Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 3
r*/>$ fi/ftf, /ií fitft/ t&VfllCífiffif MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 uðu Sovétríkin verulega áróð- ursstríð í vestrænum fjölmiðlum og tími „friðarhreyfinganna" marg- frægu gekk í garð. Þegar á hinn bóginn varð ljóst að af uppsetningu flauganna varð gengu Sovétmenn aftur til samninga í Genf vorið 1985 eftir tveggja ára fjarveru. Þeir sneru aftur þegar þeim varð ljóst að ákvörðun ríkja Atlantshafs- bandalagsins frá 1979 yrði ekki haggað. í viðræðunum sem nú hafa staðið í tvö ár er fengist við þrjú meginsvið kjamavopna, þ.e. meðal- drægu vopnin (INF), langdrægu vopnin (START) og geimvamir (SDI). Nú er allt útlit fynr að samkomu- lag geti orðið um upprætingu meðaldrægra kjamavopna í Evrópu og ætti það að vera öllum þeim nokkuð íhugunarefni sem á sínum tíma gagnrýndu ákvörðun ríkja NATO 1979 um að svara Sovét- mönnum af fullri einurð og festu. Uppræting þessara vopna er tvímælalaust í anda stefnu Atlants- hafsbandalagsins að leita eftir öryggi og stöðugleika á eins lágu stigi vígbúnaðar og unnt er. Fundir leiðtoganna í ávarpi sínu á vorfundi Atlants- hafsbandalagsins 1968 gerði Bjami Benediktsson sérstaklega að um- ræðuefni þýðingu funda leiðtoga risaveldanna fyrir friðinn í heimin- um. Þessir fundir hafa öðlast nýtt vægi eftir tilkomu Mikhails S. Gorbachev í sæti aðalritara sovéska kommúnistaflokksins. Slíkir fundir lágu raunar niðri á ámnum 1979 til 1985 þegar samskipti risaveld- anna voru með minnsta móti. A undanfömum tveimur ámm hafa þeir Gorbachev og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, átt með sér tvo þýðingarmikla fundi. Fyrst í Genf í november 1985 og síðan í Reykjavík í október á síðastliðnu ári. Af þessum tveimur fundum var Reykjavíkurfundurinn tvímælalaust merkilegri og þar virðist hafa náðst samkomulag um meðaldrægu vopn- in, sem nú getur orðið að vemleika og svo einnig um helmings fækkun langdrægra kjamavopna, sem verð- ur væntanlega næsta skrefið í þessum viðræðum risaveldanna. Lengra virðist vera í land varðandi afstöðu risaveldanna til geimvama (SDI). Þessar viðræður leiðtoga risa- veldanna hafa mótað mjög umræð- ur og afstöðu manna á Vesturlönd- um til afvopnunarmála. Eftir Reykjavíkurfundinn hefur það nefnilega mnnið upp fyrir mörgum, að með samningum um útrýmingu meðaldrægra vopna, standi Evrópu- ríki berskjölduð gegn ógn hefð- bundins vígbúnaðar og efnavopna. Við því hefur verið bmgðist af hálfu Atlantshafsbandalagsins með til- lögum til Sovétmanna um nýjar viðræður í Vínarborg sem tækju væntanlega við af MBFR-viðræðun- um sem ég gat um hér að framan. Það er því ekki ósennilegt að nýtt „merki" verði sent út frá Reykjavík á vorfundi Atlantshafsráðsins síðar í þessari viku þar sem skilaboðin verði ekki ósvipuð þeim sem send vom með „merkinu frá Reykjavík" árið 1968. Næstu skrefin í afvopnunarmálum Um þessar mundir em 20 ár lið- in síðan sameiginleg vamarstefna ríkja Atlantshafsbandalagsins var samþykkt en hún er _ kennd við „sveigjanleg viðbrögð". I henni felst að hugsanlegri árás verði svarað með þeim hætti sem talinn er duga, en jafnframt að þessi hugsanlegi árásaraðili geti aldrei vitað fyrir- fram með hvaða tegund af vopnum áráis verði svarað. Hann getur því aldrei vitað hvaða afleiðingar slík árás kann að hafa. í þessu felst að kjamavopn hafa gegnt tilteknu hlutverki í vamarstefnu Atlants- hafsbandalagsins. Allur vamarvið- búnaður þess, þ.e. langdræg kjamavopn, meðaldræg og skamm- Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra rœðir við Einar Ben- ediktsson sendiherra í höfuð- stöðvum Atlants- hafsbanda- lagsins f Brussel. dræg, svo og hefðbundinn vígbún- aður er ein heild og verður að skoðast sem slík. Hluti af þessari heild er herafli Bandaríkjamanna og Kanadamanna í Evrópu sem á að undirstrika