Morgunblaðið - 22.05.1987, Page 5
V8ei ÍAM .02 flUOAaUTHÖ'? .aiGAJaVlUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987
*
5
Símon
Ormsson hjá
hárgreiðslu-
stofunni Permu
á greiðsluna,
sem minnir
óneitanlega á
pálmatré.
HUGMYNDAFLUGA
Keppni í frjálsri greiðsluffree style) á vegum tímaritsins Hár og fegurðar var haldin í Broadway um síðustu
helgi og þótti takast hið besta. I keppni sem þessari er lögð áhersla á að sköpunargáfa og listrænt innsæi
keppenda njóti sín sem best. Mátti því sjá margar nýstárlegar og litríkar útfærslur á þessari höfuðprýði, sem
við köllum hár. Ekki var þó nóg að vera frumlegur því greiðslurnar urðu einnig að bera vitni um gott handbragð.
Dómendur voru bæði faglært og ófaglært fólk til að fá fram ólík viðhorf.
Keppni í frjálsri greiðslu á vegum tímaritsins Hár og fegurðar er orðinn árlegur viðburður en haldnar voru
tvær slíkar keppnir á síðastliðnu ári, önnur á skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík og hin í Sjallanum á
Akureyri. Að sögn Péturs Melsted, sem gefurtímaritið út, fer nemum, sveinum og meisturum, sem taka þátt
í keppninni sífellt fjölgandi en að þessu sinni voru keppendur fimmtíu og þrír að tölu.
Glæsileg verðlaun voru í boði. Veitt voru fjögur fyrstu verðlaun, tvö í flokki nema og tvö fyrir sveina og
meistara. Verðlaunin voru bikarar, sem blaðið gefur. Einnig fengu fyrstuverðlaunahafarnirtrimmgalla frá Don
Cano og skófrá skóversluninni Skæðum og Líkamsræktarstöðin í Skeifunni gaf mánaðarkort i líkamsrækt.
Hárgreiðslufólki veitir nefnilega ekki af að halda sér í góðu líkamlegu ástandi. Það er erfitt að standa upp
á endann allan daginn eins og hárgreiðslustarfið krefst. Tveir stigahæstu keppendurnir fengu svo vikvudvöi
á þekktum hárgreiðsluskólum í London þeim Alan International og Jingles International. Auk þess gaf
verslunin Leðurval þeim leðurjakka að andvirði fimmtán þúsund krónur og verslunin Tískuval gaf úttekt að
upphæð fimm þúsund krónur.
Við afhendingu verðlauna til þeirra stigahæstu gerðist það atvik að
verðlaunin lenntu ekki strax í réttum höndum og varð annar keppandinn
að skila vikudvölinni aftur. Svo vel vildi til að í salnum var Ingólfur
Guöbrandsson forstjóri Útsýnar, og þegar hinn vonsvikni skilaði
verðlaununum tilkynnti Ingólfurað í sárabæturfengi keppandinn ferð
frá Útsýn. Þetta vakti að vonum mikla ánægju allra.
Þau sem skipuðu efstu sætin í flokki nema í hárgreiðslu voru Birna
Hermannsdóttir hjá hárgreiðslustofunni Permu og í öðru sæti Símon
Ormsson. í efstu sætunum í hárskurði nema var Hildur Hauksdóttir frá
Hár, Hafnarfirði og Invi Már hjá Hárskeranum, Skúlagötu 54 var í öðru
sæti. Aðalsteinn Aðalsteinsson hjá Salon Veh var í efsta sæti í
hárgreiðslu sveina og meistara og í öðru sæti Anna Friðriksdóttir
hárgreiðslustofunni Klapparstíg. I hárskurði sveina og meistara var Erna
Lúðvíksdóttir hjá hárgreiðslustofunni Bitsy efst en í öðru sæti Gríma
Kristinsdóttir hjá Salon Ritz. Stigahæstu keppendurnirurðu Birna
Hermannsdóttirog Erna Lúðvíksdóttir.
Fleira var til skemmtunar þetta kvöld. þar á meðal sýndu nokkrir
meðlimir Förðunarfélagsins það sem kallað er á ensku “creative
makeup" og tókst sú sýning afar vel en síðar verður greint frá henni.
Einnig var tískusýning, sem tímaritið Hár og fegurð stóð að.
Kvöldinu lauk með verðlaunaafhendingunni en á eftir var stiginn dans.
Gott handbragð sögðu dómarar þegar þeir sáu
klippinguna enda hlaut sú sem það á hún Hildur
Hauksdóttir hjá Hár, Hafnarfirði efsta sætið í
hárskurði nema.
Röndótt mær eftir Aðalstein Aðalsteinsson Salon
Veh. Aðalsteinn var efstur i hárgreiðslu í flokki
sveina og meistara, en það var Aðalsteinn, sem
hreppti ferðina með Útsýn.
Þá er komið að því hvernig
barnið ver tíma sínum þegar það
ereitt heima. Mikilvægasta atrið-
ið í því sambandi er sú öryggistil-
finning sem felst í þeirri vitneskju
að enda þótt foreldrarnir séu
ekki heima sé barnið ekki eitt og
vegalaust, heldur hafi það álltaf
einhvern til að snúa sér til. Mik-
ilsvert er að semja við góðan
granna um að líta til með barninu
og vera ekki einungis til taks ef
barnið gefur sig fram.
Ágætt er að barnið hafi
stundaskrá til að fara eftir í fjar-
veru foreldranna. Ástæða er til
að taka sérstaklega fram að
myndbandstækið er ekki boðleg
fóstra nokkru barni. Hér á landi
eru skóladagheimili af skornum
skammti, en holl iðja utan skól-
atíma er fólgin í starfi hinna ýmsu
félagasamtaka, s.s. íþróttafé-
laga, skáta og kristilegra félaga,
auk þess sem félagsmiðstöðvar
eru starfandi í sumum hverfum.
Þegar rætt er um lyklabörn er
venjulega átt við skólabörn á
aldrinum 10—12 ára, en sérfræð-
ingum ber saman um að yngri
börn sé ekki forsvaranlegt að
skilja eftir ein nema svo sem
klukkustund í senn. Ung börn
hafa ekki þroska til að skipu-
leggja tíma sinn, auk þess sem
öryggisleysi og ótti háir þeim yfir-
leitt verulega.
(Úr Shape Magazine)
inð
dauðans
dyr
Ungmenni sem lifa af alvarleg veikindi og dauðadá
hafa svipaðar sögur að segja af slíkri reynslu sinni
við dauðans dyr og fullorðnir sem áður hafa greint frá
slíkri reynslu, að því er fram kemur í American Journal
of Diseases of Children. Það sem þeir er hafa að baki
slíka reynslu eiga oftast sameiginlegt eru svonefndar
sálfarir, en vísindamenn telja sig e.t.v. hafa öðlazt
skilning á slíkum fyrirbærum.
Rannsókn sem fram fór á vegum læknaskólans við
Washington-háskóla leiddi í Ijós niðurstöður sem benda
til að slík reynsla eigi sér taugalífefnafræðilegar orsakir.
Höfundar skýrslu sem birt var að rannsókninni lokinni
geta sér þess til að ástand það sem hér um ræðir sé
afleiðing af örvun á taugasamböndum íheilanum. Þetta
ástand hafi síðan í för með sér ofskynjanir þegar
hugurinn leitist við að finna skynsamlega skýringu á
slíkri skynjun.