Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 WERNER SOMBART Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Werner Sombart. Der moderne Kapitaiismus. I—III. Deutscher Taschenbuch Verlag 1987 Bernhard vom Brocke: Sombarts „Moderner Kapitalismus" Mater- ialien zur Kritik und Rezeption: Herausgegeben von Bernhard vom Brocke. Originalausgabe. Deutsch- er Taschenbuch Verlag 1987. „Der moderne Kapitalismus" er endurprentun á annarri útgáfu verksins, sem kom út á árunum 1916—1927. Þetta er höfuðverk Werners Sombart. Hann er um margt sérstæður sem félagsfræð- ingur, nefndur „borgaralegur" félags- og sagnfræðingur og skrif- aði „Socialismus und sociale Bewegung im 19. .Jahrhundert", sem kom út í Jena 1896. Með því riti varð hann víðfrægur. Rit þetta kom oft út, endurskoðað og aukið af höfundi, kom út 1934 undirtitlin- um „Deutscher Socialismus". Þetta rit var útlistun á kenningum Karls Marx og saga sósíalskra hreyfínga á 19. öld og fram á þá 20. Sombart var sprottinn upp úr háborgaralegu umhverfi. Hann fæddist 1863, stundaði nám í Berlín og Pias, starfaði sem hagfræði- kennari í Breslau og Berlín. Fyrsta gerð höfuðrits hans um kapítalism- ann kom fyrst út í tveimur bindum 1902 og svo áfram endurskoðað og endurbætt. Lokagerð þess er sú sem hér birtist í sex hálfbindum. Sýnishom úr söluskrá: Miðvangur — Hf. Vorum að fá í sölu glæsil. enda- raðh. á tveimur hæðum, ca 190 fm. Ákv. sala. Borgarholts- br./Kóp. Rúmg. lítið niðurgr. 4ra herb. íb. á jarðh. Ca 100 fm nettó. Ekkert áhv. Arnarnes/bygglóð Vel staðs. bygglóð á Arnarnesi til sölu. ÖIl gj. greidd. Ákv. sala. Vesturberg 4ra-5 herb. íb. ca 97 fm nettó á 3. hæð i fjölbhúsi. Ákv. sala. Erum með söluumboð fyrir Aspar-einingahús Heimasímar: 20499 - 667030 1 HÁTÚNI 2B STOFNSETT 1958 I Sveinn Skúlason hdl. (íÖ Werner Sombart Kveikjan að þessu verki var áhugi jafnaðarmanna á endurskoð- un kenninga Marxs og frekari rannsóknum á sögu kapítalismans. Mynd Marxs af kapítalismanum er fyrst og fremst heiftarfull árás á þetta hagkerfi og studd kenningum um stéttabaráttuna sem aflvaka sögulegrar þróunar. Mynd hans af viðleitni mannanna er mjög tak- mörkuð og öll einnar víddar. Það var því full þörf á að setja saman sögu hagkerfisins þar sem aðrir þættir kæmu fram. Sombart var í fyrstu „marxisti" að því leyti að hann taldi stéttabaráttuna hreyfiafl sögunnar í fyrstu gerðum „Kapital- ismans“. Eftir því sem á leið og eftir kynni hans og Max Weber breyttist skilningur hans á við- fangsefninu. Weber taldi félags- fræðinga spanna flest svið, svo sem sálfræði, heimspeki, trúarbrögð og listir. Félagsfræðin var að hans skoðun mun víðari grein en marx- isminn taldi hana vera. Með hverri endurskoðun og aukningu gætti meira annarra áhrifa í riti Somb- arts en marxismans. í annarri útgáfu var ekki gjörlegt að tala um Bolli Þór Bolla- son til starfa í fjármálaráðu- neytinu Bolli Þór Bollason hagfræðingur hefur verið ráðinn til starfa í fjármálaráðuneytinu.. Hann mun starfa að hagrannsóknum og áætlanagerð varðandi ríkisbú- skapinn og ennfremur að heilda- rendurskoðun skattakerfisins. Bolli Þór er nú aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann hefur starfað hjá stofnuninni síðan 1974. Ráðning Bolla Þórs gildir frá 1. september næst komandi. að eiginlegur marxismi væri lengur leiðarljósi söguskoðunar Sombarts, fremur einskonar „sombartismi". Sagnfræði og sagnfræðiheimspeki mörkuðu aðra útgáfu