Morgunblaðið - 17.05.1987, Page 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
*
Nýtt Líf — blað I takt við tímann.
Elite '67
Nýtt Líf kynnir þær stúlkur, sem komust í úrslit í fyrirsætu-
keppni Nýs Lífs og Elite, en að þessu sinni komust þrettán
stúlkur í úrslit.
í blaðinu er fjallað um keppnina og sagt frá þeim verðlaunum sem
sigurvegarinn hlýtur og úrslitakeppninni sem fram fer á Sikiley
næsta haust.
Sumartískan 1987 — Handavinna — Matur — Tisku-
þáttur — Líf og list — Smásaga — Viðtöl og greinar.
Halla Margrét
Halla Margrét Árnadóttir, fulltrúi íslands í söngvakeppni sjón-
varpsstöðva, átti hug og hjörtu íslendinga þegar hún söng
lagið hans Valgeirs „Hægt og hljótt“. Í viðtali í Nýju Lífi ræðir
Halla um sviðsljósið sem svo skyndilega beindist að henni: „Keppnin
og það sem henni fylgir truflar mig ekki. Sviðsljósið getur lika verið
beinlínis eyðandi — ef við látum stjórna okkur...“
,Undir snúru — yfir skurð
ér finnst þjóðfélagið koma lítið á móts við barnmargt fólk,“
segir Helga Jóhannesdóttir í viðtali við Nýtt Líf en hún og
eiginmaður hennar Ómar Ragnarsson eiga sjö börn. í við-
talinu ræðir hún um stöðu barnafólks í íslensku þjóðfélagi, málefni
fatlaðra og hlutverk kvenna sem hafa sinnt börnum og heimili um
árabil, en vilja gjarnan fara út á vinnumarkaðinn: „Ég hefði viljað
fara í vinnu þar sem reynsla mín nýttist betur... en reynsla eins og
mín er einskis metin...“ Helga hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum
málum og hefur nýlega haslað sér völl á vettvangi stjórnmála.
Sjomennska,
kennsla,
Qölmiðlun....
Onundur Björnsson hefur komið óvenju víða við og það er
sjaldnast lognmolla í kringum hann. Nýtt Líf hitti Önund að
máli og í líflegu viðtali spjallar hann um lífið og tilveruna og
ýmislegt sem á hans daga hefur drifið: „Mér finnst konur oft á tíðum
raunsærri og andlega þroskaðri en við karlmennirnir. Þetta sést best
á þeirri kvennabaráttu sem gengið hefur yfir síðustu ár.“