Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 MatthíasÁ. Mathiesen, utanríkisráðherra: Öryggi á eins lágu stigi víg- búnaoar og frekast er unnt Aðildarríki NATO skiptast á um að halda vorfundi Atlantshafs- ráðsins. Ríkin eru 16 að tölu og það tekur því nokkurn tíma að loka hringnum. Síðast var slikur fundur haldinn hér í Reykjavík sumarið 1968, fyrir 19 árum. Við setningarathöfn þess fundar fluttu ræður þeir Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, Willy Brandt, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýskalands, og Manlio Brosio, framkvæmdastjóri NATO. Það er afar fróðlegt að lesa ræður þessara manna nú í ljósi þeirrar þróunar sem síðan hefur orðið í málefnum þeirra ríkja sem aðild eiga að Atlantshafsbandalaginu. NATO-fundurinn á íslandi 1968 Manlio Brosio ræddi um þýðingu íslands fyrir Atlantshafsbandalagið og bar lof á þrjá heilsteypta leið- toga íslensku þjpðarinnar á þeim tíma, þá Ásgeir Ásgeirsson, Bjama Benediktsson og Emil Jónsson, sem allir hefðu áunnið sér traust álit á alþjóðavettvangi. Sérstaklega vék hann orðum sínum að Bjama Bene- diktssjmi og sagðist hreykinn af því að fá tækifæri til að hylla slíkan mann. Þá lagði Brosio áherslu á það hlutverk ríkja bandalagsins að fínna varanlega lausn á málefnum Evrópu. Orðrétt sagði Manlio Brosio: Matthías Á. Mathiesen, utanrfkisráðherra. „Undirstaðan að friðarleit okkar er í því fólgin að við höldum uppi sameiginlegum herstyrk okkar og pólitískri samstöðu, því eitt er það sem hér skiptir meginmáli og við verðum allir að gera okkur vel ljóst: á meðan Sovétríkin halda uppi jafn víðtækum herstyrk og vopnabún- aði, sem raun ber vitni, og bæta þar stöðugt við, þá verður ekki um neina varanlega og sanngjama lausn vandamálanna að ræða nema því aðeins að við bandamenn sýnum fullan vilja okkar f verki til þess að halda uppi nægilegum landvöm- um og fullri samstöðu okkar á milli." Willy Brandt ræddi einkum tvö mál: Annars vegar skiptingu Þýska- lands og málefni Berlínar og hins vegar þann uppreisnaranda og eirð- arleysi sem virtist vera í æskufólki á þeim dögum. Hann taldi að ungt fólk í Austur- jafnt sem Vestur- Evrópu ætti það sameiginlegt að vilja koma í veg fyrir að skipting álfunnar fengi að staðna og verða steinrunnin og í Ijósi þess taldi hann að síðustu aðgerðir ráðstjómarinn- ar með smíði Berlínarmúrsins hlytu að mistakast. Hann sagði að Átl- antshafsbandalagið væri það afl sem gæti varðað veginn að réttlát- um og varanlegum friði í álfunni. Frelsisþráin væri sterkara afl en þær kennisetningar sem heyrðu til fortíðinni. Bjami Benediktsson lagði áherslu á þann árangur sem orðið hefði af störfum Atlantshafsbanda- lagsins þau 20 ár sem það hefði verið við lýði. Hann fagnaði sérstak- lega aukinni samvinnu og beinni samningsgerð milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og taldi að velferð allra væri komin undir samstarfs- möguleikum þessara meginvelda. Þá sagði Bjami að þótt ekki yrði sagt að Atlantshafsbandalagið ætti að standa að eilífu þá væri hitt frá- leitt að leggja það niður eða hverfa úr því nema önnur jafn trygg skip- an kæmi í staðinn. Það gætti þannig hóflegrar bjart- sýni meðal þessara forystumanna um slökun spennu og frið í Evrópu. Þessarar bjartsýni gætti einnig í yfírlýsingu fundarins þar sem Sov- étríkjunum var boðið til viðræðna um niðurskurð heija í Evrópu. Það liðu þó fímm ár áður en slíkar við- ræður hófust 1973. Þær viðræður (MBFR-viðræðumar í Vín) hafa staðið síðan en ekki skilað neinum árangri. Herveldið sækir á Líklega hefur forystumennina þijá ekki órað fyrir því þegar þeir fluttu ávörp sín hinn 24. júní 1968 að einungis tveir mánuðir ættu eft- ir að líða áður en Sovétríkin beittu hinu mikla hervaldi sínu til að bijóta frelsisþrá Tékka og Slóvaka á bak aftur. Þá sannaðist enn einu sinni