Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987
63
Tökum ábyrgð
á kjörum okkar
- sköpum nýtt
verkalýðsafl
1. mai ávarp Samtaka kvernia á viimumarkaði
Á síðustu vikum gerðust þau
gleðitíðindi að hópum opinberra
starfsmanna tókst að sprengja
glufu í þjóðarsátt Alþýðusambands-
ins og atvinnurekenda. Þar fóru
konur fremstar í flokki. Þjóðarsátt-
in er í raun samkomulag um
láglaunastefnu sem bindur launa-
fólk á klafa vinnuþrælkunar.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði segja: Daglaunin dugi —
styttrí vinnuviku
Þjóðarsáttin er skilgetið afkvæmi
stjómvalda, atvinnurekenda og
verkalýðsforystunnar sem hafa
knúið fram samþykkt um hana inn-
an verkalýðsfélaganna. Þjóðarsátt-
in hefur gert frumskógarlögmálið
gildandi innan verkalýðshreyfíngar-
innar þar sem hver og einn reynir
að klifra upp án tillits til annarra.
Laun eru leyndarmál og taxtar að-
eins fyrir þá sem minnst mega sín.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði segja: Taxtana upp — alla á
taxta.
Þjóðarsáttin bitnar harðast á
konum og því engin tilviljun að þær
ganga fram fyrir skjöldu og rifta
henni.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði segja því: Enga þjóðarsátt
um láglaunastefnu.
Kjarabarátta er barátta um það
hvemig arðinum af vinnu okkar er
skipt. Þá baráttu getur enginn háð
fyrir okkur. Launaðir reiknimeistar-
ar verkalýðshreyfíngarinnar reikna
út lífskjör sem þeim kæmi aldrei
til hugar að búa við.
Framfærsla vísitöluijölskyldu er
um 85 þúsund krónur á mánuði.
Ut úr dæmi reiknimeistaranna
koma 27 þúsund króna lágmarks-
laun. Það þarf hagfræðing til að
láta þetta dæmi ganga upp.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði segja: Tökum ábyrgð á
kjörum okkar — treystum eigin
dómgreind.
Verðtrygging launa er sú eina
trygging sem við höfum til að við-
halda umsömdum kaupmætti út
samningstíma. Kjarasamningar án
vísitölubindingar eru ámóta tryggir
og íslenskt veðurfar.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði segja: Óskertar vísitölubætur
— mánaðarlega útreiknaðar.
Laun til heimavinnandi hús-
mæðra koma ekki í stað félagslegr-
ar þjónustu. Samfélaginu er skylt
að bera ábyrgð á félagslegu öryggi
fólks.
Samtök kvenna á vinnumark-
aði segja: Næg og góð dagvistar-
heimili fyrir öll börn —
fullnægjandi þjónustu við aldr-
aða og sjúka.
Launakonur! Til að kröfur okkar
nái fram að ganga verðum við að
treysta á eigið frumkvæði, eigin
baráttu og eigin samtakamátt. Við
verðum að taka höndum saman
þvert á stéttarfélögin og skapa fijó-
anga að nýju verkalýðsafli sem
dugir okkur í baráttunni.
Tónleikar
og
töfrabrögð
Þjóðlagatríóið „Bylina"
frá Rússlandi, söng-
konan Galina Borisova
og einn frægasti sjón-
hverfingamaður Sov-
étríkjanna, Arútjan
Akopjan, skemmta á
vegum MÍRiíslensku
óperunni (Gamla bíói)
sunnudaginn3. maíkl.
15.00.
Aðgöngumiðar seldir
iaugardag í félagsheim-
iliMÍRkl. 13.30-18.00
og við innganginn á
sunnudag.
Missið ekki af
sérstæðri
skemmtun frá-
bærra lista-
manna.
MÍR
Opið í kvöld
til kl. 00.30.
lifandi
TÓNLIST
Kaskó
skemmtir.
Hótel Saga og Gildi hf. eru stolt af að bjóða gestum sínum að
heyra og sjá endanlega útfærslu á lagi Valgeirs Guðjónssonar,
Hægt og hljótt, sem söngkonan unga Halla Margrót syngur með
dyggri aðstoð Valgeirs, Egils Ólafssonar, Sverris Guðjónsson-
ar og Diddúar, en þessi hópur fertil Belgíu eldsnemma sunnudags-
morguninn 3. maí til þátttöku í Eurovision söngvakeppninni.
Sýnið þeim stuðning með góðri mætingu í Súlnasalinn
föstudags-, og laugardagskvöldið n.k.
Komum og hvetjum, komum og kveðjum.
GILDIHF
Opið í kvöld og annað kvöld kl. 22.30. — 03.00.