Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Wolfgang Altenburg, formaður hermálanefndar NATO: Við verðum að auka hefðbundinn styrk okkar Frá fundi í hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins. Arangur Atlantshafsbandalags- ins er einstakur. Það hefur tryg-gt aðildarríkjum sínum frið og öryggi í hartnœr fjörutíu ár. Margvíslegar ógnir hafa steðjað að aðildarríkjum okkar á þessu tímabili, ný ríki hafa gengið í bandalagið og sannast hefur að það er þess umkomið að taka breytingum og glíma við ný vandamál. Hermálanefndin, sem í sitja hem- aðarlegir fastafulltrúar aðildarríkj- anna, auk fulltrúa frá íslandi og franskra sendimanna, hefur það hlutverk að tryggja að ráðherrar fái sem besta ráðgjöf og geti séð til þess að vamarstefna NATO verði áfram trúverðug. Þessum málum vindur fram af krafti og atburðarás- in verður sífellt hraðari. Reykjavík hefur öðlast fastan sess í herfræði- legum umræðum. Horfur em á að samkomulag takist milli austurs og vesturs um takmörkun vígbúnaðar og fækkun hvers kyns herafla hvors tveggja. Ekki er langt síðan slíkt hefði verið óhugsandi. Ef þetta færir okkur tíma trausts, trúnaðar, samstarfs og aukins öryggis fyrir öll ríki og á ég þar ekki aðeins við aðildarríki NATO hlýtur því að verða fagnað. Á það ekki síst við um yfírmenn herafla viðkomandi ríkja, sem em fastafulltrúar í her- málanefndinni. Samningar um takmörkun vígbúnaðar munu aftur á móti hafa afleiðingar, sem við verðum að Wolfgang Altenburg, formaður hermálanefndar Atlanbtshafsbandalagsins. bregðast við af festu, meðal annars með því að leggja fram aukið fé, ef öryggi okkar á að haldast óskert. Á ný verðum við að veita kjamorku- vopnum það stjómmálalega hlut- verk, sem þeim var upphaflega ætlað samkvæmt kenningunni um sveigjanleg viðbrögð á átakatímum. Sú skoðun á ekki lengur við rök að styðjast, að þau eigi að veita þyngsta höggið á vígvellinum. Við verðum því að endurreisa hefð- bundinn hemaðarmátt okkar þannig að enginn vafí leiki á að mark verði á tekið og tryggt að árás á aðildarríki NATO, hvort sem hún er gerð á landi, hafí eða í lofti, geti ekki borið árangur. Hermálanefndin er þeirrar hyggju að grundvallarmunur sé á herstyrk Varsjárbandalagsins og Atlantshafsbandalagsins. Lega ríkja í austri og vestri gerir illt verra og ógnvænlegir yfírburðir Sovétmanna í efnavopnum og sú herfræði, sem býr að baki fram- leiðslu þeirra, bæta ekki úr skák. Við hvetjum því til og fögnum samningaviðræðum á báðum þess- um sviðum, en við getum ekki stutt niðurstöður, sem taka hvorki til yfírburða Sovétmanna á sviði hefð- bundins herafla, né efnavopna. Ég verð fulltrúi hermálanefndar- innar á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík. Margra mánaða viðræð- ur fara á undan þessum fundi og hafa þær gert okkur kleift að ná einingu um flest þau vandamál, sem steðja að bandalaginu. Því tel ég að við höfum gegnt okkar hlutverki af alvöru, veitt ráðherrum óhlut- dræga ráðgjöf og um leið axlað þá ábyrgð, sem hermenn og borgara- legt starfslið leggur á herðar okkar. Friður og öryggi okkar hvílir á störfum og framlagi þessa fólks. Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs: Mikiivægt tækifæri í afvopnunarmáium á að nýta Tuttugu ár eru nú liðin frá því að Atlantshafsráðið samþykkti Harmel-skýrsluna um framtíðar- verkefni Atlantshafsbandalags- ins. Þessi skýrsla er formleg viðurkenning NATO á því að öryKSfi vestrænna ríkja hvíli á tveimur stólpum - fælingu og vörnum annars vegar og umræð- um og samningum hins vegar. Fýrsta ákvörðun NATO um að taka upp afvopnunarviðræður við austantjaldsríkin, var tekin á ráð- herrafundi í Reykjavík fyrir 19 árum. Eftir langan og árangurslít- inn tíma í afvopnunarviðræðum austur og vesturs, varð Reylg'avík- urfundur Reagans Bandaríkjafor- seta og Gorbachevs, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, til þess að koma afvopnunarviðræðun- um á góðan og raunhæfan skrið að nýju. Utanríkisráðherrar NATO-landanna hittast nú í Reykjavík við þær aðstæður, að líklegt er að um mikilvæg þáttaskil sé að ræða. í Reykjavík hefíir þann- ig verið efnt til ýmissa þeirra fímda, sem skipt hafa mestu fyrir Atlants- hafsbandalagið í sögu afvopnunar- viðræðna á milli austurs og vesturs. Ríkisstjómir 16 aðildarlanda bandalagsins hugleiða nú steftiu sína við aðstæður, sem bjóða besta tækifærið, sem okkur hefur gefíst í mörg ár til að fækka kjamorku- vopnum í Evrópu með raunhæfum hætti og varanlega. Ríkisstjóm Noregs telur að þær tillögur sem Thorvald Stoltenberg, utanríkisráAherra Noregs. hafa verið lagðar fram í samninga- viðræðunum í Genf, eigi að skoða í þessu ljósi. Það er okkar álit að „tvöfalda núlllausnin" sem upphaf- lega kom frá vestrænum ríkjum, minnki ekki öiyggi Evrópu. Sú ógn sem Vestur-Evrópu stafar af SS-20 flaugunum, yrði úr sögunni. Það er einnig skoðun okkar að “tvöfalda núlllausnin" myndi ekki breyta í grundvallaratriðum þeirri vamar- stefnu sem kennd er við sveigjanleg viðbrögð og hefur gegnt trúverð- urgu fælingarhlutverki í Evrópu í yfír tuttugu ár. Ennfremur myndi samningur um útrýmingu allra meðaldrægra kjamorkuvopna í Evrópu vera mikilvægt skref á leið til markverðrar fækkunar á lang- drægum kjamorkuvopnum Banda- rílgamanna og Sovétmanna. Hann gæti einnig haft jákvæð áhrif á til- raunir til samninga um takmörkun hefðbundinna vopna og efnavopna. Á ráðherrafundi NATO hér í Reykjavík kann að reynast unnt að móta sameiginlega stefnu vest- rænna ríkja varðandi þær samnin- gaumleitanir sem nú standa yfír. Hér getum við einnig rætt hvemig best sé að nota þetta tækifæri til að skapa betri grundvöll undir sam- skipti austurs og vesturs. Ég er sannfærður um að Atlantshafs- bandalagið muni enn á ný sanna getu sína til að leysa úr þeim erfíðu málum sem fyrir iiggja. Gervihnetti, sem tengist SATCOM-fjarskipta- kerfinu, skotið á loft frá Kennedy-höfða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.