Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 Reuter Morðið á Karami: S víar láta hinn grunaða lausan Stokkhólmi, Beirút, Reuter. SÆNSKUR dómari leysti í gær 25 ára gamlan líbanskan lið- hlaupa, Elie Sleibi, úr haldi án ákæru. Grunur hafði fallið á manninn um að hafa átt þátt í að myrða Rashid Karami, fyrr- verandi forsætisráðherra Líbanons, en þarlend yfirvöld féllu frá ákæru á hendur hon- um á þriðjudag vegna skorts á sönnunum. Sænska lögreglan handtók Sleibi 1. ágúst að ósk líbanskra jrfirvalda. Oði"um manni, sem grunur lá á, var sleppt á mánudag. Karami, sem var súnníti og bandamaður Sýrlendinga, lést hinn 1. júní þegar sprengja sprakk í þyrlu hans. Talið er að áttatíu skæruliðar úr uppreisnarliði kúrda hafi á þriðjudag ráðist á tyrkneska þorpið Kilickaya í Siirt-héraði með flugskeyti, handsprengjur og byssur og myrt tuttugu og fimm manns, þar af fjórtán kon- ur og börn. Á myndinni sjást syrgjendur við jarðneskar leifar ættingja sinna, sem féllu í árás- inni. Fjöldamorðið í Tyrklandi: Sljómin virðist stað- ráðin í að stöðva að- skilnaðarsinna kúrda Ankara, Reuter. Stjórnarerindrekar í Tyrklandi sögðu í gær að fjöldamorð, sem skæruliðar kúrda frömdu í afskekktu þorpi á þriðjudag, hefði borið því vitni hversu erfitt væri að beijast við uppreisnarhópa á hijóstrug- um og torfærum landsvæðum. Tyrknesk stjórnvöld væru aftur á móti staðráðin í að bijóta skæruliða á bak aftur. Telja þeir ólíklegt að stjórnvöld láti undan kröfum aðskilnaðar- hreyfingar kúrda, sem staðið hefur að fjórum fjöldamorðum síðan í maí. Dagblöð og stjómmálamenn hafa harðlega gagnrýnt flokk uppreisn- armanna, Verkamannaflokk Kúr- distans (PKK), fyrir fjöldamorðið nærri bænum Emh í fjallendinu skammt frá landamærum Sýrlands og íraks í suðausturhluta Tyrk- lands. 25 íbúar þorpsins Kilickaya létu lífið. Segja stjómarerindrekar að tyrk- neskir stjómarerindrekar láti engan bilbug á sér finna og standi saman gegn PKK, sem hefur barist fyrir sjálfstjóm átta milljóna kúrda, er búsettir em í Tyrklandi, í þrjú ár. Tyrkjar viðurkenna ekki réttindi kúrda sem þjóðarbrots og leyfa ekki að tunga þeirra sé notuð opin- berlega. Þess má geta að rúmlega 50 milljónir manna búa í Tyrkl- andi. PKK nýtur ekki mikils stuðnings frá utanaðkomandi aðilj- um og ráðherrar nefna flokkinn aldrei með nafni. Markmið flokksins em heldur aldrei rædd og tilslakan- ir, sem gætu leitt til þess að klæði verði borin á vopnin, em bannorð þegar kúrdamir em annars vegar. Turgut Ozal forsætisráðherra var ekki margorður um fjöldamorðið í Kilickaya. Hingað til hefur hann sagt að glæpir af þessu tagi væm verk stigamanna, sem verið væri að bijóta á bak aftur. En Ozal hef- ur einnig sagt að suðausturhluti Tyrklands væri langvarandi vanda- mál og skrifaði leiðarahöfundur fijálslynda blaðsins Milliyet í gær að þessi orð hans hefðu verið eins og olía á hugsjónaeld kúrda. Erdal Inonu, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins, sem er í stjómar- andstöðu, sakaði stjómina um að geta ekki varið borgara landsins. En slík ummæli vekja ekki mikla athygli og vom þau sögð af pólitísk- um toga spunnin. Stjómarerindrekar í Ankara segja að morðin í Kilickaya beri þeim vanda, sem blasir við stjóm- inni, órækt vitni. Staðurinn er afskekktur og þar er enginn sími eins og víða annars