Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987 Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: Lúk. 18:16—17: Leyfið börnunum að koma til mín. Mánudagur: II. Tím. 3:14—16: Halt þú stöðuglega við það sem þú hefur numið. Þriðjudagur: Hebr. 11:15: Hafið gát á að enginn missi af Guðs náð. Miðvikudagur: Hebr. 13:5—6: Eg mun alls ekki sleppa þér. Fimmtudagur: I. Pét. 5:7—10: Varpið allri áhyggju yðar upp á hann. Föstudagur: I. Jóh. 3:1—4: Við erum Guðs böm. Laugardagur: Dav. sálmur 37:5: Fel Drottni vegu þína og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá. ADROITINSWI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Séra Kristján Valur Ingólfsson „FÆRRIKUNNA FAÐIRVORIГ Heimsókn í sumarbúðir í Vindáshlíð, Kjós „Við þurfum að tala svo mikið að við náum því aldrei að sofna snemma á kvöldin.“ Magnea Einarsdóttir, forstöðukona, og Helga Friðriksdóttir, ráðskona. herbergi, neyðarútganga og nægilega stóra glugga til að fara út um. Áður en fyrstu flokkar hefjast á vorin eru haldnar brunaæfingar með starfsfólki. Hvað annað öryggi snertir er starfsfólki skylt að taka þátt i námskeiði í „Hjálp í viðlögum". Hafa afskipti foreldra af börnum sinum aukist m.t.t. framangreindra umræðna? í sumar hefur verið áberandi meira hringt í börnin en áður en það getur líka verið tengt því að nú er hægt að hringja hingað beint. Hvaða möguleika hafa for- eldrar á því að kynnast sumarbúðunum áður en þeir senda börn sín þangað? Fyrir utan þær upplýsingar sem gefnar eru á skrifstofu KFUK gefst foreldrum og öðrum kostur á að skoða sumarbúðirnar á kaffi- sölu og opnu húsi sem haldið er í Vindáshlíð síðasta sunnudag í maí ár hvert. Starfsemin er einnig rækilega kynnt þeim börnum sem sækja vikulega fundi í KFUK á vetuma. Hver er tilgangur KFUK með rekstri sumarbúða? Allt frá upphafi hefur megintil- gangurinn verið að flytja telpun- um hinn kristna kærleiksboðskap á þann hátt sem höfðar til skiln- ings þeirra. Þær taka virkan þátt í biblíulestrum sem haldnir eru á hverjum morgni og föndra eða flytja sjálfar leikþætti sem tengt er því efni sem tekið er fyrir hverju sinni. Að undanfömu hefur t.d. verið fjallað um „traust“, „dæmið ekki“, „sköpun“, og „hvað er synd“. Telpurnar sýna biblíulestmnum mikinn áhuga. Það sem hefur aft- ur á móti komið okkur starfs- fólkinu á óvart er að æ fleiri börn sem koma í fyrsta sinn kunna ekki „Faðir vorið“ og þó em þau yngstu orðin 9 ára. Þetta er mik- il breyting frá því sem áður var. Við teljum að þarna sé við for- eldra og skóla að sakast. Bömin sjálf hafa ekki breyst. Ennþá spyija þau mikilvægra spuminga um tilgang lífsins og höfund sköp- unarverksins. Þó megintilgangur starfs sumarbúðanna sé boðun krist- innar trúar, þá fer ekki nema ein klst. á dag í beina boðun. Hvað hafa stúlkurnar þá fyrir stafni það sem eftir er dagsins? Því svara þær Sif Arnarsdóttir, Melaskóla í Rvk., og Hrund Óttósdóttir, Grunnskóla Grindavíkur: „Það er æðislega gaman og það er svo mikið að gera að við höfum varla tíma til þess að sofa á nótt- unni. Við hlaupum líka áreiðan- lega í spik