verksins og samfélagsskilningur höfundarins spannaði víðara svið en í fyrstu útgáfu. Hann klykkir út með lof- ræðu um ríkisvaldið sem verndara menningarinnar. Ritið ber vitni um hina geysivíðtæku þekkingu höf- undar og hann kemur efninu til skila með ritsnilld, sögulegu næmi og skilningi á aflvaka atburðarásar- innar. Sombart talar um að „hagkerfi sé ekki örlög“ og að „hag- kerfi mótist ekki af sjálfsdáðum, og að það þurfi ekki að bíða komm- únismans til þess að losast undan nauðsyninni. Hagkerfi eru manna verk, mótuð af mennskri menningu og ákvörðunum ...“ Sombart setti saman mörg rit. Sum þeira voru frumrit að vissum köflum í höfuðriti hans, svo sem „Die Juden und das Wirtschafts- leben" 1911 og „Luxus und Kapital- ismus" 1913. Undirtitill „Der moderne Kapitalismus" er „Histor- isch-systematische Darstellung des gesamteuropáischen Wirtschafts- lebens von seinen Anfángen bis zur Gegenwart". Sagan nær frá Karli mikla fram að fyrri heimsstyijöld. Sombart skrifar inngang að þriðja bindinu, þar sem hann lýsir kveikju verksins sem kenningu Marxs: „Marx hóf þessa sögu, þetta verk er framhald verks Marxs. Hann sagði „fyrsta orðið" um kapít- alismann, í þessu verki er „síðasta orðið sagt.“ Þetta er hinn svonefndi „sombartismi". Útgáfa Bemhards vom Broeke um höfuðverk Sombarts em um- sagnir og gagnrýni um verkið og heimildir Sombarts. Vei'kið vakti upp deilur og aðdáun á sínum tíma. Einnig er hér stutt ævisaga og rit- saga Sombarts og ritaskrá. Birt er ræða Sombarts, sem hann flutti í þýska útvarpið í janúar 1933, um líf sitt og ritstörf. Werner Sombart lést 1941. Bolli Þór Bollason. #L SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6.HÆO LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRlT FASTEIGN ER FRAMTÍÐ LAUFÁSVEGUR Til sölu er eitt af þessum fallegu timburhúsum við Laufás- veginn. Bílskúr og mjög stór lóð. Grunnflötur ca 75 fm, kj. hæð og rishæð. í kj. er 2ja herb. íbúð og fl. Á 1. hæð er 3ja herb. íbúð og fleira. í risi er 3ja herb. íb. og fleira. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. NÝBÝLAVEGUR/KÓP. Ca 87 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu ástandi. íbúðin er laus. Lykill á skrifstofu. Dexter Gordon er djassgeggjarinn Dale Turner í mynd Taverni- ers, Um miðnætti. Blátt mið- nætti í París Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Um miðnætti (’Round Midn- ight). Sýnd í Bíóhúsinu. Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ‘/2 Bandarisk. Leikstjóri: Bertr- and Tavernier. Handrit: Bertr- and Tavernier og David Rayfiel. Framleiðandi: Irwin Winkler. Tónlist: Herbie Hancock. Helstu hlutverk: Dexter Gordon og Francois Cluzet. „Það eru engin kuldaleg augu í París,“ segir Dale Turner (Dext- er Gordon) við vin sinn áður en hann flýgur frá New York til Parísar. Tónlist þessa aldna djass- ara er ekki metin þá stundina vestra, bíbopið höfðaði ekki til fólks, og hann og tenórsaxinn hans verða útlagar í París. Þeir eru þar nokkrir fyrir koliegar Dale og setjast niður við hljóð- færin sín á kvöldin á Bláu nótunni og spila sinn djass, sem Frakkam- ir kunna að meta. Um miðnætti (’Round Midnight), sem sýnd er í Bíóhúsinu, eftir franska leikstjó- rann Bertrand Tavernier, segir frá djassútlaganum Dale í París og útlagalífinu. Dexter Gordon, sem rangt væri að segja að léki hann, frekar að hann lifi hann, er stór- kostlegur. Hávaxinn og lotinn í herðum, með þreytulegt, sorg- mætt