Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Vahit Halefoglu, utanríkisráðherra Tyrklands: Treysta þarfsam- heldni Evrópuríkja Ég fagna þessu tækifæri til að skýra Islendmgiun frá hugmynd- um mínum um sameiginleg vandamál líðandi stundar og ástand mála i bandalagi okkar. Mér leikur enginn vafí á því að frá upphafí hefur NATO tekist með árangri að gæta friðar og stöðug- leika. Þær sérstöku aðstæður, sem ríktu eftir heimsstyijöldina síðari, leiddu til þess að mest áhersla var lögð á sameiginlegar vamir innan bandalagsins. Síðan höfum við í auknum mæli og með réttu gert okkur grein fyrir mikilvægi þess að koma á réttu jafnvægi milli sam- eiginlegra vama og samstarfs á öðmm sviðum, hvort sem þar er um efnahagsmál, vísindi eða um- hverfísmál að ræða. Bandalag okkar hefur því orðið að árang- ursríku samstarfí, sem nær lengra en að tryggja öryggi okkar. Eitt höfuðeinkenni líðandi stund- ar er síbreytileiki alþjóðlegra v samskipta. Vert er að geta sérstak- lega þeirra tíðinda, sem nýverið hafa gerst á sviði afvopnunarmála, nú þegar við höldum þennan mikil- væga fund í Reykjavík, þar sem leiðtogar Bandarikjanna og Sov- étrílcjanna áttu frumkvæði að sögulegri þróun fyrir tæpum tveim- ur ámm. Skipan mála og áframhaldandi viðræður á þessu sviði gefa tilefni til bjartsýni. Augljóst er að helsti tilgangur takmörkunar vígbúnaðar og afvopnunar er að auka öryggi. Vahit Halefoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. Fjalla þarf um kjamorkuvopn, hefð- bundin vopn og efnavopn í einu. Tilraunir til takmörkunar vígbúnað- ar á þessum þremur sviðum em samtvinnaðar og tengdar innbyrðis. Á hinn bóginn þarf vamarstefna okkar, sem byggist á sveigjanlegum viðbrögðum að vera trúverðug. Þess vegna þarf að hyggja grannt að viðhaldi traustra hefðbundinna vama í öllum ríkjum bandalagsins. Tyrkir era útverðir NATO á suður- slóðum og hafa því varið mannafla, fé og orku til að bæta vamir sínar. Það er aðeins unnt á kostnað ýmissa áætlana um félagsleg og efnahags- leg þróunarmál í Tyrklandi. Á því leikur ekki nokkur vafí að pólitísk eining og samhæfíng em nauðsjmlegir þættir eigi starf NATO að bera ávöxt og einnig er mikilvægt að hver og einn axli sínar byrðar. Þetta þrennt skiptir ekki síst máli nú, þegar samskiptin milli austurs og vesturs fara hraðvax- andi á öllum sviðum. í þessu sambandi vil ég nefna að undanfarið hefur borið á ótta um að vamir Bandaríkjamanna og Evrópu verði skildar að. Augljóst er að slíkt myndi skaða bandalag okkar. Komast verður hjá því með öllum ráðum, hér eftir, sem hingað til. Við ættum einnig að reyna áfram að treysta samheldni Evrópuríkja. Ef við, sem fullvalda aðiljar að NATO, höldum áfram að starfa í samlyndi ogeiningu, hvatskeytlega, en þó ekki í óþarfa flýti, er ég þess fullviss að Átlantshafsbandalagið getur lagað sig að breyttum að- stæðum á alþjóðlegum vettvangi og verður reiðubúið til að takast á við ný vandamál. Með þessum orðum vil ég í bróð- emi flytja íslensku þjóðinni kveðju Tyrkja og óska henni velfamaðar, hagsældar og friðar um alla framtíð. Frá ráðherrafundi ffundarsal Atlantshafsráðsins í Brussel. