Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGU'R 21. ÁGÚST 1987 Stjömu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég vil biðja þig að segja mér eitthvað um stúlku fædda í Reykjavík 15.7.68 klukkan 20 mínútur yfir tólf á mið- nætti. Hvaða atvinna myndi t.d. henta? Með þakk- læti...“ Svar: Hún hefur Sól, Merkúr, Ven- us og Mars í Krabba, Tungl í Fiskum, Naut Rísandi og Steingeit á Miðhimni. Tilfinningamikil Það sem er áberandi við kortið er annars vegar sterk- ar tilfinningar og hins vegar sterk ábyrgðarkennd sem einnig getur birst sem sjálfs- bæling. Áberandi er einnig mikill næmleiki. Hlédrœg Sem persðnuleiki er hún frekar hlédræg, varkár og róleg í fasi og framkomu. Hún er frekar syndandi, þ.e. róleg, afslöppuð og draum- lynd. Sterkur Satúmus bendir til kröfuhörku í eigin garð og metnað sem hún hugsanlega vill ekki sjálf viðurkenna. Öryggi Hún er íhaldssöm og þarf öryggi, heimili og böm skipta t.d. miklu máli. Að mörgu leyti bendir kortið til þess að hún vilji a.m.k. að hluta til vinna inni á heim- ili. T.d. er hún það næm að annað fólk getur truflað hana og þvi er viss einvera æskileg, eða það að hún geti verið út af fyrir sig og unnið ein og sjálfstætt. ímyndunarafl Að hafa margar plánetur í Krabba og Fiskum táknar að hún hefur sterkt ímynd- unarafl, er draumlynd og á til að lifa mikið i eigin heimi. Að vissu leyti bendir kortið til hræðslu við að fara út í lífið eða ákveðna tilhneig- ingu til að flýja inn á við. Þetta þarf hún að varast og sömuleiðis að láta ímyndun- araflið búa til mótstöðu og draga úr sér. ímynda sér að þetta eða hitt verði það erf- itt að hún geti það ekki. Mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir þessum þröskuldi og láti hann ekki halda sér niðri. Nytjalist Fólk sem er næmt og hefur sterkt ímyndunarafl getur notið sín á listrænum svið- um. T.d. sé ég töluverða tónlist í korti hennar. Þar sem hún hefur hagsýni frá Nauti og Steingeit gæti hún hugsanlega virkjað ímynd- unarafi sitt í þágu nytjalist- ar. Innanhússarkitektúr gæti einnig komið til greina. Uppeldisstörf Þar sem Krabbi og 5. hús sameinast í Tungli í 11. húsi gætu einnig komið til greina störf sem tengjast bömum og uppeldismálum. MatvœlafrœÖi Annar möguleiki er síðan tengdur líffræði, matvæla- fræði eða annarri vinnu í sambandi við matvæli, t.d. matargerðarlist. ViÖkvcemni Að öðru leyti má segja um kortið að ekkert loft bendi til þess að hún sé ekki fé- lagslynd. Hún vill frekar eiga fáa og góða vini en marga kunningja. í heild gefur kortið til kynna ákveð- ið jafnvægi, rólyndi og viðkvæmar tilfinningar sem hún þarf að fara vel með. GARPUR LEIFTURARÁS Hýr/fS séR EINSTÆTTAFL S'TT OG> BRE/TH? SÉR i TVÓ' [/éLsHFNNl! ÓGNAR0LOS&/ GeUGOi? i UO/MEÐ ÞeW OG ÞeHZ OMK0/NGJA j GAfZPOG BOGA. ufzœ -þfiiF:'á /nón TVB/mjR. EREKK£RT/y>ÁL JAFNVEL i/ FyRUZ /yt/G ^JHÆGAN. "NARKAN e/N (POSAREKK/ t/ÉR, BOGU GRETTIR TOMMI OG JENNI DRATTHAGI BLYANTURINN SMAFOLK HEV, KID.. VOU éOT A 5I5TER OR 50METHING U)ITH YELLOW HAlR? < ~~f/ TýC I PIPNT 5TEAL IT..HE 5AIP IF IT FELL OVER, I COULP HAVE IT...U)HEN I L00KEPATIT,IT FELLOVER. Heyrðu stelpa_______ áttu Hún stal jólatré úr garðin- systur eða eitthvað með um okkar. gult hár? Ég stal því ekki... hann Það var kraftaverk jól- sagði að ef það félli mætti anna! ég eiga það ... þegar ég leit á það féll það_ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þéttir tíulitir em ekki daglegt brauð við spilaborðið, en suður- spilaramir í leik Norðmanna og ísraela fengu þó tækifæri til að opna á slfk spil: Suðurgefur; enginn á hættu. Norður ♦ 9543 ♦ K753 ♦ 10532 ♦ 5 Vestur Austur ♦ ÁKDG7 .... ♦ 1062 ♦ G109 ♦ ÁD642 ♦ KG9 4ÁD876 ♦ D3 ♦- Suður ♦ 8 ♦ 8 ♦ 4 ♦ ÁKG10987642 ísraelinn Hendleman hélt á spilum suðurs í opna salnum, og var í blekkingarham: Suður 2 lauf 4 lauf 5 lauf Vestur Norður Austur 2 spaðar Pass Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Pass Kerfísbundið er opnun suðurs á tveimur laufum alkrafa, það er að segja ljónsterk spil með geim á eigin hendi. Vestur leyfði sér þó að nefna spaðann sinn og Hendleman fékk tækifæri til að passa niður tvo spaða, þar sem sjö em borðleggjandi! En djarfur hélt hann áfram á sömu braut og tókst að stela samn- ingnum í fimm laufum, einn niður. Það verður þó að segjast eins og er að hlédrægni austurs er með ólíkindum. Á hinu borðinu valdi Norð- maðurinn að opna á fimm laufum á spil suðurs, sem vestur doblaði. Austur sýndi tvo liti með fimm gröndum og vestur valdi tígulinn, sagði sex tígla. Eftir laufstyttinginn er sá samn- ingur ekki sjálfunninn, en sagnhafi valdi hjartasvfninguna og tók fýrir 1010. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti ungl- inga á Filippseyjum um daginn kom þessi staða upp í skák sig- urvegarans Viswanathan Anad, Indlandi sem hafði hvítt og átti leik gegn Ninov, Búlg- aríu. ■A®...iIiÉA .... ‘wm. €3, Yf/f f'- . > &&&M ím. ■: 21. Bxh7+! - Kxh7, 22. g6+ - Kg8, 23. Dh3 - Rf6 (Ör- vænting) 24. exf6 -*■ fxg6, 25. fxg7 og svartur gafst upp. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Anand 10 v. af 13 mögulegum, 2. Ivanchuk (Sov- étríkjunum) 9V2 v. 3.-4. Serper (Sovétr.) og Wolff (Bandaríkjun- um) 9. v. Þröstur Þórhallsson hlaut 7 v. og Hannes Hlífar Stef- ánsson 5 v. .OLÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.