Morgunblaðið - 01.05.1987, Side 71

Morgunblaðið - 01.05.1987, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 71 Handknattleikur: Geir áfram með UBK Hans Guðmundsson leikur með UBK næsta vetur # Hans Guðmundsson hefur gengið til liðs við Breiðabliksmenn og mun leika með þeim nœsta vetur. Handknattleikur: Leikir upp á allt eða ekkert Búið að velja 21 árs unglinga- landsliðið gegn Norðmönnum GEIR Hallsteinsson mun þjálfa Breiðablik næsta keppnistímabil í 1. deildinni f handknattleik. Frá þessu var NBA-deildin: Þrjú lið örugg áfram Frá Gunnari Valgeirasyni f Bandarfkjunum. 16 LIÐA úrslitin eru komin langt á veg f NBA-deildinni f körfuknattleik. Þrjú lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. Þau eru Boston, Detroit Pistons og Los Angeles Lakers. í austurdeildinni hefur Boston afgreitt Cicago í þremur leikjum og er komið áfram. Lið Atlanta hefur átt í erfiðleikum með lið In- diana. Léku tvo fyrstu leikina heima og voru heppnir að vinna annan. I gærkvöldi töpuðu þeir síðan fyrir Indiana á útivelli, 96:87. Detroit hefur afgreitt lið Was- hington Bullets og unnið þá í þremur leikjum. í gærkvöldi unnu þeir Bullets í hörkuleik, 97:96, eft- ir að hafa unnið fyrstu tvo leikina með yfirburðum. Leikir Milwaukee og Fhiladelp- hiu hafa verið mjög jafnir. í gærkvöldi sigraði Milwaukee með 121 stigi gegn 120 og skoraði Sikma sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru eftir. Þeir leiða nú 2:1 og næsti leikur verður í Mil- waukee á sunnudaginn og gætu úrslitin ráðist þar. Lakers með yfirburði í vesturdeildinni í vetursdeild hefur Los Angeles Lakers haft mikla yfirburði gegn Denver. Þeir unnu þriðja leikinn í gærkvöldi örugglega, 140:103, í Denver. Af þeim leikjum sem ég hef sóð í úrslitakeppninni hefur Lakers leikið langbest allra liða. Skemmtilegasta viöureignin í vesturdeildinni hefur verið viður- eign Dallas og Seattle. Seattle leiðir nú með tveimur sigrum gengn einum, eftir að þeir unnu Dallas 117:107 á heimavelli sínum í fyrrakvöld. Leikir Portland og Houston hafa einnig verið jafnir. Houston stend- ur betur þar sem þeir hafa unnið tvo sigra gegn einum og spila á heimavelli í kvöld. Loks eru það Utah og Golden State, sem sigraði í gærkvöldi, 110:95. Utah á meir möguleika þar sem þeir eiga næsta heimaleik og hafa unnið tvo leiki gegn einum. í undanúrslitum í austur- og vesturdeild leika saman eftirtalin lið: [ ausutrdeild mun Boston leika gegn sigurvegurunum úr leik Mil- waukee og Fhiladelphiu. Detroit mun leika við sigurvegarana úr leik Atlanta og Indiana. I vesturdeild- inni munu Los Angeles leika við annað hvort Utha eða Golden State og Dallas eða Seattle gegn annað hvort Portland eða Hous- ton. Aðrar fróttir úr NBA-deildinni eru þær að Don Nelson sem er þjálfari Milwaukee hefur verið orð- aður sterklega sem þjólfari New York næsta vetur. Talið er að New york bjóði honum meiri peninga en hann hafi efni á að hafna. gengið í gærkvöldi. Hans Guðmundsson hefur einng gengið frá félagaskiptum úr KR í Breiðablik. Geir Hallsteinsson náði mjög góðum árangri með Breiðablik í vetur og hafnaði liðið í 2. sæti og tekur því þátt í Evrópukeppninni næsta vetur. En liðið kom sem kunnugt er upp úr 2. deild í fyrra. Geir tók í gærkvöldi ákvörðun um að vera áfram með liðið, en Fram- arar höfðu sýnt mikinn áhuga á að fá hann sem þjálfara næsta vetur. Hans Guðmundsson, stórskytta úr KR, gekk einnig frá félagaskipt- um yfir í Breiðablik í gærkvöldi. Hann mun einnig taka að sér þjálf- un yngri flokka félagsins. Friðrik Guðmundsson, landsliðsnefndar- maður HSÍ, mun nú taka að sér framkvæmdastjórn handknatt- leiksdeildarinnar. Á þessu sést að mikill hugur er í Kópavogsbúum að standa sig í 1. deildinni næsta vetur. Allir leik- menn Breiðabliks, sem stóðu í eldlínunni s.l. vetur, hafa ákveðið að leika áfram með liðinu. Auk þess hefur hinn efnilegi HK- maður, Róbert Haraldsson, gengið til liðs við félagiö. En hann var einn besti leikmaður HK í vetur. Reykjavíkurmótið: Fram og KR unnu í riðlunum LEIKJUM riðlakeppninnar í Reykjavfkurmótinu f knatt- spyrnu er lokið. Fram og KR sigruðu f riðlunum og leika f undanúrslitum ásamt Val og