Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 71 Handknattleikur: Geir áfram með UBK Hans Guðmundsson leikur með UBK næsta vetur # Hans Guðmundsson hefur gengið til liðs við Breiðabliksmenn og mun leika með þeim nœsta vetur. Handknattleikur: Leikir upp á allt eða ekkert Búið að velja 21 árs unglinga- landsliðið gegn Norðmönnum GEIR Hallsteinsson mun þjálfa Breiðablik næsta keppnistímabil í 1. deildinni f handknattleik. Frá þessu var NBA-deildin: Þrjú lið örugg áfram Frá Gunnari Valgeirasyni f Bandarfkjunum. 16 LIÐA úrslitin eru komin langt á veg f NBA-deildinni f körfuknattleik. Þrjú lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. Þau eru Boston, Detroit Pistons og Los Angeles Lakers. í austurdeildinni hefur Boston afgreitt Cicago í þremur leikjum og er komið áfram. Lið Atlanta hefur átt í erfiðleikum með lið In- diana. Léku tvo fyrstu leikina heima og voru heppnir að vinna annan. I gærkvöldi töpuðu þeir síðan fyrir Indiana á útivelli, 96:87. Detroit hefur afgreitt lið Was- hington Bullets og unnið þá í þremur leikjum. í gærkvöldi unnu þeir Bullets í hörkuleik, 97:96, eft- ir að hafa unnið fyrstu tvo leikina með yfirburðum. Leikir Milwaukee og Fhiladelp- hiu hafa verið mjög jafnir. í gærkvöldi sigraði Milwaukee með 121 stigi gegn 120 og skoraði Sikma sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru eftir. Þeir leiða nú 2:1 og næsti leikur verður í Mil- waukee á sunnudaginn og gætu úrslitin ráðist þar. Lakers með yfirburði í vesturdeildinni í vetursdeild hefur Los Angeles Lakers haft mikla yfirburði gegn Denver. Þeir unnu þriðja leikinn í gærkvöldi örugglega, 140:103, í Denver. Af þeim leikjum sem ég hef sóð í úrslitakeppninni hefur Lakers leikið langbest allra liða. Skemmtilegasta viöureignin í vesturdeildinni hefur verið viður- eign Dallas og Seattle. Seattle leiðir nú með tveimur sigrum gengn einum, eftir að þeir unnu Dallas 117:107 á heimavelli sínum í fyrrakvöld. Leikir Portland og Houston hafa einnig verið jafnir. Houston stend- ur betur þar sem þeir hafa unnið tvo sigra gegn einum og spila á heimavelli í kvöld. Loks eru það Utah og Golden State, sem sigraði í gærkvöldi, 110:95. Utah á meir möguleika þar sem þeir eiga næsta heimaleik og hafa unnið tvo leiki gegn einum. í undanúrslitum í austur- og vesturdeild leika saman eftirtalin lið: [ ausutrdeild mun Boston leika gegn sigurvegurunum úr leik Mil- waukee og Fhiladelphiu. Detroit mun leika við sigurvegarana úr leik Atlanta og Indiana. I vesturdeild- inni munu Los Angeles leika við annað hvort Utha eða Golden State og Dallas eða Seattle gegn annað hvort Portland eða Hous- ton. Aðrar fróttir úr NBA-deildinni eru þær að Don Nelson sem er þjálfari Milwaukee hefur verið orð- aður sterklega sem þjólfari New York næsta vetur. Talið er að New york bjóði honum meiri peninga en hann hafi efni á að hafna. gengið í gærkvöldi. Hans Guðmundsson hefur einng gengið frá félagaskiptum úr KR í Breiðablik. Geir Hallsteinsson náði mjög góðum árangri með Breiðablik í vetur og hafnaði liðið í 2. sæti og tekur því þátt í Evrópukeppninni næsta vetur. En liðið kom sem kunnugt er upp úr 2. deild í fyrra. Geir tók í gærkvöldi ákvörðun um að vera áfram með liðið, en Fram- arar höfðu sýnt mikinn áhuga á að fá hann sem þjálfara næsta vetur. Hans Guðmundsson, stórskytta úr KR, gekk einnig frá félagaskipt- um yfir í Breiðablik í gærkvöldi. Hann mun einnig taka að sér þjálf- un yngri flokka félagsins. Friðrik Guðmundsson, landsliðsnefndar- maður HSÍ, mun nú taka að sér framkvæmdastjórn handknatt- leiksdeildarinnar. Á þessu sést að mikill hugur er í Kópavogsbúum að standa sig í 1. deildinni næsta vetur. Allir leik- menn Breiðabliks, sem stóðu í eldlínunni s.l. vetur, hafa ákveðið að leika áfram með liðinu. Auk þess hefur hinn efnilegi HK- maður, Róbert Haraldsson, gengið til liðs við félagiö. En hann var einn besti leikmaður HK í vetur. Reykjavíkurmótið: Fram og KR unnu í riðlunum LEIKJUM riðlakeppninnar í Reykjavfkurmótinu f knatt- spyrnu er lokið. Fram og KR sigruðu f riðlunum og leika f undanúrslitum ásamt Val og Vfkingi. Valur var eina liðið, sem ekki