Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 13 eftir Guðmund Björnsson Eins og kunnugt er voru sam- hliða 9,5% meðalhækkun símgjalda þann 1. júlí sl. gerðar breytingar á uppbyggingu gjaldskrárinnar. Breytingarnar miða m.a. að því að færa símagjöld nær raunkostnaði. Kostnaður við byggingu og rekstur langlínukerfa hefur farið lækkandi undanfarin ár miðað við staðar- kerfi. Á sama tíma hefur notkun langlínukerfa aukist verulega. Eðli- legt er því að notendur kerfanna njóti þess að einhveiju leyti með lækkuðum töxtum. Hveijar voru þessar breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá Pósts og síma? — Langlínutaxtar voru lækkaðir verulega. — Tekinn var upp nýr ódýrari langlínutaxti frá kl. 23.00 til 8.00 og um helgar. — Kvöldtaxti byijar fyrr, eða kl. 18.00 í stað kl. 19.00 áður. Þessar breytingar hafa í för með sér tekjutap fyrir stofnunina og til að vega upp á móti því voru ákveðn- ar eftirtaldar gjaldskrárbreytingar: — Inniföldum skrefum var fækkað úr 600 í 400 utan höfuðborgar- svæðisins, en úr 300 í 200 innan höfuðborgarsvæðisins. — Verð á hveiju skrefi var hækkað um 10 aura sérstaklega. — Skrefatalning staðarsímtala var tekin upp um land allt á þeim tíma sem símtöl hafa verið án tímamarka og talið á 12 mín. fresti. Haldið hefur verið fram að breyt- ingin komi þyngra við notkun heimilissíma á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Breytingin sem gerð var á gjaldauppbyggingu hefur sömu áhrif á verð staðarsímtala um land allt og gildir þannig ekkert sérstaklega fyrir íbúa höfðuborgar- svæðisins, heldur landsmenn alla. Það er rétt að ef símar eru nær eingöngu notaðir fyrir staðarsímtöl má búast við nokkurri hækkun símareikninga, en hins vegar lækk- un ef um notkun langlínu er að ræða. Tilgangur gjaldskrárbreyt- ingarinnar má heldur ekki gleym- ast, en hann var sá að minnka óeðlilega mikinn mun á verði stað- ar- og langlínusímtala. Benda má á, að höfuðborgar- svæðið er lang stærsta símasvæði landsins, með um 60% símnotenda og er það ástæðan fyrir færri inni- földum skrefum í afnotagjaldi þar. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að hringja milli 10 símstöðva á staðar- taxta. Þó hefur fækkun á inniföld- um skrefum á höfuðborgarsvæði orðið minni en annars staðar við þær breytingar sem nú eru gerðar á gjaldskránni fyrir símaþjónustu. I stóru úitaki sem geit var á símanotkun í Reykjavík í lok síðasta árs kom fram að lítilla breytinga er að vænta varðandi fjölda um- framskrefa ef á heildina er litið og gengið er út frá óbreyttum fjölda og skiptingu símtala. í þessari könnun kom einnig fram að yfir 60% af skrefanotkun símnotenda í Reykjavík er vegna langlínusímtala séu sfmtöl til útlanda ekki meðtalin. Það er því ljóst að hin mikla lækk- un langlínusímtala kemur íbúum höfuðborgarsvæðisins einnig til góða. Þá er það ekki síður mikilvægt fyrir aldraða og öryrkja að lækkun verði á langlínusímtölum. Símtöl þessara hópa eru ekki einskorðuð við staðarsímtöl því það er ekki alltaf svo að nánustu ættingjar og vinir búi nærri þannig að hringja megi á milli á