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands: Vænti mikils afþessum vorfundi í Reykjavík ÞAÐ er sérlega vel til fundið að halda vorfund utanrikisráðherra Atlantsahaf sbandalagsins í Reykjavík að þessu sinni. Fundur- inn fer fram á þeim tíma sem líflegar umræður eiga sér stað innan Atlantshafsbandalagsins auk þess sem verulegur skriður er kominn á afvopnunarviðræður risaveldanna sem kann að leiða tU bættra samskipta austurs og vesturs. Takmark steftiu okkar í utanríkis- og öiyggismálum er að tiyggja öryggi þjóðarinnar, Evrópu og Atlantshafs- bandalagsins. Við viljum tryggja að óhugsandi sé að heyja stríð í Evrópu — hvort heldur með hefðbundnum vopnum eða kjamorkuvígbúnaði. Undanfarin 20 ár hefur Atlantshafs- bandalaginu tekist að starfa í samræmi við kenningu Harmel-skýrslunnar. Meginstef hennar er tvíþætt. I fyrsta lagi: Herstyrkur Atlants- hafsbandalagsins á að nægja til að viðhalda öryggi aðildarríkjanna og tryggja stjómmálalega samstöðu þeirra. f öðm lagi: Með þessum styrk og með viðræðum og samvinnu verði skapaðar forsendur fyrir stöðugum og efnisríkum samskiptum milli þjóða í austri og vestri. Þessi kenning heldur enn fullu gildi. Hún felur í sér að stöðugt verði unnið af þolinmæði og einurð að takmörkun vfgbúnaðar og afvopnun og er því órjúfanlegur hluti af öryggissteftiu okkar. . ., c /=- t . Fmmkvæði Atlantshafebandalags- Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýsklands ins á sviði afvopnunarmála og flöl- margar tillögur þess varðandi takmörkun vígbúnaðar, afvopnun og leiðir til þess að auka traust í samskipt- um austurs og vesturs hefur skilað árangri. /-^Yfírburðir Varsjárbandalagsríkj- _..anna,' einkum og sér í lagi Sovétríkj- anna, hvað varðar hefðbundinn herafla em alvarleg ógnun við öryggishags- muni ríkja Evrópu. Þannig var málum einnig háttað fyrir 19 ámm er ráðherrar Atlantshafe- bandalagsins komu saman til fundar í Reykjavík. Niðurstaða fúndarins í júní 1968 var sú að ákveðið var að bjóða fulltrúum ríkja Varsjárbandalagsins til viðræðna um jaftian og gagnkvæman samdrátt heija í Evrópu (MBFR-við- ræðumar). Akvörðun þessi hefur verið neftid „merkið frá Reykjavík". Viðræður þessar hófust árið 1973. Atlansthafsbandalagið lagði fram mik- ilvæga tillögu þann 5. desember 1985 í þeirri von að hún mætti skila ár- angri. Tillögu þessari hafa austan- tjaldsríkin enn ekki svarað. Mikilvægar ákvarðanir vom einnig teknar á ráð- herrafundum Atlantshafsbandalags- ríkja í Halifax og Bmssel á síðasta ári. Þar var ákveðið að bandalagið ætti frumkvæði að samningaviðræðum um jafiivægi á sviði hefðbundins her- afla í gervallri Evrópu allt frá Atlants- hafi til Úralfjalla. f lokayfirlýsingu fundarins í Brassel í desember árið 1986 voru settar fram skýrar og grein- argóðar hugmyndir sem eru grundvöll- ur öiyggismálastefnu ríkja Vestur- Evrópu. I henni segin „Heraflar ríkja Atlantsha&bandalagsins eiga að hafa það verkefni eitt með höndum að fyrir- byggja átök og tryggja sjálfetaaðar og óháðar vamir. Þeim er ekki ætlað að valda spennuástandi eða grípa inn í þegar slíkt ástand skapast. Verkeftii þeirra er heldur ekki að beita herfræði- legum eða stjómmálalegum þvingun- um“. Samningaviðræður sem þessar era nauðsynlegar öryggi okkar þó svo að ágreiningsefnin séu erfið viðureignar. A vorfúndinum