Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 59 t Þórarinn G. Jóns- Ólafur N. Magnús- son — Kveðjuorð \ Jw- son, Hafnarfirði Fæddur 18. maí 1921 Dáinn 24. apríl 1987 Látinn er í Hafnarfirði Þórarinn Gísli Jónsson. Þórarinn var Vest- manneyingur að ætt og uppruna og starfaði hanr. mestan hluta starfsævi sinnar þar, lengst af hjá Bátaábyrgðarfélagi Vestmannaeyja en síðar sjálfstætt við bókhalds- störf. Þegar eldgos varð í Heimaey í janúar 1973 varð Þórarinn eins og aðrir Vestmanneyingar að flýja heimili sitt með fjölskyldu sinni. Settist hann þá að í Hafnarfirði og átti hann síðan ekki afturkvæmt til heimabyggðar sinnar, til búsetu. Þórarinn hóf rekstur bókhaldsskrif- stofu í Hafnarfirði þegar hann hafði flutt heimili sitt þangað, en veiktist alvarlega um það leyti og varð þá að láta af þeim störfum. Eftir að hafa náð nokkurri heilsu hóf hann störf á skattstofu Reykja- nesumdæmis fyrir um ellefu árum. Starfaði hann þar óslitið fram á dánardægur. Á skattstofu Reykjanesumdæmis lágu leiðir okkar Þórarins saman, þegar við störfuðum þar samtímis í fáein ár. Ekki þurfti löng kynni til að átta sig á hvem mann hann hafði að geyma. Hógværð og lát- leysi var hans helsta einkenni, ásamt virðingu fyrir starfi sínu og samstarfsmönnum. Áratugalöng reynsla hans af bókhaldi og skattskilum ásamt eðl- islægri nákvæmni gerðu Þórarin að mjög færum skattendurskoð- anda. Það varð enda svo að torleyst- ari skattuppgjör og endurskoðun á viðameiri ársreikningum voru eink- um falin honum til úrlausnar. Nú hefur á hans vinnustað myndast skarð þar sem Þórarinn var, það verður varla fyllt um sinn. Þegar ég hóf störf á skattstofu Reykjanesumdæmis fann ég strax að betri leiðbeinanda gat ég vart fundið mér við leiðsögn í starfi. En leiðsögn Þórarins takmarkaðist ekki aðeins við starfið og þau verk- efni sem til úrlausnar voru, heldur náðu miklu lengra, þeirra stunda minnist ég oft með hlýhug. Þótt Þórarinn væri einstaklega mikið prúðmenni fannst glögglega að hann var engu að síður skapstór maður. En ekki skipti hann skapi við samstarfsmenn sína þótt honum mislíkaði, heldur sneri hann þess konar álitamálum upp í gamansemi sem hann átti til í ríkum mæli. Svar hans við áreitni var að kíma með sjálfum sér. Fundum okkar Þórarins bar því miður æ sjaldnar saman hin síðari ár, helst að við toluðumst við í síma, sem þó var aðeins endrum og eins. Mest hef ég undrast hvað Þórarinn gat unnið, þrátt fyrir áratuga bar- áttu hans við erfið og þungbær veikindi og með ólíkindum að hann skyldi halda það út að vinna fullan vinnudag fram að því síðasta. En annað þekkti hann ekki, vinna með- an stætt var. Alla tíð eftir gos saknaði Þórar- inn Vestmannaeyja, hins vegar varð honum ljóst að þangað myndi hann ekki flytjast aftur eftir að stórtjón hafði orðið á húsi fjölskyldunnar. Þetta var mikil breyting á högum hans en hann hafði tök á með æðru- ieysi sínu að sætta sig við þær breytingar. En meðan hann hafði höfnina í Hafnarfirði fyrir augunum frá skrifborði sínu á þeim tíma sem skattstofan var í Strandgötu, var honum rórra, þannig fylgdist hann með hafnarlífinu og bátunum. Hann þekkti stóran hluta af fiskiskipaflot- anum og kunni að meta það að geta fylgst með höfninni. Eiginkona Þórarins var Elín Vil- hjálmsdóttir og áttu þau einn son bama, Pétur, sem nú er tvítugur. Þeim votta ég mína dýpstu samúð við fráfall eiginmanns og föður. Skúli Eggert Þórðarson Mig langar að minnast manns. sem ég hef þekkt alla mína tíð, með nokkrum fátæklegum orðum. Olli eða Olli frændi eins og ég kall- aði hann alltaf, þó svo að ég hafi stundum verið leiðréttur með að hann væri ekki frændi minn, þá var hann það í mínum huga. Olli frændi var mjög hnyttinn í svörum og gam- ansamur og þá hlið hans hélt ég alltaf uppá. Ég man eftir því þegar ég var strákur þá spurði ég hann að því hvað klukkan væri og hann svaraði því á þá leið að hún væri um þetta leytið í gær og hló ég mikið að því, og æ síðan þegar ég er spurður að því sama hef ég oft- ast svarað því sama og um leið hefur mynd af Olla frænda alltaf komið upp í huga minn og mun örugglega alltaf koma upp í huga minn þegar ég verð spurður hvað klukkan sé. Olli, sem hét fullu nafni Ólafur Norðfjörð Magnússon, fædd- ist á ísafirði en ólst upp í Krossnesi við Ingólfsfjörð. Hann fæddist 9. apríl 1924 og var því nýorðinn 63 ára gamall. Á þessum slóðum kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Haraldsdóttur, og fluttust þau svo til Hafnarfjarðar á Garðavegi 7. Þau eignuðust 5 dæt- ur sem allar eru á lífi. Þær heita Hrönn, Gyða, Bára, Lára og Ema. Ég bjó á Garðavegi 9 mín upp- vaxtarár og var þetta eins og ein stór fjölskylda, flölskylda mín og íjölskylda Olla frænda. Síðan skild- ust leiðir. Fjölskylda mín fluttist til Grindavíkur, en Olli og Bubba flutt- ust á Sléttahraun 24 í Hafnarfirði, og bjó hann þar síðustu árin. Ég kom stundum í heimsókn til Bubbu og Olla og var alltaf tekið elskulega á móti mér og var ég ávallt velkom- inn á þeirra heimili og ég veit að svo mun vera áfram. Olli var starfs- maður hjá Esso og hafði nýlokið 25 ára starfsferli. Síðustu árin þá var hann benzínafgreiðslumaður á Reykjavíkurveginum. Ég kom stundum þar að taka benzín og spjallaði við Olla frænda um leið og alltaf byijaði hann á því að spyija hvemig mamma og pabbi hefðu það og hvemig fiskeríið væri hjá okkur. Eg vil minnast hans sem góðs og elskulegs manns og þakka honum samverustundimar. Bubba mín, ég bið Guð að vera með þér á þessari stundu og sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín og dætra þinna. Blessuð sé minnig Olla. Ragnar Rúnar Þorgeirsson Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórín blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. VERTU SAMFERÐA CITROEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.