staðartaxta. Fyrir þessa hópa er einnig mikilvægt að kvöldtaxtinn byijar nú fyrr eða kl. 18.00 í stað kl. 19.00 áður. „Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu“ verið tekin upp. Skv. upplýsingum þaðan verður það gert síðar á þessu ári eða því næsta. Að lokum vil ég gera samanburc á breytingum á afnotagjaldi síma og verði fyrir umframskref annars vegar og nokkrum þjónustugjöldurr og vísitölum hins vegar. Frá 1. jan. 1984 til 30. júní 1987, eða fram að gjaldskrárbreytingunni 1. júl sl., hækkaði lánskjaravísitalan. um 99%, gengi SDR um 66%, áskrift dagblaðs um 120%, húshitun hjá Hitaveitu Reykjavíkur um 108% og launavísitala um 136% meðan af- notagjald síma hækkaði um 2% og gjald fyrir umframskref um 2% Það er því ljóst að Póstur og sím hefur á þessu tímabili lagt sitt a! mörkum til þess að halda útgjöldurr heimilanna niðri. Höfundur er aðstoðarpóst- og símamálastjóri. eftirJónas Pétursson Það hefir tekið mig nokkurn tíma að jafna mig á þeim freftum, sem borist hafa af tillögum svonefndrar sláturhúsanefndar. Ekki fyrst og fremst vegna þess, hvað þær eru vitlausar (það er e.t.v. það skársta við þær), heldur vegna þess tákns, sem þær eru um þjóðfélagsgerð. Þær vitna um valdið í þjóðfélaginu! Vald, sem metur aðeins fjármagn, skreytir sig með arðsemistali, — maðurinn skiptir liltu máli! Bænd- ur! Heitið er orð, sem andúð hefur verið ræktuð á í fjölmiðlafárinu. í stíl við það eru þeir utangarðs í ráðabrugginu um sláturhúsin. Sú lítilsvirðing á bændum og því fólki, sem hrærist í samhengi allra þess- ara hluta, þeim lífsmætti umhverfis hvers tíma, sem fólginn er í starfs- keðju stijálbýlisins í landinu — sú lítiisvirðing, sem sláturhúsatillög- urnar fela í sér, er eitt dæmið um óhugnað stjórnarfars, sem yfir okk- ur virðist skollið. Umbóta er þörf í sláturhúsamál- um. En úrræðin verða að koma og munu koma og hljóta að verða framkvæmd af bændafólkinu í ljósi þess ástands, sem um þessar mund- ir er að skapast, þar sem fækkun sláturfjár, sölumöguleikar, neyzla og auknar hreinlætiskröfur horfa við. Eg er sannfærður um að bænd- ur og þeirra fólk, þeir sem við sölumálin fást og félagsmál byggð- anna, þeir leysa þessi mál á þann hátt, sem beztu manna yfirsýn býð- ur. Þeir eiga að gera það og munu gera það — af því að þeir skilja ennþá skyldur — dýrmætasta eig- inleika bændasamfélags. Ég vona og treysti að enn beri sveitafólkið þetta aðalsmerki í sér! Ég tók dálítið stórt upp í mig í bytjun. En hvaða orð á að hafa um plagg, sem mælir fyrir að leggja Jónas Pétursson „Ég tók dálítið stórt upp í mig í byrjun. En hvaða orð á að hafa um plagg, sem mælir fyrir að leggja niður slátur- hús á Akureyri og Vopnafirði! Þurrka bara af sláturhús á norðaustursvæði lands- ins, sem býr yfir beztu sauðfjárræktarskilyrð- um eins og Vopnafirði, Bakkaf irði og Þistil- firði!