morgun- blaðsins átti við hann á heimili hans í gær. Efni umræðunnar hafði verið verkalýðshreyfingin, tengsl hennar við Alþýðubanda- lagið og aðra flokka, en ekki síst ástæða fylgistaps og innbyrðis átök í flokki þeim sem Guðmund- ur var fulltrúi fyrir á þingi síðasta kjörtímabil. „Auðvitað studdi ég Alþýðubandalagið í kosningunum, annað hefði aldrei hvarflað að mér. En ég beitti mér ekki í kosningabaráttunni. Það hefði aldrei hvarflað að mér að kljúfa flokkinn, hlaupast á brott og segjast hafa starfað með illþýði og bófum öll þessi ár,“ sagði Guðmundur. Kvennalistinn siglir á bylgjti sem er að rísa Talið barst fyrst að jafnréttis- baráttunni. Kvennalistinn, yfirlýstur sigurvegari Alþingiskosninganna, jók fylgi sitt um nær helming og alþýðubandalagsmenn telja að það hafi komið harðast niður á þeim. „Það er bylgja jafnréttisbaráttu að rísa í þjóðfélaginu og á þessum öldu- faldi sigla kvennalistakonumar, “ sagði Guðmundur. „Þær hafa átt góðum fulltrúum á að skipa á Al- þingi og haldið snyrtilega á sínum málum. En barátta fyrir launajafn- rétti kynjanna er ekki upprunin hjá Kvennalistanum. Aðalsigramir hafa verið unnir af verkalýðshreyfingunni sjálfri. Staðreyndin er að minn flokkur hefur ekki haft nógu sterk ítök í samtökum verkakvenna. Og það er ) í frumeindir sínar, Guðmundsson mjög áberandi hvað konur eru orðn- ar sterkt afl í verkalýðsfélögum. Það er vart það félag sem ekki hefur á að skipa einhveijum konum í stjóm eða fremstu víglínu. Verra er að konur beita sér almennt ekki í fé- lagsstarfinu, eru of daufar. Þær sem hella sér út í baráttunna eru í mörg- um tilvikum beittari og harðari en karlamir við hlið þeim.“ Aumingjaskapur verkalýðshreyfinga Guðmundur segist telja launamis- rétti kynjanna alvarlegasta vanda sem verkalýðshreyfingin glími við á þessari stundu. Það valdi ólgu í þjóð- félaginu og hafi Kvennalistanum tekist að ná forystu í baráttunni fyrir bættum launum kvenna. „Það er fjarri því að Kvennalistinn sé af- gerandi þáttur í þessari baráttu," sagði Guðmundur. „Ég er sannfærður að þetta mis- rétti, sem raunar hefur mikið verið leiðrétt á undanfömum árum í fisk- vinnslunni til að mynda, er fyrst og fremst aumingjaskap verkalýðssam- takanna, Alþýðusambandsins, BSRB og samtaka bankamanna að kenna. Það er mín skoðun að eina sem dugi til þess að ná árangri í þessum málum sé að þessi samtök myndi bandalag um að leiðrétta kjör- in í eitt skipti fyrir öll. Ég hef hinsvegar ávallt verið þeirrar skoðunar að karl og kona, sem vinna hlið við hlið í frystihúsi, eigi meira sameiginlegt í pólitík en kona sem vinnur í frystihúsi og eig- inkona stórkaupamanns," segir Guðmundur og leggur áherslu á orð sín. Þjóðviljinn kenndi ASÍ um allt sem aflaga fór Að þessu gefnu liggur beint við að spyija hvers vegna Alþýðubanda- lagið, sem hefur lýst því yfir að það sé eini vinstri flokkurinn, nái ekki Morgunblaðið/RAX Guðmundur J. Guðmundsson eyrum verkafólks. Hver sé ástæða þess að fólk úr þessum stéttum leiti í stað þess til Borgaraflokksins og Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana? „Al- þýðubandalagið hefur átt slæmt og óheppilegt málgagn, sem heitir Þjóð- viljinn og mér er nær að halda að gamla blaðinu mínu væri betur borg- ið ef það yrði lagt