Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Ummæli franskra blaða: Leikurinn rólegur og daufur Frá Skúla Unnari Svainaaynl, blaðamanni FRANSKIR fjölmiðlar voru ekki ánœgðir með landsleik Frakka og íslendinga í fyrrakvöld. Fyrir leik- inn var gert ráö fyrir stórsigri Frakka, en umsagnir um leikinn eru allar á sama veg — rólegur og daufur leikur. fþróttablaðið L’equipe birti opnugrein um Ásgeir Sigurvinsson fyrir leikinn, þar sem ferill hans var rakinn og þess getið, að hann hefði orðið stórstjarna með öðru landsliði en því íslenska. Blaðið telur hann frábæran knattspyrnu- mann og segir hann hafa leikið best gegn Frökkum. Bjarni Sig- urðsson og Sigurður Jónsson fó einnig góða dóma. En blaðið er óánægt með leikinn — tvö léleg mörk er fyrirsögnin. Frakkarnir hafi barist meira en (slendingarnir og er nýliðanum Micciche þakkað fyrir að hafa komið Frökkum á bragðið. Frönsku blöðin eru sammála um að sigurinn hafi alls ekki verið auð- veldur og Frakkarnir hafi átt í mestu erfiðleikum með fslending- Drengjahlaup Drengjahlaup Ármanns verður haldið sunnudaginn 3. maf við Elliðaárvog og hefst klukkan 10. Skráning fer fram á staðnum. Morgunbla&sini f Parfs. ana. Þeir eigi að geta betur og verði að gera betur til að sigra í riðlinum og komast í úrslitakeppn- ina. Eins og Morgunblaðið hefur óður greint frá, stofnaði Platini sjóð í vetur til stuðnings baráttu gegn vímugjöfum og í gær ræddi hann við Francois Mitterand, for- seta Frakklands, um málið. í lokin barst talið að landsleiknum og sagði Platini eftir á að forsetinn kynni vel að meta knattspyrnu. Víkingur UPPSKERUHÁTÍÐ yngrí flokka handknattleiksdeildar Vfkings verður haldln á sunnudaginn kl. 16 í Róttarholtsskóla. Þar verða leikmenn heiðraðir og þeir sem skarað hafa framúr fá viðurkenningar. Leikmenn eru beðnir að hafa með sér búninga vegna myndatöku. Morgunblaöiö/Símamynd/B. Valsson • Michel Platinl ræddi við franska fjölmiðla um frammistöðu sína f leiknum gegn íslandi, en um árabil hefur hann neitað öllu slfku. Hlutverk hans f franska liðinu er Ifka annað og meira nú en áður — er eins konar andlegur fólagi og fyrirmyndarfaðir hinna leikmannanna. r íjr ’rz.fh f r Ljósmynd/Guðmundur KR. Jóhannesson • Linda Jónsdóttir, fþróttamaður KR, og Sveinn Jónsson, formaður fálagsins, með hinn glæsilega farandbikar, sem Georg L. Sveinsson f Bandaríkjunum gaf á sfnum tíma og Unda varðveitir f eitt ár. Linda Jónsdóttir íþróttamaður KR LINDA Jónsdóttir, körfuknatt- leikskona f KR, var kjörin fþrótta- sima HÓNUST& GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! Leiklr 2. maí 1987 1 X 2 1 Arsenal - Aston Villa 2 Charlton - Luton 3 Chelsea - Leicester 4 Coventry - Liverpool 5 Man. United - Wimbledon 6 Nott’m Forest - Tottenham 7 Oxford - Norwich 8 Sheffield Wed. - Q.P.R. 9 Watford - Southampton 10 West Ham - Newcastle 11 Derby-Leeds 12 Oldham - Plymouth Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardagakl. 