staðar. „Verðir í þorpinu börðust við skæmliða í tvær klukkustundir án þess að liðs- auki bærist frá hemum. Sýnir það glöggt hversu mikil þörf er á síma, eða einhvers konar fjarskiptasam- bandi,“ sagði vestrænn stjórnarer- indreki. Talið er að margir skæmliðanna séu þorpsbúar, sem taki af og til þátt í árásum. „Vandamálið er einn- ig fólgið í því að menn em smalar á daginn, en skæmliðar á nótt- unni,“ sagði erindrekinn. Herferð PKK hefur það markmið að tjófa tengsl milli þess svæðis, sem aðskilnaðarsinnar kalla Kúr- distan, og tyrkensku stjómarinnar. Um leið er reynt að fá þorpsbúa til að ganga í lið með skæruliðum með því að hafa í hótunum við þá. Talið er að fómarlömb skæmliða á þriðjudag hafi verið kúrdar. í árásinni féllu verðir og foringjar þorpsbúa, sem herinn hafði látið hafa vopn til þess að þeir gætu varist sjálfir. Herinn hefur víða lát- ið menn hafa vopn til vamar, en sú áætlun stjómarinnar hefur ekki borið árangur. Nýjasta ráðstöfun stjómarinnar til að beijast gegn uppreisnaröflun- um var að skipa sérstakan héraðs- stjóra í suðausturhluta landsins. Hann heitir Hayri Kozakcioglu og hefur hann víðtækt vald til þess að samræma öryggisgæslu og vamir í þessum landshluta. Daginn eftir að hann tók við embættinu sagði hann við dagblaðið Hurriyeb „Fræðilega er ekki til sú þjóð, sem nefnist kúrdar. Þeir komu frá Mið- Asíu og em að einu og öllu leyti af tyrkneskum stofni og uppmna." Vestrænn stjómarerindreki sagði um Kozakcioglu: „Þegar maður á borð við hann fær að ráða, er ekk- ert útlit fyrir að gera eigi tilslakanir gagnvart kúrdum." Talið er að uppreisnarmenn hafi æfingabúðir og vopnabúr í norður- hluta Iraks. Aftur á móti var árásin á þriðjudag gerð um fimmtíu kíló- metra innan landamæranna og ólíklegt talið að skæmliðar hafi komið yfir landamærin. Tyrkneski flugherinn varpaði sprengjum skammt fyrir innan landamæri ír- aks eftir fyrri árásir PKK og var það gert með samþykki stjómvalda í Bagdað. Tyrknesk stjómvöld hafa aftur á móti ekki getað sýnt fram á annað en að loftárásin hafi verið gerð til þess að færa almenningi heim sanninn um að hún aðhefðist eitthvað vegna hryðjuverka upp- reisnarmanna. SBB yyy Landbúnaðarsýning íReiðhöIIinni, Víðidal, 14.-23. ágúst 1987 BÚ ’87 stærsta landbúnaðarsýningin til þessa á erindi til allra. Stórkostleg sýning, sem er allt í senn: Yfirlit, kynning, sölumarkaður og skemmtun. Þar er tamdi platínu- refurinn Kalli og Stakkur og Spori - feiknatuddar, frá Hvanneyri, úrvalskýr af Suðurlandi, ásamt hvers konar búfé af gamla og nýja skólanum. Fjárhundamir Roy, Lars og Ríngó sýna listir sínar. Mjaltir í nútíma mjaltafjósi (hefurðu séð slíkt?) alla daga kl. 18:00. Fjöldamörg fyrirtæki kynna nýjungar í þjónustu við landbúnaðinn. Góð kaup á vörum á tækifærisverði. Vörukynningar. Spumingakeppni. Lukkupottur. Tískusýningar, þar á meðal stór pelsasýning. Héraðsvökur landshlutanna. Griltveislur bændanna. Matreiðslukynningar. Nýjasta tæknin ásamt yfirlitiyfirþróunina. DAGSKRÁ Föstudagur 21. ágúst Kynbótahross og Kl. 15:00 góðhestar. Héraðsvaka Kl. 17:00 Eyfirðinga. og 20:30 Hrossamarkaður. Kl. 18:30 Úrvalshross á upp- boðivið Reiðhöll. 14 úrvalshestar. Seljendur eru skuld- bundnirtilað taka einu af3hæstu tilboðunum. Sýning á söluhestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.