Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 12
p.r fi 12 B Vroi ií/iitt nr ttijfta<ttTMivmm rttrti tnvtrtnMAM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 J.B. Raimond, utanríkisráðherra Frakklands: Frakkar láta ekki sitt eftir liggja í varnarmálum Vorfundur utanrikisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins er i ár haldinn á mikilvægum tíma- mótum í þróun alþjóðamála. Þótt grundvöllur samskipta austurs og vesturs hafi ekki breyst, er nauðsynlegt að beita nýjum tök- um við lausn viðfangsefnanna og bandalagið verður að syna það, sem ég kalla tviþætta aðgæslu: annars vegar þurfum við að nýta tækifærið sem hinar breyttu að- stæður veita og hins vegar forðast hætturnar, sem i þeim kunna að felast. Mér finnst, að það fari vel á því, að á þessum tímamótum sé einmitt eftit til þessa fundar hér í Reykjavík. I mínum huga staðfestir það hve einstakt, frjótt og fjöl- breytilegt bandalag okkar er og síðast en ekki síst samhuginn innan þess. í hópi aðildaríkjanna sextán eru stórveldi og smáríki, flölmennar þjóðir og fámennar, eyríki og meg- inlandsríki; sumir eru í framvam- arlínu aðrir ekki; sum ríkjanna ráða yfir eigin kjamorkuvopnum önnur hafa annan lykilinn að þeim og enn önnur hafa engin slík vopn innan landamæra sinna. Með einum eða öðram hætti hefur hvert og eitt ríkjanna sérstöðu. Þau leggja hvert og eitt ómetanlegan skerf af mörk- um af því að öll era þau að veija ómetanleg verðmæti. Þannig má nefna sérkenni sér- hvers aðildarríkis og það sem Jean-Bernard Raimond, utanríkisráðherra Frakklands. greinir á milli þeirra, einnig íslands og Frakklands. Ég vil nota þetta tækifæri til að fagna einstæðu framlagi íslensku þjóðarinnar, í þágu öryggis bandalagsins í heild og þar með ættjarðar hennar. Eins og kunnugt er hefur Frakk- land einnig sérstöðu innan banda- lagsins. Frakkar eiga ekki aðild að sameiginlegum herstjómum þess. Þótt þeir hafí dregið sig út úr hinu samræmda kerfi láta þeir hvorki hiut sinn eftir liggja né skorast undan samstöðu. Frakkar hafa byggt upp eigin kjamorkuherafla. Hann hefur að vísu takmarkað afl en þó nægilegt til að fæla alla hugsanlega árásar- aðila frá hættulegum áformum þeirra. Þeir vanrækja ekki heldur venjulegan herstyrk sinn. Þessu til staðfestingar nægir að minna á, að franska þingið sam- þykkti nýlega lög um fram- kvæmdaáætlun fyrir hin næstu fimm ár. Samkvæmt þeim á að auka útgjöld vegna kaupa á her- gögnum um 11% umfram verðbólgu á árinu 1987. Þótt þessi herafli sé sjálfstæður og standi á eigin fótum á grand- velli eigin áætlana, vilja Frakkar engu að síður eiga samvinnu við bandamenn sína. Þeir taka þátt í öðra starfi Atlantshafsbandalagsins en því, sem lýtur að hermálum og eiga aðild að pólitískum ákvörðun- um á vettvangi þess. Frakkar meta þá hættu sem að þeim steðjar ásamt bandamönnum þeirra. Hinn sjálf- stæði fælingarherafli þeirra skapar ekki síður en annar slíkur herafli óvini hjá hveijum þeim, sem hefði í huga að gera árás og stuðlar þann- ig að fælingu á heimsmælikvarða eins og áréttað var í Ottawa-yfirlýs- ingu Atlantshafsbandalagsins 3. 1974. Á friðartímum leggja Frakkar áherslu á, að hergögn þeirra sé unnt að samnýta af heijum banda- manna þeirra, og þeir hafa gert ráðstafanir til að taka þátt í sameig- inlegum vömum á hættutímum. 50.000 manna franskt herlið í Vest- ur-Þýskalandi og hraðliðið, sem nýlega var komið á fót, era sýnileg dæmi um þetta. Þessar aðgerðir sýna hvað Frakkar leggja af mörkum til að tryggja öryggið. Þær era ekki til marks um, að þeir láti sitt eftir liggja í vamarmálum; að vera hlynntur fælingarmætti kjamorku- vopna er ekki hið sama og vera andvígur afvopnun, þvert á móti. En afvopnun á að stuðla að ör- yggi, hún á að vera á þann veg, að samhliða verði viðhaldið jafn- vægi og dregið úr spennu. í þessu felst, að ganga verður til samninga um afvopnun með raunsæi og þolin- mæði að leiðarljósi auk hugmynda- auðgi og hreinskiptni. Stefnu Frakka í öryggismálum og framgöngu þeirra á þessu sviði má lýsa á þennan veg: 1. Fælingarmáttur kjamorkuvopna er enn sem fyrr hið eina sem getur í raun komið í veg fyrir stríð í Evrópu. 