Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 15
HVAÐ
ER AÐ
GERAST?
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
B 15
Söfn
í Nýlistasafninu verður í kvöld opnuð samsýning þeirra Hallgríms
Helgasonar og Hjördísar Frímann, sem sýna olíumálverk og teikn-
ingar. Sýningin er opin frá 16.00 til 20.00 daglega.
Myndlist
Arbæjarsafn
I Árbæjarsafni er nú hægt að skoða
gamla slökkviliðsbíla. Þarereinnig sýnd-
ur uppgröftur frá Viðey og miðbæ
Reykjavíkur og líkön af Reykjavík. Safnið
er opið alla daga nema mánudaga frá
10-18.
Ámagarður
í sumar er sýning á handritum í Árna-
garði. Þar má meöal annars sjá Eddu-
kvæði, Flateyjarbók og eitt af elstu
handritum Njálu. Opiðeráþriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum frá klukk-
an 14-16.
Ásgrímssafn
Sumarsýning Ásgrímssafns stendur nú
yfir. Sýnd eru olíumálverk, vatnslitamynd-
ir og teikningar. Þetta er úrval af verkum
Ásgrims, mest landslagsmyndir. Ágríms-
safn er við Bergstaöastræti og þar er
opið alla daga nema laugardaga frá kl.
13.30-16.
Ásmundarsafn
Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund-
arsafni sýningin Abstra ktlist Ásmundar
Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 högg-
myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning-
ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af
ferli Ásmundar, þann tima sem listamaö-
urinn vann að óhlutlægri myndgerð. (
Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis
myndband sem fjallar um konuna I list
Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu
bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og
afsteypur af verkum listamannsins. Safn-
ið verður opið daglega frá kl. 10 til 16 í
sumar.
Kjarvalsstaðir
Á Kjarvalsstööum stendur nú yfir sumar-
sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals.
Margar myndanna eru sýndar í fyrsta
sinn opinbetlega. Sýningunni lýkur 30.
ágúst. Opið er frá 2—10 og aögangseyr-
irer 100 krónur.
i vestursal sýnir Margrét Elíasdóttir acrýl-
málverk. Sýningunum lýkur báðum 30.
ágúst.
Listasafn Einars
Jónssonar
i listasafni Einars Jónssonareru sýndar
gifsmyndirog oliumálverk. Þarfást líka
bæklingar og kort með myndum af verk-
um Einars. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá 13.30—16. Höggmynda-
garðurinn er opinn daglega frá 11 —17.
Þar er að finna 25 eirsteypur af verkum
listamannsins.
Listasafn Islands
Listasafn íslands er til húsa í þjóðminja-
safnshúsinu. Þar er nú yfirlitssýning á
úrvali af verkum safnsins. Hún er opin
daglega frá 13.30—16. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 30. ágúst.
Myntsafnið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er
í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar
peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauð-
peningar frá síðustu öld eru sýndir þar
svo og orður og heiðurspeningar. Lika
er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og
rómversk. Safniö er opið á sunnudögum
milli kl. 14 og 16.
Náttúrugripasafnið
Náttúrugripasafnið er til húsa að Hverfis-
götu 116,3. hæð. Þar má sjá uppstopp-
uð dýr til dæmis alla íslenska fugla,
þ.á.m. geirfuglinn, en líka tófur og sæ-
skjaldböku.
Safnið er opið laugardaga, sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
13.30-16.
Póst-og
símaminjasafnið
i gömlu simstöðinni í Hafnarfirði er núna
póst—og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl-
breytilega muni úrgömlum póst—og
simstöðvum og gömul símtæki úreinka-
eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er
opiö á sunnudögum og þriðjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða
safnið á öðrum tímum en þá þarf að
hafa samband við safnvörð í síma 54321
Sjóminjasafnið
Sjóminjasafnið hefur nú opnað nýja sýn-
ingu um árabátaöldina. Hún byggirá
bókum Lúðvíks Kristjánssonar „(slensk-
um sjávarháttum". Sýnd eru kort og
myndir úr bókinni, veiðarfæri, líkön og
fleira. Sjóminjasafnið erað Vesturgötu 6
i Hafnarfirði. Það er opið alla daga nema
mánudaga frá klukkan 14— 18.
