Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
35
Tíu bændur í Villingaholtshreppi hella niður umframmjólk
Vilja auka kvóta
bænda á Suðurlandi
Selfossi.
TÍU bændur í Villingaholts-
hrcppi gripu til þess ráðs uni
síðastliðna helgi að hella niður
mjólk í eina viku, í stað þess að
leggja liana inn i Mjólkurbú Flóa-
manna. Hjá þeim gætir ótta við
það að mjólkurframleiðslan á
Suðurlandi dragist svo mikið
saman að erfitt geti verið að
anna markaðnum. Ennfremur
kemur fram sú skoðun meðal
þeirra að ófært sé að draga sam-
an framleiðsluna á Suðurlandi
þar seni hagkvæmast sé að fram-
leiða mjólkina. Einnig benda þeir
á að viðmiðunarárin sem notuð
voru við ákvörðun framleiðslu-
réttar hafi verið óhagstæð til
mjólkurframleiðslu og í góðu ári
verði því frekar umframfram-
leiðsla. Þá telja þeir mikla hættu
á því að ekki náist upp í fram-
leiðsluréttinn á svæðinu í hörðu
ári.
Ömurlegt að horfa á
eftir mjólkinni í ræsið
„Við tókum okkur saman um
síðustu helgi að senda ekki mjólk
í mjólkurbúið. Þetta gerum við
vegna þess að við fáum ekki greitt
fyrir umframmjólkina en hún er
aftur seld á fullu verði í Reykjavík.
Þeir peningar sem koma fyrir þessa
mjólk eru síðan notaðir til að greiða
niður rekstrarhalla annarra mjólk-
urbúa og það erum við ekki sátt
við,“ sagði Guðrún Hjörleifsdóttir í
Súluholti í Villingaholtshreppi sem
hafði forgöngu um þessar mót-
mælaaðgerðir bændanna.
Guðrún fullyrðir að ef allir bænd-
ur á Suðurlandi sem búnir eru með
kvótann helltu niður þá vantaði
mjólk á markaðinn í Reykjavík og
þá þyrfti að flytja hana frá Akur-
eyri.
„Við viljum framleiða mjólk fyrir
markaðinn í Reykjavík þannig að
ekki vanti en við viljum líka fá
gi-eitt fyrir hana,“ sagði Guðnin.
Hún sagði það auðvitað ömurlegt
að horfa á eftir mjólkinni í ræsið,
það væri betra að gefa hana, en
það væri líka óþolandi að umfram-
framleiðslan á Suðurlandi væri nýtt
eins og raun bæri vitni.
180 bændur komnir
yf ir kvótann
Birgir Guðmundsson mjólkurbú-
stjóri Mjólkurbús Flóamanna sagði
að aðgerðir bændanna í Villinga-
holtshreppnum væru viss kjarabar-
átta og ábending til bændasamtak-
anna, þær gengju ekki gegn MBF.
Birgir sagðist geta tekið undir það
með bændunum í Villingaholts-
hreppi að viðmiðunarárin hafi verið
mjög erfið og því sé hlutdeild bænda
á Suður- og Suðvesturlandi í mjólk-
ui-framleiðslunni minni fyrir bragð-
ið og það megi gjarnan leiði-ótta.
Hann sagði það augljóst að ef allir
þeir sem væru komnir yfir kvóta
síðustu vikur verðlagsársins helltu
niður þá vantaði neyslumjólk á
markaðinn. Það væri hins vegar
ekki hægt að ákveða að það væri
akkúrat mjólkin á síðustu vikum
verðlagsársins sem væri umfram-
mjólk. Hún lægi í birgðum eftir
árið því það sem markaðurinn tæki
ekki það væri unnið í smjör og mjöl.
Nú eru um 180 bændur á öllu
svæði MBF komnir yfir kvótann og
voru sumir búnir með hann strax í
júní. Ljóst er þó að umframmjólk
verður mun minni í ár en var í fyrra
þegar hún var 2,5 milljónir lítra. I
ár verður umframmjólkin í kringum
1,1 milljón lítra en það er um 10
daga framleiðsla á svæðinu. í ár
var mjólkin meiri í júní og júlí en
hún var í fyrra og Birgir sagði að
vel mætti líta svo á að umfram-
mjólkin í ár lægi í sólskininu og
góðu tíðarfari. Hann sagði að í
heildina tekið hefðu menn aðlagað
sig mjög vel að framleiðsluréttinum.
Mjólkurbúið tekur við umfram-
mjólkinni en hún stendur utan
Trygg-vi Gestsson bóndi í Hróars-
holti.
verðábyrgðar. Fyrir afurðir úr um-
frammjólk fæst aðeins útflutnings-
verð þeirrar vöru sem framleidd er.
Núna er staðan þannig að líkur eru
á að ekkert fáist fyrir vörur unnar
úr umframmjólk.
Viljum aukinn og
jafnari kvóta
„Við erum að sýna fram á það
að okkur er engin þægð í því að
leggja inn mjólk sem seld er á fullu
verði og notuð til að greiða niður
útflutning," sagði Tryggvi Gestsson
bóndi í Ilróarsholti sem lauk við
að framleiða upp í 80 þúsund lítra
kvóta í júní og sagðist hundleiður
á sífelldum skerðingum. „Við viljum
fá aukinn og jafnari kvóta og teljum
það stórhættúlegt að draga enda-
laust saman mjólkuiframleiðsluna
á þessu svæði þar sem hagstæðast
er að framleiða mjólk.“
Tryggvi benti einnig á að það
væri betra fyrir menn að framleiða
aðeins meira heldur en að eiga á
hættu að ná ekki kvótanum og fá
svo skerðingu næsta ár. Það mætti
oft ekki mikið útaf bera svo kvótinn
næðist ekki. Hann taldi það lág-
mark að menn fengjú 100 þúsund
lítra framleiðslurétt ef þeir ætluðu
sér að lifa á mjólkurframleiðslu og
við úthlutun þyi-fti að meta allar
aðstæður manna en ckki eingöngu
hvort þeir hefðu skuldabagga að
bera vegna fjárfestinga.