í Reykjavík á moigun og föstudag er því mikilvægt að tillög- ur Atlantshafsbandalagsins verði teknar til umræðu og skýrðar nánar til þess að þær geti mtt braut í átt til árangurs. Nafn Reykjavíkur er ekki einungis tengt takmörkunum á sviði hins hefð- bundna herafla. Allt frá því þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska komm- únistaflokksins, komu saman til fundar þar hefur Reylgavfk verið samheiti yfir vonir og væntingar manna jafnt í austri sem vestri um að samkomulag náist um öiyggi, stöðugleika og raun- verulega fæklom kjamorkuvopna. Stórveldin bæði hafa sýnt og sannað að þau eru reiðubúin að leita nýrra leiða til að losa mannkynið allt undan ógn tortímingar og dauða. Þær niðurstöður sem viðræðumar um meðaldrægu eldflaugamar (INF) era að leiða til má rekja til tillögu Vesturlanda. Reagan forseti kom orð- um að núll-lausninni með eftirfarandi hætti árið 1981: „Þetta yrði eins og fyrstu skrefin á tunglinu, stórt skref fram á við fyrir mannkynið." Það hefur tekið fimm ár að fá fram viðbrögð Sovétríkjanna við þessari til- lögu. Nú, þegar næstum sex ár era liðin frá því hún var sett fram, er núll- lausnin í augsýn - og það er sannarlega sögulegt skref sem ekki á sér neina hliðstæðu í sögu samninga um tak- mörkun vígbúnaðar og afvopnun. Það er samstaða Vesturlanda og eindrægni þeirra að viðhalda vömum Evrópu sem leitt hefur til vilja Sov- étríkjanna til að setjast að samninga- borðinu. Að lokum er þess að geta að Atlants- hafebandalagið hefur árum saman hvatt til alþjóðlegs banns við efnavopn- um. Fundi utanríkisráðherranna í Reykjavík að þessu sinni er ætlað að árétta og viðhalda sameiginlegum skilningi á samskiptum austurs og vesturs. Það verður að halda við sveigj- anleikanum, og það veiður að hagnýta þær breytingar sem orðið hafa. Stefna hinna sveigjanlegu viðbragða og fram- vama hefur ekki tapað gildi sínu. Það er kostur bandalagsins og skipu- lags þess að öll skref era undirbúin og ekkert aðhafet nema í nánu sam- ráði aðildarríkjanna beggja vegna Atlantshafsins. Tengslin á milli örygg- is Bandaríkjanna og samheija þeirra í Evrópu eru grundvallaratriði sameigin- legra hagsmuna okkar. Aðferðum okkar við að samræma viðhorfin verð- ur beitt á fundinum í Reykjavík nú, þær hafa fært þjóðimar nær hver ann- arri en nokkra sinni fyrr og einkennast af einlægum áhuga. Þær vonir sem bundnar eru við ut- anríkisráðherrafúndinn era til marks um að Atlantshafebandalagið er lifandi og skapandi samtök, en ekki bara hefð- bundið hemaðarbandalag. Grandvöllur þess samkomulags sem þar ríkir er sameiginlegt verðmætamat þjóðanna sextán. Friður hefur ríkt í 42 ár í þeim heimshluta sem Atlantshafebandalagið teygir sig yfír. Það er áhrifamikil sönn- un fyrir því hversu rétt steftia banda- lagsins er. Markmið okkar er samstarf sem tryggir frið í Evrópu, þar sem allir geta búið við öryggi án ógnana, og friðsamleg samkeppni ríkir. Atlantshafsbandalagið tryggir ör- yggi okkar. Samstaða bandalagsins er órofe. Tengslin yfír hafið era náin, við- ræður aðildarþjóðanna opinskáar, ákveðnar og byggðar á gagnkvæmum trúnaði. Ég vænti mildls af þessum vorfúndi utanríkisráðherranna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.