2. Líta verður á hættuna sem steðj- ar að Vestur-Evrópu í heild (kjamorkuvopn, venjuleg vopn, eftiavopn). Evrópuríkin verða að vera þann- ig í stakk búin í vamarmálum að þau geti bragðist rétt við hættunni. Stuðningur frá sjálf- stæðum kjamorkuherafla er úrslitaatriði í þessu tilliti. 4. Til að hafa nægan fælingarmátt í Evrópu er nauðsynlegt að ákvarðanatengsl séu á milli kjamorkuvopna beggja vegna Atlantshafs. Þau skapast með því að hafa verulegan herafla og kjamorkuvopn frá Banda- ríkjunum á meginlandi Evrópu. 5. Afvopnun á að miða að því að auka öryggi og auka stöðugleika með því að beinast einkum að því að útrýma öllu, sem kæmi að notum við hugsanlega árás. Þessi grandvallaratriði útiloka alls ekki að unnt sé að ná æskilegu jafnvægi með minni vopnabúnaði en nú er fyrir hendi og þau loka ekki heldur leiðinni að bættum sam- skiptum austurs og vesturs. Þvert á móti stuðla jiau að því, að sú leið verði farin. Ásamt bandamönnum sínum fögnuðu Frakkar því ánægjulega markmiði, sem menn settu sér í Reykjavík með því að fækka langdrægum kjamorkuvopn- um Sovétmanna og Bandaríkja- manna um helming. Frakkar era sömu skoðunar og evrópskir banda- menn þeirra, að Evrópuþjóðum beri að taka af skarið við að skipu- leggja átak í þágu eigin öryggis. Frakkar telja eins og aðrar Evr- ópuþjóðir, að ekkert geti komið í staðinn fyrir Atlantshafsbandalagið og samstöðuna innan þess. Joe Clark, utanríkisráðherra Kanada: Kanada vill taka þátt í vörnum Evrópu Nær alla tíð sfðan Kanada hlaut sjálfstæði hefur stefna þjóðarinn- ar f öryggismálum verið mótuð á þeirri forsendu, að varnir og ör- yggi hennar væri best tryggt í samvinnu við aðrar þjóðir. I lok síðari heimsstyijaldarinnar hafði samvinna í öryggismálum og fjöl- þjóðlegt samstarf hlotið það almenna viðurkenningu, að Kanadamenn voru meðal stofn- þjóða Sameinuðu þjóðanna og þeirra stjóramálalegu og efna- hagslegu samtaka, sem tengdust þeim. Hörmungar tveggja heims- styijalda höfðu kennt okkur, að við gætum ekki verið afskiptalaus- ir áhorfendur að þvf, sem gerðist f Evrópu. Og skömmu eftir lok sfðari heimsstyijaldarinnar átt- uðu íbúar lýðræðisríkjanna beggja vegna Atlantshafs sig á þvf, að sameiginlegt öryggiskerfi Sameinuðu þjóðanna myndi ekki duga og að þeir yrðu að halda áfram samvinnu þeirri, sem þeir hófu á strfðsárunum. Sögulegar og landfræðilegar ástæður ýttu mjög undir áhuga Kanadamanna á að stofna Atlants- hafsbandalagið og vora þeir í hópi hinna fyrstu, sem hvöttu til samvinnu þjóðanna við norðanvert Atlantshaf ekki aðeins í vamarmálum heldur einnig í stjórnmálum, efnahagsmál- um, félagsmálum og menningarmál- um. í raun litu Kanadamenn aldrei á bandalagið einungis sem vamar- bandalag — þeir vora helstu baráttu- mennimir fyrir því að 2. grein AtlantshafssáttmáJans, stofnskrár Joe Clark, utanríkisráðherra Kanada. bandalagsins, er orðuð með þeim hætti, sem raun ber vitni, en þar er mælt fyrir um samvinnu á öðram sviðum en hinu hemaðarlega. Með þessum hætti var lagður grunnurinn að meginþáttunum í ör- yggismálastefnu Kanada: Frelsi undan ótta eða kvíða; frelsi undan skorti á brýnustu nauðsynjum; frelsi undan brotum á grandvallarréttind- um er snerta virðingu mannsins og réttlæti. Skuldbindingar Kanada gagnvart NATO era flóknar, margþættar og miklar. Við leggjum ekki aðeins til sérstakan liðsafla í þágu vama Vest- ur-Evrópu, við gegnum skyldum við vamir siglingaleiðanna yfir Norður- Atlantshaf, leggjum fram okkar skerf til vama Norður-Ameríku og látum þar að auki í té tæki og að- stöðu til að hermenn frá NATO- rílq'um geti stundað æfingar í landi okkar. Þá taka Kanadamenn virkan þátt í samráði bandalagsþjóðanna um takmörkun vígbúnaðar og