Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 fclk í fréttum Gestir í heimsókn Fyrir skömmu komu góðir gestir í heimsókn á Morgunblaðið, voru það nemendur úr Þjálfunarskóla ríkisins í fylgd með kennurum. Skoðuðu þeir allar deildir blaðsins og fengu að hjálpa til við framköllun og gerð einnar plötu með fréttum morgundagins. Var þetta liður í kennslu í samfélagsfræðum. Á myndinni eru (f.h.) Bergur Ingi Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttur, kennari, Sóley Traustadóttur, Ragnhildur Bjamad- óttur, Bjami Pálmason, Jón Róbert Róbertsson, Hróðný Garðarsdóttur, þroskaþjálfanema, Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og Ólafur Brynjólfsson, verkstjóri. Eiginkonan, Kerrie, fékk koss og sonurinn pínuflygil, er Lewis kom í fyrstu heimsóknina eftir fæðinguna. Drengurinn er lifandi eftir- mynd föður síns, segir Jerry Lee Lewis stoltur. Stolturfaðir Reuter. Alec Guinness heiðraður Fyrir skömmu var haldin mikil veisla í veitingahúsinu Tavem on the Green í New York, þar sem leikarinn Alec Guinness var heiðraður fyrir ógleymanlegt framlag hans til kvikmyndaiðnaðarins undanfarin 40 ár. Fyrir samkvæminu stóð Kvikmyndafélag Lincolnmenningarmiðstöðvarinnar (the Film Society of Lincoln Cen- tre). Fjölda manns var boðið í samkvæmið og sjúm við heiðursgestinn á þessari mynd (t.v.) ásamt leikaranum Vincent Price. Priscilla, ógift enn Priscilla Presley, sem eitt sinn var gift rokkkónginum Elvis Presley er ekkert að flýta sér í það heilaga í annað sinn, þó þeir sem gaman hafa af slúðrí séu margbúnir að koma henni í hjónaband. Hún nýtur nú lífsins sem aldrei fyrr með bamsföður sínum, Marco Gari- baldi, sem er u.þ.b. 10 ámm yngri en Priscilla og sjáum við hjónaleysin á þessari mynd. Rokksöngvarinn Jerry Lee Lewis, sem margir íslendingar kannast við frá fyrri tíð og einnig vegna komu hans hingað til lands í vetur er hann söng fyrir landann, fékk í byijun ársins uppfyllta langþráða ósk er honum fæddist sonur. Áður höfðu tveir synir hans farist af slysförum. Fæðing Jerry Lee Lewis III gekk erfiðlega og er litli hnokkinn var loks- ins kominn í heiminn heill á húfi, var hinn stolti faðir hreint utan við sig af gleði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.