Bendum á stöðu okk-
ar í kerf inu
Olafur Einarsson bóndi á Hurðar-
baki lauk við að framleiða upp í
Ólafui' Einarsson bóndi á Hurð-
arbaki.
kvótann 20. júlí. „Munurinn á þessu
er ekki meiri en svo að það er gott
sumar sem gerir útslagið. Menn eru
hræddir um að fá á sig skerðingu
nái þeir ekki kvótanum sem er út
af fyrir sig framleiðsluhvetjandi því
menn vilja vera öruggir," sagði Ól-
afur. Hann kvaðst hræddur um að
viðmiðunarárin sem notuð voru við
ákvörðun á framleiðsluréttinum
væru að koma fram og að í óþurrka-
sumri gæti vantað mjólk á markað-
inn frá Suðurlandi.
„Þessar aðgerðir okkar eru ekki
gerðar í neinum æsingi heldur erum
við að þessu til að benda á hvað
um er að vera og hver staða okkar
er í þessu kerfi,“ sagði Ólafur.
Hann er með um 90 þúsund lítra
kvóta og hefur lækkað á síðustu
árum úr rúmum 100 þúsund lítrum.
„Það er sífellt gengið á þá sem eru
bjargálna og ekki með stórskuldir
á bakinu. Það má ekki vera skamm-
aryrði að geta búið vel og slíkir
bændur hafa ekki endalaust efni á
að láta taka af sér til hinna. Þetta
þekkist ekki í nokkurri annarri at-
vinnugrein," sagði Ólafur og einnig
að varasamt væri að láta hag-
kvæmni mjólkurframleiðslunnar á
Suðurlandi standa undir öðrum
svæðum þar sem væri mun óhag-
stæðara að framleiða mjólk.
*
Ottumst samdráttinn
á Suðurlandi
„Mér finnst óeðlilegt að það sé
>r
♦
ir
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðrún Hjörleifsdóttir í Súluholti horfir á eftir mjólkinni úr tankn-
um.
Bjarki Reynisson bóndi í Mjó-
syndi.
verið að íýra hlut Suðurlands þar
sem ódýrast er að framleiða mjólk-
ina,“ sagði Bjarki Reynisson bóndi
á Mjósyndi. „Það ætti að hjálpa
bændum annarstaðar að fara í ann-
að í stað þess að framleiða allt of
dýra mjólk."
Bjarki lauk við að framleiða 98
þúsund lítra kvóta 8. ágúst og er
með nýbyggt fjós. Hann sagði að
það þyrfti að gæta þess að skaða
ekki markaðinn, menn hefðu vissar
skyldur gagnvart honum en samt
væri ekki rétt að mjólkin á Suður-
landi stæði undir óhagkvæmri
framleiðslu annarstaðar.
Bjarki sagði það saklausara að
fara yfir kvótann heldur en að verða
undir og fá skerðingu næsta ár,
slíkt vildi enginn, menn vildu halda
því sem þeir hefðu. „Okkur fannst
kvótinn hér hafa ranga viðmiðun
sem voru kuldavor og rigningars-
umur og við óttumst að kvótinn á
Suðurlandi verði svo lítill að það
þurfi að flytja mjólk annarstaðar
frá. Það er líka ótti í mönnum um
að geti Suðurland ekki annað mark-
aðnum þá minnki kvótinn hérna enn
meira,“ sagði Bjarki Reynisson.
Framleiðslurétturinn
naumt skammtaður
Guðmundur Lárusson formaður
félags kúabænda á Suðurlandi
sagði að það væri á ábyrgð hvers
og eins hvað hann gerði við um-
frammjólkina. „En við sköðum
Guðmundur Lárusson formaður
félags kúabænda á Suðurlandi.
okkur sjálf mest með því að sinna
ekki þörfum markaðarins. Ég tel
aðrar leiðir vænlegri til að fá auk-
inn framleiðslurétt á Suðurlandi,
sem við stefnum jú að. Við erum
núna komnir á botninn í samningn-
um, síðan má gera ráð fyrir að
hann fari stighækkandi og þá ber
að stefna að því að aukningin komi
þar sem hennar er þörf og þá er
okkar svæði forgangssvæði," sagði
Guðmundur.
Hann sagði að það væri augljóst
að framleiðslurétturinn á Suður-
landi væri naumt skammtaður, það
sýndi að ekki munaði nema 10 daga
framleiðslu í svo góðu tíðarfari eins
og var í sumar. Það gæti því illa
farið í slæmu ári. í þessu sambandi
bæri að athuga að það væri ekkert
svæði sem væri með jafnari fram-
leiðslu milli árstíða og Suðurland.
Varðandi þá ráðstöfun að hella
niður umframmjólkinni sagði Guð-
mundur að menn yrðu að vara sig
á því að hella niður strax og fullvirð-
isrétti væri náð, sérstaklega ef þeir
eru undir fullvirðisrétti svæðisins,
það er að segja mismun milli full-
virðisréttar og búmarks. Á Suður- *""*
landi er nýtingin 72,5% af búmarki
og þeir sem eru með lægra hlutfall
eiga rétt á leiðréttingu. „ Þessar
aðgerðir bændanna beinast gegn
ráðuneytinu að hluta til og eru
ábending til bændasamtakanna í
fullvirðisréttarmálum," sagði Guð-
mundur. _
Sig. Jóns.