tapaði leik, en skoraði aðeins þrjú mörk í þremur leikjum, hlaut fimm stig og hafnaði í 2. sæti í A-riðli. Valsmenn unnu Ármenninga 1:0, Framara 2:0 og gerðu markalaust jafntefli við IR. Fram vann híns vegar ÍR 3:0 og Ármann 5:0 og sigr- aði í riðlinum með sex stig. KR-ingar skoruðu 15 mörk í B-riðli og fengu 10 stig, en Víkingar urðu í 2. sæti með sjö stig. KR vann Leikni 5:0, Víking 4:1, Þrótt 3:0, en tapaði síðasta leiknum 4:3 gegn Fylki. Pótur Pétursson lék með í þremur leikjanna og skoraði átta mörk. Víkingur vann Leikni 2:1, Fylki 4:1 og Þrótt 2:0. Fyrri undanúrslitaleikurinn verður á sunnudagskvöldið. Þá leika Fram og Víkingur, en KR og Valur á þriöjudagskvöldið. Bóðir leikirnir hefjast klukkan 20.30 á gervigrasvellinum í Laugardal og mó gera ráð fyrir fjörugum leikjum, en sigurveg- ararnir leika síðan til úrslita 12. maí. Búlgaría sigraði BÚLGARÍA sigraði Luxemborg, 4:1, í Evrópukeppni landsliða f knattspyrnu í Luxemborg f gær- kvöldi. Staðan f hálfleik var 0:0. „ÞETTA eru leikir upp á allt eða ekkert og liðið valið í samræmi við það. Tveir leikmenn eru um hverja stöðu og það leikmenn sem geta tekið áhættu," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari ungl- ingalandsliðsins f handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, en búið er að velja liðið sem keppir við unglingalandslið Norð- manna. Liðin mætast tvisvar, hér heima 30. maí og í Noregi 6. júní í undan- keppni heimsmeistaramótsins, sem haldið verður í Júgoslavíu næsta haust. Sextán lið eru í for- keppninni, en lið Sovétríkjanna, Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu, Dan- merkur, Júgóslavíu, Austur-Þýska- lands og Vestur-Þýskalands tryggðu sér sæti í aðalkeppninni á síðasta heimsmeistaramóti. Þar hafnaði íslenska liðið í 8. sæti, eft- ir hörkuleik gegn Dönum. íslensku piltarnir í 21 árs ungl- ingalandsliðinu léku síðast gegn því liði Norðmanna sem þeir mæta nú, á sl. hausti og töpuðu þá leikn- um 24:21 í Noregi. Að sögn þjálfar- ans, Viggó Sigurðssonar er tiltölulega jafnt á komið með liðun- um, þó svo að Norðmenn hafi oftar borið sigur af hólmi í viðureign þessara liða. En víst er að íslenska liðið mun ekkert gefa eftir, þegar spilað er um sæti í heimsmeistara- keppninni annars vegar og má því búast við hörkuleikjum. Liðið skipa eftirtaldir leikmenn: Konróð Olavsson, KR, Hálfdán Þórðarson, FH, Gunnar Beinteins- son, FH, Bjarki Sigurðsson, Viking, Sigurjón Sigurðsson, Haukar/ Scutterwald, Sigurður Sveinsson, UMFA, Stefán Kristjónsson, FH, Árni Friðleifsson, Víkingur, Einar Einarsson, Stjarnan, Héðinn Gils- son, FH, Jón Kristjánsson, KA, Skúli Unnsteinsson, Stjarnan og Pétur Petersen, FH. Markverðir eru þeir Bergsveinn Bergsveins- son, FH, Guðmundur A. Jónsson, FRAM og Hrafn Margeirsson, ÍR. Tveir þessara leikmanna, Einar Einarsson og Sigurður Sveinsson koma nú til liðs við 21 árs liðið í fyrsta sinn. Æfingar hefjast hjá liðinu nú um mánaðarmótin. Margir liðsmenn eru enn í prófum, en lóta það ekki aftra sér frá daglegum æfingum fram að keppninni, enda til mikils að vinna. England EINN leikur fór fram í ensku 1. deildinni f knattspyrnu f gær- kvöldi. Coventry sigraði Watford á útivelli, 3:2. Knattspyrna kvenna: Sigrún ÍKR SIGRÚN Sævarsdóttir, sem lók knattspyrnu með Þór á Akureyri í 1. deildinni í fyrra hefur ákveðið að ganga til liðs við KR. Sigrún er frá Akureyri. Hún bjó í Reykjavík um tíma og iék þó með Breiðabliki í Kópavogi, árin 1984 og 1985. Hún er nú á suðurleið á ný og hefur tilkynnt félagaskipti í KR. Sigrún hefur leikið sem fram- herji eða á miðjunni. Stærðir frá 3VZ-8V2. Verð frá kr. 2586.- Top Winner Hvítir leðurskór, þrælgóðir. Stærðir frá 31-35. Verð kr. 1112.- Aeróbikkskór úr sérstaklega mjúku leðri. Stærðir frá 36-42 í svörtu og hvítu. Verð háir kr. 3428.- Verð lágir kr. 3053.- Volley Pro Góðir leðurskór. Stærðir frá 5-11. Verð kr. 3497.- Handball Bláir leðurskór, þrælsterk- ir. Stærðir frá 3Vz-12. Verð kr. 2494.- Póstsendum spomöRumswN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á HORNI KIAPtmffGS 0G GRETJISGðlU s:nm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.