gildi samstöðunnar fyrir ríki Atl- antshafsbandalagsins. Innrásin í Tékkóslóvakíu varð þó ekki til að koma í veg fyrir að ríki Atlantshafsbandalagsins reyndu til þrautar að ná samningum við Sov- étríkin um lausn mála í Evrópu. Næstu árin eftir Reykjavíkurfund- inn einkenndust nefnilega af slökun spennu bæði fyrir tilstilli leiðtoga risaveldanna á þeim tíma sem hófu Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins: Bjartar horfur í afvopnunarmáium í hugum manna er nafn Reykja- vikur óijúfanlega tengt einhveij- nm merkustu stjómmálaviðburð- um í sögu eftirstríðsáranna. Á ég þá að sjálfsögðu við leiðtoga- fundinn í október sl. Vegna þess er það mér mikið ánægjuefni, að utanríkisráðherrar aðildarland- anna skuli að þessu sinni koma saman til reglulegs vorfundar Atlantshafsráðsins í hinni fögru höfuðborg íslands. Mikið vatn er til sjávar runnið síðan ráðherramir héldu síðast fund í Reykjavík en á þeim 19 árum, sem síðan eru liðin, hefur Atlantshafs- bandalagið, að minni hyggju, sýnt aðdáunarverða staðfestu og styrk. Áratugum saman og einkum eftir að Harmel-skýrslan um „Framtíð- arhlutverk Atlantshafsbandalags- ins“ kom út sex mánuðum fyrir fund ráðsins í Reykjavík 1968 hefur bandalagið unnið að bættum sam- skiptum austurs og vesturs og gætt þess á sama tíma að rækja vamimar með trúverðugum hætti. Nú loksins getum við gert okkur raunverulegar vonir um að hljóta umbun erfíðisins. í afvopnunarmálum era horfum- ar sérstaklega bjartar. Það hefur alltaf verið ein meginstefna Atl- antshafsbandalagsins að leita eftir sanngjömum afvopnunarsamning- um, sem unnt er að fylgjast með, og halda samtímis uppi öflugum vömum. Með leiðtogafundinum í Reykjavík opnuðust nýjar leiðir til Carrington lávarður, framkvœmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. veralegrar fækkunar kjamorku- vopna og nú hillir undir samkomu- lag um meðaldrægu eldflaugamar. Ef það næst hefur í fyrsta sinn verið samið um útrýmingu heils vopnakerfís. Erfíðar viðræður era einnig framundan um önnur mikil- væg mál en bandalagsþjóðimar hafa náið samráð til að tryggja, að öryggishagsmunir þeirra verði ekki fyrir borð bomir. Ef kjamorkuvopnum verður fækkað veralega verður það enn nauðsynlegra en áður að jafna þann mun, sem er á hefðbundnum her- styrk í Evrópu, enda er öryggi vestrænna þjóða undir því komið. í viðræðunum, sem nú fara fram í Vín, hafa fulltrúar Vesturlanda reynt að koma á viðræðum við ríkin í Austur-Evrópu um hemaðarlegt jafnvægi að þessu leyti, allt frá Atlantshafí til Úralfjalla, og með viðræðunum um gagnkvæman sam- drátt heija (MBFR) er reynt að draga úr hemaðarlegri spennu í Evrópu. Þá leggur Atlantshafs- bandalagið einnig mikla áherslu á að koma á samningum, sem unnt er að framfylgja með raunhæfu eftirliti, um alheimsbann við efna- vopnum. Allt þetta starf er í samræmi við það meginmarkmið bandalagsins að auka öryggi og stöðugleika í Evrópu og gera heim- inn allan að friðvænlegri stað. Ég vil bæta því við, að nú era ýmis teikn á lofti um að Sovétmenn séu famir að taka afvopnunarmálin alvarlega eftir að hafa áram saman kynt undir kostnaðarsömu og um- fangsmiklu vígbúnaðarkapphlaupi. Sumir vilja halda, að þessi nýja afstaða sé framhald af þeim hrær- ingum, sem nú eiga sér stað í sovésku samfélagi og leiða til þess, að mati þessara manna, að ásjóna Sovétríkjanna breytist, verði mann- legri og ekki eins ógnandi. Atlants- hafsbandalagið, sem leitast við að efla gagnkvæmt traust og stöðug- leika í alþjóðlegum samskiptum, hefur fagnað viðleitni Gorbachevs til að stuðla að opnari umræðu en ég tel samt sem áður, að enn sé of snemmt að kveða upp dóm um raunveralega stefnu Sovétmanna - jafnvel þótt tvö ár séu liðin frá valdatöku Gorbachevs. Sovétmenn ráða yfír gífurlegum herstyrk, hafa rekið útþenslustefnu um árabil og hugmyndafræðin er