Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987
BÆKUR
Geðsjúkir
voru sveltir
í hel
Hinn blóð-
ugi ferill
„borg’ar-
skærulið-
Baader og Ensslin: „Einstaklega ógeðfellt fólk
anna
u
Fyrir tuttugu árum, 2. júní árið
1967, féll ungur, þýskur stúd-
ent fyrir byssukúlum lögreglu-
manna, sem réðust að ástæðu-
lausu á fólk, sem safnast hafði
saman til að mótmæla komu
Persakeisara til Berlínar. Þessi
atburður varð til þess, að lítill
minnihluti innan stúdentahreyf-
ingarinnar sannfærðist um, að
„þetta fasistaríki" eins og einn
þeirra, Gudrun Ensslin, sagði,
„ætlar að drepa okkur öll“. Við-
brögðin voru svo þau að hefja
íkveikjuherferð í vestur-þýskum
stórverslunum.
Ensslin og Andreas Baader fengu
brátt til liðs við sig Ulrike Mein-
hof, kunnan blaðamann, og brátt
skutu aðrir hópar upp kollinum,
eins og t.d. „Annars júní-hreyfing-
in“. Þegar komið var fram á árið
1970 voru þau farin að stunda
reglulega hryðjuverkastarfsemi.
Um sjö ára skeið rændu þau banka,
stóðu fyrir sprengjutilræðum í her-
stöðvum Bandaríkjamanna og
rændu og myrtu ýmsa kunna menn.
Eitt af öðru féllu þau í hendur lög-
reglunni, stundum eftir skotbar-
daga, og sum þeirra létu lífíð.
Stefan Aust, fréttamaður hjá
Norður-þýska sjónvarpinu, þekkti
Meinhof og suma samstarfsmenn
hennar þegar hún var blaðamaður
en var þó aldrei félagi í hópnum. í
bók, sem hann hefur skrifað um
þetta fólk, tekst honum ekki fylli-
lega að skýra hvers vegna það greip
til hryðjuverka í pólitískri baráttu
sinni en hann hlífír þó engum í
vægðarlausri gagnrýni sinni. Baad-
er og félagar hans birtast þar sem
einstaklega ógeðfellt fólk. Hryðju-
verkin voru ekki rómantísk ævin-
týraleit á villigötum, heldur soraleg
sjálfselska og eigingimi. Stuðnings-
menn hryðjuverkamannanna voru
miskunnarlaust misnotaðir og lög-
fræðingamir, sem tóku að sér að
veija mál þeirra, máttu sætta sig
við að vera svívirtir og hrakyrtir
af skjólstæðingunum.
í bókinni kemur fram, að fyrir
Horst Herold, yfírmann rannsókn-
arlögreglunnar, var leitin að hryðju-
verkamönnunum orðin að
þráhyggju. Hann settist meira að
segja að á skrifstofunni með allt
sitt hafurtask. Árið 1971 hafði hann
1000 mönnum á að skipa og fjár-
hagsáætlun upp á 55 milljónir
marka en þegar hann settist í helg-
an stein árið 1981 hafði hann 3500
manns í þjónustu sinni og árleg
útgjöld voru 300 milljónir marka.
Hafði hann þá komið upp gífurlegu
eftirlits- og upplýsingakerfi þar sem
skráð vom nöfn 4,7 milljóna manna,
1,9 milljónir ljósmynda og 60.000
rithandarsýnishom. Eftirlit var haft
með rúmlega 6000 einstaklingum.
Þrátt fyrir allt þetta léku margir
hryðjuverkamenn lausum hala og
ströng gæsla og einangrun hryðju-
verkamanna í fangelsi kom ekki í
veg fyrir, að þeir fengju í hendurn-
ar skammbyssur, útvörp, sprengi-
efni, leiðslur og ljósaperur,
myndavélar, heymartæki, suðuhell-
ur og aðra tiltölulega fyrirferðar-
mikla hluti.
Hryðjuverkamönnunum tókst
jafnvel að koma upp fjarskiptakerfi
í fangelsinu en líklegt er, að yfir-
völdin hafi lokað augunum fyrir því
vegna þess, að þau gátu fylgst með
því, sem fram fór. Baader, Raspe
og aðrir fengu öll þau lyf, sem þeir
báðu um. Á næstum hvetju kvöldi
tók Baader inn eða var sprautaður
með ótrúlegum lyfjahræringi, bæði
örvandi lyQum og svæfandi og hlýt-
ur það að hafa haft áhrif á andlega
líðan hans.
