Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
39
35 63 21
56 /9 56 28
27 10 *í8 /9 38
63 29 70 56 99
Takið eftir
I byrjun september eykst
pláss fyrir barnaefni í Morg-
unblaðinu. Það verður hægt
að birta sögur, ljóð, teikning-
ar og fleira frá ykkur,
krakkar. Hvemig væri að
nota tækifærið og segja frá
sumrinu? Varstu kúasmali?
Fórstu í loftbelg? Sólaðirðu
þig á ströndinni eða fórstu í
lest? Varstu í tjaldi eða sum-
arbústað? Gróðursettirðu tré
eða passaðir böm? Skrifaðu
vv
okkur og segðu frá og teikn-
aðu myndir með. Heimilis-
fang Bamasíðunnar er
annars staðar á síðunni. Það
verður gaman að fá póstinn
frá ykkur.
2 \A
taylop
Hjálpaðu hundinum niður
Hundurinn yrði glaður ef þú gætir reiknað út hvaða
röð hann ætti að velja til að komast niður og ná sér í
gott bein. Rétta aðferðin er sú sem hefur tölur sem
hægt er að deila í með 7. Nú er um að gera að kunna
7 sinnum töfluna eða drífa sig að læra hana. Ef þú
hefur fundið svarið sendu okkur það þá. Heimilis-
fanPð en Barnasfðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
Af
hverju
var
myndin?
Á Barnasíðu fyrir hálfum mán-
uði var mynd teiknuð frá
skrýtnu sjónarhorni. Þetta var
mynd af kló.
Hvað er þetta?
Hérna er önnur mynd af hlut
sem þið þekkið öll. Hluturinn
er teiknaður þannig að það
sést undir hann og uppeftir
honum. Hvað heldur þú að
þetta sé?
Hve margir eru lyklarnir?
Guðjón hefur fengið þennan ljómandi fallega lás. En hvað hald-
ið þið að hann hafi fengið marga lykla með honum?
Hvernig væri að fara í Jósep
segir? Þetta er einfaldur og
skemmtilegur leikur þar sem
ekki þarf annað til leiksins en
fólk.
1. Einn er valinn til að vera
Jósef.
2. Jósef segir öllum í leiknum
hvað eigi að gera. Hann gæti
sagt fólki að klappa lófunum,
hoppa, standa á öðrum fæti eða
halda fyrir annað augað.
Jósef segir
3. Varaðu þig samt. Þegar
Jósef segir þér að gera eitthvað
máttu aðeins gera það að hann
segi fyrst Jósef segir. Ef Jósef
segir ekki Jósef segir og þú
hoppar eða klappar þá ertu úr
það sem eftir er leiksins.
4. Sá sem einn stendur eftir
og hefur ekki látið blekkjast
verður næsti Jósef.
Á myndunum sjáið þið Guð-
jón, Gumma og Guðnýju í Jósef
segir. Guðjón er Jósef. Á mynd
1 segir Guðjón: Jósef segir upp
með hendur. Bæði Gummi og
Guðný gera eins og Jósef segir.
Á mynd 2 hefur Guðjón hins
vegar gefið skipun á þess að
segja Jósef segir á undan og
Gummi hefur ekki hlustað nógu
vel og sett niður hendurnar.
Gummi er því úr leik.