Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 4 Morgunblaðið/BAR Jófríðarstaðavegnr 13 var einn þeirra garða, sem viðurkenn- ingu fékk. Eigendur eru Sigurður Jónsson og Sigríður Jóhannes- dóttir. Morgunblaðið/Þorkell Viðurkenningum fyrir fallega garða, snyrtimennsku og fegrun Hafn- arfjarðarbæjar var úthlutað á Gaflinum í gær og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Viðurkenningum úthlut- að fyrir fallega garða Breiðvang 41, 43, og 45, Smyrla- hraun 22, Nönnustíg 1, Suðurvang 8 til 14, Fjaran við Strandgötu, Suðurgata 14 og spennubreytar við Trönuhraun. Þá fengu foreldra- og kennarafélög Víðistaðaskóla og Engidalsskóla viðurkenningur fyr- ir gott framtak við fegrun skóla- lóðar og bænum þakkað sérstak- lega fyrir hans hlut að fegrun bæjarins. ÁRLEG úthlutun viðurkenninga fyrir fallega garða, snyrti- mennsku og fegrun Hafnar- fjarðarbæjar fór fram í gærdag. Fjórtán staðir og aðilar hiutu viðurkenningu að þessu sinni. Þeir garðar,lóðir og hús sem viðurkenningu hlutu voru við Jófríðarstaðaveg 13, Lindarberg við Hlébergsveg, Móabarð 27, Austurgötu 40, Hverfisgötu 8, Sigurður Hallmarsson settur fræðslusljórí á Norðurland Eystra: Er fyrsta skrefið til að draga úr deilum nyrðra - segir Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra Reykjavík: Umferðar- ljós fyrir 20 milljómr Á FIMM gatnamótum í Reykjavík hafa verið sett upp umferðarljós í sumar og er ver- ið að breyta ljósum á tveimur að auki en gert er ráð fyrir tólf nýjum ljósum á þessu ári auk gangbrautarljósa. I fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1987, er gert ráð fyr- ir 20 milljónum króna til kaupa á umferðarljósum. Að sögn Olafs Guðmundssonar aðstoðar gatnamálastjóra hafa þegar verið sett upp ljós á gatna- mótum Hafnarstrætis og Lækjar- götu, Listabrautar og Kringlumýr- arbrautar, Listabrautar og Kringlunnar, Síðumúla og Ármúla. Þegar hafa verið sett upp ljós við Bústaðarveg og Suðurhlíð en þau ljós hafa enn ekki verið tengd. Olafur sagði að kostnaður við hver gatnamót væri áætlaður um 1,2 milljónir króna. Ljós hafa verið sett upp við gangbrautir yfír Elliðavog, neðan við Dvalarheimili aldraðra sjó- manna og yfír Lönguhlíð við Háteigsveg. Yfir Hringbraut við Bræðraborgarstíg er unnið að upp- setningu ljósa en fyrirhugað er að setja upp ljós yfír Snorrabraut við Flókagötu og yfir Hverfísgötu við Hlemmtorg. Guðrún Zoega aðstoðarmaður iðnaðarráðherra GUÐRÚN Zoega verkf ræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Friðriks Sophus- sonar iðnaðar- ráðherra. Guðrún Zoega erfædd 1948. Hún lauk fyrrihluta- prófi í byggingar- verkfræði frá Háskóla íslands en lokaprófí frá Danmarks Tekniske Hojskole. Hún hefur undanfarið starfað á verk- fræðistofunni Fjarhitun hf. Guðrún er varaborgarftilltrúi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík. Eiginmaður Guðrúnar er Emst Hemmingsen hagfræðingur og eiga þau tvö böm. Þetta kom m. a. fram í ávarpi, sem Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra flutti við upphaf fundar, sem Félag ísl. stórkaup- manna og Samstarfsráð verzlunar- innar efndu til í Háskólabíó í gærdag. Var fundur þessi haldinn til kynningar nýjungum í tollamál- um, en 1. september nk. ganga í gildi ný tollalög og er markmiðið með þeim m. a. að gera samskipti og samstarf tollyfirvalda og fyrir- tækja sem greiðast og einfaldast. í tengslum við gildistöku laganna BIRGIR ÍSLEIFUR Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur sett Sigurð Hallmarsson, skólastjóra á verður jafnframt hrundið í fram- kvæmd ýmsum skipulagsbreyting- um í tollafgreiðslu auk tölvuvæð- ingar. Um næstu áramót á ennfremur ný tollskrá að ganga í gildi hér á landi. Sagði fjármálaráð- herra, að þetta yrði gert í samræmi við þá alþjóðasamninga, sem íslend- ingar hefðu gert innan Tollasam- vinnuráðsins. En þótt tollskrá væri breytt og ný flokkun á vöru tekin upp, myndi enn um sinn ekki verða breyting á gjaldtöku. Samhliða þvi að tekin Húsavík, fræðslustjóra á Norður- landi-eystra. Miklar deilur hafa staðið um þessa stöðu siðan