Morgunblaðið - 22.05.1987, Page 6

Morgunblaðið - 22.05.1987, Page 6
6 € MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987 VORHREINGERNING FRA HVIRFLI TIL ANDLIT Andlitið má þola sitt af hverju, sama hver árstíðin er. Til er ágaett ráð við varaþurrki og það er í því fólgið að bera hunang á varirnar. Hunangið mýkir varirnar og græðir sprungur og sár. Blóðhlaupin augu eru ekki sjald- séð en orsökin er sú að háræðarn- ar víkka, t.d. ef augun eru nudduð meira en góðu hófi gegnir, þegar tóbakssvæla ertir þau og þegar verið er í sterkri sol, svo dæmi sóu nefnd. Áfengisneyzla hefur sömu áhrif á háræðarnar en til er einfalt ráð til að koma í veg fyrir að hár- æðarnar í augunum víkki og augun verði blóðhlaupin. í hvert skipti sem mann langar til aö nudda augun er betra að depla þeim ótt og títt. Þá örvast tárakirtlarnir og tárin fjarjægja það sem ertingunni veldur. Önnur leið til að losna við þennan hvimleiða útlitsgalla er að nota einungis ofnæmisprófaðan augnfaröa. A sumrin er mikilvægt að nota góðan sóláburö til verndar húðinni hvar sem er á líkamanum en eink- um og sér í lagi andlitshúðinni. Óhætt er að ráðleggja að aðeins sé notaður áburður sem hefur að geyma UVA og UVB-geislasíu. Þannig er unnt að vernda húðina fyrir báðum tegundum þeirra geisla sem skella á henni í dags- birtu. Útfjólubláir B-geislar brenna húðina, en A-geislar þrengja sér langt undir hornhúðina og hafa til- hneigingu til að skaða bandvefinn. Ytri einkenni um skaðleg áhrif A- geisla birtast einkum í grófri og hrukkóttri húð og það er mikilvægt að vernda þetta stærsta líffæri líkamans fyrir álagi eftir því sem kostur er. Sólbruni skaðar húðina og getur verið hættulegur. Þegar húðin brennur æ ofan í æ geta orðið breytingar á röðun erfðavísa húð- frumanna, en afleiðingin getur þá oröið húðkrabbi. Slíkt er sem betur fer sjaldgæft hér á norðurslóðum. Dæmi um húðkrabba eru þó ekki óþekkt meöal íslendinga, sem eru öðrum þjóðum sólgnari í bakstur á suðrænum sólarströndum. Hrein húð er heilbrigð húð og enda þótt „meik“ sé ekki notað á sumrin þýðir það ekki að óhætt sé að sleppa því að hreinsa húðina vandlega á hverju kvöldi. Loft- mengunin eltir okkur hvert sem við förum og í henni er fjöldi efna sem ertir húðina. Þessi efni þarf að fjar- lægja af húðinni, annars er voðinn vís. Bezta aðferðin við þessa dag- legu húðhreinsun er að nota hreinsiupplausn eða hreinsimjólk sem síðan er þvegin af með feitri sápu. Loks er notað andlitsvatn. Það þarf að „vekja" húðina á morgnana og bezt er að gera það með því að skvetta á hana köldu vatni. Fljótlegast, einfaldast og bezt er auðvitað að fara í snöggt bað á hverjum morgni, eins og mörgum er tamt. Steypibað er eðlilega hampaminnst en áherzla skal lögð á það að ástæðulaust er að nota sápu. Þeir sem fara daglega í bað ná nefnilega ekki að verða svo óhreinir að réttlætanlegt sé að níðast á húðinni með sterk- um hreinsiefnum eins og sápu. Þetta gildir um allan líkamann en ekki sízt andlitshúðina. Aðalatriðið í sambandi við slíkt morgunbað er að vatnið sé ekki of heitt og að Það er kominn tími til að hrista af sér vetrardrungann og undirbúa sumarið. Þótt veturinn hafi verið léttbær að þessu sinni hafa allir gott af því að hressa sig og gera vorhreingerningu á líkamanum — f rá hvirfli til ilja. Við það braggast líka sálartetrið