Vfkingi. Valur var eina liðið, sem ekki tapaði leik, en skoraði aðeins þrjú mörk í þremur leikjum, hlaut fimm stig og hafnaði í 2. sæti í A-riðli. Valsmenn unnu Ármenninga 1:0, Framara 2:0 og gerðu markalaust jafntefli við IR. Fram vann híns vegar ÍR 3:0 og Ármann 5:0 og sigr- aði í riðlinum með sex stig. KR-ingar skoruðu 15 mörk í B-riðli og fengu 10 stig, en Víkingar urðu í 2. sæti með sjö stig. KR vann Leikni 5:0, Víking 4:1, Þrótt 3:0, en tapaði síðasta leiknum 4:3 gegn Fylki. Pótur Pétursson lék með í þremur leikjanna og skoraði átta mörk. Víkingur vann Leikni 2:1, Fylki 4:1 og Þrótt 2:0. Fyrri undanúrslitaleikurinn verður á sunnudagskvöldið. Þá leika Fram og Víkingur, en KR og Valur á þriöjudagskvöldið. Bóðir leikirnir hefjast klukkan 20.30 á gervigrasvellinum í Laugardal og mó gera ráð fyrir fjörugum leikjum, en sigurveg- ararnir leika síðan til úrslita 12. maí. Búlgaría sigraði BÚLGARÍA sigraði Luxemborg, 4:1, í Evrópukeppni landsliða f knattspyrnu í Luxemborg f gær- kvöldi. Staðan f hálfleik var 0:0. „ÞETTA eru leikir upp á allt eða ekkert og liðið valið í samræmi við það. Tveir leikmenn eru um hverja stöðu og það leikmenn sem geta tekið áhættu," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari ungl- ingalandsliðsins f handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, en búið er að velja liðið sem keppir við unglingalandslið Norð- manna. Liðin mætast tvisvar, hér heima 30. maí og í Noregi 6. júní í undan- keppni heimsmeistaramótsins, sem haldið verður í Júgoslavíu næsta haust. Sextán lið eru í for- keppninni, en lið Sovétríkjanna, Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu, Dan- merkur, Júgóslavíu, Austur-Þýska- lands og Vestur-Þýskalands tryggðu sér sæti í aðalkeppninni á síðasta heimsmeistaramóti. Þar hafnaði íslenska liðið í 8. sæti, eft- ir hörkuleik gegn Dönum. íslensku piltarnir í 21 árs ungl- ingalandsliðinu léku síðast gegn því liði Norðmanna sem þeir mæta nú, á sl. hausti og töpuðu þá leikn- um 24:21 í Noregi. Að sögn þjálfar- ans, Viggó Sigurðssonar er tiltölulega jafnt á komið með liðun- um, þó svo að Norðmenn hafi oftar borið sigur af hólmi í viðureign þessara liða. En víst er að íslenska liðið mun ekkert gefa eftir, þegar spilað er um sæti í heimsmeistara- keppninni annars vegar og má því búast við hörkuleikjum. Liðið skipa eftirtaldir leikmenn: Konróð Olavsson, KR, Hálfdán Þórðarson, FH, Gunnar Beinteins- son, FH, Bjarki Sigurðsson, Viking, Sigurjón Sigurðsson, Haukar/ Scutterwald, Sigurður Sveinsson, UMFA, Stefán Kristjónsson, FH, Árni Friðleifsson, Víkingur, Einar Einarsson, Stjarnan, Héðinn Gils- son, FH, Jón Kristjánsson, KA, Skúli Unnsteinsson, Stjarnan og Pétur Petersen, FH. Markverðir eru þeir Bergsveinn Bergsveins- son, FH, Guðmundur A. Jónsson, FRAM og Hrafn Margeirsson, ÍR. Tveir þessara leikmanna, Einar Einarsson og Sigurður Sveinsson koma nú til liðs við 21 árs liðið í fyrsta sinn. Æfingar hefjast hjá liðinu nú um mánaðarmótin. Margir liðsmenn eru enn í prófum, en lóta það ekki aftra sér frá daglegum æfingum fram að keppninni, enda til mikils að vinna. England EINN leikur fór fram í ensku 1. deildinni f knattspyrnu f gær- kvöldi. Coventry sigraði Watford á útivelli, 3:2. Knattspyrna kvenna: Sigrún ÍKR SIGRÚN Sævarsdóttir, sem lók knattspyrnu með Þór á Akureyri í 1. deildinni í fyrra hefur ákveðið að ganga til liðs við KR. Sigrún er frá Akureyri. Hún bjó í Reykjavík um tíma og iék þó með Breiðabliki í Kópavogi, árin 1984 og 1985. Hún er nú á suðurleið á ný og hefur tilkynnt félagaskipti í KR. Sigrún hefur leikið sem fram- herji eða á miðjunni. Stærðir frá 3VZ-8V2. Verð frá kr. 2586.- Top Winner Hvítir leðurskór, þrælgóðir. Stærðir frá 31-35. Verð kr. 1112.- Aeróbikkskór úr sérstaklega mjúku leðri. Stærðir frá 36-42 í svörtu og hvítu. Verð háir kr. 3428.- Verð lágir kr. 3053.- Volley Pro Góðir leðurskór. Stærðir frá 5-11. Verð kr. 3497.- Handball Bláir leðurskór, þrælsterk- ir. Stærðir frá 3Vz-12. Verð kr. 2494.- Póstsendum spomöRumswN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á HORNI KIAPtmffGS 0G GRETJISGðlU s:nm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.