Morgunblaðið - 01.05.1987, Side 52

Morgunblaðið - 01.05.1987, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 JAPÖNSK LJÓÐ í ÍSRAEL - Pétur Jónasson gitarleikari var einleikari og undirleikari kórsins á ferðinni tíl Landsins helga. Hér er verið að flytja Japönsk ljóð eftir Atla Heimi Sveinsson. Dálítíl ferðasaga frá Landinu helga eftirHeimi Pálsson III grein Tilgangur ferðarinnar var ekki einkanlega sá að halda tónleika fyrir þá sem vildu veita okkur húsa- skjól heldur einkum og sér í lagi að halda áskriftar- og sölutónleika á vegum The Cameran Singers í tónleikaröð sem þeir kalla „KOL HAMELOT" (kórhljómar) -tón- leikaröðina. Þetta voru tónleikar sem í sumum tilfellum var uppselt á hálfu ári áður en kórinn kom í heimsókn. Var ekki alveg frítt við að sumum söngfélaganna þætti nóg um allt það rykti sem af kómum hafði borist á undan og að erfítt væri að standa undir þvílíku orði. Alls voru það sex tónleikar sem þama var um að ræða, tvennir í Tel Aviv, einir í Kfar Sava, Beer Sheva, Jerúsalem og Haífa. Allstað- ar tóku tónleikagestir kómum frábærlega vel. Höfðu ýmsir kunn- áttumenn á orði við okkur að hefði forkynning verið enn betri og eink- um gert betur ljóst hverskonar kór var hér á ferð hefði mátt fylla tón- leikasalina aftur og aftur. Gagnrýnendur lögðu — eftir því sem okkur skildist mikla áherslu í skrifum sínum á hið mannlega og hlýja í flutningi kórsins. Þeir áttu í talsverðum erfíðleikum með að skynja íslensku nútímaverkin sem kórinn flutti m.a. vegna þess að ógemingur var að koma textanum á leiðarenda. Þrátt fyrir það bar t.d. gagnrýnandi Jerusalem Post, Benjamin Bar-Am (sem mér skildist væri einhver allrastrangasti gagn- rýnandi sem fundinn yrði þar í landi!) mikið lof á kór og stjómanda og kvað svo að orði að á tónleikum kórsins í Tel Aviv hefði komið fram „mikil ást á tónlist, hrífandi innlifun og áhrifamikið kapp kórsins að þiggja hvata og tilfínningastyrk frá stjómanda sínum." — Gagnrýnandi Al-Ha Mishmar, Aviva Shelach, ræddi um kórinn á þessum sömu tónleikum sem atvinnumannakór og gaf honum háa einkunn. ísraelsmenn leggja mikinn metn- að í að fá erlenda listamenn í heimsókn. Vitanlega er það m.a. liður í að skapa þjóðinni ímynd út á við en jafnframt vottur um mikinn almennan listáhuga. Þarf engum að koma hann á óvart ef hugsað er til þess að mjög umtalsverður hluti þeirra gyðinga sem fluttu til ísrael eftir heimsstyrjöldina síðari var hámenntað fólk. Ekki má held- ur gleyma því að gyðingar eru fjölmargir í hópi bestu listamanna, t.d. skálda, tónskálda og málara, í veröldinni og hafa jafnan verið það. Á tónleikum kórsins kom líka skýrt fram að áheyrendur kunnu vel að meta jafnt nútímatónverkin sem hin eldri. Það staðfesti lófatakið í Jerús- alem, hvert aukalagið af öðru í Haífa, svo eitthvað sé nefnt. Á öllum Kol-Hamelot-tónleikun- um var flutt margt metnaðarfullra nútímatónverka. Pétur Jónasson, gítarleikari, var í för með kómum og flutti með honum verk Atla Heimis Sveinssonar, Japönsk Ijóð, og auk þess einleiksverkið Jacobs Ladder, Jakobsstigann, eftir Haf- liða Hallgrímsson. Kórinn flutti m.a. verk