Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 26
rsr a 26 B t )AC1'V/íW}% (!;ÍIA )f ^fX' ( M Jl Xí f MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987 MCttnAnn „ þú EAJN OG ^FTOR ! “ I 1 3 s © Þakka fi*ænka! Neðsti hnappurinn er ef þig langar í kaffisopa. Eg man ekki hvað sá næsti er fyrir. Sá efsti er bein skip- un um flugskeytaárás! HÖGNI HREKKVÍSI að um ferðamenn í Lesbók Morgunblaðsins 4. þ.m. birtist á forsíðu mynd, sem sögð er af hópi erlendra ferðamanna að neyta nestis síns úti í náttúrunni. I texta með myndinni segir, að þess- ir ferðamenn hafi leyft sér þá „óhæfu“ að neyta nestis síns í góð- viðrinu í dásamlegu umhverfi Búðahrauns, í stað þess að kaupa sér mat á nærliggjandi veitingahúsi á Búðum. I textanum eru hinum erlendu ferðamönnum valin hin háðulegustu ummæli ogjafnvel skammaryrði og klykkt út með hótun um, að slík ósvinna verði vart þoluð lengur. Sérstaklega er þó talið ámælisvert ef erlendir ferðamenn kynnu að taka með sér eitthvað af mat frá sínu heimalandi til slíkrar neyzlu í bland með blessuðu ijallalambinu. Til ábætis eru svo erlendir ferða- menn sakaðir um slæma umgengni hér á landi og yfirleitt séu þessir ferðamenn hinn mesti óþurftarlýð- ur, sem gera ætti ráðstafanir til að losna við sem fyrst. Þessi og þvílík skrif ri§a upp sumt af því, sem áður hefur verið skrifað af litlum skilningi um erlenda ferðamenn, sem sótt hafa Island heim. Margir muna eflaust eftir þeim umræðum, sem urðu á 7. og 8. áratugnum um „bakpoka)ýðinn“, sem flykktist til landsins og flæktist um þjóðvegina. Þessu fólki var þá upp til hópa líkt við sníkjudýr, sem ekkert væri upp úr að hafa og því bezt að losna við það. Þessi ferðamáti, aðallega ungs fólks, var þá orðinn mjög útbreidd- ur í Evrópu og víðar og í stað þess að amast við þessum ferðamönnum voru í mörgum löndum gerðar ráð- stafanir til að auðvelda þeim ferðalögin með byggingu ódýrra gistiheimila. Svo tók íslenzkt æskufólk upp á því að ferðast um land sitt á þenn- an máta og þá þótti það auðvitað lofsvert og nú talar enginn lengur um „bakpokalýð". A seinni árum hafa svo risið um land allt gisti- heimili fyrir þetta ferðafólk og aðra, sem vilja ferðast ódýrt, eða svefn- pokapláss verið útbúin við virðuleg gistihús. Slík viðbrögð eru lofsverð og sýna, að menn í ferðaiðnaðinum laga sig að breyttum ferðaháttum. Ferðir Islendinga til sólarlanda hafa aukist mjög á undanförnum áratug. Ekkert er undarlegt við það, að mataræði í framandi lönd- um falli ekki öllum í geð. Heyrt hefur maður um þá landa, sem mæta þessum vanda með því að hafa í farteski sínu eigin mat svo sem hangikjöt eða saltfisk, en hvorttveggja þolir vel flutning og geymslu. M.a. er þessa getið í grein í Morgunblaðinu 9. þ.m. um ferða- hætti Islendinga, sem fara um Keflavíkurflugvöll til sólarlanda. Þegar að er gáð er þetta ekki undarlegt því að með þessu verður fólk síður háð framandi mat, sem ekki vinnst tími til að venjast og auk þess má á þennan hátt drýgja ferðagjaldeyrinn. Með aukningu hins alþjóðlega ferðamannastraums hefur ferða- mátinn tekið breytingum. Fylgir þetta bættum samgöngum og betri tækni við geymslu matvæla. Hefur það mjög farið í vöxt í Evrópu, að fólk, sem ferðast í eigin farartækj- um, misjafnlega stórum, hafi með sér eigin vistir að hluta. Með þessu verða menn minna háðir veitinga- stöðum, sem getur verið til sparnað- ar, en flestir reyna að ferðast eins ódýrt og kostur er. Einnig geta menn þá ef veður og aðstæður leyfa, neytt nestis síns úti í náttúr- unni, en víða í þéttbýlum löndum hefur verið sköpuð aðstaða fyrir slíkt. Hér á landi er víðast auðvelt að finna sér hentuga staði til að neyta nestis síns í fögru umhverfi, fyrir þá, sem það kjósa. Þetta var sá ferðamáti, sem var sá eini mögu- legi áður en veitingahús risu við