Sturlu yrði upp tollskrá með nýjum töxt- um, þyrfti að gera breytingar á vörugjaldi, sem tengdist mjög toll- innheimtu og hefði veruleg áhrif á tekjuöflun ríkisins. Þessi endur- skoðun væri einn liður í þeirri heildarendurskoðun á tekjuöflunar- kerfí ríkisins, sem hafin hefði verið með undirbúningi að staðgreiðslu- kerfí skatta og fækkun undanþága í söluskatti sem undanfara virðis- aukaskatts. Á fundinum í gær, sem var mjög fjölmennur, voru flutt fyögur fram- söguerindi. Sigurgeir Á. Jónsson ræddi um nýju tollalögin, Guðrún Ásta Sigurðardóttir um nýja skil- greiningu tollverðs, Sveinbjöm Guðmundsson um nýtt tollnúmera- kerfí og Karl Garðarsson um tölvuvæðingu og ný eyðublöð. Auk þeirra tóku til máls þeir Bjöm Her- mannsson tollstjóri og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri. Kristjánssyni, fyrrverandi fræðslustjóra, var vikið úr emb- ætti fyrr á þessu ári. Menntamála- ráðherra segir þessa ráðningu Sigurðar vera fyrsta skrefið í þá átt að draga úr þessum deilum. Skólamenn nyrðra telja ráðning- una skref í rétta átt, en deilumálin eigi enn eftir að útkljá. Ólafur Guðmundsson, settur fræðslustjóri í umdæminu, hefur ver- ið ráðinn til starfa að sérstökum verkefnum í menntamálaráðuneytinu frá og með næstu mánaðamótum. Jafnframt hefur honum verið veitt lausn frá starfi fræðslustjóra. Skólamenn í umdæminu segja að ráðning Sigurðar sé spor í rétta átt og samstaða sé um hann sem fræðslustjóra. Hins vegar eigi enn eftir að leysa deilur um fyrirkomulag stuðningskennslu og fjármál og enn- fremur verði að leysa mál Sturlu með þeim hætti, að hann beri ekki skaða af. Sverrir Pálsson, skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Akureyri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann fagni því að Sigurður Hallvarðsson skuli hafa verið fáanlegur til að taka þetta starf að sér. Hann treysti hon- um til allra góðra hluta. „Ég vona að á eftir fylgi farsæl lausn allra þeirra deilumála, sem uppi hafa ver- ið í fræðsluumdæminu svo allir geti vel við unað,“ sagði Sverrir. „Þegar ég kom hingað í mennta- málaráðuneytið fyrir einum og hálfum mánuði fann ég að mikill ófriður og órói var fyrir norðan vegna þessa máls. Mér fannst því nauðsyn- legt að taka á því sem fyrst," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra, i samtali við Morgun- blaðið. „Ég hef rætt við helstu fulltrúa deiluaðila og fékk mér einn- ig sérstakan mann til aðstoðar sem hafði hvergi komið nálægt málinu áður, Þorstein Júlíusson, hæstarétt- arlögmann. Niðurstaðan var sú að ákveðið var að stíga þetta skref að setja Sigurð ótímabundið í fræðslu- stjórastöðuna og jafnframt að Ólafur kæmi til menntamálaráðuneytisins og ynni að sérstökum verkefnum. Þetta er gert í samráði við for- mann fræðsluráðsins og er fyrsta skrefíð í þá átt að draga úr deilum nyrðra. Mál Sturlu Kristjánssonar eru í sérstakri athugun og mun ég jafnframt setja í gang sérstaka at- hugun á sérkennslu í Norðurlandi- Eystra. Ég á von á því að sérkennslumálin verði tekin til endur- skoðunar á landsvísu." Gott veður um helgina ÚTLIT eí* fyrir gott veður um land allt yfir helgina samkvæmt spám veðurstof- unnar. Búist er við hægri norð- austlægri átt um allt land og léttskýjuðu veðri. Þó má bú- ast við að skýjað verði við norður- og austurströndina. Hiti verður 8 til 15 stig. Guðrún Zoega Fjármálaráðherra á fundi Samstarfsráðs verzlunarinnar: Hæstí tollur veiði 50% í stað 90% í frumvörpum að nýjum tolltaxtalögum er gert ráð fyrir verulegn lækkun tolla, þannig að hæsti tollur verði 50% í stað 90% nú. í ann- an stað er stefnt að samræmingu á tollum á skyldum vörum. M. a. verður þá ekki lengur hagkvæmt að flytja inn tæki í hlutum, eins og núverandi kerfi býður upp á. Þá er að því stefnt að fella niður tolla með öllu á hráefni og vélum til iðnaðar með sama hætti og nú á við um samkeppnisiðnað. En til þess að mæta fyrirsjáanlegu tekju- tapi vegna lægri tolla verður að taka upp vörugjald, sem hugsanlega yrði almennara en það er í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.