eftir Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Gunnar Reyni Sveins- son, Þorkel Sigurbjömsson, Knut Nystedt og Thomas Jennefelt, svo einhvetjir samtíðarmenn okkar séu nefndir. Því miður vom aðstæður ekki alltaf sem skyldi. Þannig kom í Ijós að sviðið sem kómum var ætlað í Beer Seva rúmaði naumast alla kórfélaga. Og þegar kom að tónleik- unum í Haífa hafði skipuleggjandi tónleikanna gefíst upp við að útvega palla tii að standa á og varð að leysa máíið á staðnum með skjögt- andi stólum. Allt um það var þó algengara að allt væri í góðu lagi og stórum sóma. Það var t.d. stór- kostlégt að koma í listahöllina miklu Jerúsalem-leikhúsið. Og skorti eitt- hvað á í húsrýminu bætti hjarta- rýmið það margfalt upp. Það er ekki í verkahring þess sem hér skrifar að festa á blað tónlistar- gagnrýni. Hins vegar segir reynsla mín af kórstarfí mér að meðal verk- SÖNGSTJÓRINN OG SKÁLDIÐ - Hér hafa Þorgerður Ingólfs- dóttir kórstjóri og maður hennar, Ijóðskáldið Knut Öde- gaard, stillt sér upp í skáldlegu umhverfi í hinni heigu borg Jer- úsalem. anna sem Hamrahlíðarkórinn hafði , á söngskránni að þessu sinni hafí verið gffurlega vandasöm tónverk og að það hafí verið afrek, sem ekki síst ber að þakka söngstjóran- um, hversu góður og að því er áheyrendum sýndist áreynslulaus söngurinn var. Gilti þá einu hvort sungið var við bestu aðstæður eins og í Jerúsalem-leikhúsi eða staðið uppi á völtum stólum. Séð frá áheyrendum var ævinlega eins og allt væri í fullkomnu lagi! Þetta væri svosem ekki þakkavert ef um atvinnusöngvara væri að ræða. Hjá áhugasönghópi er það afrek. Kennarar á íslandi eiga því vissu- lega ekki að venjast að störf þeirra séu sérlega mikils metin, hvorki til fjármuna né þakklætis. Fáir bera þó skarðari hlut frá borði-en tónlist- arkerinarar í hinu almenna skóla- kérfí. Miklu fleiri en Þorgerður Ingólfsdóttir vinna þar góð verk í uppeldi komandi kynslóða, leggja þung lóð á vogarskálar gegn hinni menningarsnauðu framleiðslu iðn- aðarins. Það er hins vegar að ég hygg á engan hallað þótt því sé haldið fram að vinna hennar og gáfa hafí skilað betri árangri en hjá öðrum — reyndar svo góðum að vakið hefur athygli langt út fyr- ir landsteina okkar. Sé til þess hugsað að Þorgerður hefur verið í hálfu starfi við Menntaskólann við Hamrahlíð og samt náð þeim árangri að hafa kór skólans í meira en áratug í röð fremstu blandaðra ÞARNA KOMU RÓMVERJARNIR ÚPP! - Margir kannast við söguna um Massada eftir sjónvarpsþættina sl. ár. Hér sér ofan af virkis- múrnum niður á garðinn mikla sem Rómveijarnir ruddu upp til að koma múrbijótum og öðrum tólum að. Allt er virkið miklu stórfeng- legra en okkur hafði grunað.— Ljósm. HP. kóra á Norðurlöndum verður kannski betur ljóst en ella hví hér er kveðið fast að orði. Egill Friðleifsson talaði í tónlist- argagnrýni sinni hér í blaðinu um „syngjandi ambassadora". Það er óhætt að fullyrða að það var góð og glæsileg mynd sem þúsundir ísraelsmanna fengu af íslandi framtíðarinnar í febrúar 1987. * A söguslóðum samtíðarinnar Eins og ég gat um í fyrstu grein minni um ferðalag Hamrahlíðar- kórsins var tækifærið vitanlega notað til þess að skoða söguslóðir