“ niður sláturhús á Akureyri og Vopnafirði! Þurrka bara af slátur- hús á norðaustursvæði landsins, sem býr yfir beztu sauðijárræktar- skilyrðum eins og Vopnafirði, Bakkafirði og Þistilfirði! Þar sem samhæfð eru orðin störfin við fjár- búskapinn og slátrunarstörfin á haustin! Auðvitað óaðskiljanlega þætti, sem lífið hefir kennt. Þess dæmi nægja. Fyrir skömmu hlýddi ég á þátt í útvarpinu þar sem komið var inn á svonefnda Áshildarmýrarsam- þykkt. Sögulegan fund af Suður- landi þar sem 12—15 bændur komu saman til að mótmæla yfirgangi hins danska valds. Vitna í Gamla sáttmála, sem fól í sér ákvæðið í niðurlagi sáttmálans: lausir ef hann rýfst að beztu manna yfir- sýn! Þetta var árið 1496. Ég minni á þennan merkilega atburð. Ég hef munað hann af því að Olafur Thors nefndi hann í lýðveldisræðu 1954. Valdi skal veijast, hvort sem danskt er eða íslenzkt og sjálfstæð- isbarátta er eilíf! Þegar íslenzkt vald brýtur , egn réttlætiskenr " sem enn varii með íslenzkri þjói, sem ann frelsi, félagshyggju og gildi mannsins umfram fjármagns- dýrkun valdahyggjunnar! Hér er eitt málið, sem krefst baráttu fyrir byggð um allt ísland! Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður. TAFLA 1 Saxnanburður á verði slmtala í tveimur gjaldflokkum, fyrir og eftir gjaldskrárbreytinguna l.júli 1987. Allar upphæðir eru án söluskatts. 1. janúar l.júlí 1987 1987 NÆTUR OG HELGAR OG LENGD SÍMTALS DAG TAXTI HELGAR TAXTI DAG TAXTI KVÖLD TAXTI NÆTUR TAXTI Staðartaxti: 3 mín. 9 mín. 30 min. 1.98 kr 3.30 kr 7.92 kr 1.32 kr 1.32 kr 1.32 kr 2.34 kr 3.90 kr 9.36 kr 1.95 kr 2.73 kr 5.46 kr 1.95 kr 2.73 kr 5.46 kr Hærri langlinutaxti: | 3 min. 21.12 kr 9 min. 60.72 kr 30 min. 199.32 kr 14.52 kr 40.92 kr 133.32 kr 19.11 kr 54.21 kr 177.06 kr 13.26 kr 36.66 kr 118.56 kr 10.33 kr 27.88 kr 89.31 kr BREYTINGAR FRÁ 1.1.1984 TIL OC MEÐ 30.6.1987 Þegar talað er um skrefamæl- ingu staðarsímtala á kvöldin er nauðsynlegt að hafa í huga hvaða upphæðir er verið að tala um. Hvað kosta þessi símtöl? Meðfylgjandi samanburður .(tafla 1) á verði símtala í tveimur gjaldflokkum sýn- ir að 9 mín. staðarsímtal kostar eftir að skrefatalningunni var kom- ið á 2,73 kr. og 30 mín. símtal 5,46 kr. auk söluskatts. Ég bendi á þetta sérstaklega hér þar sem ég hef orð- ið þess var í samtölum við fólk að það telur að gjöld þessi séu veru- lega hærri. Gjald fyrir jafnlangt símtal, þ.e. 30 mín. á sama tíma á hæsta langlínutaxta er allt að 22 sinnum dýrara. Ég vil vekja athygli á hinni miklu lækkun langlínutaxta sem ákveðin var 1. júlí, en mjög margir símnot- endur nota langjínukerfið mikið og flestir eitthvað. Á lengstu leið lækk- ar 9 mín. símtal um 6,51 kr. á dagtaxta og jafn langt símtal um helgar um 13,04 kr. Um helgar lækkar 30 mín. símtal um 44,01 kr., úr 133,32 kr. í 89,31 kr. Skrefatalning staðarsímtala utan dagtíma er ekkert séríslenskt fyrir- brigði. Flest nágrannalöndin svo sem Danmörk, Svíþjóð og Þýska- land hafa innleitt skrefatalninguna, en í Noregi hefur hún ekki enn Guðmundur Björnsson „Benda má á, að höfuð- borgarsvæðið er lang stærsta símasvæði landsins, með um 60% símnotenda og er það ástæðan fyrir færri inniföldum skrefum í afnotagjaldi þar. Á höf- uðborgarsvæðinu er hægt að hringja milli 10 símstöðva á staðar- taxta.“ Breytingar á gjaldskrá fyrir símaþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.