þjóðvegi landsins og margir eru þeir, sem enn í dag taka náttúruna fram yfir veitingastaðina þegar veð- ur leyfir. Er auðvitað fáránlegt að amast við þessu á sama hátt og áður var amast við „bakpokalýðnum", og allt tal um að setja beri hömlur á aðgang ferðamanna að landinu í þá veru, sem fyrrnefndur mynda- texti bendir til er auðvitað slík fásinna að engu tali tekur og leiðin- legt, að svo virt rit, sem Lesbókin er, skuli ljá sig til slíks. Og svo var það umgengnin. Enda þótt mikil framför hafi orðið á und- anförnum árum í umgengni íslenzkra ferðamanna um eigið land þá dylst ekki þeim, sem ferðast hafa t.d. um meginland Evrópu, að við eigum mikið ólært í þeim efnum. Það mun og reynsla hér, að útlend- ir ferðamenn ganga yfirleitt vel um og skilja ekki eftir sig rusl á ferða- leiðum, þó frá því geti auðvitað verið undantekningar. Ég tel því almenna ásökun í myndatextanum um sóðalega umgengni ómaklega. Davíð Ólafsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend- ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar Furðulegasti útvarpsþátturinn hét það hér í dálkunum fyrir skemmstu þegar við sögðum frá því tiltæki þeirra á Bylgjunni að ramba heim til „þekktra borgara“ og fá að snuðra um ísskápinn þeirra og ijúka síðan með það í hlustendur hvað hinir snjöllu útsendarar stöðv- arinnar hefðu fundið í fyrrnefndum matarhirslum. Til dæmis vitum við núna að einn af ritstjórum þessa lands étur harðfisk, og þegar þessir nýstárlegu gáttaþefir Bylgjunnar voru á ferðinni hjá honum lumaði hann þar að auki á slatta af vínbeij- um sem fjölskyldan hafði ekki orkað að koma í lóg þegar hún vár að troða í sig helgarkrásunum. Ekki ónýtt að eiga aðgang að svona ágætum fjölmiðli sem kann að skilja hismið frá kjarnanum og lætur sér ekkert mannlegt óviðkom- andi. En svo að maður tali nú í alvöru, þá skal tvo til eins og Dansk- urinn segir. Og þessir grátbroslegu ísskápasnápar væru vitanlega sjálf- dauðir ef þeir ættu ekki vísan aðgang að fólki sem virðist halda að því sé vegsemd að því að fá matarleifar sínar í útvarpið. Danski skopmeistarinn Victor Borge, sem um áratuga skeið hefur verið búsettur í Bandaríkjun- um, harmaði það í blaðaviðtali um daginn hve litla rækt Danir legðu við móðurmál sitt. Hann orðaði það svo að þegar hann kæmi til gamla landsins fyndist honum næstum sem hann væri þar eini maðurinn sem mælti á dönsku. Því fer til allrar hamingju fjarri að við séum búnir að leika íslensk- una svona grátt, en við þurfum samt vissulega að fara að gæta okkar. Verst er það og forkastan- legast hvað sumir fréttamenn standa sig afleitlega og sýnist þó einmitt sem móðurmálið ætti að vera þeim jafn mikilvægt atvinnutól og hamarinn smiðnum. Svo eru það hrokagikkirnir eða að minnsta kosti þeir sjálfumglöðu sem þykjast víst vera yfir það hafnir að vera að gera sér rellu útaf fáeinum orðum og svoleiðis dóti. xxx Hér eru þijú glæný sýnishorn úrþessu dapurlega ruslasafni: 1. Blaðamaður tekur saman pistil um fjárhag nokkurra íþróttafé- íaga og víkur í því sambandi að tekjum þeirra. Nema hann talar bara alls ekki um „tekjur“. Á máli þessa blaðamanns hafa umrædd félög nefnilega „inn- kornu". 2. Starfsbróðir hans á öðru blaði rekur saman erlenda frétt og upplýsir okkur við svo búið í undirfyrirsögn: „Fyrrum ein- ræðisherra Filippseyja hugðist he§a nýjan karríer . . .“ Munur að vera sleipur í ensk- unni og vita það. 3. Og í hlemmistórri auglýsingu í þriðja blaðinu er okkur tjáð með andköfum: „Þú sparar grilltíma, notar færri kol.“ Það er semsagt liðin tíð hjá þess- um auglýsingamanni að minnsta kosti að kol séu seld eftir vigt. Maður töltir bara inn og horfir í augu afgreiðslumannsins og segir hæversklega: „Ég ætla að fá sjö kol, ef þú vildir gera svo vel.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.