Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 9
OM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JUU 1987
B
Meiri ræll. Magdalena og Þorbjörn í léttum dansi.
er að reka þjóðbúningaleigu og
halda þjóðbúningasýningar. Að
sögn þeirra Elíasar og Kolfinnu á
félagið talsvert af þjóðbúningum
sem það leigir út. „Við höfum lagt
mikla vinnu í að sauma sjálf þjóð-
búninga eftir fyrirmyndum frá
Þjóðminjasafninu“ segir Elías. Að
hans sögn eru þjóðbúningar hér á
landi breytilegir eftir tímabilum og
elstu búningarnir eru eftirlíkingar
af búningum frá 1750. Erlendis eru
þjóðbúningar hins vegar breytilegir
eftir svæðum.
„Við höfum leigt fegurðardrottn-
ingunum okkar þjóðbúninga og í
fyrra héldum við þjóðbúningasýn-
ingu fyrir sjálfa Raisu Gorbachovu.
Hún skemmti sér ágætlega held ég“
segir Kolfinna.
í leit að horfínni
menningn
Á 200 ára afmæli Reykjavíkur-
borgar setti Þjóðdansafélagið upp
viðamikla sýningu sem kölluð var
Tveggja alda sýn og fjallaði um
dansmennt íslendinga í tvær aidir.
„Við buðum Reykjavíkurborg að
halda sýninguna á hennar vegum
en því var hafnað. Þess vegna urð-
um við að setja hana upp á eigin
kostnað í Gamla bíói“ segir Kol-
finna. „Við sýndum þjóðdansa og
rokk og allt þar á milíi" segir Elías
„og það var ekkert til sparað að
gera hana sem glæsilegasta". Því
miður varð kostnaður svo mikill að
umtalsvert tap varð á sýningunni.
Þetta var samt ekki það versta
að mati Elíasar. „Það var synd að
sjónvarpið tók sýninguna ekki upp
því þetta eru menningarverðmæti
sem ómetanlegt væri að eiga á
myndbandi“ segir hann. Víst er hér
um söguleg verðmæti að ræða. Elsti
dansinn var 200 ára gamall og
sýndir voru dansar sem þær Sigríð-
ur Þ. Valgeirsdóttir og Mínerva
Jónsdóttir hafa safnað. Þær ferðast
um landið og tala við gamalt fólk,
skrásetja eftir því danslýsingar og
fá það til að raula gömul lög inn á
segulband. „Þettaer menningararf-
ur sem ekki má glatast" segir
Kolfinna og bætir því við að stjórn-
völd skorti skilning á þessari
staðreynd.
Allt starf Þjóðdansafélagsins er
unnið í sjálfboðavinnu og eini styrk-
urinn er árlegur fimmtán þúsunda
króna styrkur frá Reykjavíkurborg.
Það er ekki laust við að nokkurs
biturleika gæti í máli þeirra Elíasar
og Kolfinnu er þau skýra frá þessu.
„Við höfum sótt um styrki og verið
í-synjað á sama tíma og ríkið hefur
beðið okkur að koma fram endur-
gjaldslaust" segir Kolfinna og Elías
bætir við: „Auðvitað vantar okkur
fé, við erum að byggja og starfsem-
in að aukast. Þetta bjargast nú
samt áfram hjá okkur með þrot-
lausri sjálfboðavinnu".
Nýkomin af þjóðdansa-
móti í Hollandi
í júní tók 23 manna hópur frá
Þjóðdansafélaginu þátt í móti í
Warrffum í Hollandi. Þrettán þjóðir
sendu danshópa til mótsins, bæði
áhugafólk og atvinnumenn. „Aust-
antjaldslöndin senda alltaf atvinnu-
fólk á svona mót en annars staðar
frá koma áhugadansarar" segir
Kolfinna. Að sögn Elíasar er dans-
inn föst kennslugrein í skólakerfum
margra landa. „Reyndar er dans-
kennsla á námsskrá í íslenska
skólakerfinu en eftir því er sjaldan
farið“ segir hann.
„Okkar fulltrúar þarna úti voru
á öllum aldri. Þar að auki vorum
við með hljóðfæraleikara og for-
söngvara" segir Kolfinna. Að
hennar sögn kom hópurinn fram
alls sjö sinnum á mótinu sem stóð
í viku. Kostnaður við ferðir og uppi-
hald var greiddur af fólkinu sem
fór út.
Enginn uppgjafartónn
Það er enginn uppgjafartónn í
meðlimum Þjóðdansafélags
Reykjavíkur þó oft vanti fé og
margir Islendingar sýni takmarkað-
an áhuga á starfi félagsins.
Framundan er Norðurlandamót í
Bergen á næsta ári og árið 1989
verður haldið mót á íslandi.
Norðurlandamótin eru haldin 3.
hvert ár og þau sækja að jafnaði
7000 dansarar. „Við höfum ekki
bolmagn til að halda Norðurland-
mót á' íslandi svo við höldum í
staðinn lítið mót sem við köllum
ÍSLEIK. Næsta ÍSLEIK mót verður
árið 1989 og við búumst við að 400
manns komi á það“ segir Kolfinna.
„Við látum engan bilbug á okkur
finna þó ekki gangi alltaf vel“ segja
þau Elías og Kolfinna. „Það er góð-
ur kjarni í félaginu sem hefur haldið
þessu gangandi. Heilu fjölskyldurn-
ar eru í þessu saman og það er
ekkert kynslóðabil. Það verður því
nóg af fólki til að taka við þessu
af okkur“ segja þau að lokum.
Þegar blaðamaður gengur út í
hlýja júlínóttina að loknu viðtalinu
er honum Ijóst að í Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur er unnið merkilegt
starf við að varðveita menningararf
þjóðarinnar. Starf þetta er unnið
af óeigingjörnum hug og á því fylli-
lega skilið að verða metið að
verðleikum, ekki síst á Islandi, landi
þjóðtrúar og fornsagna.
Texti: Helgi Þór Ingason.
AS-TENGI
Fródleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
SILPPFEIAGIÐ
'TKálitittqa/wgnfóMibýcitt
Dugguvogi 4 104 Reykjavík 91*842 55
Olíufélagiðhf
VESTURGOTU t6 SIMAR 14680 21480
Bröste hreinsivörurnar
vinna kraftaverk á bilnum:
Bröste gæðavörur fást á
bensinstöðvum Esso.
Rens-Lak djúphreinsar bíllakkid sem fær þá
sinn upprunalega lit.
Splendo gerir rúðumar skinandi hreinar á
augabragði.
Basta Vinyl Extra fjarlægir óhreinindi af
vinyl eða plasti utan á bílnum t.d. stuðurum.
Polish Spray er bón sem setur sterkan gljáa
á lakkið og ver það raka og óhreinindum.
Hversvegna
nota tvo
þegarEIM
nægir?
Verö kr. 18.419.-
LJÓSMYNDABÚÐIN LAUGAVEG1118, ® 27744
Canon
Canon
Canon
meö 50 mm f 1.8
VALUR
VÍÐIR
að Hlíðarenda annað
kvöld kl. 20.00
MÆTUMALLIRSANNIR
VALSMENN 0G HVETJUM
0KKARMENNÍT0PP-
BARÁTTUNNI
Valsmenn
LOFTNETA- OG MYNDLYKLAÞJÓNUSTA
SJÓNVARPSKERFI - TILBOÐ SAMDÆGURS
ARS ABYRGÐ A ALLRI VINNU OG EFNI
Traust, örugg
og góð
þjónusta
RRFEItllJ
Ármúla 23, Sími 687870