Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987
„Margt er rotið í kýrhausnum",
hrópaði einn eldhress þáttasjóri
úr útvarpstækinu mínu. Maður sá
fyrir sér kasúldinn beljuhaus og
áttaði sig ekki almennilega á
samlíkingunni við lagið sem á eft-
ir fylgdi. Svo rotið var það ekki.
Hér látum við okkur nægja að
segja að margt sé skrýtið í kýr-
hausnum, enda mundi Gáruhöf-
undur varla dirfast að segja
framan í þjóðina að hér sé eitt-
hvað rotið, þótt Shakespeare
heitinn slengdi því framan í aðra
þjóð að eitthvað sé rotið í Dana-
veldi. Hér er kýrhausinn semsagt
í líkingunni landið okkar, um 103
þúsund ferkílómetrar að fleti með
tiltölulega lágum fjöllum ( á hinn
alkunna heimsmælikvarða) upp
úr fletinum. Og það skrýtna í því
eru þá þessar innan við 160 þús-
und hræður, sem hafa samheitið
þjóð, og dreifa sér um ströndina,
í þéttleika eftir smekk og aðstæð-
um. En allar á þessum sama fleti,
afgirtum af sjó allt um kring.
Sem maður situr nú einn ljúfan
sumarmorgun, ánægður með að
nú skuli þó komin stjóm til að
taka í stjómartaumana eftir vond-
an slaka meðan umboðslítil stjórn-
völd sátu með bundnar hendur frá
kosningum, gefst fyrrnefndri þjóð
tækifæri í útvarpi til að spyija
stjómarformanninn um fyrir-
huguð áform og aðgerðir. Þá
tekur nokkuð skrýtið eða kannski
öllu heldur fróðlegt að berast úr
munni títtnefnds kýrhauss.
Nokkrir virðast ekki geta ímyndað
sér að nokkur maðurí ráðherra-
stóli geti séð þetta land í heilu
lagj. Þar sem ekki nema sumir
ráðherranna væru utan af lands-
byggðinni, mundi hún áreiðanlega
ekki bera hag dreifbýlisins fyrir
bijósti. Kannski vorkun, þar radd-
ir höfðu í fjölmiðlum heyrst frá
fleirum en einum alþingismanni,
jafnvel þeim sem setið hafa sjálfir
í ráðherrastóli, um að manneskja
sem ekki er úr dreifbýlinu geti
ekki haft hag þess í huga. Ljótt
er ef satt er. Þá hlyti þetta líka
að virka öfugt, að ráðherra úr
dreifbýlinu sé og hafí verið van-
hæfur til að hafa hag þéttbýlis-
fólks í huga. Þetta varð riú
talsvert áfall, en hver er ég að
draga í efa tortryggni þeirra sem
hafa reynsluþekkinguna, hafa
sjálfir staðið í þeim sporum.
Og í þéttbýlinu er mun meira
en helmingur þjóðarinnar, þótt
erfitt sé að draga línur um hvar
dreifbýli bytjar og þéttbýli endar.
Fólk hefur nefnilega lengi haft
þá áráttu að þjappa sér saman í
bæi á ólíklegustu stöðum, í miðju
dreifbýlinu á þessum fleti sem hér
á undan var líkt við kýrhaus. Til-
teknir spyijendur virtust hafa
þetta alveg á hreinu, sögðu sem
svo að tvö kjördæmi, Reykjavík
og Reykjaneskjördæmi, væri þétt-
býli, en öll hin dreifbýli, sem er
vitanlega allmikið einfaldað, a.m.
k. um Suðurnesin og uppsveitir
þess síðamefnda. En til hægðar-
auka skulum við bara halda okkur
við það, þar sem Gáruhöfundur
kann ekki að skipta mannfólkinu
á íslandi upp í svona klára flokka.
Af umræðunum í fyrmefndu
morgunútvarpi mátti stundum
skilja að fátt væri - eftir þessari
skilgreiningu - um fína drætti
fyrir dreifbýlisfólk í nýju ríkis-
stjóminni.
Ef þetta væri nú svona, sem
Gáruhöfundur getur ekki énn fal-
list á, að þingmenn og ráðherrar
geti ekki horft nema niður fyrir
tærnar á sér og alls ekki út fyrir
kjördæmi sitt, þá horfir hver auð-
vitað bara til síns heimamanns.
En hvernig er þá þessi ríkissjóm
samansett? í ljósi umræðnanna
dulítið skrytið.
Ráherrarnir nýju em 11, þar af
fjórir landsbyggðamenn eftir of-
angreindri skilgreiningu. Þar búa
nú skv. mannfjöldatölum 1986 96
þúsund manns. Það eru 38-39%
af þjóðinni. Ef við lítum svo á
ráðherrana í nýju stjórninni, þá
eru 36% af þeim úr dreifbýlinu.
