Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 B 7 Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli EftirUtsstörf á friðartímum Ellefu hundruð íslenskir starfsmenn Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli er eflaust það sem flestum landsmönnum dettur í hug þegar minnst er á aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Síðan varnarsamningnr íslands og Bandaríkjanna var undirritaður 5. maí 1951 hefur dvalist hér á landi bandarískt varnarlið er sinna skyldi vörniun íslands á ófriðartímum, en eftirlitsstörfum á friðartímum. Yfirstjórn þessara mála hefur lengst af verið í höndum Bandaríkjamanna, en í starfssamningi síðustu ríkisstjórnar var kveðið á um að frumkvæði íslendinga í öryggis- og varnarmálum skyldi aukið og að á vegum utanrikisráðuneytisins yrði ávallt til sérfræðileg þekking á þessum málum. Á árinu 1985 var síðan sett á stofn sérstök varnarmálaskrifstofa er hefur með höndum mál er snerta varnarsamning íslands og Bandaríkjanna. Rúmlega fimm þúsund Bandaríkjamenn eru búsettir hérlendis í tengslum við vamarliðið. Þrjú þúsund vamarliðsmenn og rúmlega tvö þúsund skyldmenni þeirra. íslenskir starfsmenn vamarliðsins em tæplega ellefu hundmð. Björgunarsveit varnarliðsins hefur til umráða tvær HH-3E „Jolly Green Giant“ þyrlur (neðri mynd) og eina HC-130 Hercules vél sér til aðstoðar (efri mynd). Höfum aðstöðu hjá varnaríiðinu efá þarfað halda -segir Jón Magnússon, Landhelgisgæslunni Guðjón Petersen Huga þarfað almanna- vörnum á ófriðartímum - segir Guðjón Petersen forstöðumaður Almannavarna „SAMSTARF Almannavarna við NATO er með þeim hætti að við eignm sæti í almannavarnanefnd bandalagsins, en verksvið hennar er að þróa sameiginlegt við- vörunarkerfi aðildarríkjanna og standa fyrir æfingum á sviði við- varana og upplýsingaskipta milli NATO-ríkjanna“, sagði Guðjón Petersen, forstöðumaður Al- mannavarna í samtali við Morgunblaðið. „í nefndinni skiptast menn einnig á upplýs- ingum um aðferðir og tækni við almannavarnir og sameina leiðir í þessum efnum“. „Almannavamanefnd NATO hittist einu sinni á ári og ræðir þá meðal annars um skýlingu a^- mennra borgara eða brottflutning, frá hættusvæðum, borgaralega heilbrigðisþjónustu og björgunar* og hjálparstarf á ófriðartímum. Aðildarríkin eru að engu leyti skuld- bundin af starfi sínu á vegum nefndarinnar, markmið hennar er að menn komi og veiti upplýsingar, læri hver af öðmm og reyni að marka samræmda heildarstefnu eftir því sem hægt er. Undir Atlantshafsráðinu starfar síðan sérstök yfir-neyðarvama- nefhd sem hefur yfímmsjón með nefndum sem sjá um ýmsa sér- þætti borgaralegs viðbúnaðar á stríðstímum, t.d. hvað varðar sigl- ingar á Atlantshafí, flugmál, flótta- mannamál og birgðamál. Störf þessarar nefndar em samræmd hemaðarviðbúnaðinum í gegnum : Atlantshafsráðið. ,v „ ' .. . Jjl- Rvað varðar samskipti Almanna- "\i varna við sjálft vamarliðið þá hefur það komið mikið við sögu varðandi aðstoð á neyðartímum og má þá kannski helst nefna Vestmanna- eyjagosið, þar sem þeir lögðu til bæði tækjabúnað og mannskap. Einnig höfum við samskipti varð- andi almannavamir landsins á hættutímum, en þann þátt er nú verið að skoða hvemig skipuleggja eigi í framtíðinni. Við íslendingar höfum því miður ekki hugað nóg að þeim málum er varða viðbúnað á stríðstímum, t.d. varðandi sprengjuárásir, og þá á ég ekki fyrst og fremst við kjama- sprengjur. Við höfum heldur ekki sinnt hagvömum nægilega, þ.e. hvernig við getum vemdað afkomu þjóðarinnar í stríði. Nú er þó búið að setja á stöfh-sérstakt hagvamar- ráð, setn errétt nýtekið til starfa". ' „TVEIR yfirmenn innan Land- helgisgæslunnar hafa, ásamt öðrum störfum, það verkefni undir höndum að vera í sam- bandi við vamarliðið og vera okkar fulltrúar þegar á þarf að halda suðurfrá. Landhelgisgæsl- an hefur svo aðstöðu hjá varnar- liðinu ef á þarf að halda", sagði Jón Magnússon, lögmaður Land- helgisgæslunnar, þegar Morgun- blaðið innti hann eftir samskipt- um Landhelgisgæslunnar við varnarliðið og NATO. „Einnig má nefna að þegar eitthvað torkennilegt fínnst í fjörum er Landhelgisgæslan látin vita. Þama er oft að ræða um dufl sem við könnumst ekki við og koma þá sér- fræðingar frá vamarliðinu ásamt okkar mönnum og kanna það. Ef við hjá Landhelgisgæslunni verðum varir við torkennilegar hreyfíngar í hafínu, sem kemur fyrir, þá höfum við samband við NATO, þ.e. vamarliðið. Sem dæmi má nefna að hingað hafa komið skip ómerkt að öllu leyti og ekki frá NATO-ríkjum, sem Landhelgis- gæslan hefur haft afskipti af. Við höfum líka notið aðstoðar vamarliðsins í sambandi við t.d. björgunarstörf en einnig aðstoðað þá með okkar þyrlum þegar á hefur þurft*að halda. Éinnig má néftiá aðþyrlur Land- Jón Magnússon helgisgæslunnar verða notaðar við löggæslustörf í sambandi við ut- anríkisráðherrafund Atlantshafs- bandalagsríkjanna á svipaðan hátt og var gert meðan á leiðtogafundin- um stóð. Þá verður einnig varðskip til taks sem hægt er að kalla til aðstoðar ef einhver ætlar að trufla fundinn líkt og grænfriðuhgar reyndu þegar leiðtogaftinduririn var haldinn síðastliðið haust". VARNARLIÐIÐ: Fjöldi varnarliðsmanna .3.104 Karlar ................2.648 Konur ...................456 þarafíflota .....u.þ.b. 1.700 íflugher ...u.þ.b. 1.300 í landgönguliði u.þ.b. 100 Skyldulið varnarliðsmanna 2.054 þar af börn ..........1.257 TÆKJAKOSTUR: F-15, orrustuvélar.........18 P-3C Orion, kafbátaleitarvélar .. 9 þar af ein hollensk AWACS, ratsjárvélar .........2 HH-3E, björgunarþyrlur ......2 AC-130, eldsneytisvél ......1 KC-135, eldsneytisvél.......1 HC-130, Hercules flutningavél 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.