og það vill svo til að hraustlegt útlit og góð heilsa haldast í hendur. Það þarf að ganga skipulaga til verks og ekki úr vegi að byrja á andlitinu. Þá er það hárið, síðan háls og herðar, hendur, brjóst, mitti, bak, mjaðmir og magi og loks fæturnir. Ijúka því með kaldri steypu. Og þá á vatnið að vera virkilega kalt. Það er raunabót að kalda baðið þarf alls ekki að standa yfir lengur en tíu sekúndur — og þetta venst. Kalda baðið örvar blóðrásina og starfsemi yzta lags húðarinnar, færir húðinni súrefni og gerir hana hrausta og fallega. Samtímis er þetta hinn rétti undirbúningur húð- arinnar fyrir mýkjandi áburð sem borinn er á eftir að búið er að þurrka sér. HÁRIÐ Umönnun hársins er ótrúlega mikilvæg fyrir líðan okkar og í sam- bandi við hana er margs að gæta. Mikið mæðir á hárinu og þess vegna er ástæða til að hlífa því eins og hægt er. Kuldi, geislar sólarinnar, klórinn í laugunum, sterk hárþvottaefni eða of mikið af þeim — allt á þetta sinn þátt í að slíta hárinu. Það er til dæmis algengara en ætla mætti að hárið hreinlega frjósi og endarnir klofni í framhaldi af því. Þeir sem fara út í kulda með rakt hár ættu fyrir alla muni að skýla því með höfuðfati af einhverju tagi. í verzlunum fæst aragrúi af góð- um hárþvottaefnum, næringu og skolefnum, en um allt þetta gildir það að flestum hættir til að nota of mikið af þessum efnum. Hér er framleiðendum að nokkru leyti um að kenna. Þeir hafa vitanlega hag af því að selja sem mest af fram- leiðslunni og áletranir á flöskum og brúsum bera það sannarlega með sér. í flestum tilvikum er t.d. ráðlagt að þvo hárið tvívegis, sem auðvitað er algjör óþarfi nema það sé óheyrilega óhreint. Venjulegt millisítt hár sem oft er þvegið, eða jafnvel daglega, ætti alls ekki að þvo með hárþvottaefni nema einu sinni í senn. Þegar hárið er þvegið daglega er jafnvel meir en nóg að láta volgt vatnið streyma í gegnum það. Máli skiptir hvernig hárið er þurrkað. Sé hárið slétt er bezt að láta það þorna af sjálfu sér þangað til það er aðeins rakt. Þá fyrst er tímabært að munda hárþurrkuna til að fá lyfting í hárið og laga það. Hrokkið og liðað hár er bezt að hálfþurrka með hárþurrku og lyfta því á meðan með fingrunum. Þeg- ar það er hálfþurrt er kominn tími til að leggja þurrkuna á hilluna og láta hárið síðan þorna af sjálfu sér. Báðar þessar aðferðir draga úr sliti af völdum hárþurrkunnar. Það er gömul bábilja að hárið verði heilbrigðara ef það er klippt sem oftast. Það lítur bara út fyrir að vera það af því að þá eru slitn- ir og jafnvel klofnir endar hárstrá- anna fjarlægðir jafnóðum. Við klippingu léttist hárið líka þannig að það lyftir sér betur. Um litun er það helzt að segja að öll efni sem við hana eru notuð eru sterk og hafa ákveðna tilhneig- ingu til að ofbjóða hárinu. Sama er að segja um permanent en um litun skal þó sérstaklega á það bent að ekki er sama hvort hárið er litað eða aflitað. Lýsing með aflitun gerir það hreinlega að verk- um að hárið visnar og verður þurrt og strítt. Nokkuð má þó bæta úr skák með því að nota næringu óspart. HÁLS OG HERÐAR Við fetum okkur niður eftir lík- amanum og komum næst að hálsi og herðum. Allt of margir þjást af vöðvaspennu á þessum stöðum en henni er auðvelt að útrýma með því að fylgja einföldum ráðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.