niður," segir Guðmundur. . „Þjóðviljinn hamraði á því í allan vetur að allt sem aflaga færi væri ASÍ að kenna, vegna þess að for- ystumenn Alþýðusambandsins hafa ekki hlýtt stofukommunum — sósíal- istum — sem hefur ekki tekist að aðlag-a sín viðhorf þróuninni í þjóð- félaginu. Ef Alþýðubandalagið tapaði í kosningunum vegna þess að verka- menn hefðu ijarlægst það, þá var það ekki síst vegna þess að Þjóðvilj- inn hefur einbeitt sér að árásum á verkalýðshreyfínguna, afbökunum og persónuníði um forystumenn hennar. Láglaunafólk er óánægt með sín kjör og það er rökrétt að kjósa ekki Alþýðubandalagið þegar málgagnið hefiir bölsóttast þannig." Guðmundur er ómyrkur í máli um forystusveit Alþýðubandalagsins: „Flokkurin logar í innbyrðis deilum," segir hann. „Þar er nú meira kapp lagt á að koma höggi hver á annan en pólitíska andstæðinga. Alþýðu- bandalagið er í raun lamað vegna þessara deilna sem koma niður á mönnum, málefnum og pólitík. Flokkurinn hættur að endurspegla viðhorf in Ef Alþýðubandlaginu tekst ekki að setja niður þessar deilur og sam- einast þá er því sú hætta búin að það leysist smám saman upp í frum- eindir sínar. Úr þeirri öskustó gæti hugsanlega risið einbeittur verka- lýðsflokkur en um það er allt of snemmt að spá. Auðvitað hef ég þungar áhyggjur af því að Alþýðusambandið eigi nú ekki, í fyrsta sinn í fjölmörg ár, full- trúa á Alþingi," segir Guðmundur við næstu spurningu blaðamanns. „Þetta er enn ein sönnun þess hvern- ig Alþýðubandalagið hefur fjarlægst þjóðina og er hætt að endurspegla viðhorfin í þjóðfélaginu. Hvaða sterkur verkalýðsflokkur byggist ekki á góðu og traustu sambandi við verkalýðshreyfinguna? Hér sé ég það haft eftir einum forystumanni flokksins að Alþýðubandalagið þurfi að losna úr viðjum ASÍ. Það þykir ekki nógu gott fyrir hinar menntuðu þjónustustéttir," segir Guðmundur. „Alþýðubandalagið hefur haft harðvítugu stuðningsfólki á að skipa sem fleytti flokkinum áfram með störfum sínum þótt stormurinn væri í fangið. Það er ekki til staðar leng- ur. Þessi innbyrðis sundrung hefur tvístrað þessu kjarkmikla og góða fólki." Svavar skortir gagn- rýna samstarfsmenn Guðmundur rifjar upp fyrri tíma og lætur svo um mælt að á milli eldri forystumanna flokksins hafi vissulega risið deilur. Þá hafi eijur hinsvegar verið leystar „innan stofu- veggja". Hann segir jafnframt að úr gagnrýni sinni eigi ekki að lesa að Svavar Gestsson sé óhæfur til þess að gegna formennsku. Hins vegar sé ljóst að honum hafi ekki tekist að fá forystuna til þess að vinna saman og það sem verra sé, að Svavar hafi ekki á að skipa þeim samstarfsmönnum sem geti gagn- rýnt hann í einlægni og tekið við gagnrýni hans á móti. „Fundur framkvæmdanefndar- innar á miðvikudagskvöld var enn ein staðfesting þess að sjúklingurinn sýnir engin batamerki. Hann er þvert á móti með hitasótt og óráð. I minni æsku var það algengara að menn teldu aðra hæfari til þess að gegna forystu, en nú hafa menn það til marks um ranglæti heimsins ef þeim er ekki lyft í forystusætið." Guðmundur, sem á sæti í fram- kvæmdanefnd og miðstjóm Alþýðu- bandalagsins, segist ekki hafa sótt fundi þeirra í heilt ár. Hann hafi ekki í hyggju að mæta á miðstjómar- fundinn sem boðaður hefur verið um miðbik