Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 5
U JK
B 5
Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hollands:
vpor tvfm ffTfftArnivwriTWf r*tncA mt/TTOwnM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
Staðfesta og samstaða
er forsenda árangurs
SATCOM-gervihnattakerfið nœr yffir gjörvallt varnarsvæði
Atlantshafsbandalagsins.
í upphafi máls míns langar mig
til að lýsa ánægju minni að fund-
ur utanríkisráðherra aðild-
arrikja Atlantshafsbandalagsins
skuli fara fram í Reykjavík að
þessu sinni. Ég vil þakka íslensku
ríkisstjórninni fyrir boðið og
auðsýnda gestrisni.
Miðað við núverandi stöðu mála
virðist tilefni til að vænta aukinna
og bættra samskipta austurs og
vesturs. Enn eru þó mörg ágrein-
ingsmál óleyst og því er ekki ljóst
hvort árið 1987 markar þáttasicil í
samskiptum og samvinnu ríkja
austan og vestan jámtjaldsins.
Við fögnum heilshugar þeim
umbótum sem Mikhail Gorbachev,
aðalritari sovéska kommúnista-
flokksins, hefur komið á í Sovétrílq'-
unum, bæði hvað varðar innanríkis-
mál og stefnu stjómarinnar í
utanrfkismálum. Full ástæða er til
að vona að framhald verði á þessu
þannig að þýðingarmikil skref verði
stigin, einkum hvað varðar ástand
mannréttindamála, og nýir mögu-
leikar skapist á bættum samskipt-
um austurs og vesturs.
Þáttaskil kunna einnig að vera
framundan varðandi takmörkun
kjamorkuvígbúnaðar. í fyrsta skipti
er samkomulag í augsýn sem felur
ekki aðeins í sér takmörkun kjam-
orkuvígbúnaðar heldur einnig
fækkun kjamorkuvopna. Staðfesta
og samstaða ríkja Atlantshafs-
bandalagsins hefur ráðið mestu um
að þetta virðist nú raunhæfur
möguleiki. Hins vegar munu aðild-
Hans van den Broek,
utanrfkisráðherra Hollands.
arríki bandalagsins áfram þurfa að
treysta á hefðbundinn vígbúnað og
kjamorkuvopn um alla fyrirsjáan-
lega framtíð. Mikilvægi þess að
samið verði um takmarkanir á sviði
hins hefðbundna herafla mun óhjá-
kvæmilega aukast ef samkomulag
næst um verulega fækkun kjam-
orkuvopna.
Við bindum enn vonir við að
MBFR-viðræðumar í Vínarborg,
um jafnan og gagnkvæman sam-
drátt herafla í Mið-Evrópu skili
árangri. Þá vonumst við einnig til
þess að árangur náist í viðræðum,
sem einnig fara fram í Vínarborg,
um að fulltrúar þeirra 23 ríkja sem
aðild eiga að Atlantshafsbandalag-
inu og Varsjárbandalaginu setjist
að samningaborðinu og ræði leiðir
til að draga úr viðbúnaði samhliða
því að tiyggja stöðugleika á sviði
hefðbundins vígbúnaðar „allt frá
Atlantshafí til Uralfjalla“. Árangur
á þessu sviði, að viðbættum þeim
ráðstöfunum sem samþykktar vora
á öiyggisráðstefnunni í Stokkhólmi
í fyrra, myndi reynast mikilvægur
áfangi í átt til aukins öiyggis.
Á þessu ári kann einnig að fara
svo að viðræðumar um öryggi og
samvinnu í Evrópu á grandvelli
Helsinki-lokasamþykktarinnar,
skili árangri. Því ber að stefna að
áþreifanlegum árangri á grandvelli
ákvæða samþykktarinnar frá Hels-
inki sem 35 þjóðir staðfestu og
hétu að virða, og lokaskjals ráð-
stefnunnar í Madrid. Lokayfírlýsing
fundarmanna í Vín ætti að sýna
fram á að slíkur árangur hefði í
raun náðst.
Þar sem stöðugleiki í Evrópu
verður ekki eingöngu tryggður með
takmörkun vígbúnaðar ber okkur
að leggja áherslu á mikilvægi
mannréttindamála jafnframt því
sem mikilvægt er að halda jafnaðar-
geði í viðræðum um öryggi og
samvinnu í Evrópu. í ljósi þessa
hafa Hollendingar átt framkvæði
að mikilvægum tillögum vestrænna
ríkja á sviði mannréttindamála.
Árangur á öllum þeim sviðum
sem ég hef nefnt er undir áfram-
haldandi samstöðu ríkja Atlants-
hafsbandalagsins kominn. Ég vil í
þessu samhengi leyfa mér að vitna
í orð í landa míns heitins, Stikkers,
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins: „Styrkur Atlants-
hafsbandalagsins felst jafnt í festu
ábyrgðarmanna ríkja Vesturlanda
sem og í hemaðarmætti aðildarríkja
þess".
Sú áhersla sem Atlantshafs-
bandalagið hefur lagt á að treysta
samskipti austurs og vesturs hefur
sannað gildi sitt. Um það bera at-
burðir undanfarinna mánaða vitni.
Grandvöllur traustra samskipta er
nægilegur styrkur herafla Atlants-
hafsbandalagsins og stjómmálaleg
samstaða en bæði þessi atriði era
nauðsynleg til þess að tryggja ör-
yggi aðildarríkja þess.
