Morgunblaðið - 17.05.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 17.05.1987, Síða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 sagði að kona nokkur hefði „viljað leigja hótelherbergi, þar sem ég hafði gist, svo að hún gæti baðað sig í sama baðkeri." Hann hætti að senda skyrtur sínar í þvotta- hús, því að þær voru taldar mikilvægir minjagripir og hann fékk þær ekki aftur. Avísanir hans voru ekki innleystar, því að fólk vildi eiga þær til minja og eiginhandaráritanir hans seldust á 1,600 dollara. Lindbergh og fjölskylda fengu fjöldann allan af tilboðum um að semja bækur, taka þátt í auglýs- ingum og koma fram á samkom- um í góðgerðar- eða auglýsinga- skyni. Framleiðandi í Hollywood bauð móður hans 100,000 dollara fyrir að koma fram í kvikmynd. Sjálfur fékk hann tilboð um eina milljón dollara, ef hann kæmi fram í kvikmynd um ævi hans, og aðra milljón, ef hann fengi „draumastúlkuna" til að sam- þykkja sölu á einkarétti á kvikmynd um brúðkaup þeirra. Hann fékk einnig boð um 2,5 millj. dollara, ef hann færi í hnatt- flug, og fyrirtæki nokkurt bauðst jafnvel til að styrkja hann til tunglferðar. Hann tók ekki þessum kosta- boðum og brást ekki aðdáendum sínum. Hann fékkst ekki til að koma fram í auglýsingum, raup- aði ekki í fjölmiðlum, flæktist ekki í hneykslismál og var alltaf yfírlætislaus og kurteis. Hann sóttist aldrei eftir lýðhylli, al- menningur þröngvaði frægðinni að honum og hann ýtti henni aft- ur frá sér. „Sviðsljósin skera mann í augum," sagði hann seinna, „og þá sér maður ekki fólkið, þótt maður sé sjálfur sýni- legur." Lindbergh sagði að hann hefði fljótt orðið „svo þreyttur á þessu hetjubulli að mig langaði til að reka upp skaðræðisöskur." Hann þáði því með þökkum boð auðkýf- ingsins Harry Guggenheims um að dveljast um tíma á herragarði hans á norðurströnd Long Island. Boðið var hugmynd Dwight Morrows, bankastjóra, sendiherra í Mexíkó og síðar tengdaföður Lindberghs. sem sagði við Gugg- enheim: „Harry, nær allir í þessu landi eru á hælunum á þessum unga náunga og reyna að græða honum. Geturðu ekki gert eitt- hvað til að bjarga honum frá úlfunum?" í þijár vikur dvaidist Lindbergh í góðu yfírlæti á herragarði Gugg- enheims, jafnaði sig og gekk frá handriti bókarinnar „We.“ Hann fékk einnig lögfræðing í Wall Street til að sjá um fjárreiður sínar. Tekjumar af bókinni og greinum um flugmál í „New York Times" gerðu hann að milljóna- mæringi. Líf hans breyttist við þetta, því að hann hafði alltaf haft lítið handa á milli. Breytingar Eftir vináttuferðir um Banda- ríkin og til annarra ríkja Vestur- heims í „Spirit of St. Louis“ varð Lindbergh ráðunautur flugfélag- anna Pan American og Trans World Airlines. Hann hafði það hlutverk að ákveða áætlunarleiðir yfir Atlantshaf og um Bandaríkin og Karíbahaf og var vellaunaður. Hann fór í margar sýninga-, vin- Morgunblaðið/ÓI.K.M. berjast fyrir bandarískri einangr- unarstefnu og beita sér gegn þátttöku Bandaríkjanna í síðari heimsstyijöldinni. Franklin.D. Roosevelt forseti taldi hann hættulegan og líkti honum við leiðtoga „Copperhead“-hreyfíng- arinnar í þrælastríðinu — Kopar- hausanna — sem sögðu að Norðurríkin gætu ekki sigrað. Lindbergh sagði sig úr flugher landhersins (USAAC) og þegar