maímánaðar. Svavar gefur ekki kost á sér aftur Aðspurður hvort hann telji að Svavar verði felldur úr formannsæt- inu á landsfundi flokksins síðar á árinu segist Guðmundur telja að til þess muni ekki koma. Ósennilegt sé að Svavar gefi kost á sér til starf- ans. „Ég sé ekki að til framboðs hans muni koma, maðurinn má vart lengur snúa sér við án þess að það standi allir hnífar í bakinu á honum. Það má gagnrýna framgöngu hans. Svavari hefur mistekist og oft illa. En orsakanna er ekki að leita þar eins og sumir vilja vera láta.“ Talinu víkur aftur að sambandi ASÍ og Alþýðubandalagsins. Guð- mundur segir að Ásmundur Stefáns- son og Þröstur Ólafsson séu tveir þeirra manna sem séu best fallnir til að vera í forystu flokksins og styrkja stoðir hans. Ásmundur hafi ekki náð inn á þing og Þresti hafi verið hafnað í prófkjöri. Þyrfti ekki að óttast úrslit í opnu prófkjöri „Það er dæmi um hvert flokkurinn stefnir. Þar liggur ógæfa Alþýðu- bandalagsins. Þröstur átti engan Jón Baldvin Hannibalsson hef- ur fyrir hönd þingflokks Alþýðu- flokksins ritað bréf til ráðuneyta og stofnana og óskað upplýsinga vegna viðræðna um stjómar- myndun. Hefur formaður Al- þýðuflokksins óskað eftir því, að Morgunlaðið birti þessi bréf í heild og fara þau hér á eftir. Bréfin em öll dagsett 30. apríl 1987. Hr. fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, §ármálaráðuneytið, Ámarhváli, Reykjavík. Til undirbúnings viðræðna milli stjómmálaflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjómar óskar þing- flokkur Alþýðuflokksins eftir því að fjármálaráðuneytið láti honum í té sem allra fyrst upplýsingar og grein- argerð um eftirtalin atriði: 1. Framvinda og horfur í ríkis- búskapnum 1987. Hvemig hefur afkoma •-•íkissjóð verið á fyrstu mánuðum ársins og hvemig er útlitið til loka þess? Greinargóðar upplýsingar um frávik frá ij'árlögum og lánsfjár- lögum eru í þessu sambandi afar mikilvægar. Fram þyrftu að koma helstu ástæður fýrir slíkum frávikum. starfsmenn. Óskað er upplýsinga um niður- stöður í nýgerðum kjarasamn- ingum ríkisins og opinberra starfsmanna ásamt samanburði við gildandi saminga á almenn- um vinnumarkaði. Fram þyrftu að koma hundraðstölur breyt- inga og mat á áhrifum á fjárhag ríkissjóðs. 3. Endurskoðun skattalaga. Óskað er eftir upplýsingum um störf starfshóps- nefndar- sem fjármálaráðherra skipaði í nóv- ember 1986 til þess að vinna að endurskoðun skattalaga, einkum hvort drög hafí verið lögð að til- lögum um breytingar á skatt- lagningu atvinnurekstrar, eigna og eignatekna. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um það, hvort í ráðuneytinu hafi verið unnið að gerð tillagna um breyt- ingar á óbeinum sköttum, bæði aðflutningsgjöldum og öðrum. Loks er minnst á milliþinga- nefnd, sem ákveðið var að skipa, þegar lagafrumvörp um stað- greiðslu beinna skatta einstakl- inga voru samþykkt í mars sl., til þess að endurskoða skatthlut- föll o.fl. í þeim lögum, og spurt hvenær fyrirhugað sé að nefndin hefji störf, og hvort fram séu komnar nauðsynlegar forsendur fyrir nefndina til að meta þær stærðir sem henni er ætlað að endurskoða. 4. Undirbúningur frumvarps til fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir 1988. Oskað er upplýsinga um undir- búning ofangreindra frumvarpa og meginforsendur, sem unnið er eftir í því starfi. 