þá meginreglu bandalagsins að árás á eitt þeirra jafngildi árás á þau öll. Jafnhliða þessari vamarstefnu fara fram viðræður við ríki Varsjár- bandalagsins um niðurskurð herja. Nú hillir undir árangur í viðræðum um kjamavopn og fullvíst er að ríki Atlantshafsbandalagsins muni kappkosta að ná fram jöfnuði á sviði hcfðbundins vígbúnaðar. í þessu felst að áður en frekari við- ræður fara fram um niðurskurð kjarnavopna í Evrópu (t.d. hvað snertir vígvallarvopn) verði lögð áhersla t.d. á eyðingu efnavopna og jöfnuð á sviði hefðbundinna vopna. Með hliðsjón af framansögðu vil ég skilgreina markmið ríkja Atl- antshafsbandalagsins í viðræðum um afvopnunarmál með eftirgreind- um hætti: Það er draumsýn að menn geti útrýmt öllum kjamavopnum. Að minnsta kosti verða að vera til að- ferðir til að koma í veg fyrir að þekkingin til að smíða slík vopn verði ekki misnotuð — en sú þekk- ing verður alltaf til staðar. í fyrir- sjáanlegri framtíð verður ekki til sú tækni er tryggir öruggar vamir við slíkum vopnum. Því verður að búa við slíkt jafnvægi árásar- og vamarvopna að ekki komi til stríðs. I þessu sambandi verður bæði að líta á kjarnorkuvopn sem og hefð- bundin vopn. Verkefnið er, eins og áður segir, að skapa jafnvægi og stöðugleika við eins lágt stig vígbúnaðar og frekast er unnt. íslenskir öryggis- og varnarhagsmunir Þess var getið í upphafi þessarar greinar að Manlio Brosio, þáverandi framkvæmdastjóri NATO, hefði gert hemaðarlegt mikilvægi íslands að umræðuefni á fundi bandalags- ins í Reykjavík fyrir 19 árum. Við höfum á þeim árum sem síðan eru liðin ekki farið varhluta af þeirri gífurlegu flotauppbyggingu sem átt hefur sér stað í sovéska Norðurflot- anum. Hafi hemaðarleg þýðing landsins verið mikil 1968 er hún svo sannarlega ekki minni árið 1987. Sovéski flotinn hefur á þess- um tíma orðið stærsti úthafsfloti veraldar og öflugastur fjögurra flota Sovétríkjanna er Norðurflot- inn sem hefur bækistöð á Kola- skaga. Athafnasvæði hans eru hafsvæðin norður og austur af ís- landi. Þessi mikli flotastyrkur er ekki aðeins ógnun við samgönguleiðir Atlantshafsbandalagsins milli Evr- ópu og Ameríku heldur og við öiyggi íslands. Yfirráð á hafinu hafa alltaf varðað eyþjóðir eins og okkur afar miklu. Það snertir sigl- ingar eigin skipa, fískveiðar okkar og alla aðdrætti til landsins. Þessi hernaðarlega mikilvæga staða gerir það að verkum að hlut- leysi er óhugsandi við þær aðstæður sem nú eru í okkar heimshluta. Líklegt má raunar telja að slík stefna myndi draga mjög úr stöðug- leika á Norðurslóðum og væri þannig engum til gagns. Við getum á hinn bóginn hrósað happi yfr því að allir aðrir hagsmunir okkar mæla með þeirri lausn á öryggis- og varnarmálum okkar, sem leitt hefur af landfræðilegri legu lands- ins. Það á enn við sem Bjami Benediktsson sagði í framan- greindri ræðu sinni fyrir 19 árum að fráleitt væri að leggja Atlants- hafsbandalagið niður eða hverfa úr því nema önnur jafntrygg skipan kæmi í staðinn. Þá hafði bandalag- ið tryggt frið í Evrópu í tvo áratugi og nú hafa aðrir tveir bæst þar við. Þessi árangur er hreint ekki svo lítils virði. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur: Bandalagið verður að taka áskoruninni Það er vel við hæfi að Atlants- hafsráðið skuli halda ráðherra- fund sinn í Reykjavík. Um miðjan október hittust þeir hér yfir eina helgi, Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Leiðtoga- fundurinn opnaði okkur stór- fenglega nýja sýn. Við sáum fram á nýtt, betra og stöðugra samband á milli austurs og vest- urs — byggt á gagnkvæmu trausti og stutt af víðtækum sam- þykktum, sérstaklega hvað varðar takmörkun vígbúnaðar. Síðan þá er nokkuð vatn runnið til sjávar. En sýnin frá Reykjavík í október 1986 er ekki alveg horfin. Fulltrúar tveggja helstu stórveld- anna ræða nú sín á milli einstök atriði