Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
FOSTUDAGUR
28. ÁGÚST
Dagskrá útvarps og sjónvarps í dag,
fimmtudag, er að fínna á bls. 6.
SJONVARP / SIÐDEGI
14:30
15:00
15:30
16:00
16:30
17:00
17:30
18:00
18:30
19:00
18.20 ► Rhmálsfréttir.
18.30 ► Nilli Hólmgeirsson. 30. þáttur.
18.65 ► Ævintýri frá ýmsum löndum.
19.20 ► Ádöfinni. Umsjón: Anna Hin-
riksdóttir.
19.25 ► Fréttaágrip á táknmáli.
b
0,
STOÐ2
CSÞ16.45 ► Átvaglið (Fatso). Bandarísk mynd frá 1980. Mynd þessi fjall-
ar bæði af gamni og alvöru um algengt vandamál, nefnilega ofát. Sálræn
vandamál geta brotist út í ýmsum myndum og hjá Fatso brýst þráin
eftir ást og öryggi út í ofáti. Aðalhlutverk: Dom DeLuise, Anne Banc-
roft. Leikstjórn: Anne Bancroft.
18.20 ► Knattspyrna. SL-mótið — 1. deild.
SJÓNVARP / KVÖLD
19:30 20:00 20:30 21:00 21:30 22:00 22:30 23:00 23:30 24:00
20.00 ► Fréttirog 20.40 ► Carol Burnett og 21.30 ► Derrick. Þýskursaka- 22.30 ► Lárentíusarnótt (La notte di San Lorenzo). ftölsk bíó-
veður. félagar (Carol Burnett Spec- málamyndaflokur með Derrick mynd frá 1977. Leikstjóri: Taviani-bræður. Aðalhlutverk: Omerp
20.35 ► Auglýsing- ial). Bandarískurskemmti- lögregluforingja sem HorstTappert Antonutti og Margarita Lozano. Endurminningar konu í ítölsku
arog dagskrá. þáttur með Carol Burnett leikur. Þýðandi: Veturliði Guðna- fjallaþorpi um hörmungar siðari heimsstyrjaldarinnar. Myndin er
ásamt Whoopi Goldberg og son. ekki talin við hæfi barna.
Robin Williams. 00.15 ► Fréttirfrá fréttastofu útvarps.
19.30 ► - Poppkorn. Umsjón: Guð- mundur Bjarni og Ragnar.
19.30 ► - Fréttir.
20.00 ► Sagan af Harvey Moon (Shine On Harvey Moon). Breskurframhalds- myndaflokkur. 4BÞ20.50 ► Hasarleikur (Moon-lighting). Bandarískur framhaldsþáttur með Cybill Shepherd og Bruce Willis í aðal- hlutverkum. CBÞ21.45 ► Einn á móti milljón Breskur gamanþáttur C9Þ22.10 ► DóttirRutarfMrs. R’s Daughter). Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1979 með Cloris Leachman, Season Hubley og Donald Moffat í aðalhlutverkum. f mynd þess- ari er dregin upp raunsæ mynd af dómkerfi Bandaríkjanna þegar móðir reynir að fá mann, sem hefur nauðgað dóttur hennar, dæmdan sekan. Leikstjóri er Dan Curtis. 4BÞ23.45 ► Leiðintil frelsis Dans- og söngva- mynd frá 1944. CSÞ01.20 ► Carny. Mynd frá 1980. 03.05 ► Dagskrárlok.
Molly Dodd (í miðið) ræðir við móður sína og systur í þáttum Stöðvar 2, Dagar og nætur Molly
Dodd.
Fimmtudagskvöld
Molly Dodd
Fimmtudagskvöldin sem sjón-
varpslaus vin í skemmtanaeyði-
mörkinni hafa næstum sungið sitt
síðasta. Einkaframtakið reið á
vaðið og setti á það kolruglað og
óruglað efni fyrir tæpu ári og
núna í haust mun ríkisframtakið
hefla útsendingar þessi kvöld sem
það sagði fyrir eitthvað um tutt-
ugu árum að ættu vera fríkvöld.
