Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987
fclk í
fréttum
Lærði listförðun
í París
Líkamsfbrðunarfantasía við Bláa lónið.
Lína Rut Karlsdóttir sem er ný-
komin heim eftir 9 mánaða nám
í listförðun.
Lína Rut Karlsdóttir er nýkom-
in heim eftir að hafa lært
listförðun úti í París í 9 mánuði.
Hún er tuttugu og tveggja ára
gömul og sagði að hana hefði
dreymt um það lengi að komast
í þetta nám en til þess að fá náms-
lán varð hún að bíða til tvítugs.
„Ég fór til Frakklands vegna þess
að það var ódýrast. En vissulega
var tungumálið til trafala, ég
kunni ekkert í frönsku þegar ég
kom út og átti stundum í dálitlum
erfiðleikum með að fylgjast með
í sýnikennslunni" sagði Lína. Hún
náði samt mjög góðum árangri á
prófunum í vor þar sem hún varð
í meðal tíu efstu af þeim 300 sem
þreyttu prófið.
Helstu atvinnumöguleikar að
námi loknu eru við leikhús- og
kvikmyndaförðun auk þess sem
kennd er förðun fyrir tískuljós-
myndir. Lína sagðist ekki enn vita
hvernig sér gengi að fá verkefni
hér heima en vonaði það besta.
Sylvester Stallone og Gitte Nielsen eru nú að skilja eftir aðeins
18 mánaða hjónaband.
Rambo hjónin
að skilja
Bandaríski leikarinn Sylvester
Stallone, sem þekktastur er
fyrir kvikmyndirnar um ofurhetj-
urnar Rocky og Rambo hefur
formlega sótt um skilnað frá hinni
23 ára gömlu dönsku eiginkonu
sinni, Gitte. Umboðsmaður Stall-
one hefur staðfest fréttina, en
sögusagnir um skilnað þeirra
hjóna hafa margsinnis farið á
kreik og verið hraktar jafnharðan.
Stallone hjónin giftu sig þann
lö.desember 1985 og hafa því
aðeins verið 18 mánuði í hjóna-
bandinu. Ástæðuna fyrir skilnað-
inum segir Stallone vera „ýmis
ágreiningsefni" en bandarískir
slúðurdálkahöfundar teija að ald-
ursmunurinn og framapot eigin-
konunnar eigi þar stærstan hlut
að máli. Stallone er orðinn 41 árs
gamall og vill helst hafa eiginkon-
una á vísum stað inni á heimilinu
en Gitte sem er tuttugu árum
yngri er farin að leika í kvikmynd-
um og alltaf á ferð og flugi.
Gitte varð ástfangin af Stallone
þegar hún sá hann í hlutverki
hnefaleikarans Rocky og fór til
Bandaríkjanna þar sem henni
tókst með æfintýralegum hætti
að kynnast honum og fá hann til
að bjóða sér út. Eftir giftinguna
lýsti Stallone því yfir að hún væri
svarið við draumum hans. Nú er
hins vegar haft eftir honum að
Gitte sé það versta sem fyrir hann
hafi komið.
En hin hávaxna, ljóshærða
Gitte þarf ekki að örvænta yfir
íjárhagnum þó kvikmyndastjarn-
an segi skilið við hana því
kaupmálinn sem gerður var við
giftinguna tryggir henni víst dá-
laglegan lífeyri þó ekki erfi hún
hálft kóngsríkið.
Tískuljósmyndaförðun er hluti af náminu. Fyrirsætan Dæmi um leikhúsförðun.
er Snætríður Baldvinsdóttir.
Eru hestar gæludýr?
Það er sjálfsagt einstaklings-
bundið hvort menn halda
hestana sína sem gæludyr eða ekki
en hún Patty Fairchild sem býr í
smábænum Þúsund eikur í Kalil-
fomíu í Bandaríkjunum stendur í
stappi við nágranna sína við að
sanna að hesturinn hennar sé ekki
ætlaður til brúks eins og önnur
hross heldur sé hann eingöngu
gæludýr.
Það er kannski ekki að ófyrir-
synju að hesturinn hennar Pattyar
er umdeildur því hann er að mörgu
leiti ólíkur öðmm hrossum. Til að
byija með þá er hann afskaplega
smávaxinn, eða aðeins 70 cm hár
og 60 kg að þyngd sem getur varla
kallast meðalhestur. Ragtime, en
það er nafn hestsins, er eiginlega
líkari hundi en hesti enda hegðar
hann sér að flestu leyti sem slíkur.
Þegar Patty fer í verslunarferðir
situr hann í aftursætinu á bílnum
með höfuðið út um gluggann og
hann étur með hundinum og sefur
í stofunni.
Nágrannarnir eru þó ekki sáttir
við þetta óvenjulega gæludýr og
Gæludýr lieimilisins horfir á sjónvarpið í faðmi fjölskyldunnar.
hafa höfðað mál á hendur eigendum
Ragtime til þess að hann verði fjar-
lægður úr hverfinu. „Hestur er
alltaf hestur, sama hvað hann er
stór eða lítill og hestar eiga ekki
heima í snyrtilegum úthverfum"
segir einn af nagrönnunum óán-
ægðu.
Eigendur dverghestsins Ragtime vilja halda því fram að hann sé fremur hundur en hestur og stærðin
er vissulega ekki ósvipuð.