Morgunblaðið - 17.05.1987, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.05.1987, Qupperneq 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 Hino ZM 1980 Þessi glæsilega vörubifreið ertil sölu, bíllinn hefur aldrei verið notaður í malarflutninga enda lítið keyrður eða 76.000 km. Hann er með 9 tonna millerkrana. Árg. 1976 sem er í toppstandi. Dekkin eru hálfslitin en pallur mjög nýlegur og með álskjólborðum. Verð ca. 1,7—2 millj. Upplýsingar í síma 92-3966 og 92-4966 fyr- ir hádegi og 92-4356 á kvöldin. Úr skinni með þægilegu innleggi. Einnig margar aðrar gerðir. TOPP ---OTORIIÍN VELTUSUNDI 1 21212 Domus Medica S. 18519. Blöndusement er sérstaklega ætlað til styrktar þeim mannvirkjum sem náttúruöf lin mæða mest á Sementsverksmiðja ríkisins hefur ávaiit kappkostað að framleiða sement fyrir íslenskar aðstæður. Eftir margra ára þróun í samvinnu viö Rannsóknarstofnun byggingariðnað- arins framleiðir Sementsverksmiðja ríkisins nú nýtt „blandað“ sement (pozzolansement). Gæði þess og kostir eru fjölbreyttari en sambæri- legra sementstegunda verksmiðjunn- ar hingað til. Blöndusement hentar best í mannvirki sem eiga að stand- ast sérstaka áraun. hað veitir mikla mótstöðu gegn alkalískemmdum. Sementið harðnar hægar en venju- legt sement og hentar því vel í múrhúð. Það hefur þegar verið notað með góðum árangri í Blönduvirkjun. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Kyrjálabotn: Olíumeng- un á leið til strandar Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgnnblaðsins. EKKI er lengur talið unnt að ná olíumenguninni úr hafinu sunn- an við suðurströnd Finnlands. Næsta skref er að reyna safna olíunni saman áður en hana rek- ur á land. Finnsk og sovésk olíuvarnarskip hafa undanfarna daga reynt að safna saman olíu- flákanum sem rann úr sovéska tankskipinu Antonio Gramsci í febrúar. Olíufélagið hefur þynnst það mikið að möguleikar á að ná olíunni úr hafinu eru hverfandi. Nú reyna finnsk umhverfisvemd- aryfirvöld að koma í veg fyrir að olían reki upp í skeijagarðinn. A föstudaginn var reynt að koma upp flotgirðingu svo að olían kæmist ekki í fiskeldistöðvar á suðurströnd- inni og einnig var reynt að veija það svæði þar sem kjamorkuverið í Lovísa tekur kælivatn. Olíuflákinn var á föstudaginn 30—40 km fyrir utan suðurströnd Finnlands og á norðurleið. Fimm skip í olíuvamar- flota Finnlands fylgjast með ferðum flákans. Fyrir viku stefndi olíuflákinn inn í sovéska lögsögu og finnskt olíu- vamarskip kom sovétmönnum til aðstoðar þegar reynt var að safna saman þeim hundmðum þúsunda tonna hráolíu sem enn eru í sjónum. Vegna þess að olíuflákinn hefur þynnst og er orðinn að örþynnri filmu á yfirborði sjávar hafa olíu- vamarskipin ekki náð nema 10 tonnum úr sjónum undanfama viku. Þegar sovéska tankskipið Antonio Gramsci strandaði fyrir utan suður- strönd Finnlands í febrúar mnnu um 700.000 tonn af hráolíu í sjó- inn. Talið er að nokkur hundmð tonn hafi gufað upp og sokkið til botns. Aðalftmdur Sjálfsbjargar: Vill að gerð- ir verði sjónvarps- þættir um hjálpartæki AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni ^ var haldinn fyrir skömmu. A fundinum var sam- þykkt tillaga um að leitað verði samninga við ríkissjónvarpið um gerð þátta um hjálpartæki og notkun þeirra. Sérstaklega er í tillögunni rætt um fræðsluþátt um val hjólastóla og notkun þeirra og um aðstoð við fólk í hjólastólum. Lögð er áhersla á að við undirbúning fræðsluþátta skuli stjóm Sjálfsbjargar leita að- stoðar bflstjóra Ferðaþjónustunnar annarsvegar og Hjálpartækjabank- ans hinsvegar. Þá skoraði fundur- inn á stjómina að undirbúa þætti um önnur hjálpartæki í sjónvarpinu. Á fundinum kom fram að Stjóm málefna fatlaðra hefur úthlutað félaginu 4 milljónum króna til und- irbúnings að rekstri vemdaðs vinnustaðar í Reykjavík, en félagið fékk leyfi fyrir slíkum rekstri með 25 stöðugildum árið 1985. Hlutverk þessa vinnustaðar mun m.a. verða það að þjálfa upp einstaklinga í að sinna störfum við framleiðslu og aðstoða þá síðan í að fá vinnu úti í atvinnulífínu. í upphafi fundarins var minnst fyrrverandi formanns félagsins og fyrsta heiðursfélaga þess, Sigurðar Guðmundssonar, ljósmyndara, en hann lést á liðnu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.