Enn ein næstum þjóðleg sérkenni-
legheit hafa fallið í valinn fyrir
„lágkúru" og „lágmenningar-
rusli“.
Eitt af því sem útlendingum
fínnst svo fyndið við ísland eru
sjónvarpslausu fímmtudagskvöld-
in. Þeir geta ekki hætt að tala
um þessi kvöld. Þetta var ennþá
skrýtnara hér einu sinni. Þá var
einn mánuður á ári hveiju með
öllu sjónvarpslaus. Júlí var svona
mánaðarlangur fimmtudagur og
það fór víst mest fyrir brjóstið á
gömlu fólki sem vissi ekki hvemig
það átti að snúa sér á kvöldin
frammi fyrir myrkum skjánum.
Það var sama fólkið og einhvern-
tímann notaði fimmtudagskvöldin
til að staga í sokka eða vettlinga
og hlusta á húslestra og rak upp
stór augu þegar fyrsti bíllinn
brunaði um sveitina. Það var fólk-
ið sem undraðist á röddini inn í
þessu suðandi og gargandi tæki
sem menn kölluðu útvarp, sættist
Guðaðá
skjáinn
fljótt við það eins og allt annað
um sína daga, og naut þess í
ríkum mæli að hlusta á fréttir og
útvarpssögur. Það voru engir út-
varpslausir fimmtudagar og engir
útvarpslausir júlímánuðir. Öðru
máli gegndi um sjónvarpið. Það
varð að eiga sín frí af einhverjum
ástæðum.
En frídagarnir eru bráðum á
enda og áður en varir man enginn
lengur eftir sjónvarpslausum
fimmtudögum eins og menn eru
búnir að gleyma hinum hljóðu og
rólegu sumarkvöldum í júlí.
Fyrir þá sem ekki eru með af-
ruglara eru fimmtudagskvöldin
ennþá aðeins hálfgildings sjón-
varpskvöld. Ríkið sýnir stillimynd-
ina eitthvað fram á haustið en
einkaframtakið sýnir fréttir, dag-
skrá næstu viku og einn gaman-
þátt áður en ruglið skellur á.
Gamanþátturinn heitir Dagar og
nætur Molly Dodd, og er orðinn
með vinsælasta sjónvarpsefni í
Bandaríkjunum. Það sem þeir
hafa helst til að bera er að þeir
eru öðruvísi en hinir hefðbundnu
gamanþættir frá Bandaríkjunum
um meira og minna óekta fjöl-
skyldulíf.
Þeir þykja lýsa vel hinum
dekkri hliðum uppalífsins; einlífið
hefur gert hina 34 ára gömlu
aðalpersónu þáttanna, Molly
Dodd, einmana, óráðna um fram-
tíðina og aðra afskiptasama um
hennar hagi. Það eru ekki margar
bandarískar sjónvarpspersónur
sem eru ógiftar 34 ára, eiga ekki
malandi krakka og eru jafnvel
ekki í ákveðnu starfi. Það sem
Molly (Blair Brown) hins vegar
hefur er íbúð í New York og há-
vaðasöm mamma (Allyn Ann
McLerie), sem kvartar um allt frá
karlmönnunum í lífi dóttur sinnar
til klæðnaðarins sem hún vill ekki
kaupa. Molly yrkir slæm ljóð og
ef hún ekki getur sofnað dettur
það kannski í hana að endurraða
í stofunni klukkan þijú um nótt.
Eða hún hringir í vin og skilur
svohljóðandi boð eftir í símsvaran-
um: „Gætirðu mælt með almenni-
legum sálfræðingi? Ég er nokkuð
viss um að ég sé að bilast.“
Semsagt öðruvísi.
— ai.
0
RÍKISÚTVARPIÐ
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin i umsjón Jóhanns
Haukssonar og Óðins Jónssonar.
Fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15.
Fréttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr
forystugreinum dagblaðanna. Tilkynn-
ingar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25.
Þórhallur Bragason talar um daglegt
mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar
kl. 8.30.
9.00 Fréttir. Tiikynningar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Gosi"
eftir Carlo Collodi. Þorsteinn Thorar-
ensen les þýðingu sína (2).
