Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JULI 1987
Kolfínna Signrvinsdóttir og Elías Árnason.
Dansæfing hjá Þjóðdansafélaginu. Jón Alfonsson, Lilja Jóhannsdóttir, Þorbjöm Jónsson og Magdalena
Axelsdóttir dansa ræl.
„Þetta er
menningararfur sem
ekki má glatast“
Spjallað við fólk
úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur
í REYKJAVÍK er starfandi hópur fólks sem heit-
ir Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Fremur hljótt
hefur verið um starfsemi þessa félags þó margir
viti af tilveru þess. Morgnnblaðið ákvað því að
firæðast nánar um uppruna, tilgang og verkefhi
Þjóðdansafélagsins og ræddi í því skyni við þau
Elías Arnason formann og Kolfínnu Sigurvins-
dóttur danskennara.
Kolfínna ásamt Þorbirni fánabera.
Að þeirra sögn var Þjóðdansa-
félag Reykjavíkur stofnað 17. júní
1951 af Sigríði Þ. Valgeirsdóttur.
Meginhlutverk þess frá upphafi var
að kanna og kynna þær menningar-
arfleifðir sem þjóðin á í þjóðdönsum
og öllu sem að þeim lýtur. í starf-
seminni er reynt að styðjast við
þrjár reglur eða markmið. I fyrsta
lagi að vekja áhuga á innlendum
og erlendum þjóðdönsum, stuðla að
kennslu þeirra og útbreiðslu. í öðru
lagi að safna og skrásetja danslýs-
ingar, kvæði og lög. í þriðja lagi
að stuðla að endurvakningu
íslenskra þjóðbúninga.
„Við erum með námskeið og
kennslu í gömlum dönsum og
bamadönsum allan veturinn og
námskeiðin okkar í gömlu dönsun-
um voru mjög vel sótt á síðasta
vetri. Yngstu þátttakendurnir voru
tveggja ára og þeir elstu sjötugir,"
segir Elías og bætir því við að allir
sem áhuga hafí á að læra íslenska
eða erlenda þjóðdansa geti haft
samband við félagið.
Fólk úr öllum aldurshópum tekur
þátt í starfseminni. Til dæmis hefur
það gerst að fjórir ættliðir hafi ver-
ið með í sömu sýningunni! Vetrar-
starfíð endar svo með vorsýningum
en að sögn Elíasar og Kolfínnu eru
sýningar í gangi allt árið. „Við höld-
um sýningar fyrir ferðamenn,
sýnum á árshátíðum og við fleiri
tækifæri" segir Kolfinna.
Útlendingarnir hafa
meiri áhuga
Enginn er spámaður í eigin föð-
urlandi segir máltækið. Þetta á vel
við um Þjóðdansafélag Reykjavíkur
því að sögn Elíasar og Kolfinnu
hafa útlendingar sýnt talsvert meiri
áhuga á sýningum hópsins en ís-
iendingar. „Við ferðumst meira til
útlanda en hér innanlands" segir
Kolfínna og Elías bætir því við að
mörgum útlendingum þyki sú starf-
semi sem fram fari á vegum
félagsins merkileg á sama tíma og
íslendingar sýni henni áhugaleysi.
Hvemig skyldi standa á þessu? „Ég
held bara að íslendingar hafí mjög
takmarkaðan áhuga á því sem
íslenskt er“ segir Kolfinna. „Útlend-
ingar bera meira skynbragð á
mikilvægi þess að viðhalda því
garnla." Sem dæmi um þetta má
nefna að auðugur þýskur komkaup-
maður sem styrkir og veitir viður-
kenningar fyrir fágæta menningar-
starfsemi víða um heim hefur veitt
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur verð-
laun og styrk. „Hann kom hingað
og heiðraði okkur við hátíðlega at-
höfn í Norræna húsinu. Svo bauð
hann okkur öllum til vikudvalar
heim til sín á Luneborgarheiði.
Heimboðið þáðum við stuttu
seinna" segir Elías.
„Raisa skemmti sér
ágætlega“
Mikilvægur hluti starfseminnar
Nokkrir af með-
limum Þjóðdansa-
félagsins í
íslenskum þjóð-
búningum.
Úr Hollandsförinni. Elín Elíasdóttir er í spaðafald og með henni er
tyrkneskur hljóðfæraleikari.