fomar og nýjar í ísrael. Fá lönd hafa komið meira við fréttir á ævi þeirra sem kórinn skipuðu og mátti því vænta mikils áhuga á ýmsu sem fýrir augun bæri, auk þess sem leit- un er að landi sem geymir eldri og glæsilegri minjar þeirrar mann- kynssögu sem við kunnum einna lengsta. Þótt ferðalangamir hafí áreiðan- lega allir gert sér einhveija mynd fyrirfram af ástandinu í Ísraelsríki varð það okkur öllum mikil lífs- reynsla að ferðast um landið. Þó svo við yrðum aldrei vör neinna átaka gat ekki farið framhjá nein- um að landið allt er næstum eins og samfelld herstöð. Hvarvetna getur að líta hermenn búna vélbyss- um, hvort heldur er á götum Jerúsalem eða í herbúðum í eyði- mörkinni. Hemaðarmannvirkin em um allt — þó langminnst beri á þeim við Miðjarðarhafsströndina. Með bros á vör bendir einn leiðsögu- maðurinn okkar á kjamorkutil- raunastöð innan mikillar víggirð- ingar f Negev-eyðimörkinni og bætir við með stolti: „Vitanlega má ég ekkert segja ykkur annað en að þama séu gerðar tilraunir með friðsamlega nýtingu Iqamork- unnar!" Tónninn og brosið segja okkur það sem hann segist ekki mega segja. Fjölmiðlar em dijúgir að flytja okkur fréttir af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og vissulega em þau fréttnæm þótt stundum fari kannski óþarflega mikið fyrir þeim — eða eins og einhver orðaði það: Ef ein- hver hnerrar í ísrael er það strax komið í fréttir á íslandi. Það sem hins vegar er erfíðara að skynja af fréttunum er andrúmsloftið á þessu stríðshijáða landi. Auðvitað er óvarlegt að draga miklar álykt- anir af því sem gestsaugað sér á stuttri heimsókn en ég hygg við ferðafélagamir höfum samt öll orð- ið fyrir mikilli og alvarlegri lífsreynslu þennan hálfa mánuð. Það var ónotalegt að heyra hvemig ánægjulegasta og dagfarsprúðasta fólk gat talað um liðin og yfírvof- andi hemaðarátök eins og illa nauðsyn og því sem næst sjálfsagt mál. En svo verður líka að spyija sig Var nokkuð annað hægt en beij- ast? Var „lausnin" sem fundin var á vanda gyðinga að styijaldarlokum kannski alls engin lausn? Verða þjóðimar fyrir Miðjarðarhafsbotn- inum aldrei sættar? Hversu freistandi sem það væri að gera sig breiðan að vesturlensk- um sið og hafa fullt fangið af skoðunum og svöram við þvílíkum spumingum held ég okkur hafí þó a.m.k. lærst svo mikið á ferðinni að við leyfum ókkur ekki að svara. Við höfum ekið upp í Golan-hæðir, komið suður undir Sínaí, fylgst með öryggisvörslunni við gömlu borgar- hliðin í Jerúsalem. Við höfum séð og heyrt of mikið til þess að Ieyfa okkur að hafa ógrandaðar skoðanir að ferðalokum. Og auðvitað sáum við líka margt stórfenglegt úr nútímasögu. Við gistum á kibbutzi þar sem sviðinni eyðimörk hefur verið breytt í stór- fenglega vin og þar sem matvæla- framleiðsla fer fram úr öllu því sem þekkt er á Vesturlöndum. Við skoð- uðum glæsibyggingar nútímans, reistar fyrir gjafafé gyðinga um allan heim, minnisvarða sögunnar sem „aldrei má gleymast" svo vitn- að sé í algenga ísraelska yfirlýs- ingu. Við sáum þjóð sem hefur lyft ótrúlegum grettistökum við ómennskar aðstæður, þjóð sem hef-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.