9.20 Morguntrimm. Tónleikar.
10.00 Fréttir og tilkynningar.
10.10 Veöurfregnir.
10.30 Mér eru fornu minnin kær. Um-
sjón: Einar Kristjánsson frá Hermund-
arfelli og Steinunn S. Sigurðardóttir.
(Frá Akureyri.)
11.00 Fréttír. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra
Jónsdóttir. (Þátturinn verður endurtek-
inn að loknum fréttum á miðnætti.)
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegísfréttir.
12.45 Veðurfregnir, tilkynningar og tón-
leikar.
13.30 Akureyrarbréf. Fjórði og siðasti
þáttur. Umsjón: ValgarðurStefánsson.
(Frá Akureyri.)
14.00 „Barua a Soldani - bréf konungs-
ins", smásaga eftir Karen Blixen.
Gunnlaugur R. Jónsson þýddi. Bríet
Héðinsdóttir les.
14.40 Þjóðleg tónlist.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Lestur úr forustugreinum lands-
málablaða.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Tónlist eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. a. Hornkonsert nr. 1 í D-dúr.
Hermann Baumann leikur með St.
Paul-hljómsveitinni. b. Sinfónia nr. 29
i A-dúr. Enskir hljóðfæraleikarar leika
á hljóðfæri frá tímum Morzarts. John
Gardiner stjórnar. (Af hljómdiskum.)
17.40 Torgiö. Umsjón: Þorgeir Ólafsson
og Anna M. Sigurðardóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur-
tekinn þáttur frá morgni sem Þórhallur
Bragason flytur. Náttúruskoðun. Veiöi-
sögur. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir i
Árnesi segir frá. (Frá Akureyri).
20.00 Tónlist eftir Copin og Paganini.
a. Sónata fyrir pianó og selló í g-moll
eftir Frederic Chopin. Martha Argerich
og Mstislav Rostropovitsj leika.
b. „Sonata Napoleone" eftir Nicolo
Paganini. Salvatore Accardo leikur
með Filharmóníusveitinni í Lundúnum;
Charles Dutoit stjórnar.
20.40 Sumarvaka.
a. Knæfur Miðfirðingur, Jóhannes
Sveinsson. Baldur Pálmason les ann-
an hluta frásöguþáttar eftir Magnús
F. Jónsson úr bók hans „Skammdegis-
gestum".
b. Kynleg hundgá og neyðaróp.
Gunnar Stefánsson les frásögn eftir
Sigurð Guðmundsson skólameistara.
Stöð 2:
Fjölleikar, söngur
og nauðgun
Dóttir Rutar, nefnist
OO10 fyrsta kvikmyndin af
þremur á dagskrá
Stöðvar 2 í kvöld. Hún er
bandarísk frá árinu 1979, með
Cloris Leachman, Season Hubley
pg Donald Moffat í aðalhlutverk-
um. í myndinni er dregin upp
raunsæ mynd af dómskerfi
Bandaríkjanna, þegar móðir reyn-
ir að fá dæmdan mann sem hefur
nauðgað dóttur hennar. Leikstjóri
er Dan Curtis.
■■■■ Næst á dagskrá er
00 45 Leiðin til frelsis,
“ö bandarísk dans- og
söngvamynd frá 1944 með W.C.
Fields, Edgar Bergen og Jane
Powell í aðalhlutverkum. Myndin
fjallar um fjórtán ára gamla
stúlku sem hefur gaman af að
skemmta sér, en fær þó sjaldnast
til þess tækifæri, þar sem hún er
vinsæl kvikmyndastjama í Holly-
wood. Leikstjóri er S. Sylvan
Simon.
■■■■ Lokamynd kvöldsins er
A1 20 Carny, bandarísk
” -I- ~' kvikmynd frá 1980
með Jodie Foster, Cary Bugsey
og Robbie Robertson í aðalhlut-
verkum. Unglingsstúlka heillast
af undarlegum fjölleikaflokk sem
kemur til heimabæjar hennar,
brýtur allar brýr að baki sér og
slæst í för með þeim. Myndin er
alls ekki við hæfí bama. Leik-
stjóri er Robert Kaylor.