Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
186. tbl. 75. árg.
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Frelsun gíslanna 1 Líbanon:
Bandaríkjamenn
neita boði Irana
New York, Washington, Jerúsalem, Reuter.
BANDARÍKIN höfnuðu í gærkvöldi boði Rafsanjanis, talsmanns
íranska þingsins, um að Iranir beiti áhrifum sínum á Iransholla
skæruliðahópa í Líbanon til þess að gefa erlendum gislum frelsi.
í staðinn vill Rafsanjani að skæruliðar shíta, sem sitja í fangels-
um í Kuwait og ísrael verði látnir lausir. Talið er að þetta tilboð
Rafsanjanis sé tilkomið vegna þrýstings frá Sýrlendingum.
Rafsanjani sagði að íranir hefðu
töluvert vald yfir skæruliðahópun-
um í Líbanon, en hann sagði að því
yrði ekki beitt nema Bandaríkja-
menn legðu eitthvað fram á móti.
Hann krafðist þess að látin yrðu
af hendi vopn og fjármunir, sem
Iranskeisari átti í Bandaríkjunum
fyrir byltinguna í landinu 1979.
Bandaríkjamenn höfnuðu tilboði
írana algerlega í gær. Talsmaður
utanríkisráðuneytisins, Phyllis
Oakley, sagði að tilboðið sannaði
að íranir hefðu áhrif meðal mann-
ræningja í Líbanon, en að svar
Bandaríkjanna við því væri: „Engir
samningar, engin vopn til íran,
enginn þrýstingur á Israel eða
Kuwait að sleppa föngum.“ Hún
sagði að íranir skyldu beita þrýst-
ingi sínum í Líbanon án skilyrða.
Talið er að þrýstingur Sýrlend-
inga, sem eru bandamenn Irana,
ráði nokkru um tilboð Rafsanjanis.
Að sögn bandarískra embættis-
manna hafa Sýrlendingar að
Bretland:
Stjórnin selur 470
milljarða hlut í BP
Lundúnum, Reuter.
Efnahagsráðgjafar bresku
stjórnarinnar skýrðu frá því í
gær að ríkisstjórn Margrétar
Thatcher hygðist nú selja hlut
hins opinbera í olíufélaginu Brit-
ish Petroleum eða BP. Þetta
verður stærsta hlutabréfaútboð
í Bretlandi og jafnvel í allri sögu
hlutabréfaviðskipta, verðmæti
bréfanna er sjö og hálfur millj-
arður punda eða rúmir 472
milljarðar íslenskra króna.
Frá því árið 1977 hefur hið opin-
bera smám saman minnkað hlut
sinn í fyrirtækinu úr 68,4 hundraðs-
hlutum í 31,5 af hundraði. Sá hlutur
verður nú allur seldur og auk þess
verða til sölu ný hlutabréf að verð-
mæti um 90 milljarðar króna. Að
sögn ráðgjafa stjómarinnar verður
fimmtungur hlutafjárins boðinn er-
lendum aðilum, og þeir hafa margir
Margrét Thatcher
hvetjir sýnt
kaupunum
áhuga.
BP er eitt af
fimm fyrirtækj-
um, sem eiga
stærsta mark-
aðshlutdeild í
Evrópu og held-
ur 127.000
starfsmenn. Fyr-
irtækið hefur bein eða óbein ítök í
1.900 dótturfyrirtækjum í 70 lönd-
um, þar á meðal hér á landi.
Sala fyrirtækisins er liður í einka-
væðingarherferð stjórnar íhalds-
flokksins, sem hefur heldur betur
tekið til hendinni við sölu breskra
ríkisfyrirtækja. Gasstöðvar ríkisins,
póst- og símaþjónustan og ríkisjám-
brautirnar hafa þegar verið seld á
almennum markaði.
undanförnu lagt hart að írönum að
beita sér fyrir frelsun gíslanna eftir
að hafa átt viðræður við sendimann
Bandaríkjastjómar, Vernon Walt-
ers, í síðasta mánuði.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Hvíta hússins, sagði að hann hefði
það eftir heimildarmönnum sínum
að Sýrlendingar hefðu átt viðræður
við Irani um það að Glass yrði
sleppt. Hann sagðist ekki draga í
efa framburð Glass um að hann
hefði flúið af eigin rammleik, en
sagði að hann hefði fyrir því heim-
ildir að sýrlenskur þtýstingur á að
honum yrði sleppt hefði verið svo
sterkur að þess hefði varla verið
langt að bíða.
Viðleitni Sýrlendinga til þess að
miðla málum í deilunni um gíslana
hefur borið þann ávöxt að Banda-
ríkjamenn hafa nú ákveðið að senda
sendiherra sinn, William Eagleton,
aftur til Damaskus. Eagleton var
kallaður heim fyrir níu mánuðum
er snurða hljóp á þráðinn í sam-
skiptum ríkjanna vegna meintrar
aðildar Sýrlendinga að tilraun til
þess að koma sprengju um borð í
ísraelska flugvél í London. Að sögn
talsmanns utanríkisráðuneytisins
kemur einnig við sögu barátta Sýr-
lendinga við alþjóðlega hryðju-
verkamenn á borð við Abu Nidal.