Þjóðminjasafnið
Þjóðminjasafniðervið Hringbraut. Þar
eru meðal annars sýndir munir frá fyrstu
árum íslandsbyggöar og islensk alþýðu-
list frá miðöldum. Einnig er sérstök
sjóminjadeild og landbúnaðardeild til
dæmis er þar uppsett baðstofa. Einnig
erísafninu sýningin „Hvaðer á seyði?"
þar sem rakin er saga eldhúss og elda-
mennsku frá landnámi til okkar daga.
Safnið er opiö alla daga frá 13.30— 16.
Þjóðskjalasafnið
Þjóðskjalasafnið er i Safnahúsinu við
Hverfisgötu. í andyri þess hefur verið
sett upp sýning um Gisla Konráösson í
tilefni þess að 200 ár eru liöin frá fæð-
ingu hans. Sýningin er opin á virkum
dögum.
Leiklist
Ferðaleikhúsið
Sýningar Light Nights i Tjarnarbíói eru
nú fjórum sinnum í viku, á fimmtudags-
kvöldum, föstudagskvöldum, laugar-
dags- og sunnudagskvöldum kl. 21.00.
Sýningarnar eru i uppfærslu Ferðaleik-
hússins og sérstaklega ætlaðar erlend-
umferðamönnum. Meðstærsta
hlutverkið, hlutverk sögumanns i sýning-
unni fer Kristín G. Magnús. Athygli er
vakin á því að þetta er síöasta sýningar-
vika Ferðaleikhússins í sumar.
Iðnó
Á laugardagskvöld kl. 20.30 sýnir Leik-
félag HúsavíkurOfurefli eftir Michael
Christopher. Leikstjóri er María Sigurðar-
dóttir, Karl Ágúst Úlfsson þýddi verkið. 8
leikarareru íverkinu. Leikfélag Húsavíkur
fer í leikferö til Danmerkur með Ofurefli
og er þetta 2. viðfangsefni félagsins á
þessu leikári. Miðasalan er opin frá kl.
13.30 á sýningardag.
Tónlist
Duus—hús
Djassunnendur eiga á vísan að róa þar
sem Heiti potturinn i Duus er. Þar er
leikinn lifandi djass á hverju sunnudags-
kvöldi kl. 9.30. Um þessa helgi býður
Friðrik Theódórsson gestum í spuna.
Stapinn
Handknattleiksdeild Njarðvíkur heldur
styrktartónleika i Stapanum á föstudags-
kvöld 28. ágúst frá kl. 23—03. Hljóm-
sveitin Lótus leikur fyrir dansi með
Látúnsbarka Suðurlands, Hermann Ól-
afsson, i fararbroddi.
Evrópa
Dagana 27., 28. og 29. ágúst nk. mun
bandariski söngdúettinn The Weather
Girls skemmta gestum veitingahússins
Evrópuvið Borgartún. DúettinnThe
Weather Girls er skipaður stórum og
stæöilegum söngkonum, þeim Martha
Wash og Izora Armstead. Þær öðluöust
heimsfrægð árið 1983 eftir að hafa
skömmu áður hafið samstarf við hinn
þekkta lagahöfund og upptökustjóra Paul
Jabara. Hefst skemmtunin kl. 23.30 en
húsið veröur opnaö kl. 22, þannig að
gestir geta komið sér vel fyrir.
Nýlista-
safnið
Föstudagskvöldið 28. ágúst opna i Ný-
listasafninu við Vatnsstig tvær myndlist-
arsýningar. Það eru þau Hjördis Frímann
og Hallgrimur Helgason sem þar sýna
olíumálverk og teikningar. Sýningin
stendurtil sunnudagsins 6. september
og er opin frá 16—20 daglega, en 14—20
um helgar.
Ustasafn Háskóla
íslands
Nýlega var sett upp í sýning á verkum i
eigu Listasafns Háskóla íslands, i Odda,
nýja hugvísindahúsinu. Um er að ræða
grafík, teikningarog málverk. Sum þess-
ara verka hafa veriö keypt undanfarna
mánuði en önnur eru úr frumgjöfinni.
Aðgangur er ókeypis að sýningunni en
hún eropindaglega frá 13.30—17.
