Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 63 Tökum ábyrgð á kjörum okkar - sköpum nýtt verkalýðsafl 1. mai ávarp Samtaka kvernia á viimumarkaði Á síðustu vikum gerðust þau gleðitíðindi að hópum opinberra starfsmanna tókst að sprengja glufu í þjóðarsátt Alþýðusambands- ins og atvinnurekenda. Þar fóru konur fremstar í flokki. Þjóðarsátt- in er í raun samkomulag um láglaunastefnu sem bindur launa- fólk á klafa vinnuþrælkunar. Samtök kvenna á vinnumark- aði segja: Daglaunin dugi — styttrí vinnuviku Þjóðarsáttin er skilgetið afkvæmi stjómvalda, atvinnurekenda og verkalýðsforystunnar sem hafa knúið fram samþykkt um hana inn- an verkalýðsfélaganna. Þjóðarsátt- in hefur gert frumskógarlögmálið gildandi innan verkalýðshreyfíngar- innar þar sem hver og einn reynir að klifra upp án tillits til annarra. Laun eru leyndarmál og taxtar að- eins fyrir þá sem minnst mega sín. Samtök kvenna á vinnumark- aði segja: Taxtana upp — alla á taxta. Þjóðarsáttin bitnar harðast á konum og því engin tilviljun að þær ganga fram fyrir skjöldu og rifta henni. Samtök kvenna á vinnumark- aði segja því: Enga þjóðarsátt um láglaunastefnu. Kjarabarátta er barátta um það hvemig arðinum af vinnu okkar er skipt. Þá baráttu getur enginn háð fyrir okkur. Launaðir reiknimeistar- ar verkalýðshreyfíngarinnar reikna út lífskjör sem þeim kæmi aldrei til hugar að búa við. Framfærsla vísitöluijölskyldu er um 85 þúsund krónur á mánuði. Ut úr dæmi reiknimeistaranna koma 27 þúsund króna lágmarks- laun. Það þarf hagfræðing til að láta þetta dæmi ganga upp. Samtök kvenna á vinnumark- aði segja: Tökum ábyrgð á kjörum okkar — treystum eigin dómgreind. Verðtrygging launa er sú eina trygging sem við höfum til að við- halda umsömdum kaupmætti út samningstíma. Kjarasamningar án vísitölubindingar eru ámóta tryggir og íslenskt veðurfar. Samtök kvenna á vinnumark- aði segja: Óskertar vísitölubætur — mánaðarlega útreiknaðar. Laun til heimavinnandi hús- mæðra koma ekki í stað félagslegr- ar þjónustu. Samfélaginu er skylt að bera ábyrgð á félagslegu öryggi fólks. Samtök kvenna á vinnumark- aði segja: Næg og góð dagvistar- heimili fyrir öll börn — fullnægjandi þjónustu við aldr- aða og sjúka. Launakonur! Til að kröfur okkar nái fram að ganga verðum við að treysta á eigið frumkvæði, eigin baráttu og eigin samtakamátt. Við verðum að taka höndum saman þvert á stéttarfélögin og skapa fijó- anga að nýju verkalýðsafli sem dugir okkur í baráttunni. Tónleikar og töfrabrögð Þjóðlagatríóið „Bylina" frá Rússlandi, söng- konan Galina Borisova og einn frægasti sjón- hverfingamaður Sov- étríkjanna, Arútjan Akopjan, skemmta á vegum MÍRiíslensku óperunni (Gamla bíói) sunnudaginn3. maíkl. 15.00. Aðgöngumiðar seldir iaugardag í félagsheim- iliMÍRkl. 13.30-18.00 og við innganginn á sunnudag. Missið ekki af sérstæðri skemmtun frá- bærra lista- manna. MÍR Opið í kvöld til kl. 00.30. lifandi TÓNLIST Kaskó skemmtir. Hótel Saga og Gildi hf. eru stolt af að bjóða gestum sínum að heyra og sjá endanlega útfærslu á lagi Valgeirs Guðjónssonar, Hægt og hljótt, sem söngkonan unga Halla Margrót syngur með dyggri aðstoð Valgeirs, Egils Ólafssonar, Sverris Guðjónsson- ar og Diddúar, en þessi hópur fertil Belgíu eldsnemma sunnudags- morguninn 3. maí til þátttöku í Eurovision söngvakeppninni. Sýnið þeim stuðning með góðri mætingu í Súlnasalinn föstudags-, og laugardagskvöldið n.k. Komum og hvetjum, komum og kveðjum. GILDIHF Opið í kvöld og annað kvöld kl. 22.30. — 03.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.