Nánast í réttu hlutfalli við fólks-
fjöldann í landinu. Og alveg ef
sveitir sv-lands eru dreifbýli.
Nú trúir sem betur fer fjöldi
manns á þessu landi ekki á þetta
þrönga sjónarhorn. Hvemig ætti
líka að trúa slíku fólki fyrir því
að marka framtíð Islands og Is-
lendinga í hinum stóra heimi með
sívaxandi sameiginleg vandamál,
ef þeir treystu sér ekki til að sjá
út fyrir kjördæmið sitt? Bera þá
jafnvel meira traust til þeirra sem
sjá víðar og treysta sér til að
stjóma öllu landinu og bera hag
landsmanna fyrir bijósti - í einu
lagi. Af einhveijum undarlegum
ástæðum virðist aðskilnaðarstefn-
an hér verða háværari, einmitt
þegar í upphafi tæknibyltingar er
allt útlit fyrir að sífellt minna
máli skipti hvar fólk býr. Við
stöndum á þeim þröskuldi.
I skýrslu sérstaks vinnuhóps
um tæknibreytingar hjá Rann-
sóknaráði, þar sem m.a. er fjallað
um útbreiðslu upplýsingatækni í
atvinnulífinu og opinberri stjórn-
sýslu, er gerð grein fyrir því að
í þjóðfélagi sem taka mun við af
iðntækniþjóðfélaginu verði upp-
lýsinar og þekking í brennidepli.
Enda em þjónustu og upplýsinga-
störf hratt að taka við af fmm-
greinum hér sem annars staðar.
Um þær stórstígu breytingar sem
tölvutæknin er að valda á öllum
sviðum mannlífsins, sagði einn
sérfræðinganna: „Ýmsir spá því
eða benda að minnsta kosti á
þann möguleika að í upplýsinga-
þjóðfélaginu muni vinnustaðurinn
breytast og bæði skóla og vinnu,
ásamt fjölmörgu öðm megi fólk
að mestu stunda úr stofunni
heima hjá sér. Ef svo verður mun
þetta valda byltingu í þjóðfélag-
inu. Hinn hefðbundni vinnustaður,
skóli, skrifstofa eða verslun mun
hverfa. Eftir munu standa tölvu-
miðstöðvar og vörugeymslur, sem
þjónað verður af tölvuvæddum
vélmennum." Fólk sinnir vinnu
og skóla heima, kaupir sömuleiðs
inn, stundar bankaviðskipti og
skipuleggur tíma sinn og það gild-
ir hvar sem er á landinu." Við
sjáum upp renna þann tíma sem
allt er hægt að gera hvaðan sem
er og ekki skiptir máli hve marg-
ir kílómetrar em á milli. Það sem
gildir er að koma samgöngum og
samskiptaleiðum með síma, tölv-
um og myndskjáum ásamt upp-
lýsinagabönkum sem fyrst í
samband og aðgengilegt öllum
fyrir sama verð. Þá geta menn
búið hvar sem er, starfað hvar
sem þeir kjósa. Kannski em þessi
hörðu viðbrögð núna, svona eins
og helfró í dauðastríði gamals
kerfis, meðan menn sjá ekki skýrt
fyrir sér myndina af framtíðar-
samfélagi þar sem búseta og
fjarlægðir em ekki eins mikil
hindmn og var í iðnaðar- og veiði-
mannaþjóðfélaginu. Rýmið er
búið, meira um það seinna.
Lækningastofa
Hef opnað lækningastofu
á Grensásvegi 50.
Sérgrein:
Orku- og endurhæfingarlækningar.
Gísli Einarsson.
Sími 689606.
Hef opnað stofu fyrir
sjúkraþjálfun
á Grensásvegi 50
■w—^ Törn Sjúkraþjálfun
|Her inn á lang X. flest Sigrún Benediktsdóttir, löqqiltur
heimili landsins! sjúkraþjálfari
Sími 689606
r~IMIJ SKÍIXI SÓLIIM L.ÍKA í IM-EVRÓPU~1
Sögufargjöldin fáiö þiö hjá okkur
Verðskrá fyrir flug- og bíl-ferðir:
Staður Flug BÍIIA1 Barnaafsláttur Brottför
frá kr. 1 vika 2-11 ára vikudagur
Luxembourg 11.780* 6.025 5.590 alla daga
Salzburg 16.760 8.688 8.380 föstudaga/sunnudaga
Amsterdam 12.840* 8.842 6.240 sunnudaga
14.190 8.842 7.100 föstudaga
Hamborg 14.190 9.992 7.100 fimmtudaga
*Superapex — bókist meö 14 daga fyrirvara.
KOLN 10/8
Flug og bíil frdi 9.993.- Heim frá Amsterdam eða
Hamborg eftir 1,2 eða 3 vikur. Takmarkaður sætafjöldi.
FERÐASKRIFSTOFAN
^soga
VAL TJARNARGATA 10 SÍMI.28633