Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 B 19 Tímarit Máls og menningar um karla- bókmenntir ANNAJÐ hefti tímarits Máls og menningar á þessu ári geymir margar greinar um klassískar bókmenntir. Peter Hallberg lýk- ur grein sinni Listin að ljúka sögu um verk Halldórs Laxness. Arni Bergmann og Halldór Guð- mundsson skrifa um bókmennta- risana Fjodor Dostojevskí og Honoré de Balzac. Og Kristín Geirsdóttir á Hringveri á Tjör- nesi skrifar um Jónas Hallgríms- son. írska skáldið og ritstjórinn, John F. Deane, samdi grein um írskar bókmenntir að beiðni tímaritsins, sem nú birtist. Hann fjallar um skáld og sagnameistara á þessari öld, nútímann og áhrifavalda hans. Af einstaklingum fær Seamus Heany mesta umfjöllun, hann kom til íslands í hittifyrra. Ólafur Gunnarsson á samantekt í heftinu sem hann kallar Að kunna skil á sínu skaz-i. Þar birtir hann bréf sem fóru milli hans og Ólafs Jónssonar gagnrýnanda um skáld- söguna Ljóstoll og býr þau til prentunar með inngangi og eftir- mála. Friðrik Rafnsson tók viðtal við júgóslavneska rithöfundinn Dailo Kis fyrir tímarit Máls og menning- ar og þýðir líka söguna Dýrlegt er að deyja fyrir föðurlandið eft- ir hann. Önnur smásaga er í heftinu eftir Sindra Freysson, ungan höf- und: Skuggar. Ljóð eru eftir Þorstein frá Hamri, Steinunni Sigurðardóttur, ísak Harðarson, Heimi Má, Sigríði Matt- híasdóttur og Ásgeir Beinteinsson. í ádrepunni Bernskuminningar ræðir Guðmundur Andri Thorsson fullyrðingar um að ungir íslenskir rithöfundar skrifi bara um bemsku- reynslu sína. Umsagnir eru um fimm bækur, Ævisögu Kjarvals eftir Indriða G. Þorsteinsson, Bjöm Th. Bjömsson rýnir; Blindfugl/Svartflug eftir Gyrði Elíasson, Gunnar Harðarson skrifar; Fátt af einum eftir Geirlaug Magnússon, Einar Ólafsson skrifar, raunar um fleiri bækur hans; Konur fyrir rétti eftir Jón Óskar, Már Jóns- son skrifar. Og loks em nokkrir þankar Þorleifs Fiðrikssonar um Uppruna nútímans eftir Gunnar Karlsson og Braga Guðmundsson. Ritstjóri tímaritsins er Silja Aðal- steinsdóttir. (Úr fréttatílkynningu.) í Kaupmannahöfn FÆST í BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Píanó — flyglar STEINWAY & SONS GROTRIAN-STEINWEG Einkaumboð á íslandi Pálmar ísólfsson & Pálsson sf. Pósthólf 136, Reykjavík. Símar: 30392 — 13214 — 11980 Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Tími: 18., 20., 25. og 27. maí kl. 19-22. Innritun í símum 687590 og 686790. Jbs5s-ni TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. •s-l p-Á-r Sl •i\h Jíit aAK/% pr. mann. Verðið miðast við 2 fullorðna og 2 börn yngri en 12 ára. Mánuöir dags. tími Maí 26. 14 dagar Júní 9. 3 vikur Júní 30. 3 vikur Júli 21. 3 vikur Ágúst 11. 3 vikur September 1. 3 vikur September 22. 3 vikur Costa del Sol er sælustaður allrar fjöl- skyldunnar. Það eru fáir staðir jafn ákjós- anlegir fyrir fjölskyldufólk og Costa del Sol. Staðurinn býður nánast upp á allt, sem hugurinn girnist. Börn og fullorðnir kunna vel að meta ævintýralegt umhverfi, sundlaugar, fjörúgt strandlíf, sjóinn, sól- ina, glæsilegt tívolí og ótal margt fleira. Á Costa del Sol er fjöldi glæsilegra veit- ingastaða og verslanir á hverju strái. FJÖLSKYLDUVERÐ TERRU KEMUR Á ÓVART. 3 vikur frá kr. 27.900,- GÓÐA FERÐ! \V5®K Ferðaskrifstofa Snorrabraut 29 Sími 26100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.