Hætta störfum fremur en láta undan
Hvítur öryggisvörður stendur á verði yfir svörtum kolanámu-
verkamönnum í Suður-Afríku, sem bíða þess að vera fluttir heim
frá Waal Reef-gullnámunni vestur af Jóhannesarborg. 2000
vinnufélagar verkamannanna, sem hafa verið í verkfalli í tólf
daga, kusu að taka fremur við síðastu launagreiðslu sinni og
hætta störfum heldur en að samþykkja kröfur námaeigendanna
um að þeir sneru aftur til vinnu. 6000 námaverkamönnum hefur
nú verið sagt upp störfum á svipaðan hátt í S-Afríku.
Chad:
Líbýumenn bíða
ósignr við Aouzou
N’djamena, Reuter.
STJÓRNVÖLD í Mið-Afríkurík-
inu Chad sögðu í gær að hersveit-
ir þeirra hefðu hrundið öflugri
árás Líbýumanna á landa-
Bandaríkin:
Sjávarútvegsráðherra hættir
- óvíst um áhrif á hvalveiðimálið
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyili, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum.
Dr. Anthony J. Calio sjávarútvegsráðherra Bandarikjanna sagði
af sér síðastliðinn þriðjudag. Hann hefur fyrir hönd Bandaríkjanna
fundað með Halldóri Ásgrimssyni sjávarútvegsráðherra um hval-
veiðar íslendinga. Viðræðunum er ólokið og á meðan verða engir
hvalir veiddir. Heimildir í Washington telja að Dr. Calio verði áfram
fulltrúi Bandaríkjanna í Alþjóða hvalveiðiráðinu.
Dr. Anthony J. Calio stjómaði
frá 7. október 1985 þeirri deild
viðskiptaráðuneytisins í Washing-
ton sem hefur umsjón með nýtingu
og vemdun auðlinda í hafi og lofti
(National Oceanic and Atmospheric
Administration (NOAA)). Frá 1981
var Dr. Calio aðstoðarmaður Johns
Byme yfirmanns NOAA. Áður
hafði hann um 18 ára skeið gegnt
ýmsum stjómunarstöðum hjá
bandarísku gehnferðastofnuninni.
Nýi viðskiptaráðherrann, C.
William Verity, hefur enn ekki út-
nefnt eftirmann Dr. Calio, en
núverandi aðstoðarmaður sjávarút-
vegsráðherrans heitir J. Curtis
Mack II. Malcolm Baldrige fyrrum
viðskiptaráðherra, sem lést af slys-
fömm í síðasta mánuði, og Dr.
Calio áttu mjög gott samstarf.
Heimildarmenn í Washington telja
að Dr. Calio, sem er á sextugs-
aldri, hafi viljað nota tækifærið og
breyta til úr því að nýr maður er
tekinn við viðskiptaráðuneytinu.
Talsmenn hvalavinasamtaka em á
báðum áttum hvort þessi breyting
verði til góðs eða ills. Aðrir benda
á að eftirmaður Dr. Calio gæti
hugsanlega sýnt enn meiri hörku
í hvalveiðimálinu.
Dr. Calio hverfur frá störfum í
viðskiptaráðuneytinu 12. septem-
ber næstkomandi og hefur verið
ráðinn til ráðgjafafyrirtækisins
Planning Research Corporation í
Washington. Kunnugir telja að Dr.
Calio verði fenginn til að gegna
áfram starfi fulltrúa Banda-
ríkjanna hjá Alþjóða hvalveiðiráð-
inu, en þar hefur hann verið
eindreginn talsmaður hvalavemd-
arstefnu.
mærabæinn Aouzou í norður-
hluta landsins. Að sögn herráðs
Chad féllu 290 Líbýumenn í
fyrstu hrinu harðra bardaga og
fimm líbýskar flugvélar voru
skotnar niður. Líklegt er talið að
mannfall Líbýumanna nemi
nokkrum hundruðum, en aðeins
fimmtán úr liði Chad féllu.
Líbýumenn hertóku bæinn fýrir
14 ámm en Chadbúar náðu honum
aftur á sitt vald þann áttunda þessa
mánaðar.
Chad tók 39 fanga, þar á meðal
foringja innrásarliðsins. í tilkynn-
ingu frá sendiráði Chad í París sagði
að innrásarliðið hefði flúið í „al-
gjörri ringulreið" og að svæðið væri
í tryggum höndum hers Chad.
Gaddafi Llbýuleiðtogi varaði I
gær Bandaríkjamenn og Frakka við
því að veita Chadbúum lið í stríði
landanna og sagði að liðveisla þeirra
gæti orsakað „óútreiknanlega og
hættulega þróun.“ Frakkar hafa
1200 manna her í Chad, sem er
fyrmm nýlenda þeirra, og Banda-
ríkjamenn sjá landinu fyrir vopnum.