Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 11
TJHM HHl. ('! m«A Uiviriqci./ ö flf MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987 B 11 Barbara Meyer Nýir meðlimir Rauðu herdeildarinnar, sem eftirlýstir eru fyrir meint hryðjuverk. Horst Ludwig Meyer Thomas Simon að hafa skotið á franskan lög- reglumann í París 4. ágúst 1981 og sært hann lífshættulega. Sigrid Sternebeck. er 34 ára og er frá Bad Pyrmont. Hún er talin hafa átt aðild að morðinu á Jurgen Ponto 30. júlí 1977 og að morðtilraun við embættismenn ríkissaksóknaraembættisins í Karlsruhe í ágúst sama ár. Allt þetta fólk fer nú ýmist huldu höfði eða hefur tekið upp fölsk nöfn og orðið sér út um fölsk vegabréf, til þess að lögreglan nái ekki að hafa hendur í hári þess. Um árabil hafa einnig verið til staðar önnur hryðjuverkasamtök öfga sinnaðra vinstri manna í Vestur- Þýzkalandi, sem kalla sig “Byltingarsellurnar“. Þessi sam- tök bera m. a. ábyrgð á morðinu á einum af þingmönnum Frjálsra demókrata, sem framið var 1981. Byltingarsellurnar hafa haldið uppi hryðjuverkastarfsemi nær viðstöðulaust allt frá árinu 1973 og staðið fyrir um 250 íkveikjum og sprenguárásum. Opnari landamæri Landamæri milli ríkja í Vestur- Evrópu verða æ opnari og því erfiðara og erfiðara að fylgjast með öllum þeim mikla mannfjölda - ferðamönnum og öðrum - sem fara þar milli landa. Af þessum sökum fer sú skoðun vaxandi, að nú sé miklu meiri þörf en áður á sérstakri sameiginlegri stofnun Vestur-Evrópuríkjanna, sem vinni að því ásamt Alþjóðalögreglunni (Interpol) að leita uppi hryðju- verkamenn og afbrotamenn landa í milli. Bent er á, að með nútíma tölvu- tækni, megi senda allar upplýsing- ar á sekúndubroti til lögreglu- stöðva alls staðar í Vestur-Evrópu. Af þessum sökum sé rétt að inn- leiða persónuskilríki - þar á meðal vegabréf - sem séu í tölvutæku formi. Með þeim hætti geti lög- / viðbragðs- stöðu dag ognótt Mikill viðbúnaður er í Vest- ur-Þýzkalandi við hugsan- legum hryðjuverkum. Þar ber þó efst þá sveit landamæralögregl- unnar, sem ber heitið GSG-9 (Grenzshutzgruppe 9). í henni eru auk fjölda aðstoðarmanna 200 sérþjálfaðir menn, sem eiga að vera í viðbragðsstöðu dag og nótt, ef ske kynni, að hryðjuverkamenn láti til sín taka. Sveit þessari var komið á fót fyr- ir um 10 árum, er alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi fór ört vax- andi. Sveitin sannaði fljótt gagnsemi sína. Árið 1977 tókst henni að frelsa farþega og áhöfn farþegaþotu frá Lufthansa, sem flugræningjar höfðu náð á sitt vald og héldu á flugvellinum í Mogadisha í Sómalíu. Töluvérð leynd hvílir yfir þess- ari deild. ViUu er þo, að daglegt líf þeirra, sem í henni eru, fer í nær linnulausa þjálfun, til þess að vera víðbúnir kallinu, ef hryðju- verkamenn láta til sín taka. Sveitin er afar vel búin tækjum sem vopnum og ræður yfir þyrlum jafnt sem öðrum farartækjum. Mynd þessi sýnir menn úr GSG-9 að æfmgum í búðum sínum í grennd við Bonn. En viðbúnaður þjóðfélagsins við hryðjuverkamönnum er þó ekki allur upp talinn með starf- semi GSG-9. Vegna hættunnar af hiyðjuverkamönnum verður lögreglan að halda uppi mun meiri gæzlu en ella til verndar lífi og limum stjórnmálalamanna, emb- ættismanna, manna út' atvinnulíf- inu auk fjölda annarra, sem gætu orðið fyrir árásurn hryðjuverka- manna. Vestur-þýzkur lögreglumaður skoðar persónsskilríki farþega í jámbrautarlest og kannar með aðstoð tölvu, hvort nafn viðkomandi sé nokkurs staðar á skrá í gagnabanka lögreglunnar. reglumaður, sem ástæðu sér til þess að krefja einhvern um per- sónuskilríki, haft samband við gagnabanka lögreglunnar til að spyrjast fyrir um, hvort viðkom- andi sé þar nokkurs staðar á skrá. Þannig verði mun auðveldara að fylgjast með ferðum hryðjuverka- manna jafnt sem annarra afbrota- manna. Hinn almenni borgari, sem ekkert hefur á samvizkunni, hafi einnig hag af þessu, því að hann hefur ekkert að óttast af hálfu réttvísinnar. I Vestur-Þýzkalandi hafa þegar gengið í gildi lög um slík persónu- skilríki, það er plastspjald með mynd af viðkomandi, kennitölu hans og öðrum helztu upplýsing- um um hann. Mikil og víðtæk andstaða við þessi lög er þó fyrir hendi. Því er haldið fram, að með þeim sé braut- in rudd í átt til lögregluríkisins. í gagnabönkum lögreglunnar séu geymdar skýrslur um smáyfirsjón- ir jafnt sem stórglæpi. Þetta fyrirkomulag leiði til þess, að lög- reglan dragi fyrirfram staðhæf- ingar borgaranna um eigið sakleysi í efa og trúi þeim þá fyrst, þegar búið er að fá stað- festingu um það frá gagnabanka hennar, að þeir hafí óflekkað mannorð. Þetta fyrirkomulag eigi því engan rétt á sér gagnvart al- menningi, enda þótt það kunni að reynast vel við leit að hryðjuverka- mönnum og öðrum stórglæpa- mönnum. M.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.