Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 B 9 Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli Frá hafnarframkvœmdunum við Helguvík. Morgunblaðið/Einar Falur Ratsjárstöð á Gunnólfsvíkurfjalli 'jf byggmgu; Ratsjárstöð í Stigahlið (i byggingu) Ratsjárstöð á Miðnesheiði Ratsjárstöð á Stokksnesi Eftirlit með ókunn- um flugvélum, kaf- bátum og skipum Vamarliðið hefur fyrst og fremst eftirlitshlutverki að gegna, þ.e. að fylgjast með ferð- um ókunnra flugvéla, kafbáta og skipa umhverfis landið og bægja þeim frá ef nauðsyn kref- ur. Tvær ratsjár eru nú starf- ræktar hér á landi og er önnur á Miðnesheiði en hin á Stokk- nesi við Homaijörð. Tvær til viðbótar verða væntanlega tekn- ar í notkun síðari hluta næsta árs eða í ársbyijun 1989. Önnur á Gunnólfssvíkurfjalli á Langa- nesi, hin við Bolungarvík. Gert er ráð fyrir að stöðvamar verði mannaðar íslendingum. Tvær AWACS-ratsjárflugvél- ar hafa verið hér síðan 1978, en þær teljast til fullkomnustu fljúgandi ratsjár- og stjórn- stöðva sem völ er á. Samkvæmt opinberum heimildum getur rat- sjárvélin í 30.000 feta hæð Morgunblaðið/RAX Líkan af ratsjárstöðinni sem verið er að reisa við Stigahlíð við Bolungarvík. AWACS-ratsjárvélarnar tvær ásamt KC-135 eldsneytisvélinni greint vélar í lágflugi í allt að 400 km fjarlægð og véiar í há- flugi í allt að 550 km Qarlægð. Vamarliðið tengist ratsjárkerfí Atlantshafsbandalagsins í Evr- ópu, sem nær frá Norður-Noregi til Tyrklands, og styrkt hefur verið á undanfömum ámm með 18 AWACS-ratsjárflugvélum sem Atlantshafsbandalagslöndin reka í sameiningu. Þá tengist ratsjárkerfíð hér ratsjám á Grænlandi og þaðan yfír til Norður-Ameríku, í Kanada og Alaska. Staðsetning ratsjárstöðvanna fjögurra Olíubirgðastöð í Helguvík I návígi við Björninn Rætt við bandarískan orustuflugmann Framkvæmdir á vamar- svæðinu hafa að mestu verið í höndum íslenskra aðalverk- taka, en þær numu á síðasta ári rúmlega 2,2 milljörðum ísienskra króna. Bar þar að sjálfsögðu hæst vega- og flug- hlaðsframkvæmdir í tengslum við nýju flugstöðina. Töluverð- ar framkvæmdir em nú í gangi á vamarsvæðinu og em um- fangsmestu framkvæmdimar við olíubirgðastöðina í Helguvík, en að henni hefur verið unnið síðan heimild var gefín til að hefja framkvæmdir í október 1982. Tilgangurinn með fram- kvæmdunum er bæði að auka olíubirgðir vamarliðsins og að sameina þær á einum stað. Þegar þessum framkvæmdum verður lokið í byijun næsta áratugar verður ekki lengur „Þó að liðin séu um fimmtán ár frá þvi að fyrstu F-15- þoturnar voru teknar í notkun eru þær enn þá með þeim full- komnustu sem völ er á. Við erum töluvert stoltir yfir því“, sagði Curt Elkin einn orustu- flugmannanna á Keflavíkur- flugvelli í samtali við Morgunblaðið. „F-15-þotumar á Keflavíkur- flugvelli eru útbúnar með sérstök- um utanáliggjandi eldsneytis- geymum, en einungis örfár flugsveitir í veröldinni notast við slíka geyma. í þeim eru saman- lagt 1200 gallon af eldsneyti til viðbótar þeim tvö þúsund sem eru í innri geymum vélarinnar. Þessir geymar valda mjög lítilli aukaloft- mótstöðu og eru því hagkvæmari en auka eldsneytisgeymar áfestir vængjunum. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að nota svona geyma þar sem oft þurfum við að ferðast allt að 4-500 mflur frá Keflavíkur- flugvelli til þess að fylgjast með sovéskum sprengjuflugvélum. Að auki getum við tekið eldsneyti á flugi. Þess vegna getum við verið allt að 4-5 klukkustundir í lofti í einu. Vopnabúnaður vélanna eru Ijórar hitaleitandi og fjórar radar- stýrðar eldflaugar og sex hlaupa hríðskotabyssa sem hleypir af 100 skotum á sekúndu". Curt sagði hvem flugmann fara í þijár jafnvel fjórar ferðir á viku. Hver ferð fyrir sig er nánast dags- verk, sex til sjö klukkustundir. Áður en farið er af stað er hald- inn fundur þar sem rætt er um verkefni dagsins og gengið úr skugga um að allir séu með á nótunum. Síðan er keyrt að flug- skýlunum, farið í búningana, sem eru frekar fyrirferðarmiklir enda