Lokaþáttur harmleiksins fór
fram árið 1977 þegar hryðjuverka-
mennimir, sem enn gengu lausir,
rændu Hanns-Martin Schleyer,
formanni vestur-þýska vinnuveiten-
dasambandsins, og kváðust mundu
skipta á honum og Baader og öðrum
hryðjuverkamönnum í Stamm-
heim-fangelsinu. Á sama tíma
rændu palestínskir hryðjuverka-
menn (aldrei hefur tekist að færa
sönnur á tengsl þeirra við Baader-
Meinhof-hópinn) farþegaflugvél frá
Lufthansa og kröfðust þess sama.
Þýskir hermenn réðust loks inn
í flugvélina á flugvellinum í Moga-
dishu í Sómalíu og frelsuðu far-
þegana og daginn eftir fundust
Baader, Ensslin og Raspe látin í
klefum sínum. Skömmu síðar var
Schleyer myrtur. Líklega verður
aldrei að fullu ljóst hvemig dauða
hryðjuverkamannanna bar að hönd-
um. Sennilegast er, að þeir hafí
svipt sig lífí enda höfðu þeir hótað
því. Þau trúðu því öll, að þau væru
píslarvottar og að litið yrði á dauða
þeirra sem morð.
Vichy-stjórnin í Frakklandi lét
það viðgangast, að 40.000
geðsjúklingar vom sveltir til bana
á stríðsárunum. Kemur þetta fram
í nýútkominni bók, en þar er hul-
unni svipt að því, sem franska
blaðið Le Monde kallar „samsæri
þagnarinnar um þetta óskaplega
hneyksli".
í bókinni L’Exterminatiion Douce
eftir geðsjúkdómafræðinginn dr.
Max Lafont er þessum atburðum
líkt við framferði nasista, sem tóku
af lífí 200.000 geðsjúklinga í Þýska-
landi. Le Monde segir, að þótt það
hafí ekki verið opinber stefna í
Frakklandi að útrýma andlega van-
heilu fólki, hafi sjúklingarnir verið
látnir deyja „vegna afskiptaleysis
læknanna, sem litu á dauða þeirra
sem tilvalið rannsóknarefni".
Efni bókarinnar sækir höfundur-
inn aðallega í opinberar skýrslur,
sem lítt hefur verið haldið á loft, í
læknaskýrslur frá þessum tíma og
í frásagnir vitna. Áttu alvarlegustu
atburðimir sér stað í Lyon þar sem
Klaus Barbie hafði höfuðstöðvar
sínar. Seigdrepandi meðferðin á
sjúklingunum var hins vegar alveg
á ábyrgð Frakka sjálfra. Opinber-
lega var litið á geðsjúkt fólk sem
„gagnslaust fyrir samfélagið" og
daglegur matarskammtur þess nam
aðeins 1400 hitaeiningum, helmingi
minna en fullorðinn maður kemst
af með.
Skelfilegar lýsingar bókarinnar á
lífínu í geðsjúkrahúsunum og ljós-
myndir af „lifandi beinagrindum",
sem voru teknar þegar hemáminu
lauk, benda til, að fólkið hafí ekki
einu sinni fengið þennan nauma
matarskammt. I skýrslum yfírlækn-
isins við Bron-sjúkrahúsið segir
hann frá sjúklingum, sem „átu sína
eigin fíngur, börkinn á tijánum,
saurinn úr sjálfum sér og dmkku
þvagið. Þeir lifðu eins og skepnur“.
Tvö þúsund af 2.800 sjúklingum
á sjúkrahúsinu dóu úr hungri á
ámnum 1940—44 og það þótt þeir
hafí að sögn læknanna rifíð upp
með rótum og lagt sér til munns
allan gróður í spítalagarðinum og
barist hver við annan um allt, sem
til féll, eggjaskum, hnetubrot og
þess háttar.
Á vegum sjúkrahússins var rekið
stórt býli, en afurðirnar vom seldar
annars staðar. Læknamir notuðu
hins vegar sjúklingana til að rann-
saka „hina ofboðslegu matarlyst
geðveikra manna" eða til að gera
á þeim tilraunir með ný lyf.
