Morgunblaðið - 19.07.1987, Blaðsíða 19
B 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987
Dr. Jakob Benedikts-
son - Afinæliskveðja
Á morgun, 20. júlí, verður dr.
phil, Jakob Benediktsson, fyri-v.
orðabókarstjóri áttræður.
Vafalítið verða margir til að
minnast Jakobs með ýmsum hætti
við þessi tímamót, enda er maðurinn
vinmargur og hrókur alls fagnaðar
á góðra vina fundi. Raunar er mér
aldrei vel ljóst eftir þó rúmra
þriggja áratuga viðkynninngu,
hvort hann sé í eðli sínu mjög mann-
blendinn. Ég hygg hann uni sér
bezt við fræðistörf og innan um
bækur sínar á notalegu heimili, sem
hann og hin ágæta kona hans,
Grethe, hafa búið sér í Stigahlíð
2. Ekki mun það þá heldur á móti
skapi þeirra að hlusta á sígilda tón-
list, þegar tóm gefst til, enda hefur
hvorki sjónvarps- né vídeóvæðing
raskað ró þeirra á kyrrlátum kvöld-
stundum.
Ekki er það ætlun mín í stuttri
afmæliskveðju að rekja ævi- og
starfsferil Jakobs Benediktssonar.
Væntanlega verða aðrir og mér
færari menn til þess. Þegar ég kom
til starfa við Orðabók Háskólans
árið 1955, voru einungis þar fyrir
Jakob sem forstöðumaður og Ás-
geir Blöndal Magnússon sem sér-
fræðingur. Unnum við síðan
lengstum þrír sem fastir starfsmenn
um næstu tvo áratugi.
í samstarfi við dr. Jakob varð
mér vel Ijóst, að þar fór enginn
meðalmaður í húmanískum fræðum
og raunar langt út fyrir þau. Jakob
hafði numið latínu og grísku við
Kaupmannahafnarháskóla eftir
stúdentspróf 1926 og síðan fengizt
við margvísleg fræðistörf í borginni
við Sundið til ársins 1946. Forstöðu-
maður Orðabókar Háskólans varð
hann 1. janúar 1948, en varð að
láta af starfi fyrir aldurs sakir í
árslok 1977. Síðan hefur hann
fengizt við margs konar fræðistörf,
því að honum lætur ekki að sitja
auðum höndum.
Á ferli sínum innan veggja Orða-
bókarinnar vann Jakob Benedikts-
son hin margbreytilegustu
orðabókarstörf, enda urðum við
þremenningar að vinna næstum allt
sjálfir: orðtaka rit, skrifa upp seðla
og raða þeim síðan í stafrófsröð
o.s.frv. Allt þetta verklag heyrir að
mestu fortíðinni til nú á tölvuöld.
En eitt er það verk sem Jakob vann
og engan veginn má liggja í þagnar-
gildi, enda tölvur ekki getað dugað
hér til nema að litlu leyti. Og nú
naut einmitt latínukunnátta Jakobs
og meðfædd vandvirkni og vísinda-
mennska sín bezt.
Jón Olafsson frá Grunnavík
(1705—1779) samdi geysimikla
íslenzka orðabók með latneskum
skýringum, og er hún varðveitt í
handriti í Árnastofnun í Kaup-
mannahöfn. Orðabók Háskólans
fékk nokkuð snemma ljósmyndir
af þessu mikia verki. Segja verður
eins og er, að handritið er óárenni-
legt til aflestrar og ekki á færi
margra að notfæra sér orðabókina
til hlítar. Bæði er það, að latínu-
kunnátta manna fer dvínandi og svo
hitt, að erfitt er að finna mörg orð
og orðasambönd í orðabókinni, því
að þau eru ekki alltaf á réttum stöð-
um í stafrófinu. Og hér leysti Jakob
vandasamt verk af hendi samhliða
öllu öðru, sem á forstöðumanni
hvíldi. Hann las alla orðabók Jóns
frá Grunnavík og skrifaði upp á
seðla. Síðan raðaði hann þeim í staf-
rófsröð, svo að nú er vandalaust
fyrir okkur að fletta upp í orðabók
Grunnavíkur-Jóns og komast að
raun um, hvort eitthvert orð er þar
eða ekki. Þannig auðveldar þessi
orðtaka Jakobs mjög athuganir á
orðaforða 18. aldar, enda er margt
í orðabókinni, sem tæplega munu
heimildir um annars staðar frá. Og
þó að ekki væri fyrir neitt annað
starf Jakobs í þágu Orðabókar
Háskólans, mega arftakar hans þar
muna hann og þakka.
Þá minnast áreiðanlega margir
þátta Jakobs um íslenzkt mál, sem
hann flutti í Ríkisútvarpið um rúm
20 ár af smekkvísi og mikilli þekk-
ingu.
Ég flyt dr. Jakobi Benediktssyni
og Grethe, konu hans, beztu árn-
aðaróskir frá Orðabók Háskólans
og starfsliði hennar og óska þeim
hjónum alls velfarnaðar á ókomnum
árum.
Jón Aðalsteinn Jónsson
mnps
1
■
1
Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt
Dagskrá:
• Grundvallaratriði við notkun PC-tölva
• Stýrikerfið MS-DOS
• Ritvinnslukerfið WordPerfect
• Töflureiknirinn Multiplan
• Umræður og fyrirspurnir
Leidbeinandi:
Logi Ragnarsson,
tölvufrœöingur
Tíml: 27., 29. júlf 4. og 6. ágúst kl. 20-23
Innritun í símum 687590 og 686790
resió af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
..vii
eigum
skónu.
camDOs
A
HIGH TECHNOLOGY
IN SHOES MANUFACT
\
LAUGAVEGI 97, SÍMI 624030
ofsláttur
í júní og júlí veitum við
15% staðgreiðsluafslátt af
pústkerfum í Volksvagen
og Mitsubishi bifreiðar.
Kynntu þér okkar verð,
það getur borgað sig.
m
HEKLAHF
SÍMAR:
91-695500
91-695650
91-695651
SUMARVÖRUR í SPÖRTU
Matinbleu
Franskir tískugallar úr
krumpefni.
Fóður: 100% bómull.
Stærðir: S-M-L-XL.
Margartegundir.
Margir litir.
Fallegir, þægilegirog léttir
gallar.
Verð
kr. 4855-7164,-
matinbleu..
Adidas Challenger
Stærðir: 138 —
150-156-162
-168-174-
180-186-192
-198
Verð
Litir: Dökkblátt — Ijósblátt — svart
Rautt m/dökkbláum buxum.
Grátt m/dökkbláum buxum.
Grátt m/ svörtum buxum.
Hvítt m/ljósbláum buxum.
Hvítt.
Adidas Liverpool
Dökkblátt m/ljósbláum
röndum.
Nr. 140-176
kr. 2906,-
Nr. 3-9 kr. 2916,-
Rautt m/hvítum röndum.
Nr. 128-176
kr. 2906,-
Laredo bolir
Bama-, unglinga-
og fullorðins-
stærðir.
Litir: Dökkblátt/
grátt, rautt/hvítt
Verð
kr.1950,-