5. Endurskoðun lífeyriskerf- is. Óskað er upplýsinga um niður- stöður starfsnefnda (17- og 8-mannanefndar), sem starfað hafa á vegum ráðuneytisins að endurskoðun lífeyriskerfisins í landinu. Auk skriflegra greinargerða væri æskilegt, að þeir embættismenn, sem kunnugastir eru þeim málum, sem um er spurt hér að framan, gætu komið á fundi með þingflokkn- um til frekari skýringa. Hr. landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, landbúnaðarráðuneytið, Rauðarárstíg 25, Reykjavík. Til undirbúnings viðræðna milli stjómmálaflokkanna um myndun ríkisstjómar óskar Alþýðuflokkur eftir því, að landbúnaðarráðuneytið láti honum í té sem allra fyrst upp- lýsingar og greinargerð um samning þann, sem ráðuneytið gerði í mars sl. við Stéttarsamband bænda um verðábyrgð ríkisins á búvömm næstu fjögur ár. Auk ljósrits af sjálf- um samningum er óskað eftir greinargerð um það, hveijar hug- myndir um framvindu búvörufram- leiðslu næstu fjögur ár búi að baki honum. Æskilegt væri að þeir emb- ættismenn, sem kunnugastir eru þessari samningsgerð, komi til fund- ar við þingflokkinn til frekari skýringar, ef þörf krefur. Hr. félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, félagsmálaráðuneytinu, Reykjavík. Til undirbúnings viðræðna milli stjómmálaflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjómar óskar þing- flokkur Alþýðuflokksins eftir því að félagsmálaráðuneytið láti honum í té sem allra fyrst upplýsingar og greinargerðir um eftirtalin atriði: 1. Fjárhagsstöðu og útlánaáætlun Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna fyr- ir árið 1987. 2. Fjölda lánsumsókna sem bor- ist hafa vegna lánveitinga úr Byggingarsjóði ríkisins frá 1. sept. 1986 til 1. maí 1987 vegna: a. nýbygginga, b. eldri íbúða og áætlaðan afgreiðslutíma þeirra. 3. Hve mörgum lánsumsóknum hefur verið synjað úr Byggingar- sjóði ríkisins og helstu ástæður þess. 4. Fjölda fyrirliggjandi lánsum- sókna úr Byggingarsjóði verka- manna vegna: a. nýrra saminga, b. endursöluíbúða og áætlun um afgreiðslutíma þeirra. 5. Áætlað fjármagn til ráðstöf- unar árið 1988 úr Byggingar- sjóði ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna að óbreyttu ríkis- framlagi. Hversu margar umsóknir úr Byggingarsjóði verkamanna og Byggingarsjóði ríkisins er hægt að afgreiða 1987' og 1988 miðað við ráðstöfunarfé 1987 og ofangreindar fjárhags- forsendur fyrir árið 1988. 6. Hver var staða ríkissjóðs gagnvart Húsnæðisstofnun ríkis- ins 15. apríl sl. Mikilvægt er að umbeðnar upp- lýsingar berist eigi síðar en 6. maí nk. Seðlabanki íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Til undirbúnings viðræðna milli stjómmálaflokkana um myndun nýrrar ríkisstjómar óskar þing- flokkur Alþýðuflokksins eftir því, að Seðlabankinn láti honum í té sem allra fyrst upplýsingar og greinar- gerðir um eftirtalin atriði: 1. Þróun innlána og útlána 1987. Framvinda fyrstu mánuði ársins og horfur út árið. 2. Vaxtaþróun 1987. Breyting nafnvaxta og raun- vaxta það sem af er ári og horfur út árið. 3. Greiðslujöfnuður við útlönd 1987. Alþýðuflokkur bið- ur um upplýsingar 2. Samningar við opinbera

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.