Dr. Lafont segir, að franska
læknafélagið hafí á árinu 1942,
þegar sjúkrahúsið var enn á fijálsa
svæðinu og stjórnað frá Vichy, bor-
ið fram lítilfjörleg mótmæli við
meðferðinni á sjúklingunum en á
þeim var ekkert mark tekið. Sérstök
læknaráðstefna vísaði á bug sem
„vitleysu" skýrslu um þetta efni,
en þar var því haldið fram, að
stærri matarskammtur geti fækkað
dauðsföllunum meðal sjúklinganna.
Höfundur bókarinnar fer sér-
staklega hörðum orðum um þá
lækna, sem reyndu að sanna, að
geðveikt fólk væri öðm fólki næm-
ara fyrir sumum sjúkdómum eða
notuðu tækifærið til að athuga áhrif
hungurs á ýmsa geðsjúkdóma.
- PAUL WEBSTER.
SJUKDOMARl
Þjáningar
eru óþarfer,
segja þeir
hjá SÞ
Samkvæmt rannsóknum, sem
Alþjóða heilbrigðismálastofn-
unin hefur látið fara fram um víða
veröld kemur fram, að lyf draga
úr þjáningum í 90% tilvika séu þau
gefín í hæfilegu magni og á réttum
tíma.
Þessar rannsóknir em liður í
alþjóðlegu átaki gegn krabbameini
og er þar lögð meiri áhersla á að
lina þjáningar krabbameinssjúkl-
inga og veita fræðslu er að gagni
kemur. Þrennskonar kvalastillandi
lyf ber að gefa sjúklingum. í fyrsta
lagi aspirín eða paracetmol, því
næst codeine og loks morfín. Þessi
lyf á að gefa sjúklingum með
reglubundnu millibili þar til þeir
fínna ekki lengur til. Alþjóða heil-
brigðismálastofnunin heldur því
eindregið fram, að sérhver
krabbbameinssjúklingur eigi rétt
á því að kvalir hans séu linaðar.
Hér er stórmál á ferðinni, því
að tíundi hver maður deyr af völd-
um krabbameins og nú hefur
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin
gert átak til að fræða heilbrigðis-
stéttir og aimenning um gmnd-
vallaratriðin í lyfjameðferð, sem
miðar að því að lina þjáningar
hinna sjúku.
Jan Stjemsward, yfirmaður
krabbameinsdeildar Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar, ráð-
leggur krabbameinssjúklingum
sem þjást mikið, að biðja lækna
sína eindregið um kvalastillandi
lyf. Hann ráðleggur jafnframt Ijöl-
skyldum sjúklinganna að krefjast
þess að þessi lyf séu gefín, ef
augljósa nauðsyn beri til. Hann
segir að sjúklingar séu látnir þjást
að óþörfu alltof oft vegna þess að
almennt sé álitið að þjáningar séu
óhjákvæmilegur fylgifiskur
krabbameins og þar af leiðandi sé
nauðsynlegt að sætta sig við þær.
„Ekkert er fjær sanni,“ bætir
hann við. „Það er hægt að gefa
lyf gegn kvölum og halda þeim í
skeQum. Kvalir eru ekki óhjá-
kvæmileg afleiðing krabbameins.
Margir umbera þjáningamar af
mikilli þrautseigju, en þeir ættu
frekar að krefjast kvalastillandi
'yfja-
Leitað — Krabbameinsfélagið hér heima er einmitt búið svona tækjum.
Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
in hefur nýlega staðið að sérstakri
rannsóknaráætlun sem margar
vrtar heilbrigðisstofnanir standa
að. Niðurstaða þessara rannsókna
er á þá lund, að sé rétt lyf gefíð
í hæfílegu magni á réttum tíma
dragi það úr sársauka í 90% til-
vika.
Rannsóknir í Bretlandi og Norð-
ur-Ameríku hafa leitt í ljós að 60%
þeirra sem bíða dauðans af völdum
krabbameins þjáist verulega. Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunin
skellir skuldinni meðal annars á
það fólk í heilbrigðisstétt sem er
haldið ótta við að sterk kvala-
stillandi lyf geti leitt til þess að
sjúklingamir ánetjist þeim. Þá er
bent á að velviljaðir læknar gefí
lyf í of litlum mæli þar sem þeir
telji áhrif þeirra meiri og varan-
legri en raunin sé. Mjög algengt
er og að hjúkrunarkonur skeri
lyfjaskammta við nögl. Flest lönd
hafa löggjöf sem takmarka að-
gang þeirra manna að lyQum sem
mesta þörfína hafa fyrir þau.
Kanadamenn bmtu blað í sög-
unni fyrir hálfu öðm ári er þeir
heimiluðu notkun heróíns við sárs-