Bandaríkin fóru í stríðið var beiðni hans um að beijast hafnað. í staðinn varð hann tækniráðu- nautur fyrirtækis, sem vann að smíði „Corsair"- orrustuflugvél- arinnar fyrir sjóherinn á Suður- Kyrrahafí. Hann fór í nokkrar óleyfílegar orrustuflugferðir og skaut niður eina óvinaflugvél. Eftir stríðið fékk Lindbergh að ganga í flugherinn. Hann fékk áhuga á flugskeytasmíði, tók við fyrra starfí hjá Pan Am og samdi metsölubók um flugið til Parísar, „The Spirit of St. Louis“ (sem kvikmynd var gerð eftir með Ja- mes Stewart í aðalhlutverki), Á efri árum helgaði hann sig um- hverfísvemdarmálum. Hann lézt á Hawaii 1974, 72 ára að aldri. Þegar Lindbergh lézt var hann ekki eins vinsæll og þegar frægð- arferill hans hófst með Atlants- hafsfluginu fyrir 60 árum, en orðstír hans mun lifa. Hann vann ekki aðeins hetjudáð. Enginn ann- ar atburður vakti eins mikið traust almennings á flugi og eins mikinn áhuga fyrirtækja á flugi sem raunhæfum ferðamáta. Við tók bylting í samgöngumálum. GH Lindbergh við flugvél sína „Spirit of St. Louis“ fyrir sextíu árum. Myndin til hægri er tekin á sama stað 1977 við minningarskjöld um flugtakið. Nú er stórmarkaður þar sem Lindbergh hóf sig á loft. Drengurinn á myndinni heitir Jóhann Gísli. • Lindbergh gengur niður landganginn við komuna til Washington r júnf 1927. yrði fyrir flugvélaskrúfunni og biði bana. Hann hætti því að til- kynna hvenær von væri á honum. Svo fór fjölskyldu hans að ber- ast hótanir frá geðsjúklingum og syni hans og fyrsta bami, Charles A. Lindbergh yngra, var rænt. Síðan var „Lindy litli" myrtur og á eftir fylgdu mikil réttarhöld og dauðadómur yfír Bmno nokkrum Hauptmann, en hann hefur verið vefengdur á síðari árum og leitt til gagnrýni á Lindbergh. Þá fóru að berast hótanir um að næst- elzti sonur hans, Jon, yrði myrtur og Lindbergh flýði með fjölskyld- una til Englands 1935. Miklar breytingar urðu á hög- um Lindberghs. Vinsældir hans dvínuðu þegar hann heimsótti Göring 1936. Hann var gagn- rýndur fyrir að taka við orðu frá nazistum tveimur ámm síðar, upphefja aríska og norræna kyn- stofninn og tala niðrandi um Gyðinga. Vinsældir hans héldu áfram að réna þegar hann fór að áttu- og könnunarferðir á næstu ámm og kom m.a. til íslands. í maí 1929 gekk hann að eiga Anne Spencer, dóttur Dwight Morrows. Brúðhjónin laumuðust burtu í vélbát og þeim tókst að fela sig í nokkra daga, þótt hundr- uð blaðamanna væm á hælunum á þeim. Jafnvel þremur til fjómm ámm eftir Parísarflugið var erfítt að komast að býli Lindberghs í New Jersey um helgar, því að bílar aðdáenda hans, sem vildu líta hann augum, lokuðu öllum vegum þangað. Myndir af honum héngu í hundmðum skóla og þúsundum heimila. Engum þálifandi Banda- ríkjamanni var sýnd eins mikil virðing og fáum látnum Banda- ríkjamönnum. Hann var átrúnað- argoð þjóðarinnar, hafínn yfír alla gagnrýni og einn dáðasti maður heimsins. Líf Lindberghs fór hvað eftir annað úr skorðum vegna ónæðis, sem hann varð fyrir, og hann hætti að brosa framan í mynda- vélar. Hann fór að óttast að einhver úr þeirri miklu fólk- smergð, sem umkringdi alltaf flugvél hans hvar sem hann lenti, Flugvóf Lindberghs dregin út úr fiugskýli fyrir flugtakið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.