því það em 5 máltíðir á dag. Dagurinn byijar annars á því að bjöllunni er hringt kl. 9.00 og eftir fánahyllingu hálftíma síðar er morgunmatur og biblíu- lestur. Við læmm stundum Biblíu- vers utanbókar, t.d.: „Fel Drottni vegu þína og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Eftir biblíulest- urinn fer fram keppni í brenni- bolta en það herbergi sem vinnur fær titilinn „Brennómeistari". Brennómeistarar fá að launum að keppa við foringjana. Eftir hádegi em farnar gönguferðir ýmist upp á Sandfell, inn að Pokafossi eða fossinum „Brúðarslöri“. Ef veðrið er gott sleikja allir sólina niður við Laxá og þar er okkur stelpun- um óhætt að vaða. Iþróttahúsið stendur líka alltaf opið. Þar er hægt að fara í borðtennis og alls konar boltaleiki. Á kvöldin er skemmtidagskrá í umsjá stelpnanna. Eitt til tvö herbergi sjá um leiki, leikrit, þrautir og alls kyns keppni. Venjulega emm við komnar í koj- urnar fyrir kl. hálfellefu. Þá kemur foringi inn í herbergið til okkar og biður með okkur kvöld- bænirnar. Síðan eigum við að fara að sofa en það er oft mjög erfitt því við þurfum að tala svo mikið.“ Sif sem er 12 ára, sagði að þetta væri þriðja sumarið sitt í Vindáshlíð og nú hefði hún ákveð- ið að vera í tvo flokka í röð og halda upp á afmælið sitt í seinni flokknum. Hmnd, sem er á 9. ári og er í sumarbúðum í fyrsta sinn, sagðist enga heimþrá hafa — samt varð hún að skreppa til Reykjavíkur á meðan dvölinni stóð til þess að láta sauma 4 spor í einn fingurinn eftir að gijót hrundi á hana í ein- um göngutúrnum. „Nöglin datt líka af en það skipti engu máli. Ég vildi strax fara upp í Vind- áshlíð aftur. Það er svo æðislega gaman.“ Á hverjum sunnudegi er helgistund í kirkjunni í Vindáshiíð. í kjarrigróinni hlíð undir Sand- felli í Kjós standa sumarbúðir KFUK, Vindáshlíð. Þar hafa verið reknar sumarbúðir í u.þ.b. 40 ár. Á hveiju sumri dvelja að jafnaði um 700 stúlkur í 1—2 vikur í senn. Það lætur því nærri að um 30 þúsund stúlkur hafi dvalið í sum- arbúðunum frá stofnun þeirra. Þegar okkur bar að garði sl. sunnudag urðu þær Helga Frið- riksdóttir, ráðskona, og Magnea Einarsdóttir, forstöðukona, fyrir svömm: Hefúr hin neikvæða umræða um sumarbúðir að undanförnu haft áhrif á aðsóknina? Nei, alls ekki. Við getum tekið á móti 67 telpum í hvem flokk. Hver flokkur stendur yfir í eina viku og telpumar em á aldrinum 9—12 ára. Þrátt fyrir glannalegar fyrirsagnir í blöðum fyrr í sumar um vanbúnað sumarbúða og nú síðast um kynferðisafbrot starfs- manna sumardvalarheimilis fyrir vestan er traustið til sumarbúða- starfs Vindáshlíðar ennþá fyrir hendi. Það sést best á því að full- bókað er í alla flokkana í sumar. Stóðust þið þær kröfúr, sem settar voru um bruna- og ör- yggisvarnir í sumarbúðum? Já, við sluppum — enda erum við með reykskynjara, slökkvi- tæki, brunastiga, kaðla i hveiju Margar stúlkur stíga sín fyrstu skrif á leiklistarbrautinni á fjölun- um í Vindáshlíð. Um það bil 30 þúsund stelpur hafa dvalið í Vindáshlíð síðan sumarbúðastarfið hófst fyrir 40 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.