þeirra meginmála, sem voru viðfangsefni fundarins í Reykjavík. Þau snertu þá þætti, sem eru efst á dagskrá í samskiptum austurs og vesturs, eins og takmörkun vígbún- aðar, mannréttindi, deilumál sem varða tiltekna heimshluta og svo framvegis. A ráðherrafundinum nú gefst gott tækifæri fyrir ríkisstjóm- ir bandalagsþjóðanna til að skoða stöðuna og ræða saman um afleið- ingamar fyrir Atlanshafsbandalag- ið. Ef til vill eru nú söguleg tíma- mót í samskiptum austurs og vesturs og í öryggismálum? Ef til vill þurfum við ekki alla tíð að eiga stirð samskipti við aust- antjaldslöndin? Eða er málum þannig háttað að við verðum endalaust að veita mikl- Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur. um fjármunum til vamarmála, þegar svo margt annað þarf að gera? Svörin við þessum spumingum eru ekki eingöngu eða aðallega í okkar höndum. Við megum ekki gleyma að það er ógnin sem okkur réttilega finnst stafa frá Sovét- mönnum, sem skapaði þörf okkar fyrir núverandi fælingar- og vam- arkerfi. En það er skylda okkar að fylgjast náið með þróun mála, end- urmeta stöðuna og ákveða aðgerðir. Sum svörin era þannig í okkar höndum. Grandvöllur umræðna okkar for- ystumanna vestrænna lýðræðisríkja er hjá kjósendum. Við verðum að reyna að koma til móts við óskir almennings. En það er ekki síður skylda okkar að hafa forystu í umræðum um nýjar hugmyndir og skapa einhug um þær. Við eigum í senn að veita leiðsögn og fara að óskum annarra. Vegna þess að við störfum saman í vamarbandalagi er sérstaklega mikilvægt að við látum veralega að okkur kveða í öryggismálum. Við eigum að leggja okkur fram um að skapa nýjar aðstæður til að gera heiminn að betri bústað fyrir okkur öll. Þetta getum við meðal annars gert með því að efla stöðug- leika í samskiptum austurs og vesturs, með því drögum við úr spennu í Evrópu og vinnum gegn skiptingu álfunnar. Þetta er nauðsynlegt að við ger- um til þess að sannfæra þjóðir okkar, ekki síst unga fólkið, sem hefur aldrei kynnst stríði eða niður- lægingu erlends hemáms, um að traustar hervamir eru fram-félags- lega þjónustan, sem velferðarríkið veitir. Það hefur ekki orðið auðveldara fyrir okkur að kynna málstað okkar eftir að nýr kraftmikill leiðtogi tók við völdum í Moskvu. Leiðtogi sem talar á vestræna vísu og viðurkenn- ir að við lifum í heimi þar sem hver er háður öðram, þar sem ekkert ríki getur tryggt öryggi sitt á kostn- að annarra. Hann styrkir þessa ímynd meðal annars með því að samþykkja tillögur Atlantshafs- bandalagsins um eyðingu meðal- drægra kjamorkuvopna. En þetta hefur svo sannarlega gert starf okkar meira spennandi. Við semjum ekki um frelsi okkar og gildismat. Til að halda trúverð- ugleika okkar sem vamarbandalag verðum við hins vegar að láta reyna á stefnu Gorbachevs. Þegar við geram það verðum við að vera bæði djörf, hugmyndarík og tilbúin til þess að jafna ágreining með gagnkvæmum tilslökunum. Við höldum áfram að sinna þeirri skyldu okkar að tryggja stöðugri, ódýrari og traustari grandvöll fyrir öryggi okkar með minni vígbúnaði. Þessi staða kallar á raunverulega forystu. Málefnaleg staða okkar er góð og við verðum að koma ’nenni kröft- uglega til skila. Við höfum mikið að vinna. Á þessari stundu — sem gæti orðið söguleg — verðum við að grípa tækifærin sem okkur bjóðast: “í mannlífínu gætir flóðs og fjöru; sé flóðsins neytt, er opin leið til gæfu, en liist það, er iífsins sigling teppt á grunnu lóni lítilmennsku og smánar. Nú ber oss uppi háflóð stærsta straums; vér grípum það! því ef oss fjarar uppi, þá tapast allt.“ (Úr Júliiui Sesar. Þýðing Heiga Hálfdanar- sonar.) Með þessari tilvitnun í Shakespe- are lýk ég máli mínu, sannfærður um að þegar aðilar Atlantshafs- bandalagsins standa saman, þá er það fullfært um að taka þessari áskoran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.