Morgunblaðið - 17.05.1987, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1987
vaka of lengi. Það endaði með því
að hann sofnaði á leiðinni oftar
en einu sinni og lenti nú í anzi
miklum vandræðum. Þetta hlýtur
að hafa verið glæfraför að ein-
hveiju leyti. Þama var verið að
leggja út í eitthvað sem enginn
vissi í raun og veru neitt um.
Veðurfregnimar hafa t.d. ekki
verið of ábyggilegar á þessum
tíma. Hann lenti í tiltölulega
slæmu veðri nema að hann fékk
meðvind, það var hans heppni.
Hann lenti t.d. í éljagangi og
ísingum og varð að fara alveg
niður undir sjó fyrir rest. Maður
er hissa á því hvað flugvél, sem
er ekki með neinn afísingarbúnað,
hvorki á skrúfu né vængjum, hélzt
uppi því nú var hún mjög þung.
Vegna þyngsla flugvélarinnar
ætlaði hann t.d. aldrei að ná aldr-
ei að ná flugvélinni í loftið á Long
Island þegar hann var að fara.
Það er mjög merkilegt hvað hún
flaug vel.
Ég held að siglingabúnaður og
annar tækjabúnaður hafi verið
engin. Ég held hann hafi bara
gert flugáætlun og flogið stefnu.
Þegar hann var kominn niður
undir sjó fór hann að spá í vind-
inn og sá þá að hann var nokkum
veginn eins og hann hafði reiknað
með og því ekki hrakið af leið.
Það má segja að siglingafræði-
lega hafi hans flug verið svipað
því sem menn þjuggu við hér
heima til að byija með. En strax
í fyrstu milliiandaferðum okkar
höfðum við alltaf mann með sem
átti að gera það sem hann gat til
að leiðbeina okkur um flugleiðina.
Svo voru komin radíóvitar, sem
ég held að Lindbergh hafi ekki
geta stutt sig við.
Ég held að flug Lindberghs sé
enn eitt mesta afrek flugsögunn-
ar. Það voru að vísu margir búnir
að reyna og komast anzi langt
og margir að gera alls kyns til-
raunir. En Lindbergh hafði
heppnina með sér, enda kölluðu
þeir hann yfirleitt „Lindy the
Lucky" eða „Lucky Lindy“,“ sagði
Magnús.
Að eiiiliverju
leyti giæfraflug en mjög
vel undirbúið
-SEGIR MAGNÚSGUÐMUNDSSON, FYRRVERANDIFLUGSTJÓRI
„ÉG MAN lítillega eftir flugi
Lindberghs frá New York til
Parísar. Það þótti mikið afrek
í þá daga og er það vissulega
enn. Að einhverju leyti var
þetta glæfraflug en ég tel að
hann hafi undirbúið það mjög
vel,“ sagði Magnús Guðmunds-
son, fyrrverandi flugstjóri hjá
Flugleiðum. Magnús var at-
vinnuflugmaður i fjóra áratugi
en hætti flugi vegna aldurs
fyrir nokkrum árum.
„Ég hef lesið bók Lindberghs
um flugið og þar kemur fram að
hann virðist hafa undirbúið flugið
mjög vel. Hann lét smíða sérstaka
flugvél fyrir sig og bjó hana út
eftir sínu höfði. Hann fór í nokkur
flug í Bandarílq'unum, ef ég man
rétt, til að þjálfa sig. Það sem var
sérstakt við flugvélina var að
hann lagði langmest upp úr því
að hafa nóg eldsneyti. Þessvegna
setti hann m. a. tank fremst í
hana þar sem framgluggi hefði
átt að vera og af þeim sökum sá
hann ekkert út, allt svo ekki fram
fyrir sig, heldur varð hann að
stinga höfðinu út um hliðarglugga
til að sjá út.
Hann beið nú lengi eftir veðri
og loksins þegar hann fór var
hann illa upplagður, var búinn að
Magnús Guðmnundsson flugstjóri (fjórði frá hægri) í hópi ættingja, vina og starfsfélaga við kom-
una til Keflavíkurflugvallar úr síðasta áætlunarflugi sínu.
Flug Lindberghs gjörólíkt því
sem við erum að fást við
-SEGIR ALBERTBALDURSSON, FLUGMAÐUR
„ÞETTA hefur verið rosalegt
afrek og ég veit ekki hveiju
hægt er að líkja þvi við í dag.
Við erum að öllu leyti að tala
um allt allt aðra hluti í dag,“
sagði Albert Baldursson, flug-
maður af yngri kynslóðinni.
Hann er flugmaður hjá Leigu-
flugi Sverris Þóroddssonar.
„Flug Lindberghs er að vísu
mjög fjarlægt í huga mínum og
framandi. Það var þó gjörólíkt því
sem við erum að fást við í dag.
Fæstir okkar þekkja það hvemig
er að fljúga yfír Atlantshafíð í
þeim flughæðum og við þær að-
stæður, sem Lindbergh glímdi við.
Það er helzt að þessir gallhörðu
feijuflugmenn, sem eru að beijast
hér á milli á smáflugvélum, allt
niður í hæggengustu einshreyfíls-
vélar, séu að fást við eitthvað sem
líkist flugi Lindberghs. Þeir eru
þó venjulegast með góðan leið-
sögubúnað.
Eftir að Lindbergh var kominn
á loft hafði hann ekkert annað til
að fara eftir en kompásinn og
hyggjuvitið. Það hlýtur að þurfa
meiriháttar kjark og árræði til að
leggja út í flug af þessu tagi.
Eflaust hefur mikil heppni fylgt
honum í fluginu til Parísar og
hann hefur verið heppinn með
flugvélina líka. Hún sló aldrei
feilpúst og hefur verið mjög vel
hönnuð og hentað vel fyrir þetta
flug. Það hefur allt lagst á eitt
um að þetta gengi upp hjá honum.
Við erum að tala um allt aðra
hluti í dag í flugvélakosti og
tækja- og leiðsögubúnaði. í dag
eru flugvélamar mjög vel búnar
tækjum, jafnvel þær minnstu eru
með lóran leiðsögutæki. Leiðsögu-
búnaður á jörðu niðri og við
flugvellina er líka mjög fullkomin
og gerir flug milli staða léttara
en áður var.
Ég veit ekki hvort hægt er að
líkja nokkmm öðmm viðburði í
flugsögunni við afrek Lindberghs.
Manni dettur þó helzt í hug hnatt-
flug Ameliu Earhart, sem að vísu
tók öðm vísi endi, þegar hún hafði
lagt rúmlega tvo þriðju hluta leið-
arinnar að baki. En mér fínnst
þeir allir vera miklir afreksmenn
sem verið hafa að þreifa sig eitt-
hvað áfram í fluginu fengist hafa
við allt finnst mér. Tækin og bún-
aðurinn hjá þessum mönnum
hefur ekki verið neinn miðað við
það sem við þekkjum í dag. Og
ég er hræddur um að í dag mundi
enginn leggja í flug með þann
búnað sem þeir höfðu nema al-
gjörir hálfvitar," sagði Albert.
Albert Baldursson í kunnuglegu umhverfi.