í grandvallar- atriðum andstæð hugsjónum og gildismati vestrænna manna. Þeir, sem telja óhætt að treysta Sovét- mönnum, verða um leið að axla þá byrði að sýna fram á, að fyrirætlan- ir þeirra séu jafn friðsamlegar og núverandi leiðtogar í Sovétríkjunum vilja vera láta. Ég er þeirrar skoðunar, að Atl- antshafsbandalagið verði í framtíð- inni að standa vörð um þá stefnu, sem hefur reynst því svo vel hingað til, og gæta þess jafnframt að laga sig að nýjum tíma og breyttum aðstæðum. Það er fyrst og fremst vegna samvinnu okkar og sam- stöðu, að friður hefur ríkt í nærri 40 ár. í Reykjavík munum við koma saman til að ítreka fyrri heit og ég efast ekki um, að höfuðborg íslands muni rísa undir þeim orðstír, sem af henni fer, að þar séu hendur látnar standa fram úr ermum. viðræður sínar um takmörkun vígbúnaðar og margvíslegur árang- ur varð einnig í fjölhliða viðræðum ríkja Evrópu þar sem Helsinki- sáttmálann ber vitaskuld hæst. Það sem réði þessari þróun var án efa einlægur vilji forystumanna á Vesturlöndum til að bæta sam- skipti Austurs og Vesturs. Þvi miður átti það eftir að sannast oft- ar en í Tékkóslóvakíu að sams konar vilja var ekki að fínna meðal forystumanna í ríkjum Varsjár- bandalagsins. Á sama tíma og ríki Atlantshafsbandalagsins héldu að sér höndum í hemaðarappbyggingu fór fram mikil uppbygging á öllum sviðum vígbúnaðar í Sovétríkjun- um. Rétt er að rifja upp nokkra helstu þætti þessa til að skýra þá kólnandi sambúð Austurs og Vest- urs sem tók við af slökunartímanum í upphafí áttunda áratugarins. A árinu 1977 hófu Sovétmenn uppsetningu nýrrar tegundar kjamavopna meðaldrægra kjama- flauga af gerðinni SS-20. Einnig hófu þeir mikla sókn í ríkjum þriðja heimsins, svo sem í Eþíópíu og Angóla. Útþenslustefna þessi náði hámarki milli jóla og nýárs árið 1979, þegar sovéskur her raddist inn í Afganistan. Loks má geta þess að í framhaldi af Helsinki- samþykktinni komu fram í Sov- étríkjunum og ýmsum öðram ríkjum Austur-Évrópu hópar manna er vildu tryggja framkvæmd ákvæða samkomulagsins í þessum ríkjum. Starfsemi allra þessara að- ila var miskunnarlaust brotin á bak aftur af stjómvöldum austantjalds. Allt hafði þetta afar slæm áhrif á samskipti Áusturs og Vesturs en einnig komu aðrir atburðir til eins og það atvik er suður-kóresk far- þegaþota var skotin niður haustið 1983 og þegar pólsk stjómvöld bratu á bak aftur starfsemi fijálsra verkalýðsfélaga í byijun þessa ára- tugar. Viðbrögð lýðræðis- ríkjanna Af hálfu ríkja Atlantshafsbanda- lagsins var markmiðið með slökun spennu og takmörkun vígbúnaðar öðra fremur, að koma á stöðugleika og jafnvægi á lægra stigi vígbúnað- ar en verið hafði. Á hinn bóginn virtust framangreindir atburðir allir ekki sýna sambærilegan vilja Sovét- manna og annarra ríkja Varsjár- bandalagsins þar sem viðræður og samningar hvort heldur á sviði lg'amavopna, hefðbundins vígbún- aðar eða mannúðarmála, öftraðu þeim ekki frá frekari hemaðarapp- byggingu eða ævintýramennsku í þriðja heiminum. Aðgerðir Sovétmanna kölluðu vitaskuld á andsvar af hálfu ríkja Atlantshafsbandalagsins. Árið 1979 samþykkti NATO tillögu Vestur-Þjóðveija um að endumýja og treysta kjamorkuvamir vest- rænna ríkja, en um leið yrði Varsjárbandalagsríkjunum boðið til viðræðna um takmörkun vígbúnað- ar. Sovétmönnum var boðið upp á að fjarlægja meðaldrægar kjama- flaugar úr Evrópu og þá myndu NATO-ríkin hætta við uppsetningu slíkra flauga hjá sér. Þar sem ekki náðist samkomulag um þetta í við- ræðum risaveldanna í Genf hófu Bandaríkjamenn uppsetningu Pershing II og stýriflauga í Evrópu til að vinna upp forskot Sovét- manna. Viðbrögð Sovétmanna vora þau að slíta viðræðum risaveldanna í Genf bæði hvað snerti meðaldræg (INF) og langdræg (START) lq’amavopn. í stað viðræðna mögn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.