Morgunblaðið - 17.05.1987, Síða 14
“I
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
Fátt lýsti Lindbergh betur en
að hann hélt að enginn mundi
þeklcja hann í París og hafði því
meðferðis kynnisbréf. En silf-
urgrá flugvél hans hafði varla
numið staðar á Le Bourget-flug-
velli þegar þúsundir (enginn veit
hve margir) ruddust yfír öflugar
stálgirðingar og gegnum raðir
hermanna og lögreglumanna,
umkringdu vélina og hylltu hann
ákaft.
„Jæja, það tókst,“ sagði Lind-
bergh brosandi. „Hann ætlaði að
stökkva út, en tuttugu hendur
teygðu sig til hans og lyftu honum
út eins og ungbami." Síðan var
hann borinn í gullstól út af flug-
vellinum.
Afrek Lindberghs hafði þeim
mun meiri áhrif vegna þess að
auk þess að vera hugrakkur var
hann prúðmenni, einlægur og
yfírlætisiaus. Hann var aðeins 25
ára gamall en leit úr fyrir að
vera 18 ára, hávaxinn, myndar-
legur og ókvæntur og gæddur
þeim fágæta hæfíleika að vekja
athygli án þess að virðast reyna
nokkuð til þess. Hann reykti
hvorki né drakk, jafnvel ekki kaffí
eða Coca Cola, því að hann vildi
halda dómgreind sinni óskertri.
Eftirhreytur ófriðarins mikla
1914-1918 og nýjustu kenningar
í vísindum og sálfræði höfðu graf-
ið undan sjálfstrausti fólks,
vonum þess, hugsjónum og trú.
Hetjum hafði verið kastað fyrir
róða, blöðin voru uppfull af frétt-
um um spillingu og glæpi og
höfðu kvikmyndaieikara og
braskara í hávegum. En fólk virt-
ist vilja dýrka eitthvað annað og
þrá ævintýri, hreinskiptni og
háttvísi. Lindbergh virtist fylla
þessa þörf og var kallaður „Gala-
had nútímans" eftir einum af
riddumm hringborðs Artúrs kon-
ungs í Camelot
Ofsahrifning
Ofsahrifningin í París breiddist
út um alla heimsbyggðina. Fólk
stóð á öndinni og átti varla orð
til að lýsa hrifningu sinni. Blöð
slógu upp fréttinni um lendinguna
með stórum fyrirsögnum og þús-
undir greina birtust um flug-
kappann í „Spirit of St.Louis",
sem varð hetja alls heimsins. Orð-
um og heiðursmerkjum rigndi
yfír hann og hann var vegsamað-
ur, dýrkaður og heiðraður.
í París var hann gerður að ridd-
ara frönsku heiðursfylkingarinn-
ar og mannQöldi elti hann á
röndum. Að loknu sýningarflugi
yfír borgina flaug hann til
Briissel, þar sem hann var kynnt-
ur fyrir Alberti konungi. „Ég hef
hitt fyrsta konunginn," skrifaði
hann, „og ef þeir eru allir eins
og hann getið þið verið viss um
að ég er hlynntur konungum."
Næsti áfangastaður hans var
Croydon-flugvöllur skammt frá
London, þar sem 150,000 aðdá-
endur hans ruddust út á flug-
brautina, svo að hann varð að
hætta við fyrstu tilraun sína til
að lenda.
Þegar fregnin um lendinguna
barst til Bandaríkjanna voru gefín
út aukablöð og blaðasalar
gleymdu að taka við greiðslum í
öllum æsingnum. Sextán þúsund
aukaeintök af „Washington Star“
voru rifín út, 40,000 af „St. Lou-
is Dispatch" og 114,000 af „New
York Evening World“. Jafnvirðu-
legt blað og „The New York
Times“ birti fréttina með fyrir-
sögn, sem náði þvert yfír alla
forsíðuna.