Giulio Andreotti, utanríkisráðherra Ítalíu:
íalþjóðlegum öryggismálum
eru ekki til neinar töfralausnir
Það era aðeins örfáir mánuðir
síðan Reykjavík var valin sem
vettvangur fundar Reagans for-
seta og Gorbachevs aðalritara;
fundar sem vakti svo miklar von-
ir og eftirvæntingu. Nú tekur
Reykjavík á móti utanríkisráð-
herrum Atlantshafsbandalags-
ins, sem komnir eru saman tii
að ræða um sambúð austurs og
vesturs og möguleika á þvi að
skapa traustari stöðu í alþjóðleg-
um samskiptum, án þess að fallið
sé frá grundvallaratriðum ör-
yggis og stöðugleika.
Island, landið þar sem golf-
straumurinn mætir norðurheim-
skautinu, gæti enn einu sinni boðið
upp á hagstæð skilyrði fyrir fram-
kvæði, sem greiddi fyrir markverðri
þróun til fækkunar kjamorkuvopna.
I alþjóðlegum öryggismálum, eink-
um á tímum umskipta eins og nú
eru, eru ekki til neinar tafarlausar
leiðir eða töfralausnir. Það verða
að koma til tillögur, sem era vand-
lega íhugaðar, og það sem mest er
um vert, skýr, pólitískur vilji og
hreinskilni á báða bóga svo úr geti
orðið markverðar umræður.
Stjómkerfí okkar, sem byggist á
samkomulagi um málefni og fjöl-
ræði veitir aðildarríkjum Atlants-
hafsbandalagsins tækifæri — en býr
þeim jafnframt skyldu — til að
ræða stöðugt um það sem máli
skiptir. Slíkar umræður fara einnig
fram á vettvangi bandalagsins og
era undanfari allra ákvarðana.
Giulio Andreotti,
utanríkisráðherra Ítalíu.
Atlantshafsbandalagið hefur
vemdað lýðræðisríki Vesturlanda
frá hörmungum styijaldar og hætt-
um, sem stafa af kaldastríðsdeilum.
Það hefur ennfremur skapað þann
pólitíska og hemaðarlega stuðning,
sem nauðsynlegur er til að greiða
fyrir evrópskri sameiningu, og einn-
ig það samstarf og þær viðræður,
sem leitt hafa til ráðstefnanna um
öryggi og samvinnu í Evrópu.
Bandalagið er höfuðvettvangur fyr-
ir samráð og framkvæði Vestur-
landa um stöðugleika og öryggi.
Ef stuðla á að auknum skilningi
og samvinnu á meginlandi Evrópu,
um leið og haldnar era í heiðri sam-
eiginlegar hefðir og markmið og
ólík stjómkerfi og efnahagskerfi
virt, verður að fylgja fælingarstefn-
unni á grandvelli sterkar samstöðu
Atlantshafsríkjanna. Bandaríkin og
Kanada gegna höfuðhlutverki í
þessu sambandi með hersveitum
sínum í Evrópu og í háloftunum og
höfunum umhverfis. Þær veita
Vestur-Evrópu pólitískan og hem-
aðarlegan stuðning og vemda
fjarskipti okkar og samgöngur.
Sams konar skuldbindingar era
fólgnar í endumýjuðu starfi Evr-
ópuþjóðanna í Vestur-Evrópusam-
bandinu (WEU) og á öðrum
vettvangi svo sem Eurogroup og
IEPG, og þetta styrkir trúverðug-
leika og áhrifamátt bandalagsins.
Öryggi sem fólgið er í frelsi er
í augum okkar alþjóðlegt og ekki
til skiptanna. Þetta er ein ástæða
þess að við teljum það ekki við
hæfí að koma á fót svæðum með
mismunandi öiyggisstyrk. Frá
hemaðarlegu sjónarmiði væri það
markleysa við þær aðstæður sem
við búum við í alþjóðlegum öryggis-
málum. Pólitískt séð myndi það
takmarka möguleika á afvopnunar-
samkomulagi, sem er umfangs-
meira, þýðingarmeira og
markverðara en við höfum áður átt
kost á, og allur þorri fólks hefur
bundið svo miklar vonir við.
Hvað varðar sjóvamir Evrópu,
sem era að verða æ mikilvægari,
þá hefur Ítalía lengi gert sér grein
fyrir mikilvægi þeirra. Hún hefur
sýnt að hún er reiðubúin til að axla
ábyrgð í því sambandi bæði hvað
varðar eigin vamir og annarra ríkja
bandalagsins við Miðjarðarhaf, sem
er svæði þar sem sífellt era að skap-
ast aðstæður fyrir spennu og
óstöðugleika.
ísland skapar bandalaginu ekki
síður mikilvæg skilyrði þótt það
hafí ekki eigin herafla á að skipa.
Það býður upp á einstaka aðstöðu
til að veija siglingaleiðir og sam-
göngur yfír Atlantshafið.
Fyrir hönd ítala, Miðjarðarhafs-
þjóðar sem skuldbundið hefur sig
til samstarfs við allar aðrar þjóðir
Atlantshafsbandalagsins í þágu ör-
yggis og framfara mannkynsins,
langar mig að votta íslendingum,
sem eiga sér sterka lýðræðishefð
og bókmenntir er einkennast af
visku og stolti, djúpa virðingu.