af- vopnun, málefni austurs og vesturs, svæðisbundin átök og samvinnu inn- an bandalagsins um flölmörg mál. Hemaðarlegt framlag Kanada til sameiginlegs vamarkerfis banda- lagsins er ekki mikið af vöxtum en skiptir þó máli. Um þessar mundir eru 4.600 kanadískir hermenn (og 1.400 manna liðsauki í Kanada) f herstöðvum Kanada í Lahr og Bad- en-Söllingen í Vestur-Þýskalandi. Við tökum virkan þátt í æfíngum NATO, hvort heldur þær ná til her- manna eða embættismanna. Með því að vemda lofthelgi okkar (í samvinnu við Bandaríkjamenn samkvæmt NORAD-samningnum) — einkum á heimskautasvæðunum — og land- helgi erum við einnig að vinna verk er snertir hagsmuni bandalagsins í heild. í stuttu máli sagt vinna þús- undir Kanadamanna að því dag hvem að gæta hinna sameiginlegu öryggishagsmuna. Oftar en einu sinni hafa menn velt því fyrir sér, hvort þörf sé á því fyrir Kanadamenn að halda úti mönnum og miklum tækjakosti í Vestur-Evrópu, í óraijarlægð frá Norður-Ameríku. Áratugalöng spenna milli austurs og vesturs hefur auðveldað mönnum að svara spum- ingum um þetta efni: Frjáls og öragg Vestur-Evrópa er sama og fijálst og öruggt Kanada. Framtfð okkar sem fullvalda lýðræðisríkis er órjúfanlega tengd öryggi evrópskra bandamanna okkar, ekki aðeins af efnahagslegum og pólitfskum ástæðum heldur vegna hinna nánu sögulegu tengsla. Tilvist kanadísks herafla f Vestur-Evrópu dregur ekki aðeins úr líkum á átökum þar, heldur veitir Kanadamönnum einnig rétt til að hlutast til um mál- efni, er snerta öryggishagsmuni Evrópu. Kanada telur hið pólitíska sam- ráðskerfi innan vébanda NATO algjörlega óhjákvæmilegt til að hafa markvissa stjóm á þróun samskipta austurs og vesturs og til þess að draga úr spennu milli ríkjanna í austri og vestri. Með þessu kerfí er unnt að samræma almenna stefnu og viðhorf bandalagsþjóðanna til ríkjanna í austri og móta steftiuna sérstaklega í afvopnunarmálum. Fyr- ir okkur Kandamenn er þvi NATO nauðsynlegt til að bandamenn okkar taki tillit til viðhorfa okkar í þessum brýnu úrlausnarefnum. í því hefti af NATO-fréttum (NATO Review), sem gefíð var út eftir Halifax-fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsrílq'anna síðastliðið vor, lýsti ég áhyggjum mínum vegna framtíðar bandalags- ins. Enn eru þær hættur fyrir hendi, sem ég nefndi í grein minni, þótt rofi til við sjóndeildarhringinn. Hæfni bandalagsins til að leggja sitt af mörkum til að leysa efnahagsleg, félagsleg og pólitfsk vandamál um heim allan rseðst að verulegu leyti af því, hvemig samskiptum austurs og vesturs er háttað. Með hliðsjón af þessum staðreyndum er það sam- eiginleg skylda okkar að fjarlægja hinar gömlu hindranir og vinna markvisst að því að móta öraggari veröld, þar sem meiri stöðugleiki ríkir. Þetta gerist ekki í einu vet- fangj. Ríkin í austri og vestri munu áfram skipa sér f andstæðar fylking- ar, hugmyndafræðilega og hemaðar- lega — Evrópa verður áfram skipt. Vestrænar þjóðir munu enn sem fyrr þurfa að treysta á fælingarmátt Átlantshafsbandalagsins til að tryggja öryggi sitt, en þar skiptir kjamorkutrygging Bandaríkjanna áfram mestu máli. Á hinn bóginn virðist raunveralegt tækifæri vera til að fækka vopnum — leiðtogar og þjóðir í austri og vestri ræða saman. Töluverð hreyfíng hefur verið hjá báðum. Sumir segja, að hún sé ekki nægileg. Og þegar atburðarásin er hæg og ótti og vonleysi grípur um sig, freistast menn oft til drama- tískra tilburða. Ég er oft hvattur til þess að grípa til slíkra tilburða í nafni Kanada, svo að „rödd okkar heyrist". Breytingamar verða oftast með kyrrlátum hætti, þær má rekja til stefnufestu en ekki uppákomu. Við bandalaginu blasa flókin við- fangsefni: að stuðla áfram að bættum samskiptum austurs og vest- urs; að fá botn i umræðumar innan bandalagsins um fækkun meðal- drægu eldflauganna og hefðbundins herafla; að tryggja að samningar um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.