Milljónir Bandarikjamanna
biðu Lindberghs með óþreyju og
virtust sammála þeim dómi
„Evening World" að hann hefði
unnið „mesta afrek eins manns í
annálum mannkynsins." Auk þess
biðu hans 75,000 heillaóskaskeyti
og tveir vörubflafarmar af blaða-
úrklippum. Eitt skeytið, sem var
frá Minneapolis og með 17,500
undirskriftum, var 175 metra
langt. Þegar sigurfréttinni var
brugðið upp á sýningartjöldum
kvikmyndahúsa ráku áhorfendur
upp fagnaðaróp og þustu út til
að segja tíðindin.
Calvin Coolidge forseti fól
beitiskipinu „Memphis", flagg-
skipi Evrópuflota Bandaríkjanna,
að sækja Lindbergh og „Spirit of
St.Louis“ og enginn sá nokkuð
athugavert við það. Þegar beiti-
skipið sigldi inn í Chesapeake-
flóa komu til móts við það fjórir
tundurspillar, tvö loftför og 40
herflugvélar. Þegar Coolidge
fagnaði Lindbergh við komuna til
Washington, lauk hann á hann
lofsorði og sagði að flugafrek
hans hefði verið „sama hetju- og
sigursaga alþýðusonarins og skín
af hverri síðu í sögu Banda-
ríkjanna." Coolidge var gagnorð-
asti forseti í sögu Bandaríkjanna
og kunnur menntamaður kvað
þetta „lengsta og áhrifamesta
ávarp forsetans síðan hann flutti
þinginu síðast árlegan boðskap
sinn.“
í Washington var Lindbergh
fyrstur manna sæmdur nýju heið-
ursmerki, flugkrossinum (Dist-
inguished Flying Cross),
hækkaður í tign og gerður að
ofursta, þótt hann væri aðeins
25 ára. Jafnvel enn glæsilegri
móttökur biðu hans í New York,
þar sem fjórar milljónir manna
þustu út á götumar. Pappírsræm-
um rigndi yfír skrúðgöngu, sem
var farin honum til heiðurs á
Broadway, og dagurinn náði hám-
arki með stórveizlu, sem 4,000
gestir sátu. Hátíðarhöldin stóðu
í fjóra daga og að þeim loknum
tíndu götuhreinsunarmenn saman
Calvin Coolidge forseti sæmir Lindbergh reynir að lenda á Croydon-flugvelli.
Lindbergh nýju heiðursmerki. Hann varð að gera aðra tilraun.
Nokkur
dægurlög voru
tileinkuð
Lindbergh.
1,800 lestir af pappírsrusli og
slógu fyrra met, sem var 155 lest-
ir og frá 7.nóvember 1918 þegar
vopnahléi var fagnað nokkrum
dögum of fljótt.
Við tóku sigurgöngur og stöð-
ug veizluhöld í St. Louis og
mörgum öðrum borgum. Lind-
bergh fór í fjögurra mánaða ferð
í „Spirit of St. Louis" til allra 48
ríkja Bandaríkjanna. Mikill
manngrúi safnaðist saman hvert
sem hann fór. Hann fékk ekki
einu sinni frið þegar hann heim-
sótti Orville Wright, frumheija
flugsins. Á einum stað sat hann
„Qölmennasta kvöldverðarboð til
heiðurs einstaklingi í sögunni."
Bær í Texas var skírður í höfuðið
á honum og lagt var til að 425
metra hár Lindberghs- turn yrði
reistur í Chicago. Margar götur
voru kenndar við hann og fjöldi
skóla, veitingastaða og fyrirtækja
reyndu að nota nafn hans sér til
framdráttar.
Reyndur flugmaður
Skrúðgöngur, fagnaðarlæti,
hátíðarræður, hetjudýrkun og
„§ölmiðlafár“ skyggðu á vandleg-
an undirbúning sögulegrar flug-
ferðar Lindberghs. Hann var
atvinnuflugmaður, hafði 2,000
flugtíma að baki og var í engum
vafa um að tilraunin mundi
heppnast. „Hvi skyldi ég ekki
fljúga frá New York til Parísar,"
hafði hann spurt sig í september
1926. „Ég hef fjögurra ára flu-
greynslu. Ég hef flogið til bæja
og sveita í rúmlega helmingi
Flugvél Lindberghs skömmu eftir flugtak frá Roosevelt-flugvelli á
Long Island.
í