útbúnir til þess að vemda flug- þörf fyrir birgðarými vamar- liðsins í Hvalfírði. Þegar hefur verið lokið við fyrsta áfanga olíubirgðastöðvarinnar, 30.000 rúmmetra birgðarými og leiðslu til Keflavíkur. Nú er unnið að öðrum áfanga stöðv- arinnar, sem felst í umfangsm- iklum hafnarframkvæmdum, og þriðja áfanga sem er bygg- ing 19.000 rúmmetra birgða- geyma. Morgunblaðið/Einar Faiur Curt Elkin athugar skotfærageymslur F-15-þotu. mennina ef svo færi, að þeir þyrftu að nauðlenda í köldu Norð- ur-Atlantshafinu. Vélamar em síðan gangsettar og hitaðar upp áður en haldið er í að meðaltali tveggja tíma flug. Þegar heim er komið tekur við um klukkutíma fundur eftir að búið er að ganga frá vélunum og fara úr búningun- um. Þá daga sem flugmennimir fljúga ekki er unnið að öðmm verkefnum og þá aðallega þeirri skrifflnnsku sem fluginu er sam- fara, s.s. skráning flugtíma og annað þess háttar. „Við höfum ekki mjög mikinn frítíma“, sagði Curt. Nokkmm sinnum í viku þurfa flugmenn að fara og mæta so- véskum flugvélum sem em á sveimi í kringum íslenska loft- helgi. „Þegar þessar vélar hafa nálgast ísland meira en góðu hófí gegnir fömm við til móts við þær og fljúgum við hlið þeirra. Þegar þær halda heim á leið gemm við slíkt hið sama. Það er svo sem ekki mikið sem við gemm en þetta er frekar skemmtilegt - þó að áhorfendum mundi eflaust leið- ast“. Morgunblaðið/Einar Falur Á þessu svæöi eru framkvæmdir aö hefjast viö hina nýju stjórnstöð á Keflavíkurflugvelli. Ný stjórnstöð Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við bygg- ingu nýrrar stjórnstöðvar í stað hinnar núverandi, sem er í járn- grindarhúsi með mjög ófull- kominni aðstöðu að öllu leyti. Þama verður um að ræða tveggja hæða byggingu, gluggalausa, úr styrktri stein- steypu. Byggingin verður útbúin sérstökum hreinsiút- búnaði vegna hugsanlegrar mengunar frá efnavopnum og á þannig að geta hýst starfs- menn stjómstöðvarinnar í allt að eina viku. Öryggisráðstaf- anir þessar eru í samræmi við staðla Atlantshafsbandalags- ins enda verður byggingin að miklu leyti fjármögnuð úr mannvirlgasjóði NATO. Þegar hafa verið gerð bflastæði og ,aðkeyrsla að byggingunni og hafíst hefur verið handa við grunn hennar. Áætlað er að framkvæmdimar muni taka um tvö ár. Hollensk Orion-vél Á Keflavíkurflugvelli em 9 Orion P-3C-kafbátaleitarflug- vélar, átta frá Bandaríkjunum og ein frá Hollandi. Þær em útbúnar mjög fullkomnu leitar- kerfí og vopnaðar tundurskeyt- um og „Harpoon“-eldflaugum sem beitt er gegn skipum og kafbátum. 3 HH-3-björgunar- og sjúkra- flutningaþyrlur, C-130-leiðsögu- vél fyrir björgunarsveitina og 2 eldsneytisflugvélar af gerðunum AC-130 og KC-135 er einnig að fínna á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Einar Falur Eldsneytisvól af gerðinni AC-130 lendir á Keflavíkurflugvelli. Tvær P-3C Orion kafbátaleitavélar á Keflavíkurflugvelli. Vélin vinstra megin er mönnuð Bandarfkjamönnum en sú hægra megin er frá Hollenska flughernum, mönnuö Hollendingum. Ársfjóröungslega eru haldin námskeiö þar sem flugáhafnirnar rifja upp ýmís öryggisatriði t.d hvernig eigi að yfirgefa vél er nauðlent hefur á hafi úti. Myndin ertekin á einu slfku námskeiði. jL .<L, ■Morgunblaðið/Einar Falw Alls verða byggð þrettán styrkt flugskýli til þess að hýsa F-15-þoturnar. N. Styrkt flugskýli í júlímánuði 1985 komu hingað til lands fyrstu F-15- þoturnar sem leystu af hólmi hinar eldri F-4-Phantom-þotur er vamarliðið hafði notað um árabil. F-15- þoturnar em hraðfleygari, búnar fullkomn- ari ratsjám, þurfa styttri flugbraut, klifra hraðar í flug- taki, eru mun lágværari og hafa auk þess 70% meira flug- þol en gömlu Phantom-þoturn- ar. Nú er unnið að framkvæmd- um við 9 sprengjuheld flugskýli sem notuð verða til þess að hýsa F-15-þotumar. Fjögur slík skýli em þegar fullbúin. ■ ' ■ Á Keflavíkurflugvelli eru nú staðsettar átján F-15-þotur og hafa þær alfarið leyst af hólmi F-4-Phantom-þoturnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.