9.00-13.30 maður fólagsins f vikunni. Hún er fyrsta konan, sem hlýtur þessa nafnbót, en undanfarin tvö ár hefur Linda orðið þrefaldur meistari f körfubolta og boríð af f meistaraflokki kvenna. Linda hefur átt mikilli velgengni að fagna í íþrótt sinni. Hún lék fyrst með meistaraflokki KR árið 1972 og hefur á undanförnum 15 árum orðið 11 sinnum íslandsmeistari, sjö sinnum bikarmeistari, sjö sinn- um Reykjavíkurmeistari og jafnan verið stigahæst. Undanfarin tvö ár hefur Linda verið kosin körfuknattleikskona vetrarins í 1. deild kvenna, verið stigahæst bæðj árin, var með bestu vítahittnina í fyrra og þá næst bestu í ár. Asgeir meiddur „ÉG er mjög aumur f öxlinni og bólglnn á fæti, en vonandi get ég verið með gegn HSV á laugardag- inn,“ sagði Asgeir Sigurvinsson, besti maður fslenska landsliðslns gegn Frökkum, f gærkvöldi ný- kominn úr læknisskoðun. Ásgeir fékk besta marktækifæri íslenska liðsins í landsleiknum, þegar hann prjónaði sig í gegnum vörnina í lok fyrri hálfleiks, en var felldur og kom illa niður. „Mig vant- aði hálft skref til aö ná til boltans, en ef það hefði gerst, er aldrei að vita, hvað hefði skeð. En eins og mátti sjá, hefði vítaspyrna verið óréttlátur dómur," sagði Ásgeir aðspurður um brotið. Læknisskoðunin leiddi í Ijós að ekki er um brot að ræða og lið- bönd virðast óslitin. Ásgeir fékk einnig slæmt spark á aðra ristina og rifnaði út frá einni nöglinni, en hann fékk bólgueyðandi sprautur og vonast til að leika með Stuttg- art á morgun. Ásgeir var ósáttur við úrslitin og sagði að Frakkar hefðu mátt vel við una. „Þegar við töpuðum • Ásgeir Siguvinsson melddlst á öxl í leiknum gegn Frökkum f fyrrakvöld. 3:0 fyrir þeim í Nantes 1975 vorum við heppnir að fá ekki á okkur mik- ið fleiri mörk, en núna áttum við möguleika," sagði Ásgeir. Tennis: Vormót ÍK VORMÓT [K, sem er opið tennis- mót í einliðaleik karla og kvenna, verður haldið í íþróttáhúsinu Digranesi 8. - 10. maí. Þátttöku skal tilkynna til íþróttahússins fyrir klukkan 21 fimmtudaginn 7. maí, en niðurröðun fer þar fram klukkan 22 þann dag. Mótsstjóri er Guðný Eiríksdóttir. íþróttagetraun Morgunblaðsins Vinningshafar á Wembley Morgunblaðið hefur ákveðið að efna til fþróttagetraunar í sumar og og hefst hún f fþrótta- blaðinu nk. þriðjudag, 5. maf. Getraunin, sem er hugsuð fyrir unglinga og yngri lesendur blaðsins, skiptist f raun f þrjár sjálfstæðar getraunir, eina f mafmánuði, aðra f júnf og þá þriðju f júlfmánuði og verða nöfn þriggja vinningshafa dreg- In út í lok hverrar getraunar. Nánar verður grelnt frá fyrlr- komulaginu f blaðinu á þriðju- dag. Vinningshafarnir níu verða leystir út með veglegum verð- launum, auk þess sem sá eða sú sem á fyrsta réttu lausnina sem dregin verður út hverju sinni, hlýtur aðalverðlaun, sem eru utanlandsferð til Englands í ágúst. Þar verður farið á Wem- bley-leikvanginn og horft á ensku deildarmeistaranna og bikar- meistaranna í leik um Góðgerð- arskjöldinn og sitthvað fleira gert fyrir verðlaunahafa. Það er því til mikils að vinna og óhætt að hvetja alla unga lesendur blaðs- ins og íþróttaunnendur að vera með frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.