Gallerí Grjót
Nú stenduryfir samsýning á verkum allra
meðlima Galleri Gjót. Sýningin er opin
virka daga frá kl. 12 til 18.
Gallerí Ust
Þetta nýja galleri er í Skipholti 50 C.
Sýnd verða verk eftir unga og gamla lista-
menn og fjölbreytnin í hávegum höfð.
Langbrók
Textilgalleriið Langbrók, Bókhlöðustíg 2,
sýnirvefnað, tauþrykk, myndverk, módel-
fatnað og fleiri listmuni. Opiö er þriðju-
daga til föstudaga kl. 12—18 og
laugardaga kl. 11—14.
Mokka—kaffi
Bandarískur Ijósmyndari, Michael Gunt-
er, sýnir nú svart—hvítar Ijósmyndir í
Mokka—kaffi. Myndirnareru allarteknar
á (slandi. Sýningineropin alla daga til
klukkan 23.30.
i'r
fiEIMI rVIEMyNDANNA
John Huston fæst enn við
bíómyndir 81 árs
John Huston
Hinn aldni bandaríski leikstjóri
John Huston, sem á síðustu 46
árum hefur gert 40 bíómyndir,
var lagður inná spítala í lok júlí-
mánaðar en tökur á nýjustu
myndinni hans héldu þó áfram,
en hann framleiðir og skrifar
handritið að myndinni Mr. North,
sem sonur hans, Danny, leikstýrir.
Huston dvaldi á spítalanum
daginn sem hann varð 81 árs.
Hann hafði verið lagður inn eftir
að hafa tvisvar fengið lungna-
bólgu og óttuðust læknar að hann
þyldi ekki meira af slíku. Hann
átti að leika lítið hlutverk í mynd-
inni en fornvinur hans, Robert
Mitchum, tók við rullunni af hon-
um þótt Huston skipti sér annars
eins mikið af gerð myndarinnar
og hann gat frá sjúkrabeðinum.
Mr. North er byggð á hálfævi-
sögulegri bók Thornton Wilders
sem heitir Theophilus North.
Lauren Bacall, sem leikur í
nýju myndinni, en Humphrey
Bogart kynnti hana fyrir Huston
þegar Key Largo (1948) var gerð,
sagði um leikstjórann: „Hann er
frábær og mun aldrei glata sínum
hæfileikum.“ „Því veikari sem
líkami hans verður, því skarpari
verður hugur hans,“ segir Janet
Roach, sem vann með Huston við
Prizzi’s Honor og skrifaði handrit-
ið að Mr. North með honum.
Huston hefur um nokkurt skeið
þurft á súrefniskút að halda til
að auðvelda sér öndun og Roach
segir að þegar þau hafi unnið við
handritið í vor hafi hann tekið úr
sér öndunarpípuna og sagt henni
hvað betur mætti fara.
Hinn 25 ára Danny Huston,
sem sagði myndina gerða í „sam-
vinnu“, var hrifinn af þeirri
hugmynd að leikstýra föður sínum
en á sínum tíma leikstýrði John
Huston föður sínum Walter í The
Treasure of the Sierra Madre.
Vinna við Mr. North hófst í
apríl síðastliðnum en þegar heilsu
Huston fór að hraka drógu fjár-
magnarar myndarinnar sig úr
fyrirtækinu. En nýir komu í stað-
inn. Skip Steloff, eigandi fram-
leiðslu- og dreifingarfyrirtækisins
Heritage Entertainment í Kali-
fomíu, reiddi fram þann pening
sem vantaði. 100 ára gömul
frænka hans hafði verið vinkona
Thomton Wilders og var hrifin
af verkum hans. Hún vissi af
handritinu að Mr. North og sagði
við frænda sinn: „Komdu og líttu
á þetta".
„Eg hefði ekki gert það nema
af því hún bað mig um það,“ seg-
ir Steloff. Hann fór að hitta
leikstjórann að máli, ætlaði sér
að spyija nánar út í hugmynd
hans um myndina en Huston
spurði hann í staðinn: „Hver eru
þín meðmæli, strákur?" Skömmu
seinna var samningum náð.
Aðeins fjölskyldumeðlimum var
leyft að heimsækja leikstjórann á
sjúkrahúsið, þ.m.t. dóttur hans,
Angelicu Huston, sem leikur í
nýju myndinni.