andlitið, grófa röddina, einskonar „rámur tenórsax" og þunglamalega göngulagið tekur hann myndina, stingur henni í vasann, klappar á hann og segir glettinn: Þessa á ég. Hann þarf ekkert að vinna til þess, aðeins að vera til og gefa okkur innsýn í þjóðsögurnar um hann og svörtu djassútlagana í París eftir stríð; Gordon var þar sjálfur um tíma og Bud Powell og „Miðnætti” blandar saman frásögnum úr þeirra lífi og Lester Youngs, sem hélt sig í New York, í eina sem er eins hlýleg og falleg og kímin og ljúfsár og bíbopið úr saxi Turn- ers. „Miðnætti" segir frá vináttu Francis (Francois Cluzet) og Dale Tumers. Djassarinn aldni hefði ekki getað hugsað sér gagntekn- ari aðdáanda eða alúðlegri bjarg- vætt. Dýrkunin á sér engin takmörk; Francis skilur litlu stelp- una sína eina eftir heima á kvöldin til að húka í rigningunni fyrir utan Bláu nótuna og hlusta á tón- ana seytla út um loftgat af því hann hefur ekki efni á að hlusta inni; þegar þeir hafa kynnst betur leitar hann Turner uppi þegar hann týnist á sínum fylliríum og ber hann heim; hann tekur lán fyrir stærri íbúð þegar Turner flytur inn til þeirra feðgina og ef þú spyrðir hann hvemig honum líkaði blástur Dale Turners mundi hann svara og horfa í gegnum þig eins og dáleiddur: „Hann leik- ur eins og Guð.“ Francis nægir að fá að dýrka meistara sinn, meistaranum næg- ir umhyggja Francis. En þegar Dale Tumer kemur til Parísar em aðstæður hans ekki upp á marga fiska. Hann er drykkjusjúkur og það gengur maður undir manns hönd að forða honum undan áfenginu. Hann að sama skapi beitir öllum ráðum til að ná sér í sopa. Hann hefur ekkert hljóðrit- að í langan tíma og er á hraðri niðurleið. Hann er örþreyttur á lífinu, öllu nema bíbopinu. Francis tekur goðið uppá arma sér og þegar þeir eru orðnir vinir tekst Francis að fá hann til að hætta drykkjunni og semja aftur. Samleikur þeirra Dexter Gor- dons og Francois Cluzet er frábær og á kannski stærstan þátt í hinu ljúfa og kómíska andrúmi mynd- arinnar. Hinn Dustin Hoffmaníski Cluzet á afar auðvelt með að láta mann taka þátt í slag sínum til bjargar Dale, ást hans á honum og umhyggjunni fyrir honum með einlægum og alvömþmngnum en aldrei fölskum eða yfirborðs- kenndum leik. Þegar Dale drekk- ur, þjáist Francis, hann hlustar á hann í bamslegri hrifningu inni á Bláu nótunni og sest við fætur hans þar sem hann situr með te- nórsaxinn sinn í dimmu húsa- sundi. En þótt Cluzet leiki með mest- um ágætum er engin hætta á að hann steli senunni frá Dexter Gordon. „Líf mitt er tónlist, ást mín er tónlist,” segir Dale eða Dexter. Það er í svona setningum sem þeir verða eitt. Dexter ræður algerlega sínum ferðum því Ta- vemier gefur honum sannarlega allan þann tíma sem hann þarf og næði til að fara með textann á sinn dásamlega rólega máta. Og Tavernier dregur líka upp ákaflega skemmtilega mynd af útlagalífínu í París með öllum sínum diiiandi djassgeggjumm (óborganleg er partýsenan heima hjá Francis þegar „Butter” nær upp sveiflu undir píanóleik Herbie Hancock, sem fer með svolitla rullu og sér Tavemier fyrir djass- inum í myndina). Og loks má geta þess að Martin Scorsese bregður fyrir í gervi málóðs umba í New York og er vita óþolandi. „Það jafnast ekkert á við djass,” syngja Stuðmenn og það má vera að þið sjáið hvers vegna í „Miðnætti” Tavemiers. Stundum er eins og hann hafi raulað stuð- lagið með sér við gerð hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.